Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 29. april 1975. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 SÍS-FÓIHJR SUNDAHÖFN fyrirgúóan mut ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ekkert lát er á sókn þjóðfrelsisliða og Noröur-VIetnama aö Saigon. A myndinni sjást stjórnarhermenn i þann veginn aöstiga upp i þyrlu, er flutti þá frá borginni Xuan Loc, en hún féll andstæöingunum I hend- ur fyrir skömmu. Enn þrengist hringurinn um Saigon: Nær Minh vopnahléi? Reuter-Saigon/Parls. Duong Van Minh hershöfðingi var kjörinn forseti Suður-Vietnam i stað Tran Van Houng um helgina. Vonazt er til, að bráðabirgðabyltingar- stjórn þjdðfrelsisfylkingarinnar taki nú upp viðræður við Saigon- stjórnina um vopnahlé, en Minh hefur verið eindreginn andstæð- ingur ráðamanna I Saigon um árabil. Vo Van Sung, sendiherra Norð- ur-Víetnam I Parfs, ræddi i gær við Jean Sauvagnargues, utan- rikisráðherra Frakklands, en Frakkar reyna sem kunnugt er að miöla málum i Vletnam. Sendi- herrann sagði, að Minh hefði enn ekki komið nægilega til móts við bráðabirgðabyltingarstjómina, til að hún gæti hafið viðræður við stjóm hans. Aftur á móti kvað hann ekki útilokað, að viðræður yrðu upp teknar. Sveitir þjóðfrelsisfylkingarinn- ar og Norður-Vietnamher halda áfram sókn snni að Saigon. Höfuðborgin er nú sambandslaus við umheiminn, t.d. berast nú engir aðdrættir þangað, hvorki frá Mekong-óshóimunum né hafnarborginni Vung Tau.. Reuter-VIn i gær hófust I Vin viðræður gisku og tyrknesku- mælandi Kýpurbúa, sem ætlað er að finna lausn á Kýpurdeil- unni. A fyrsta viðræðufundin- um náðist þegar samkomulag um að setja á stofn nefnd sér- fræðinga til að kanna mögu- leika á tilhögun sameiginlegr- ar stjórnar þjóðarbrotanna tveggja á Kýpur. Viöræðurnar fara fram und- ir umsjá Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna. Talsmaður S.Þ. sagði siðdegis i gær, að Waldheim liti á árangur þessa fyrsta fundar sem harla jákvæðan. Þeir Glafkos Klerides, full- trúi griskumælandi eyjar- skeggja, og Rauf Denktash, leiðtogi tyrknesku mælandi eyjarskeggja, náðu sam- komulagi i gær þess efnis, að i sérfræðinganefndinni sitji þrir fulltrúar frá hvorum aðila. Fréttaskýrendur i Vin telja samkomulagið góðs viti, þar eð stofnun sameiginlegrar al- rikisst jórnar á Kýpurhljóti að verða fyrsta skrefið i átt til endanlegrar lausnar á Kýpur- deilunni. Bandaríkjastjórn hyggst knýja ísraelsmenn til hlýðni Reuter—Washington — Banda- rikjastjórn hefur I hyggju að skera verulega niður þær fjár- upphæðir, er tsraelsstjórn hefur farið fram á að fá I hernaðar- og efnahagsaöstoð frá Bandarikjun- um. Þetta er — að sögn frétta- skýrenda I Washington — gert til að fá ísraelsmenn til að breyta ósveigjanlegri afstöðu sinni til hugsanlegra friðarsamninga við Araba. Embættismenn Bandarikja- stjórnar ætla að leggja til við stjórnina, að hún láti ísrael I té 1 milljarð dala I sameiginlega hernaðar- og efnahagsaðstoð, en Israelsstjórn hefur farið fram á 1,5 milljarði dala I hernaðar- og 1,1 milljarð dala I efnahagsaöstoð á næsta fjárhagsári. (Að sjálf- sögðu þarf Bandarikjaþing svo að samþykkja þessa fjárveitingu sem aðrar.) Sem fyrr segir er aðaltilgangur þessa niðurskurðar að fá Israels- menn til að gefa eftir I samning- um við Araba, en fréttaskýrendur telja, að ósveigjanleg afstaða þeirra hafi fyrst og fremst orðið til þess, að samningaumleitanir Henry Kissingers fóru út um þúf- ur I vetur. Þá áiita bandariskir embættis- menn, að Israelsher sé nú betur búinn en hann var I upphafi októ- berstriðsins áriö 1973. Og ofan á þá staðreynd bætist, að Sovét- stjórnin hafi verið mjög treg til að veita Egyptum aðstoð, svo aö þeir gætu byggt upp her