Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. niaí 1975. TíMINN 17 Velferðarþjóðfélag nútímans hefir blómgast hér á landi, þrátt fyrir harðneskju náttúrunnar, fámenni, strjálbýli og einhæft sam- félag. Vöxtur þessa þjóðfélags og framtíð er komin undir öfl- ugum og síauknum viðgangi hinna innlendu atvinnuvega, skyn- samlegri verkaskiptingu og umfram allt réttlátum kjörum allra þeirra, sem leggja hönd á plóginn. Þetta hafa samvinnumenn skilið, frá því að þeir hófu baráttu sína fyrir alinnlendri verzlun í eigu neytendanna sjálfra og fram á þennan dag, þegar sívaxandi þörf kröftugra alíslenzkra atvinnu- vega beinir viðleitni samvinnumanna stöðugt inn á nýjar brautir í leit að auknum möguleikum í atvinnumálum. Samvinnuhreyfingin og verkalýðsfélögin eru greinar á sama stofni, almenn samtök með samskonar markmið: sjálfstæði og fullan rétt einstaklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar hreyfingar hljóta alltaf I að eiga samleið: efling annarrar er endanlega sama og við- | gangur beggja. Þess vegna árna samvinnumenn verkalýðshreyf- | ingunni heilla á alþjóðlegum hátíðisdegi hennar, 1. maí. f ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda sendir öllu vinnandi fólki til lands og sjávar beztu árnaðaróskir i tilefni af 1. maí Búnaðarfélag íslands óskar vinnandi fólki til lands og sjávar til hamingju með daginn. Gleðilega hátíð Félag íslenzkra pípu- lagningameistara sendir öllu vinnandi fólki beztu árnaðaróskir i tilefni af I. maí Stjórnin Vinnuveitenda- samband íslands óskar launþegum til hamingju með daginn Gleðilega hátíð BANDALAG STARFS- MANNA RÍKIS OG BÆJA sendir meðlimum sinum og öðrum launþegum árnaðaróskir i tilefni 1. mai og hvetur til þátttöku-. i kröfugöngunni. Sveitardvöl óskast á góðu sveitaheimili i sumar fyrir 11 ára dreng. Upplýsingar i sima 83007. Tæplega 12 ára drengur óskar eftir plássi í sveit hjá góðu fólki. Er duglegur. Simi 3-65-47. Múrarafélag Reykjavíkur sendir meðlimum sinum og öðrum launþegum árnaðaróskir i tilefni dagsins og hvetur til þátttöku i kröfugöngunni og útifundinum á Lækjartorgi. Verkamannafélagið Framsókn sendir félagskonum sinum og öllu vinn- andi fólki árnaðaróskir i tilefni af 1. mai og hvetur félagskonur til að mæta i kröfu- göngunni og á útifundinum á Lækjartorgi. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.