Tíminn - 29.04.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 29.04.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 29. april 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 9 Báðir hættu að vinna, er þeir sáu hann. Rambo beið þess að þeir kæmu. — Þetta er ömurleg sjón, sagði sá við ritvélina. Það brást aldrei. — Vissulega, svaraði Rambo. — Næst áttu að segja, hvað ertu, strákur eða stelpa. Svo áttu að segja, ertu of blankur til að eiga f yrir klippingu? A ég að ef na til sam- skota? — Mér er sama um útlitið á honum, kjafturinn er verri, sagði Teasle. — Er eitthvað nýtt, sem ég ætti að vita, Singleton? spurði hann manninn við talstöðina. Hann sat þar, hávaxinn og traustlegur. Andlit hans var nærri ferkantaðog bartanir voru snyrtilegir og náðu rétt niður fyrir eyrun. — Stolinn bíll, sagði hann. — Hver sér um það? — Ward. — Fyrirtak, sagði Teasle og sneri sér að Rambo. — Komdu þá. Þaðer bezt að Ijúka þessu af. Þeir gengu yfir þvert herbergið, niður gang að bak- hluta hússins. Fótatak og raddir heyrðust út um opnar dyr beggja vegna. Skrifstof ufólk var í f lestum herbergj- um en lögreglumenn i öðrum. Gangurinn var skínandi hvítur og terpentinulyktin slæm. Á enda gangsins var vinnupallur undir óhreinum hluta loftsins, grænlitum, sem enn var ómálaður. Rambo las miðann, sem festur var við vinnupallinn: HVÍT MÁLNING BÚIN. MEIRI Á MORGUN: LÍKA BLÁ TIL AÐ MÁLA YFIR RAUÐU ÚTIVEGGINA. Þá opnaöi Teasle dyrnar að skrifstof u í enda gangsins. Rambo hikaði sem snöggvast. Ertu viss um að þú viljir halda þessu áfram? spurði hann sjálfan sig. Enn er ekki of seint að beita fortölum. Til hvers? Ég hef ekkert gert af mér. Svona nú, komdu þér inn, sagði Teasle. — Þú hefur stef nt að þessu. Það voru mistök, að ganga ekki strax inn í herbergið. Þetta hik við dyrnar virtist gefa til kynna hræðslu hans. Það vildi hann ekki. En ef hann færi inn eftir að Teasle hefði skipað honum það, myndi líta svo út, sem hann væri að hlýða skipun. Það vildi hann ekki heldur. Hann gekk inn — áður en Teasle gafst tóm til að ítreka skipun sína. Það var lágt undir loft og höfuð hans nam nærri við loftið á skrifstof unni. Rambo fannst hann svo inniluktur, að hann langað til að nema staðar. En hann lét það ekki eftir sér. Á gólfinu var ábreiða, græn og slitin líkt og gras sem er snöggslegið. Á vinstri hönd — bak við skrif borðið/var byssuskápur. Hann veitti athygli hleðslu- stórri byssu með hlaupvídd 44. Hann minntist hennar úr æfingabúðum sérsveitanna. Ein öflugasta byssan sem framleidd var. Með henni mátti skjóta gegnum fimm' þumlunga þykkt stál eða drepa f íl. En bakslagið var svo mikið, að honum féll ekki byssan. — Sestu á bekkinn, strákur, sagði Teasle. — Hvað heit- ir þú? — Kallaðu mig bara strák, sagði Rambo. Bekkurinn var meðfram veggnum á hægri hönd. Hann setti svefn- pokann við bekkinn og settist niður sérlega beinn og stíf- ur. — Þetta er ekki fyndið lengur, piltur minn. Hvað heitir þú? — Ég er líka kallaður Piltur. Þú mátt kalla mig það, ef þú vilt. — Það geri ég sannarlega, sagði Teasle. — Málin eru komin á það stig, að ég kalla þig hvern f jandann sem mér sýnist. SJÖUNDI KAFLI Ungi maðurinn var honum meiri skapraun en hann gat afborið. Teasle óskaði þess eins, að losna sem fyrst við hann af skrifstof unni svo hann gæti hringt. Klukkan var hálf fimm. Ef hann reiknaði tímamismuninn var klukk- an líklega eitthvað um hálf eitt í Kaliforníu. Ef til vill var hún ekki lengur hjá systur sinni. Hún hafði kannski farið út að borða með einhverjum. Hann velti fyrir sér með hverjum hún hefði farið. Hvar? Hann var fullur ó- þreyju eftir því að hringja. Þess vegna eyddi hann svo miklum tíma með unga manninum. Persónuleg vanda- mál máttu ekki hafa áhrif á starfið. Einkalífið tilheyrði heimahúsum. Ef persónuleg vandamál ætluðu að taka af mönnum ráðin, þá neyddu þeir sig til að vinna hægar og nákvæmar. Það ætlaði ef til vill að borga sig í þetta skipti. Pilturinn vildi ekki segja til nafns. Eina ástæða fólks til að leyna slíku var sú, að það hafði eitthvað að fela. Óttaðist kannski að flett yrði upp á því í flótta- skránum. Þetta var kannski meira en ungur og þrjóskur maður. Hann ákvað að fara hægt í sakirnar og komast að hinu sanna. Hann settist við hornið á skrif borðinu, and- spænis unga manninum, og kveikti sér rólega í sígarettu. — Viltu reykja? spurði hann. Þriðjudagur 29. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Horft um öxl á flótta” eftir Aksel Sandemose. Guðmundur Sæmundsson les þýðingu sína, fyrsta lestur af þrem- ur. 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurf-regnir). 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18 45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá upphafi kvenrétt- indabaráttu á Islandi. Lúð- vik Kristjánsson rithöfund- ur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Ráðgjöf i skólum. Jónas Pálsson skólastjóri flytur fyrsta erindi sitt. 21.20 Myndlistarþáttur i um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja testamentið. Dr. Jakob Jónsson talar um fjármál frumsafnaðanna. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Ilelgason. Höfundur les (9). 22.35 Harmonikulög. Ray- mond Siozade leikur. 23.00 A hljóðbergi. Af bram- ani og einum skálki. — Zia Mohyeddin les fjórar spak- ar sögur frá Indlandi, við hljómlist Deben Bhatta- charya. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 29. april 20.00 Fréttir og veður 20.30 Pagskrá og auglýsing- ar 20.35 Helen — nútimakona Bresk framhaldsmynd. 10. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 9. þáttar: Helen flytur i kjallaraibúðina, sem Harold, vinnufélagi hennar, hefur boðið henni. Frank fær fréttir um, að hún sé farin að búa með karl- manni, og likar honum það stórilla. Hann tekur að njósna um mannaferðir til og frá húsinu. Harold, sem raunar er kynvillingur, býð- ur Helenu á tónleika og fær vin sinn til að gæta barn- anna á meðan. Frank verð- ur piltsins var, þegar hann heldur heim áleið og veitist harkalega að honum. Siðan heldur hann á fund Helenar og reynir enn að ná sáttum, en án árangurs. 21.30 Rir- Bresk heimilda- mynd um Rinarhéruð og sögu þeirra. Myndin er öll tekin úr þyrlu. Flogið er frá upptökum árinnar i sviss- nesku ölpunum og henni siðan fylgt rúmlega 1300 kilómetra leið til sjávar. Litast er um á sögufrægum stöðum og rifjaðir upp at- burðir úr sögu Rinarlanda. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 22.15 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.