Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. aprll 1975. HMINN 15 Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson Sveikst undan merkjum GÚSTAF AGNARSSON sýndi litinn iþróttaanda um helgina, þegar hann tók þátt i NM-móti þvi, sem Sviinn Ingvar Frö- lander kom á laggirnar i Stokkhólmi. Gústaf sveikst undan merkjum, — hann fór til Sviþjóðar, i stað þess að mótmæla aðferð NM hér heima. Félagar hans I lyfting- um eru mjög óánægðir með framkomu hans og er það vel skiljanlegt. Gústaf hlaut silfurverðlaun i lyftingamót- inu i Stokkhólmi i þungavigt. Sig- urður maður fram- tíoar- innar HINN ungi og efnilegi lyft- ingamaður Sigurður Grétars- son, sem er aðeins 16 ára gam- all, setti eitt tslandsmet I dvergvigt og jafnaði annað I Laugardalshöllinni. Sigurður, sem á eftir 4 ár i unglinga- flokki, snaraði 75 kg (met), og jafnhenti 90 kg — samanlagt 165 kg, sem er jöfnun á ts- landsmeti. Kári Elisson setti persónu- legt met i fjaðurvigt — hann lyfti samanlagt 210 kg, sem er 7,5 kg betra en hans gamla met. Kári snaraði 90 kg og jafnhenti 120 kg. Hann reyndi við nýtt Islandsmet i jafn- hendingu —128 kg, en mis- tókst. Heppnin var ekki með Guð- mundi Sigurðssyni, honum mistókst isnörun, en lyfti 182,5 kg i jafnhendingu. Þá reyndi hann við nýtt Islandsmet — 190 kg, en mistókst tvisvar sinnum. Hér á myndinni fyrir neðan sést Sigurður Grétarsson spreyta sig við 90 kg i jafn- hendingu. LYFTINGAR ÓSKAR SIGURPALSSON. . . sést hér vera búinn að jafnhenda 200 kg fyrstur manna á tslandi, Vel af sér vikið Óskar! (Timamynd: Róbert) ..Það hlaut að koma að þessu n — sagði Óskar Sigurpálsson, sem er fyrsti íslendingurinn sem jafnhendir 200 kg ,,ÞAÐ HLAUT að koma að þessu, ég hefi lengi haft löngun til að lyfta 200 kg", sagði lyftinga- maðurinn sterki úr Armanni, óskar Sigurpálsson, eftir að hann var búinn að jafnhenda 200 kg á Norðurlandamótinu I lyftingum, sem fór fram I LaugardalshöIIinni á sunnudaginn. óskar var maður mótsins —setti tvöný tslandsmet og var fyrstur tslendinga til að jafnhenda 200 kg. Ósk- ar er eini tslendingurinn, sem hefur reynt að jafnhenda 200 kg, en hann hefur reynt tvisvar sinn- um að lyfta þessari þyngd. Fyrst á tslandsmótinu — ,,þá náði ég að lyfta 200 kg upp aö brjósti", sagði óskar. Óskar keppti i yfirþungavigt, og hann setti tvö íslandsmet. Jafnhenti 200 kg (met) og snaraði 135 kg — samanlagt 335 kg, sem er nýtt Islandsmet. Upphaflega átti Óskar að keppa i þunga- vigt, en hann ,,át sig upp", eins og það er kallaö á lyftingamáli og keppti þvi I yfirþungavigt. Ekki er vitað, hvað Oskar hefur borðað siðustu dagana, en slegið var upp á þvi i grini, að hann hefði borðaðheilt svinslæri á sunnudagsmorguninn. Sjálfur sagði hann, að hann hefði drukkið 2 litra af vatni, til að komast I yfirþungaflokkinn. „Nei, þetta er ekki hægt" Skúli Óskarsson missir hér af ts- landsmeti I jafnhendingu og von- brigðin leyna sér ekki (litla myndin i horninu). (Timamynd Róbert). PETUR HLAUT GRETTIS- BELTIÐ PfcTUR YNGVASON úr Vikverj- um hlaut Grettisbeltið I glimu og sæmdarheitið glimukappi íslands 1975 á sunnudaginn. Pétur hlaut 6 vinninga (fékk byltu fyrir Sigurði Jónssyni) i hinni spennandi keppni. Þá hlaut Sigurður einnig flest stig — 143 — fyrir fagra og góða glimu og þar með bikar þann, sem veittur er J)eim glimu- manni, sem mesta glimuhæfni sýnir. Urslit i 65. Islandsglimunni urðu þessi: Pétur Yngvason, Vikv..........6 Sigurður Jónsson, Vikv......5+1 Ingi Yngvason, HSÞ.........5+0 Guðmundur Freyr, Árm ___3 1/2 Guðmundur ólafss. Á.......3 1/2 Eyþór Péturss. HSÞ ........2 1/2 Kristján Yngvas. HSÞ......11/2 Rógnvaldur Ólafss. KR.........1 Margar skemmtilegar glimur voru háðar og var keppnin mjög drengileg. 18 ára ungur piltur Eyþór Pétursson kom skemmti- lega á óvart i keppninni — hann felldi Sigurð Jónsson i sinni fyrstu glimu. Þá varð hann þriðji stiga- hæsti keppandinn i stigagjöfinni fyrir fagrar glimur og hæfni. SKULI SÝNDI SKEMAATI- LEGA TILBURÐI sem áhorfendur kunnu að meta. Hann setti nýtt íslandsmet SKÚLI ÖSKARSSON, lyftinga- maðurinii skemmtilegi frá Aust- fjörðum, var i sviðsljósinu I Laugardalshöllinni. Þessi þrótt- mikli lyftingagarpur setti nýtt ts- landsmet I snörun i millivigt — Skúli snaraði 112,5 kg. Skúli reyndi einnig við islandsmet i jafnhendingu og var mjög skemmtilegt að fylgjast með hon- um reyna við stöngina. „Asssa, ass" heyrðist frá hon- um, þegar hann var að spreyta sig við 140 kg — ,,upp með það!", hrópuðu áhorfendur og Skúli svaraði samstundis — „Já!" En ekki tókst honum að jafnhenda 140 kg, þrátt fyrir skemmti- lega tilburði. „Ég vil 146" á stöng ina, sagði Skúli þá eftir mikil blótsyrði og þar með reyndi hann við nýtt tslandsmet. Aður en hann reyndi við metið, hitaði hann sig vel upp og lék sér fimlega að kústskafti, en tilburðir hans með kústskaftið vöktu mikla kátinu. Þögn var þó isalnum, þegar hann gekk að stönginni, sem búið var að setja 145 kg á — Skúli lyfti, en honum mistókst. Ekki munaði þó miklu, að honum tækist að lyfta 145 kg, og þar með að setja Is- landsmet.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.