Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. aprll 1975. TÍMINN Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Abalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsiuslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Togaraverkfallið 1 megindráttum hefur tekizt að koma i veg fyrir verkföll i landinu fram að þessu, þótt samningar þeir, sem gerðir hafa verið, séu að visu aðeins til bráðabirgða. Alvarlegt frávik er þó, að togararn- ir af stærri gerðinni hafa stöðvazt og liggja nú bundnir við bryggjur. Með þessu verkfalli er mikilvirkum atvinnu- tækjum, alls tuttugu og tveimur togurum, kippt út úr verðmætaöfluninni, samtimis gjaldeyris- þröng i landinu. Blóminn úr fiskimannastétt stærstu bæja landsins biður átekta, vinnslustöðv- ar i landi skortir hráefni, og mikill fjöldi fólks, sem þangað hefur sótt atvinnutekjur sinar, stendur uppi verkefnalaus. Margt af þessu fólki má áreiðanlega illa við þvi að missa laun sin til langframa. Þorri þess mun þurfa alls sins við til þess að sjá sér og heimilum sinum farborða. Svipað á vitaskuld við um sjómennina sjálfa. Hagur útgerðarfyrirtækjanna mun eirtnig fljótt hallast, ef allir þessir togarar, sem hver um sig kostar mörg hundruð milljónir króna, liggja i höfn til langframa, og fyrir þau bæjarútgerðar- fyrirtæki, sem eiga marga togara hvert af þess- ari gerð, verða horfurnar fljótt iskyggilegar. Auk' þess hlýtur verkfallið að draga þann dilk á eftir sér, að verulegur dráttur verður á samningsgerð, að tekjustofnar til útsvarsálagningar á næsta ári skerðast til muna. Þetta mun einkum koma hart niður, þar sem togaraútgerð bæjarfélags og fiskvinnsla i sambandi við hana er hvað veiga- mestur þáttur i atvinnulifinu, svo sem er á Akur- eyri. Togaraverkfallið veldur þess vegna ekki aðeins samdrætti i gjaldeyrisöflun og skerðingu á at- vinnutekjum mikils fjölda manna, sjó- manna og fiskvinnslufólks, um stundarsakir, heldur mun það segja til sin á ókomnum misser- um, þar sem hvort tveggja ber að samtimis, af- leiðing aukins halla á togurum bæjarfélaga og lægri útsvarsstofnar en orðið hefði, ef allt hefði verið með felldu. Verkföll eru ávallt dýr, jafnvel þótt það séu ekki hin mikilvægustu atvinnutæki sem stöðvast. Togaraverkfallið veldur hinum þyngstu búsifj- um, að ef ekki tekst að leysa það mjög fljótlega. Hver verkfallsdagur kostar einstaklingana, sem það bitnar á, útgerðarfyrirtækin, bæjarfélögin og þjóðina alla stórfé. Þess vegna riður mjög á þvi, að sem fyrst verði leitað allra tiltækra ráða tií þess að koma á viðunandi sáttum, svo að á ný verði kveikt á vélum þessara skipa, sem legið hafa myrkvuð i höfn siðan á fimmtudagskvöldið, að öll ljós á þeim voru slökkt samtimis, og þau geti haldið aftur á miðin. Vafalaust er þeim, sem fram úr málum eiga að ráða, mikill vandi að höndum færður að stilla svo til, að hnúturinn rakni, eins og málum er háttað. En hins er að gæta, að pað er tjónið mest, ef verk- fallið leysist ekki hið bráðasta. —JH Karl Lavrencic, The Scotsman: Arabar verja fé til framkvæmda í Súdan Súdanmenn hugsa gott til eflingor atvinnulífsins og kyrrð ríkir í stjórnmálunum RIKISSTJÓRNIN I Súdan lokaði nokkrum vændishUsum I Khartoum um daginn og stytti þann tima, sem drykkjustofur mega vera opn- ar. Þetta var gert til þess að þóknast valdhöfum i Saudi- Arablu og sendimönnum þeirra, en þeir gera mjög strangar siðferðiskröfur. Heimamenn létu hins vegar nokkra óánægju I ljós. SUdanbúar taka slikum ákvörðunum rlkisstjórnarinn- ar yfirleitt þegjandi. Þeim er ljóst, að vonir um skjótan bata . hins erfiða efnafiagsástands eru fyrst og fremst tengdar við aðstreymi oliufjárins frá Saudi Arabiu. Sykurverð var hækkað i desember i vetur og þá urðu óeirðir í Khartoum. önnur matvara er einnig dýr og oft og einatt næsta torfengin, að minnsta kosti i hinum af- skekktari byggðarlögum. Kreppu gætir greinilega I SUdan. Ég tók til dæmis eftir þvi einn daginn, að bílar stjórnarstarfsmanna I Juba voru ekki hreyfðir, enda reyndust þeir allir bensinlaus- ir. VIRTIR sérfræðingar hafa hins vegar fullyrt, að Súdan gæti orðið mikilvægt korn- forðabUr fyrir heimsbyggðina ef nýttir væru skynsamlega hinir miklu ræktunarmögu- leikar um miðhluta landsins, þar sem úrkoma er örugg og næg. Viðáttumikið gresjubelti teygir sig um landið frá norð- vestri til suðausturs. Megin- hluti þess er alveg sléttur og þvi auðvelt að koma við mik- illi vélvæðingu við jarðyrkj- uha. Enn hafa ekki verið ræktað- ir nema fjórar milljónir hekt- ara á þessu svæði. Omar Mukhtar, forstöðumaður oliu- leitar og