Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Alþýöusambandsþing áriö 1930. Myndina gaf Sigrún Hjartar- dóttir Sögusafni verkalýös- hreyfingarinnar. Þeir sem þekkjast: I. Agúst Jósefsson prentari. 2. Jens Pálsson sjóm. 3. Arni Guömundsson Dagsbrún. 4. Asgrlmur Gíslason Dagsbr. 5. Sigurbjörn Björnsson Dags- brún. 6. Arni Agústsson Dags- brún 7. Guömundur Ulugason Dagsbrún. 8. Sigurður óiafs- son sjóm. 9. Simon Bjarnason Dagsbr. lO.Jón Magnússon. II. Páll Þorbjörnsson. 12. Brynjólfur Eirfksson. 13.? 14. Valgcir Magnússon sjóm. 15. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. 16. ? 17. Guöjón Gunnarsson lllif. 18. Guðmundur Gissurar- son Hlff. 19. Agúst llólm sjóm. 20. óskar Jónsson, Hafnarf. 21. Nikulás b’riðriksson Dags- brún 22. Jón Guðlaugsson. 23. Sigurður Sæmundsson. 24. Jón Arason. 25. Ingimar Jónsson. 26. Lúther Grimsson sjóm. 27. Guömundur Einarsson sjóm., 28. Siguröur Glslason. 29 ? 30. Guömundur Jónsson Narfeyri. 31. Erlingur Friöjónsson. 32. Jóhanna Egilsdóttir Framsókn. 33. Finnur Jóns- son. 34. Stefán Jóh. Stefáns- son. 35. Héöinn Valdimarsson. 36. Jón Baldvinsson. 37. Kjartan Ólafsson. 38. Guömundur R Oddsson. 39. ólafur Friöriksson. 40. Jón Axel Pétursson. 41. Felix Guðmundsson. 42. Sigurjón A. Ólafsson. 42. Björn Blöndal 44. Skarphéöinn Njálsson Dag- brún. 45. ? 46. Guöjón Bald- vinsson. 47. Jón Jóhannesson isaf. 48. Eirikur Einarsson Isaf. 49. Ingimar Bjarnason Hnifsd. 50. Guðmundur Sigur- geirsson Drangsn. 51. Sigur- björn Oddsson 52. Arnþór Jóhannesson Sigluf. 53. ? 54. ? 55. Jóhann Fr. Guömundsson. 56. ? 57. Pétur vélstj. Sigluf. 58 Siguröur Breiöfjörð. 59. Guömundur Ó. Guðmundsson 60 ? 61 ? Guömundur Sigur- geirsson Drangsn. 63 Svein- Magnús (llllf>. 65 ? 66 Þor- steinn Björnsson Hlif. 67 Jón Guönason. 68 Emil Jónsson. 69 ? 70 Steinunn Þórarinsdóttir. 71 Sigriður ólafsdóttir. 72 ? 73 Jóna Guðjónsdóttir Fram- sókn. 74 Þrúður Friðriksdótt- ir. 75 Vigdis Gissurardóttir. 76 ? 77 Sigrún frá ísafirði. 78 Sigurrós Sveinsdóttir. 79. Sig- riöur Erlendsdóttir. 80 ? 81 Guöjón Bjarnason Bolungar- vik. 82 Hannibal Valdimars- son. 83 Kristján Pýrfjörð Sigluf. 84 Gunnar Friðriksson. 85 Hjörtur Cýrusson. Fimmtudagur 1. maí 1975. Fimmtudagur 1. mai 1975. TÍMINN 11 Karítas Skarphéöinsdóttir heldur ræöu 1. maí á tsafirði. Frá 1. mai hátíðahöldunum á Akureyri 1932 (?). Svona var nú pólitfkin þá hjá stimum. Sagt er að á myndinni megi greina ýmsa kunna borgara.sem siöan liafa komið viö sögu. SÖGUSAFN verka lýðsh reyf inga ri n na r Um allt land er verið að safna minjum um störf verkalýðshreyfingarinnar Ijósmyndum, fundargerðarbókum og kröfuspjöldum, svo eitthvað sé nefnt Viö opnun sýningarinnar I Listamannaskálanum, þegar Ragnar I Smára gaf kjarnann I Listasafni ASI. íslendingar eru safn- arar, miðað við fátækt sina og bágborna út- gerð, þar sem timinn fer lengst af i að afla nauðsynja. Samt eig- um við ýms ágæt söfn, þjóðminjasafn, nátt- úrugripasafn, bókasöfn og fjöldan allan af byggðasöfnum, þar sem gömul áhöld og munir fá að vera i friði og til samanburðar við það sem fæst i kaupfé- laginu núna. Ekki veit ég um aðsókn að þessum söfnum, en þau voru a.m.k. vinsæl, þegar ég var bam. Það nýjasta er svo Sjó- minjasafn, sem risa mun af grunni i Hafnarfirði og það mun hýsa merkilegar minjar, sem annaö hvort enduðu ekki á hafs- botni, né voru étnar upp af maur i þurrafúanum, sem át þjóðina inn i járnöldina um árið — bók- staflega sagt. Sögusafn verkalýðsins En til