Tíminn - 29.04.1975, Side 11

Tíminn - 29.04.1975, Side 11
10 TtMINN Þriðjudagur 29. aprii 1975. Þriðjudagur 29. april 1975. TÍMINN 11 .. . 4 • h * Í-'V-v m m W$w$ I ^ ; ;V, g w'- l ,± "■ n - ! i$^á§**&'SSg5??A<£ -tðiHi&rifi % ',.rr/• ’ Ið£ - mm gfáéugggE&BSfs '.u ...* .. Jl ÉBÉn > . :X:\’;±-.;'\ mmm ■ ■'■ ■„' mmm Sex tímar í landi spámannsins fallegt, og klæði þess voru marg- visleg og litrik. Skæruliðar með handsprengjur utan á sér eins og ananas-aldin voru innan um fólk- ið, eða liklega voru þetta þó að- eins frumskógahermenn, dular- fullar konur i siðum múndering- um og nettir menn i evrópskum klæðum, með myndavélar og skjalatöskur. öll heimsins tfeka varhér samankomin, allir heims- ins menn. En smám saman leyst- ist flokkurinn upp og við vöfruð- um til og frá og reyndum að skoða okkur um. Sex timar i sólhafi liða svo undarlega seint. Cargolux skrúfuþotan hóf sig á loft, máttvana i hitanum og virt- istætla að nota alla flugbrautina i Brunei. En svo náði hún tilskyld- um hraða og hóf sig upp með miklum erfiðismunum. Þotur eru slappar i hitum og geta þurft tvö- falda flugbraut, þegar heitast er. Svo var flogið i bogum út á Suður- Kinahafið, stefnan var rétt vestanvið Manilla. Við flugum með ströndum Sarawaks, fram- hjá Kota Kinabalú og brátt komu syöstu eyjar Filippseyja i ljós út úr sólmistrinu. Flugdrungi á Kinahafi Smámsamanhafðihún hækkað ‘ flugið og nú geystumst við áfram i 15.000 feta hæð. Framundan var fimm klukkustunda flug til Hong Kong eða um 2300 kilómetrar. Áð- ur en varði lagðist flugdrunginn yfir okkur öll og himnaskipið sigldi sina leið gegnum timann og rúmið, og voldugar drunur hreyflanna deyfðust i þögninni miklu. Fyrir neðan okkur var Kinahaf og Filippseyjar, yfir land og yfir sjó lá leiðin, yfir brimhvitar strendur.yfir hrikalegar urðir og beinbrotið land. Filippseyjar minna um margt á fsland. Eld- fjöll stóðu opin. úr þeim steig blátt mistur og við önduðum að okkur brennisteinsþefnum. Svo tók frumskógurinn við aftur. Einhver sagði að eyjarnar væru rúmlega 7000 talsins o.g þar búa um 40.000.000 manna og þær eru samanlagt um það bil helmingi stærri en Island að flatarmáli. Þetta eru sprungueyjar eins og Island, eldbelti gengur gegnum þær miðjar og eldgos eru tið. Þótt Filippseyjar séu aðeins helmingi stærri en Island, virðast þær samt endalausar á fluginu, en loks yfir Manilla var stefnan sett á Hong Kong, sem er enda- stöðin i þessari miklu ferð. Og meðan sólin kveður hinn deyjandi dag, nálgumst við strendur Kina. Við fljúgum yfir glampandi hafið, en brátt safnast saman ský fyrir neðan okkur og himinn og jörð verða eitt. Framundan er Hong Kong. Þinghúsið i Brunei. Þar var soldáninn krýndur árið 1968. ! þessu stóra húsi situr 20 manna þing, sem soldáninn „kýs”. Þingið er valdalaust með öllu, er aðeins til skrauts. Kirkjumálaráðuneytið 1 Brunei er til húsa I þessari fögru byggingu. tslenzkir klerkar fleygðu þvf á sein- asta kirkjuþingi, að stefnt skyldi að, að setja ái laggirnar sérstakt kirkjumálaráðuneyti. Er því gagn- legt að sjá hvernig slfk bygging getur litið út. þvi þar var ekkert, engin klósett- skál, heldur aðeins hola i gólfið og tvö fótspor, ásamt vatnshana. Synir spámannsins