Tíminn - 29.04.1975, Page 16

Tíminn - 29.04.1975, Page 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 29. aprll 1975. MOLENBEEK MEISTARI — en Ásgeir og félagar töpuðu RWD Molenbek tryggöi sér Belgfumeistaratitilinn á sunnu- daginn, þegar liðið vann sigur yfir Ostende — 5:3. A sama tima töpuðu Ásgeir Sigurvinsson og fé- lagar hans i Standard Liege (1:2) fyrir Beverne á útivelli og misstu þvi lcikmenn Standard Liege möguleikann á að leika i UEFA- bikarkeppni Evrdpu í sumar. YFiRBURÐIR HJA REAL MADRID REAL MADRID tryggöi sér Spánarmeistaratitilinn á sunnu- daginn, þegar liðið gerði jafntefli (1:1) viö Real Sociedad I San Se- bastian. Madrid-liðið, sem lék án V-Þjóðverjanna Paul Breitner og Gunter Netzer, hefur mikla yfir- burði I spænsku deildarkeppninni — liöiö hefur tryggt sér meistara- tititinn, þótt 5 umferöir séu enn eftir I deildinni. ..Keisarinn'' lék sinn 90 landsleik — og Real Madrid-leikmennirnir Breitner og Netzer léku í Sofíu HELMUT SCHÖEN, einvaldur heimsmeistaranna f V-Þýzka- landi, kallaði Real Madrid-leik- mennina snjöllu, Paul Breitner og Gunter Netzer til liðs viö sig, þeg- ar V-Þjóöverjar léku gegn Búlgörum I Evrópukeppni lands- liða. Leiknum, sem fram fór i Sofiu á sunnudaginn, lauk með jafntefii (1:1), og sáu 60 þús. áhorfendur leikinn. Bæði mörkin voru skoruö úr vítaspyrnum — Kolev skoraði fyrir Búlgara (73. min), en Manfred Ritschel úr Kicken Offenbach skoraði mark V-Þjóöverja (76. mfn). Franz „keisari” Beckenbauer, fyrirliði Bayern Múnchen og v- þýzka landsliðsins, lék sinn 90. landsleik á sunnudaginn, en lið V- Þjóðverja var skipað þessum leikmönnum: Maier (Bayern Múnchen), Vogts (Mönchenglad- bach), Breitner (Real Madrid, Schwarzenbeck (Bayern MunChen), Beckenbauer (Bayern Munchen), Bonhof (Mönchen- STAÐAN Staðan er nú þessi i 8. riöli Evrópukeppni landsliða: V-Þýskaland........3 1 2 0 3:2 4 Grikkland..........4 1 2 1 7:8 4 Malta.............2 1 0 1 2:1 2 Búlgarfa..........3 0 2 1 5:6 2 gladbach), Hoeness (Bayern Munchen), Netzer (Real Madrid), Holzenbein (Frank- furt), Heynckes (Mönchenglad- bach), Ritscheld (Offenbach) og Seel (Dusseldorf). Hinn nýi þjálfari Búlgara, Stoyan Ormandzhiev, hefur gert miklar breytingar á liði Búlgara — hinn snjalli Khristo Bonev var ekki valinn i liöið, og aðeins 4 leikmenn, sem léku I HM-liöi Búlgara, tóku þátt i þessum leik, þeir Kolev, Panov, Denev og fyrirliöinn Zafirov. FRANZBECKENBAUER. JUVENTUS HELDUR UM TITILINN Juventus heldur nú um meistara- titilinn á ttaliu. Liðið sigraöi Lazio (4:0) á laugardaginn, og getur nú fátt komiö I veg fyrir aö Juventus hljóti meistaratitilinn. Napóli hefur smá möguleika á að hremma titilinn úr höndunum á leikmönnum Juventus. Napóli vann Inter Milan 3:2, en Milanó- liöiö AC Milan sigraði Cesena — 3:0. EINVIGI FRAM- UNDAN í HOLLANDI PSV Eindhoven og Feyenoord há nú geysilegt einvigi um Hollands- meistaratitilinn I knattspyrnu. Eindhoven hefur nú eins stigs (51) forskot, (50) þegar aðeins tvær umferöir eru eftir 11. deíldar keppninni I Hollandi. Eindhoven sigraði Ajax 4:2 á útivelli á sunnudaginn, en Feyenorrd vann stórsigur gegn Wageningen á úti- velli — 4:1. Stutt G 1 milli g leð • 1 og sorgai ■ ★ Oheppið Chelsea-lið missti unninn leik gegn Everton niður í jafntefli, og leikur því í 2. deild næsta keppnistímabil ★ Brian Little átti stórleik á Villa Park ★ Norwich tryggði sér 1. deildar sæti ★ Dave Mackay kom, sá og sigraði BOB LATCHFORD markaskorarinn mikli hjá Everton og Dai Davi- es, landsliðsmarkvörður Wales, sáu til þess á laugardaginn, aö Eddie McCreadie og strákarnir hans I Chelsea leika I 2. deild næsta keppnis- timabil. Latchford, sem hefur skorað 19 mörk á keppnistfmabilinu, skoraði jöfnunarmarkiö (1:1), og felldi með þvf Lundúnaliðið. Það er stutt á milli gleöi og sorgar — það fengu áhorfendur á Stanford Bridge svo sannarlega að sjá á laugardaginn. Unglingalið Chelsea átti með réttu að vinna góðan sigur I leiknum, en Dai Davies i marki Everton kom I veg fyrir það, — hann átti snilldarleik. Davies réði þó ekki við þrumuskot frá hinum 8 ára gamla fyrirliða Chelsea, Ray Wilkings, I byrjun siðari hálfleiksins. Markið kom eftir góðan undir- búning Charlie Cooke, sem nýlega hefur verið valinn Knattspyrnu- maður Chelsea 1974—1975. Þegar Wilkings skoraði markið, brutust út geysileg fagnaðariæti á „Brúnni”, sem hljómaði niður alla Thames-ána. Og ekki var það til að þagga niöur I áhangendum Chel- sea, þegar hinn vinsæli leikmaður Ian Hutchinson átti þrumufleyg stuttu (2 mln.) slðar, sem skall I þverslá Everton-marksins, — þvllik óheppni fyrir Chelsea. En það vill oft veröa stutt á milli gleði og sorg- ar, þvl að — aðeins þremur mln. eftir sláarskotið, skoraöi Latchford jöfnunarmark Everton — 1:1 og við þaö sat. örlög Chelsea voru ráðin og það á heimavelli. Þaö átti sér einnig staö tauga- strið í hattaborginni Luton og á Highbury I Lundúnum. Dennis Tuearthrellti áhangendur Luton, en hann skoraði mark fyrir Man- chester City eftir aðeins 13 min. gegn „Höttunum”, sem berjast við Tottenham um tilverurétt sinn i 1. deild. Aðeins þremur min. siðar var tilkynnt I hátalara- kerfið á Kemilworth Road aö Bri- an Kiddhefði í þvi verið að skora mark fyrir Arsenal gegn Totten- ham. Við þessar fréttir frá High- bury tviefldust leikmenn Luton og þeir sóttu án aflát aö marki City, hvattir af hinum tryggu áhang- endum sinum. En þeim gekk erf- iölega að finna leiöina fram hjá Joe Corrigan, markverði City, sem varði hvað eftir annað snilld- arlega. En betra seint en aldrei — Jim Ryan tókst að jafna (1:1) fyrir Luton, þegar 15 min. voru til leiksloka og ætlaði þá allt um koll að keyra á áhorfendapöllunum. Og ekki var þaö til að stöðva gleð- ÞEIR SKORA 1. DEILD: MacDonald, Newc. 27 Kidd, Arsenal 23 Givens, Q.P.R. 21 Rioch, Derby 20 Smallman, Everton 19 Latchford, Evert. 19 Worthingt, Leicester 18 Foggon, Middlesboro. 17 Hatton, Birmingh. 16 Bell, Man. City 16 James, Burnley 15 Jennings, West Ham 15 Johnson, Ipswich 15 2. DEILD: Graydon, Aston V. 27 Channon, Southampt. 22 „Pop” Robson, Sunderl. 22 Little, Aston V. 21 MacDougall, Norwich 21 Pearson, Man. Utd. 19 Boyer, Norwich 19 Busby, Fulham 18 ina, þegar fréttin kom frá High- bury — Tottenham tapaði þar 0:1. Þetta þýddi það, að möguleikar voru á aö Luton héldi sæti slnu 11. deild — en það færi þó eftir leik Tottenham gegn Leeds (sjá ann- ars staðar á siöunni). Þótt að fögnuöurinn væri mikill i hattaborginni, var hann enn meiri i Derby. Við skulum þó Hta á úrslit leika á laugardaginn, áð- ur en við bregðum okkur til Derby: 1. DEILD: Arsenal—Tottenham 1:0 Burnley—Stoke 0:0 Chelsea—Everton 1:1 Coventry—Middlesb. 