sinn, er varð fyrir verulegum skakkaföllum i striðinu 1973. Areiðanlegar fréttir herma, að stuðningsmenn Israelsstjórnar á Bandarikjaþingi — og þeir eru býsna margir — hafi I hyggju aö knýja fram hærri fjárhagsaðstoö til handa Israelsmönnum. Tals- menn þeirra segja, að — skeri Bandarikjastjórn i raun og veru niður f járbeiðni ísraelsstjórnar — hljóti þingið að taka I taumana. Og þeir bæta þvl við, að þeir séu sannfærðir um stuðning meiri- hluta þingmanna við þau áform að hækka fjárhagsaðstoð til Isra- els. Róðizt inn í ræðis mannsskrifstofu ísraels í S-Afríku NTB/Reuter-Jóhannesarborg. Vopnaðir hermdarverkamenn réðust i gær inn I ræðismanns- skrifstofu tsraels i Jóhannes- arborg i Suður-Afriku. 1 átök- unum létust tveir vegfarendur og á að gizka fjörutiu særðust — og að auki tóku árásar- mennirnir, sem voru vel vopn- aðir, nokkra gisla. Hermdarverkamennirnir — en i gærkvöldi var ekki ljóst, hve margir þeir eru —- hótuðu að sprengja ræðismannsbygg- inguna i loft upp, ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Til þess kom þó ekki, þrátt fyrir að suður-afrísk yfirvöld hafi neitað að semja við þá. 1 gærkvöldi var von á sendi- herra Israels til Jóhannesar- borgar til viðræðna við hermdarverkamennina. Og þegar siðast fréttist, voru gisl- arnir — sem sagðir eru niu talsins — allir heilir á húfi. Efnir CIA til upp- þota í Portúgal? Einn af leiðtogum landsins fullyrðir, að bandaríska leyniþjónustan hafi slík dform í huga Reuter-Lissabon. Hægfara vinstri flokkar unnu sem kunnugt er stórsigur I kosningum þeim til stjórnlagaþings, er fram fóru I Portúgal fyrir helgi. Orslit kosn- inganna hafa að vonum vakið menn til umhugsunar og sýnist eitt hverjum. Otelo Saraiva de Varvalho her- foringi, sem er einn af leiðtogum Portúgals, gaf i gær i skyn, að bandariska leyniþjónustan (CIA) kynni að notfæra sér kosningaúr- slitin og reyna að æsa til uppþota i landinu. Varvalho sagðist þó ekki eiga von á innrás Bandarikjahers I Portúgal, heldur yrði reynt að hafa áhrif á stjórnmálaþróun i landinu eftir öðrum leiðum. Varvalho — sem á sæti i bylt- ingarráði Portúgalshers og er tal- inn I hópi þeirra róttækari i ráð- inu —létsvoum mæltá fundi með fréttamönnum i gær. Hann sagði, að Bandarikin og Vestur-Evrópu- riki hefðu nú i hyggju, að beita Portúgal efnahags- og viðskipta- þvingunum i þvi skyni að beina þróuninni I landinu inn á aðrar brautir. Aðspurður kvaðst Varvalho lita á kosningaúrslitin sem stuðnings- yfirlýsingu portúgölsku þjóðar- innar við stefnu byltingarráðs herforingja, þ.e. að gera Portúgal að sósiölsku riki. Og aðrir bylt- ingasinnaðir vinstri menn hafa yfirleitt tekið i sama streng. I kosningunum fengu sósialist- ar 38% greiddra atkvæða, vinstri lýðræðissinnar (PPD) 26%, en konnúnistar aðeins 12 1/2%, en fyrir fram var búizt við að þeir fengju meira fylgi. Aðrir stjórn- málaflokkar en þessir þrir hlutu færri atkvæði, en alls buðu 12 flokkar fram i kosningunum. MARIO Soares, leiðtogi sósial- ista, hefur farið vægum orðum um kommúnista að kosningunum loknum og hrósað herforingjum þeim, er fara með völd i Portúgal, fyrir að efna heit sitt um frjálsar kosningar. Aftur á móti hefur Soares visað á bug fréttum um, að PPD verði meinað að taka þátt i myndun nýrrar borgaralegrar stjórnar. (PPD er nánast mið- flokkur, þótt á yfirborðinu stefni hann að lýðræðislegum sósial- isma. Þvi hefur flokkurinn sætt harðri gagnrýni af hálfu komm- únista og fylgifiska þeirra.) Soares: Ótviræður sigurvegari kosninganna I Portúgal. Feröamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Sfmar 11255 og 12940 Upplýsingar á skrifstofunni um verð og greiðslukjör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.