nota nefnilega ekki Gústafsberg, heldur holur i gólfið, og þeir nota ekki pappir, heldur lindarvatn, til að skola sig að aftan. Já, sumsstaðar nota þeir heldur ekki holur, heldur setjast aðeins niður, þar sem þeir eru komnir, þvi þeir eru i viðum kápum, buxnalausir, og þeir fá umyrðalaust samband við hina sendnu, gjöfulu jörð. Siðan standa þeir upp og ganga leiðar sinnar. Nú voru góð ráð dýr. Þeir hlutu að hafa klósett! Jú, þegar ég hafði gáð i nokkra kamra, kom eitt evrópskt klósett af flottustu gerð i ljós, þvi þessir menn reyna hvorki að troða trúarbrögðum sinum né kömrum upp á þig nauðugan. A eftir urðu nokkrar umræður um klósettmenningu, og þeir höfðu auðvitað komið á staði, þar sem spámaðurinn réð meira en hér — og kunnu vel við, nema þetta með lindarvatnið, þeir vildu hafa pappir upp á vissa hluti, enda dyggir liðsmenn i skrifstofu- veldi Evrópu, þar sem pappira þarf upp á alla hluti, og helst mörg afrit lika. Sex timar i sólhafi Það seig á okkur höfgi. Brenn- andi sólin hellti geislaflóði yfir græna jörðina. Það komu þotur og það fóru þotur. Við virtum fyr- ir okkur fólkið. Sumt var mjög Konungshöllin, og hið fræga steinskip „Mahaligai”, sem er trúarlegt tákn. Húsið með hvolfþakinu er moska, bænahús múhameðstrúarmanna. AlþjóðaflugvöllurinniBruneier mjög fullkominn. Hér sést flugstöðvarbyggingin „landmegin” frá. Und- ir efsta þakinu sátum viö og drukkum svaladrykki I forsælunni. Flugvélin lækkaöi flugið gegnum brimhvit- ar skýjaslæður, og i bláu mistri greindum við strendur Borneo. Fram- undan var oliurikið Brunei, sem er i raun- inni aðeins 2.226 fer- milna oliusvæði, þar sem soldáninn Hassanal Bolkiah Mu’izzaddin Waddaulah stjórnar, en hann stýrir landinu með harðri hendi, og með spámanni sinum Mú- hameð. Karlinn gerir allt sjálfur, þar á meðal „kýs” hann þjóðþingið, sem telur 22. þingmenn. Þeir eru til ráðuneytis, Farkosturinn á flugvellinum I Brunei. Flug — „hafnarverkamenn” ganga um borð, til þess að byrja losun á vélinni. Sædýrasafnið I Brunei fremur en lagagerðar, eins og búnaðarþingið og lávarðadeildin. CARGOLUX-skrúfu- þotan lækkaði enn flug- ið, og dökkgrænt landið kom i ljós. Brunei er umlukt af Sarawak landmegin, en drifhvit ströndin snýr við Kina- hafi til norðurs. Flogið í bogum til Brunei á Borneo Guðjón flugstjóri flaug i bogum austur, siðan til suðurs, og krækti fyrir drifhvit skýin. Siðan nálgað- ist hann alþjóðaflúgvöllinn i Brunei, sem er einn stærsti og vandaðasti flugvöllur i Suðaust- ur-Asiu. Við flugum yfir bylgjandi land, þar sem skiptust á lágir dalir og hæðir og hver blettur var ræktað- ur. Kryddaður þefur af gróðri og rotnandi jurtum barst inn i flug- vélina. Ekki var gott að imynda sér, hvað þeir voru að rækta þarna, en lágvaxin tré voru viða og minntu helzt á jólatrén, sem maður kaupir á íslandi, þegar bú- ið er að pakka þeim inn i nethólk- inn. Við vissum ekki hvað þau hétu, þessi tré, enda skiptir það ekki máli. Það eina sem skiptir máli i þessu landi er olian og hann Islam, sem grundvallaði veldi soldánsins, hans Hassanal Bolkiah Mu’izzaddin Waddaulah. — Og Karl Kvaran aöstoðarflug stjóri lenti Cargoluxvélinni glæsi- lega, eftir að hafa rennt henni i mjúkum, fáguðum