0:2 Derby—Carlisle 0:0 Ipswich—West Ham 4:1 Liverpool—Q.P.R. 3:1 Luton—Man. City 1:1 Newcastle—Birmingham 1:2 Sheff. Utd.—Leicester 4:0 Wolves—Leeds 1:1 2. DEILD: AstonVilla—Sunderland 2:0 Bristol C.—Fulham 3:1 Cardiff—Bolton 1:2 Huil—Sheff. Wed. 1:0 Man.Utd.—Blackpool 4:0 Millwall—BristolR. 1:1 Nott.For.—W.B.A. 2:1 Orient—Southampton 2:1 Oxford—NottsC. 1:2 Portsmouth—Norwich 0:3 York—Oldham 0:0 Englandsmeisturunum frá Derby var fagnað geysilega á Baseball Ground i Derby, þegar þeir hlupu inn á leikvöllinn. Þeir höföu tryggt sér meistaratitilinn, áöur en þeir léku sinn siöasta leik — gegn botnliðinu Carlisle. Leik- menn Derby tóku ekki á honum stóra sinum I leiknum, sem lauk 0:0. Þeir fengu tvisvar mjög góð tækifæri undir lok leiksins, en I bæði skiptin kom Alan Ross markvöröur Carlisle I veg fyrir sigur Derby, með frábærri mark- vörzlu. Þegar leiknum lauk, köll- uöu áhorfendur á DaveMackay — og fagnaðarlætin voru gifurleg, þegar hann.gekk inn á völlinn, og veifaði til áhorfenda og brosti glaðlega. Mackayer svo sannar- lega maðurinn, sem kom, sá og sigraöi á Baseball Ground. — BRIAN LITTLE.....hefur átt frá- bært keppnistlmabil hjá Vilia. Hann hefur skorað 9 mörk I síð- ustu fjórum leikjum Aston Villa. Fyrir aðeins 18 mánuðum tók hann við framkvæmdastjórastöð- unni hjá Derby, einmitt þegar allt virtist vera að fara I rúst hjá Derby, En Mackay tók ákveðinn við stjórninni og þessi eitilharði Skoti hefur nú stýrt liöi slnu I ör- ugga höfn. JOHN TOSHACK var hetja Liverpool á Anfield Road, þegar Liverpool tryggði sér sæti I UEFA-bikarkeppninni. Þessi há- vaxni landsliðamaöur Wales, sem geröi HM-draum Englendinga að engu á Wembley — 1974, — skor- aöi tvö mörk fyrir „Rauða her- inn”. Kevin Keegan skoraði þriðja markið úr vitaspyrnu. Gerry Francis skoraði I mark Q.P.R. — einnig úr vitaspyrnu. BIRMINGHAM vann góðan sigur yfir Newcastle á St. James Park. Það var fyrirliði liðsins Howard Kendall, sem skoraöi fyrsta mark leiksins, þegar hann sendi knöttinn með kollspyrnu I mark Newcastle og siðan bætti Barry Pendrey viö öðru marki, og staðan var 2:0 fyrir Birmingham i hálfleik. „Super-Mac” — Mal- colm MacDonald skoraði siðan eina mark heimamanna, I siðari hálfleik. SHEFFIELD UNITED stefnir nú að UEFA-sæti. Liöið vann stór- sigur yfir Leicester á Bramall Lane — 4:0 og nú þarf United að- eins að vinna sigur yfir Birming- ham I siðasta leik liðsins I deild- inni, til að tryggja sér sæti i UEFA-bikarkeppninni. Ef leik- mönnum United tekst þaö ekki, þá leikur Stoke I UEFA bikar- keppninni. Mörk Sheffield-liðsins skoruðu þeir Bratford, John Flynn, Tony Currie og Keith Eddyúr vltaspyrnu. JOHN RICHARDS skoraði mark úlfanna gegn Leeds á Molineux, en Frank Graytókst að jafna fyrir Leeds I slðari hálfleik. IPSWITCH tryggöi sér þriðja sætið I deildinni, og þar með rétt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.