eru fleiri söfn, en þau er geyma áhöld, mublur og lista- verk horfinna kynslóða, báta þeirra og skip. Það nýjasta er Sögusafn verkalýðshreyfingar- innar.sem nú er verið að reyna að setja á laggirnar. Þegar ég fékk það verkefni að skrifa grein um þetta safn i 1. maf-útgáfu Timans, sló ég til. Þetta hlaut að vera einkennilegt safn. Hverju skyldu þeir safna? Verkföllum? Kröfugönguspjöld- um? Nei, varla, og einhverra hluta vegna fór þetta nýja safn og munir þess að minna mig á Dulminjasafn Islands, en þang- að hafði ég aldrei komið, enda æriö myrkfælinn fyrir. Stefán ögmundsson, prent- smiðjustjóri og nú formaður á skútu menntanna hjá ASl, Menningar- og fræðsludeild al- þýðu varð fyrir svörum, og þá kom i ljós, að þetta nýja safn var siður en svo ótimabært og i rauninni á þessu stigi málsins, viðleitni til þess að varðveita minjar og skjöld hinna einstöku verklýðsfélaga,aðsögn Stefáns. Bréf MFA til aðildarfélaga ASÍ — Við viljum með þessu vekja áhuga félaga og einstak- linga viðs vegar um land á þvi að halda til haga öllu þvi, er varða kann sögu félaganna, sagði Stefán. Ekki til þess að safna þvi saman suður i Reykjavik, heldur munum við gera heildarskrá hér fyrir sunn- an, en frumgögnin verða kyrr úti á landi, hjá félögunum. Að þvi getur auðvitað dregið — og hlýtur að gera það, að komið verði upp heildarsafni. I febrúar áriö 1973 var aðildarfélögum ASl sent svofellt bréf frá MFA: „Kæru félagar! I reglugerð fyrir Menningar- og fræðslusamband alþýðu er á- kveðið að eitt af verkefnum þess skuli vera ,,að vinna að stofnun sögusafns verkalýðshreyfingar- innar.” Ekki er ástæða til að fara um það mörgum orðum hve brýnt þetta verkefni er orðið, einkum þegar haft er í huga að nú eru liöin 75 ár frá þvi að fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð á Islandi og enn hefur ekkert heildarstarf verið unnið til þess að leggja grundvöll að sögu- og minjasafni verkalýðshreyfing- arinnar. Megnið af efnivið i slikt safn liggur á dreif hjá einstaklingum og félögum, misjafnlega vel varöveitt. Margt er glatað af rituðu máli, — fundargerðum, skjölum og bréfum, — en auk þess sem varðveitt er og að- gengilegt, mundi án efa margt koma i leitir, ef vakinn yrði á- hugi og skilningur verkafólks i þessu efni og hafið yrði skipu- lagt starf verkalýðsfélaga um allt land til uppbyggingar sögu- safni. Það sem brýnast er og enga bið þolir er varðveizla þess, sem hvergi er skráð og einungis býr i minni manna, og aðeins fárra frá fyrstu áratugum þessarar aldar. Með segulbandinu mætti mörgu bjarga af sjóði minninga verkafólks ef strax væri hafizt handa. Hið næsta verkefni er skrá- setning og söfnun. Stjórn MFA er ljóst, að verk- efnið sem hér um ræðir er ekki fljótunnið, og við gerum okkur grein fyrir, að myndarlegu sögu-, minja- og mennin'gar- safni islenzkrar verkalýðs- hreyfingar verður ekki komið á fót án aðstoðar fjölda manns og með rlkum skilningi verkafólks á verkefninu. Enda þótt markmiðið, i fram- tið, sé að koma upp á einum stað veglegu sögu- og minjasafni is- lenzku verkalýðshreyfingarinn- ar, er erindi okkar nú að fylkja liði til þessa starfs svo bjargað verði þvi sem bjarga má og stuðla að þvi að lagður verði traustur grundvöllur að söfnun og varðveizlu sögulegra gagna og minja fyrir nútið og framtið. I byrjun hugsum við okkur þetta starf þannig: Hvert cinasta verkalýðsfélag i landinu setji á fót nefnd eöa skipi fulltrúa til þess að „vinna að stofnun sögusafns verkalýðs- hreyfingarinnar.” Verkefni nefndar eða fulltrúa sé að sjá um eftirfarandi starf: 1. Viðtöl við eldra félagsfólk.og sé það m.a. fengið til þess aö segja frá starfi sinu I verka- lýðshreyfingunni auk minn- ingum úr daglegu lifi fyrri ára, ennfremur viðhorfum til nútiðar og framtiðar. 