fluglinum milli lágvaxinna hæða. Við vorum i landi spámannsins. Flugvélin nam staðar fyrir framan flugstöðvarbygginguna i Brunei, og þegar Höskuldur opn- aði dyrnar, þá fundum við, að úti var feikna hiti og sól, liklega allt að 30 stigum, — og lungun gley ptu brennandi loftið af sársauka. Svo vöndust þau þessum hita, og við lika,en svitinn perlaði á likömum okkar við minnstu hreyfingu. Hér gerðum við stuttan stanz, — Höskuldur afgreiddi vörurnar, en viö gengum i áttina að glæsilegri flugstöðvarbyggingunni, sem var tvöhundruð metra frá vélinni. Siðan tók við sex tima bið, þvi við máttum ekki koma til Hong Kong fyrren eftir klukkan sex um kvöldið. í landinu, þar sem allt er upp, eða niður — ekkert út á hlið I flugstöðinni var margt um manninn. Brunei-ingar eru Malajar, flestir, en þó voru þarna lika Indverjar, Kinverjar og Evrópubúar. Brunei var brezk nýlenda hér áður, og þvi eru enn margir Bretar i landinu. Búning- ur þeirra minnti á glæsileika heimsveldisins, háir, grannir menn i hvitum skyrtum, hvitum stuttbuxum og i hvitum ullar- sokkum og strigaskóm — þeir stóðu eins og fölir risar inni i mannþyrpingunni. Við tókum okkur sæti á veröndinni og feng- um svaladrykk. Þægilegur and- vari barst frá hafinu, og þakið veitti skjól fyrir brennandi sól- inni. Þetta var griðarstór salur, með fjölda veitingaborða, en eng- ir voru gluggarnir, aðeins þak og gólf, þvi hér gerir aldrei storma. Hliðarvindurinn, gegnumtrekk- urinn, og þessi brimsalti kaldi og gnauðandi vindur, sem sýgur hit- ann úr holdinu og beinunum heima á Islandi, var ekki hér, heldur aðeins sól og brennandi kylja. I þessu landi var ekkert út á hliö, aðeins upp og niður. Eng- inn hliðarvindur, ekkert regn, sem ferðaðist samsiða landinu, aöeins upp og niður. Sólin kom að ofan, olían að neðan. Lögin komu að ofan, frá Islam og soldáni, auðurinn að neðan, úr dimmum oliuhöfum. Bænir og formælingar stigu beint upp, eða sukku beint niður. Já, hér hrakti bænirnar ekki skáhalt af leið sinni i rokinu eins og heima á Islandi. Okkur var vel tekið af embættismönnum landsins. Flug- vallarstarfsmenn heilsuðu kafteini vorum og foringjum kumpánlega. CARGOLUX kemur þama oft, þvi margt er að sækja i gamla heiminn, á meginland Evrópu, og nú var verið að reisa einhverja visindastöð þarna, og við vorum með efni i hana. — Cargolux okey, sögðu her- verðirnir og hleyptu okkur um- svifalaust I gegnum hliðin. Þeir þekktu það lika og vissu, að allt var i lagi. Engin formsatriði, engin vega- bréf. Cargolux var allt og sumt. Ókey. Það má annars rifja það upp hér,aðihvert skipti sem lent var, gaf Höskuldur sérstök fyrirmæli. „Ekki skilja neitt eftir, hér er öllu stolið”. Eða hann sagði „Láttu þetta vera, hér er engu stolið,” en það væri naumast maklegt að tilgreina þessi lönd nánar. Til kukks á spámannsvisu Er við höfðum setið skamma stund I forsælunni i flugstöðinni, þurfti ég að fara á klósettið til sambands við hina svörtu mold. Það var nokkurn spöl að fara, og von bráðar fann ég stórt og vand- að kukkhús, sem var flisalagt hólf I gólf eins og I félagsheimili á Is- landi. Ég opnaði eina klósetthurð- ina, en brá heldur betur i brún,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.