landmælinga, tjáði mér, að yfir 80 milljónir hekt- ara lands á gresjubeltinu væru vel fallnar til ræktunar. STOFNAÐUR hefir verið allríflegur sjóður, sem nefnist „Sjóður Araba til efnahags- og félagslegra framfara". Starfsmenn hans luku fyrir skömmu þriggja mánaða könnunarferð um Súdan. Miklar Hkur eru taldar á, að sjóðstjórnin mæli með fjár- festingu i akuryrkju og upp- byggingu að upphæð um 1000 milljónir dollara að sögn. Allmikið fé frá Arabarikjun- um hefir þegar runnið til landsins og verið varið i fram- kvæmdir, sem þar eru I gangi. Er þar meðal annars um að ræða aukna sykurrækt og sykurhreinsun. Má til dæmis nefna framkvæmd eina, sem fyrirtækið Lonrho i London stendur aö I félagi við rfkis- stjórnina i Súdan, en fjár- málamenn frá Kuwait og Japan leggja fram fé. Ætlunin er, að fyrirtæki þetta framleiði sykur og á framleiðslan að vera komin upp I 350 þúsund smálestir af hvltum sykri árið 1979. Sagt er og, að þetta verði stærsta sykurræktarfyrirtæki I heimi og stofnkostnaður nemi um 180 milljónum dollara. FÉ frá Kuwait hefir einnig verið lagt fram til byggingar sykurhreinsunarstöðvar, sem & að hreinsa 120 þúsund smá- lestir af sykri á ári. Gert er ráð fyrir, að sykurframleiðsl- an I Súdan verði orðin fast að milljón smálesta á ári um 1980. Þetta væri nálega tiföld- un á núverandi sykurfram- leiðslu landsins. „Nokkurn tima tekur eðli- lega að koma slikum áætlun- um I framkvæmd", sagði Jaafar el Nimiery forseti við mig I Khartoum. „En það gleður mig sannarlega, að hinir olluauðugu arabisku bræður okkar skuli veita fjár- festingu i landi minu forgang. Við fáum nú þegar meiri fjár- hagsaðstoð frá þeim en nokkr- um öðrum". Forsetinn lauk lofsorði á að- stoð Breta, en hún er nU orðin allmikil síðan hafin var greiðsla bóta fyrir þjóðnýtt fyrirtæki I eigu Breta. Nimiery forseta er einkar hlýtt til Breta, að sumra sögn vegna þess, að brezki kennar- inn hans kenndi honum knatt- spyrnu, sem hann hefir mikla ánægju af og iðkar enn af og til. Forsetinn heldur annars með brezka knattspyrnuliðinu Manchester United. FORSETINN sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með fjárhagsaðstoðina frá Banda- rtkjunum. Við hana voru mikl- ar vonir tengdar eftir að Sudanbúar drógu Ur hollustu sinni við Sovétrikin og hurfu frá vinstristefnu, en það var gert eftir hina misheppnuðu stjórnarbyltingu kommúnista i jUli 1971. Ég innti hann eftir, hvort gera bæri ráð fyri'f.. nýrri stefnubreytingu. Hafði ég þá einkum I huga mjög mikil mannaskipti i æðstu stöðum að undanförnu. Meðal annars hafa niu ráðherrar horfið frá störfum og aðrir tekið við af þejm. Forsetinn sagði þetta ekki tákna stefnubreytingu og ekki vera annað en manna- skipti. Hann sagði suma starfsmenn rikisstjórnarinnar hafa lagt meiri stund á eflingu eigin hags en traust og góð tengsl við alþýðu manna. Nimiery forseti kvaðst stað- ráðinn I að fylgja áfram þeirri stefnu að hlynna að einka- rekstri og hvika hvergi frá henni. Enda er þess naumast að vænta, að Saudi-Arabar yrðu ánægðir með ný stefnu- hvörf i þessu efni. NIMIERY hershöfðingi er tvimælalaust virtur forseti og vinsæll meðal þegna sinna. Gifurlegur fjöldi fólks safnast jafnan saman þegar hann kemur fram opinberlega, en það gerirhann bæði oft og viða um land. En forsetinn hefir setið að völdum i sex ár og má þvi bU- ast við tilraun til stjórnar- byltingar hvenær sem er. Þetta eykur þörfina á að afla stefnu stjórnarinnar vinsælda og fylgis, en það hlutverk er ætlað fjöldahreyfingu, sem nefnist Sósialistasamtök Sú- dans. FRIÐUR rikir i suðurhéruð- um landsins og var þriggja ára afmæli vopnahléssamn- inga fagnað núna i april. For- setinn vann mikið þrekvirki þegar hann kom friði á og er enn ómissandi af þeim sökum. Sunnanmenn telja valdasetu hans tryggingu þess, að frelsi þeirra og sjálfræði verði virt. Stundum eru að visu farnar fjölmennar kröfugöngur og fyrir getur komið, að til smá- vægilegra óeirða komi i borg- um eins og Juba, en þar er gifurleg fjölgun fólks og þrengslin ótrúleg. En þrátt fyrir þetta verður að viður- kenna, að friðurinn hefir verið haldinn alveg furðulega vel. Bæði rikisstjórn landsins og alþjóðastofnanir eiga lof skilið fyrir að koma þvi i kring, að hálf önnur milljón hefir snUið heim, ýmist Ur útlegð erlendis eða Ur óbyggðum, siðan að vopnahlé komstá. Flest þetta fólk hefir fengið störf við land- bUnað. Half önnur milljón flóttamanna hefur snúið aftur til heimkynna sinna I Sddan, en fóikið hraktist þaft- an I langvarandi og blóðugri borgarastyrjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.