2. Skrásetning eftirfarandi atr- iða: a) Hvenær voru fyrstu samtök verkafólks á staðnum eða i byggðarlaginu stofnuð. b) Hvað mörg voru félögin og hver eru nöfn þeirra. c) Hvaða timabil störfuöu þau. d) Hverjar voru helztu ástæð- ur stofnunar verkalýðsfélag- anna. e) Hverjir voru helztu hvata- menn og forustumenn. 3. Safna þarf Ijósmyndum og kvikmyndum af: a) 1. mai-hátiðahöldum og öðrum hátlðum verkalýðsins, kröfugöngum, verkfallsátök- um. b) Markverðumviðburðum úr þjóðfrelsishreyfingu og frá öðrum þeim fundum og sam- komum, sem verkalýðsfélög hafa átt aðild að. c) Forustufólki, stjórnum og öðrum starfandi meðlimum. d) Húseignum og fundarstöð- um félaganna. e) Úr atvinnulifinu frá ýms- um timum. 4. Fundargerðarbækur og skjalasafn. Safna þarf i örugga geymslu: a) fundargeröabók- um, b) skjölum, c) samn- ingum d) bréfum. Gera þarf skrá yfir efnið: fjölda, brot bóka, blaðsiðu- fjölda, timaskeið sem þær ná yfir, fjölda bréfa og skjala, dagsetningar og efni. 5. Blöð, bækur, ritlingar. Safna ber blöðum, bókum, ritlingum, dreifimiðum og öðru prentuðu og fjölrituðu efni, sem gefið hefur verið út á vegum verkalýðshreyfing- arinnar á staðnum. Við ieggjum áherzlu á að allt þaö sem safnaö er verði varð- veitt á öruggum stað. Við biðjum ykkur að hugleiða og ræða þetta verkefni og hefja starf sem fyrst, láta okkur siðan vita hvaða mann eða nefnd þiö hafið kosið til starfans og á hvem hátt þið óskað að haga samstarfi við MFA að þessum málum. Við viljum taka það fram, að viðgerum ekki kröfu til þess að okkur verði sendir munir eða minjar, enda þótt við höfum hug á að hefja söfnun þeirra og koma upp tryggum safngeymsl- um fyrir það sem okkur berst i hendur. Hins vegar óskum við þess að fá afrit af skýrslum sem gerðareru um hina ýmsu þætti. Enn fremur viljum við taka upp samstarf við félögin um ljósrit- un fundargerða og gagna, eftir- töku ljósmynda og kvikmynda og einstakra segulbanda. Hér er mikið og gagnlegt verkefni að vinna og vissulega verðugt islenzkri verkalýðs- hreyfingu, —að hún eignist veg- legt minja- og menningarsafn, sem varðveitt sé bæði þar sem atburðirnir og sagan gerðist og eins i góðri geymd heildarsam- takanna, þegar til þess hafa verið sköpuð fullkomin skilyrði. — Verkalýðshreyfingin hefur og hafði miklu hlutverki að gegna I mótun þjóðfélagsins, hélt Sgefán ögmundsson áfram. Henni ber einnig að halda til haga sögulegum gögnum um starf sitt, komandi kynslóöum til fróðleiks og rannsóknar. Komiö hefur i ljós, t.d. þegar efnt hefur verið til sýningar á tyllidögum, að margt er glataö, sem varpað gæti ljósi á sögu- lega viðburði, en með þessu starfi við ASÍ og MFA er unnið að þvi, að koma skipulagi á málin og vinna að nýju verð- mætamati. Þeir Stefán ögmundsson og Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fræðslufulltrúi létu okkur góð- fúslega i' té ýmsar merkilegar myndir frá verklýösbaráttunni á liðnum áratugum. JG Lögreglukylfur og annað „hcrfang”, sem tekið var I Gúttó- slagnum 9. nóv. áriö 1932. Kylfurnar tóku þeir af lögreglunni og enn fremur merkið, en hakakrossinn af einhverjum öðrum. Myndin er af sögusýningu MFA 1973. Frá Sögusýningunni 1.—10. mai 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.