Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 29. aprll 1975. Jónas Guðmundsson; AUSTURLANDA- FfRÐV TIL BRUNEI OG HONG ...,> Kirkjumálaráðuney tið I Brunei er til I asta kirkjuþingi, að stefnt skyldi að, legt að sjá hvernig sllk bygging getur N Flugvélin lækkaði flugið gegnum brimhvit- ar skýjaslæður, og i bláu mistri greindum við strendur Borneo. Fram- undan var oliurikið Brunei, sem er i raun- inni aðeins 2.226 fer- milna oliusvæði, þar sem soldáninn Hassanal Bolkiah Mu'izzaddin Waddaulah stjórnar, en hann stýrir landinu með harðri hendi, og með spámanni sinum Mú- hameð. Karlinn gerir allt sjálfur, þar á meðal „kýs" hann þjóðþingið, sem telur 22. þingmenn. Þeir eru til ráðuneytis, fremur en lagagerðar, eins og búnaðarþingið og lávarðadeildin. CARGOLUX-skrúfu- þotan lækkaði enn flug- ið, og dökkgrænt landið kom i ljós. Brunei er umlukt af Sarawak landmegin, en drifhvit ströndin snýr við Kina- hafi til norðurs. Flogið i bogum til Brunei á Borneo Guðjón flugstjóri flaug í bogum austur, siðan til suðurs, og krækti fyrir drifhvit skýin. Siðan nálgað- ist hann alþjóðafltigvöllinn i Brunei, sem er einn stærsti og vandaðasti flugvöllur i Suðaust- ur-AsIu. Viö flugum yfir bylgjandi land, þar sem skiptust á lágir dalir og hæðir og hver blettur var ræktað- Farkosturinn á flugvellinum I Brunei. Flug — „hafnarverkamenn" ganga um borð, til þess að byrja losun á vélinni. ur. Kryddaður þefur af gróðri og rotnándi jurtum barst inn I flug- vélina. Ekki var gott að imynda sér, hvað þeir voru að rækta þarna, en lágvaxin tré voru viða og minntu helzt á jólatrén, sem maður kaupir á íslandi, þegar bú- ið er að pakka þeim inn I nethólk- inn. Við vissum ekki hvað þau hétu, þessi tré, enda skiptir það ekki máli. Það eina sem skiptir máli I þessu landi er olían og hann Islam, sem grundvallaði veldi soldánsins, hans Hassanal Bolkiah Mu'izzaddin Waddaulah. — Og Karl Kvaran aðstoðarflug stjóri lenti Cargoluxvélinni glæsi- lega, eftir að hafa rennt henni i mjiíkum, fáguðum fluglínum tnilli lágvaxinna hæða. Við vorum I landi spámannsins. Flugvélin nam staðar fyrir framan flugstöðvarbygginguna i Brunei, og þegar Höskuldur opn- aði dyrnar, þá fundum við, að úti var feikna hiti og sól, liklega allt að 30 stigum, — og lungun gleyptu brennandi loftið af sársauka. Svo vöndust þau þessum hita, og við llka,en svitinn perlaði á likömum okkar við minnstu hreyfingu. Hér gerðum við stuttan stanz, — Höskuldur afgreiddi vörurnar, en við gengum I áttina að glæsilegri flugstöðvarbyggingunni, sem var tvöhundruð metra frá vélinni. Síðan tók við sex tíma bið, þvi við máttum ekki koma til Hong Kong fyrren eftir klukkan sex um kvöldið. í landinu, þar sem allt er upp, eða niður — ekkert út á hlið I flugstöðinni var margt um manninn. Brunei-ingar eru Malajar, flestir, en þó voru þarna Hka Indverjar, Kínverjar og Evrópubúar. Brunei var brezk nýlenda hér áður, og þvi eru enn margir Bretar i landinu. Búning- ur þeirra minnti á glæsileika heimsveldisins, háir, grannir menn I hvitum skyrtum, hvitum stuttbuxum og í hvitum ullar- sokkum og strigaskóm — þeir stóðu eins og fölir risar inni i mannþyrpingunni. Við tókum okkur sæti á veröndinni og feng- um svaladrykk. Þægilegur and- vari barst frá hafinu, og þakið véitti skjól fyrir brennandi sól- inni. Þetta var gríðarstór salur, með f jölda veitingaborða, en eng- ir voru gluggarnir, aðeins þak og gólf, því hér gerir aldrei storma. Hliðarvindurinn, gegnumtrekk- urinn, og þessi brimsalti kaldi og gnauðandi vindur, sem sýgur hit- ann Ur holdinu og beinunum heima á íslandi, var ekki hér, heldur aðeins sól og brennandi kylja. 1 þessu landi var ekkert Ut á hlið, aðeins upp og niður. Eng- inn hliðarvindur, ekkert regn, sem ferðaðist samsiða landinu, aðeins upp og niður. Sólin kom að ofan, olian að neðan. Lögin komu að ofan, frá Islam og soldáni, auðurinn að neðan, úr dimmum oliuhöfum. Bænir og formælingar stigu beint upp, eða sukku beint niður. Já, hér hrakti bænirnar ekki skáhalt af leið sinni i rokinu eins og heima á íslandi. Okkur var vel tekið af embættismönnum landsins. Flug- vallaTstarfsmenn heilsuðu kafteini vorum og foringjum kumpánlega. C.ARGOLUX kemur þarna oft, þvi margt er að sækja I gamla heiminn, á meginland Evrópu, og nú var verið að reisa einhverja visindastöð þarna, og við vorum með efni I hana. — Cargolux okey, sögðu her- verðirnir og hleyptu okkur um- svifalaust I gegnum hliðin. Þeir þekktu það lika og vissu, að allt var I lagi. Engin formsatriði, engin vega- bréf. Cargolux var allt og sumt. Ókey. Það má annars rifja það upp hér, að I hvert skipti sem lent var, gaf Höskuldur sérstök fyrirmæli. „Ekki skilja neitt eftir, hér er öllu stolið". Eða hann sagði „Láttu þetta vera, hér er engu stolið," en það væri naumast maklegt að tilgreina þessi lönd nánar. Til kukks á spámannsvisu Er við höfðum setið skamma stund i forsælunni i flugstöðinni, þurfti ég að fara á klósettið tií sambands við hina svörtu mold. Það var nokkurn spöl að fara, og von bráðar fann ég stórt og vand- að kukkhUs, sem var flisalagt hólf I gólf eins og i félagsheimili á ís- landi. Ég opnaði eina klósetthurð- ina, en brá heldur betur I brUn, 'iM Ti ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.