Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.05.1975, Blaðsíða 20
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heiidverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 A myndinni sjást ibúar Phnom Penh fagna sveitum hinna rauöu „khmera”, er þær héldu inn i borgina á dögunum. Viöbrögð ibúa Saigon voru þau sömu, cr þjóðfrelsisliöar héldu innreið sina i borgina igær. Endi bundinn á 35 ára stríð í Víetnam: Her Saigon-stjórnar- innar gafst upp Reuter—Saigon — Duong Van Minh, er tók við forsetaembætti I Suður-Vietnam á mánudag, til- kynnti I gærmorgun skilyrðis- lausa uppgjöf hers Saigon-stjórn- arinnar. Þar með lauk einu iang- vinnasta striði i sögu mannkyns, a.m.k. á siðustu timum. Striðið i Vietnam hófst fyrir 35 árum, þegar Japanir réðust inn i Indó-Kina. Vietnamar gripu þá til vopna og héldu baráttunni áfram eftir að Frakkar höfðu tekið á ný við stjórn. Smám saman — ekki sizt eftir skiptingu Vietnam i tvö riki árið 1955 — þróuðust átökin upp I blóðuga borgarastyjöld milli stjórnarinnar i Saigon ann- ars vegar, er naut dyggilegs stuðnings Bandarikjahers, og skæruliða hins vegar, er nutu beins stuðnings hersveita frá Norður-Vfetnam, en einnig studdu Kinverjar og Sovétmenn óbeint við bakið á skæruliðum. Uppgjöf hers Saigon-stjórn- arinnar fylgir I kjölfar stórsóknar skæruliða þjóðfrelsisfylking- arinnar s.l. tvo mánuði. Tilkynn- ing Minh forseta um uppgjöf kom nokkuð á óvart, en aðeins fjórum klukkustundum áður hafði siðasti bandariski hermaðurinn horfið frá Saigon. Staða stjórnarhersins var vonlaus, og þvi hefur Minh séð þann kost vænstan að gefast upp — skilyrðislaust — til að forð- ast frekari blóðsúthellingar. Klukkan hálf tólf að staðartima i gærmorgun (hálf fjögur I fyrri- nótt að Islenzkum tima) tilkynnti Hanoi-útvarpið, að Saigon hefði verið frelsuð. Um svipað leyti byrjuðu sveitir þjóðfrelsisliða að streyma inn i höfuðborgina — á skriðdrekum, flutningabifreiðum og jeppum. Sumir liðsmannanna voru kornungir, en aðrir sýnilega eldri og reyndari hermenn, klæddir frumskógarlituðum fötum. íbúar Saigon fögnuðu þjóð- frelsisliðunum ákaft, er þeir óku inn i borginaog að forsetahöllinni. Litil andspyrna var veitt, en þó mátti heyra ákafa skothríð, rétt áður en hersingin kom að for- setahöllinni. Aö sögn Reuter-fréttastofunnar rikti mikil ringulreið i höfuðborg- inni i fyrrakvöld, rétt eftir að Bandarikjamennirnir hurfu þaðan. Æstur múgur brauzt inn i verzlanir, rændi og ruplaði — og i bandarfska sendiráðinu var ástandiö Hkast þvi sem sprengj- um hefði rignt yfir það. Þessi upplausn hvarf sem dögg fyrir sólu, þegar þjóðfrelsisliðar héldu innreiö sina i borgina. Margir Saigon-búa eru mjög bitrir i garð Bandarfkjamanna. Fréttamaður Reuter-fréttastof- unnar hélt til bandariska sendi- ráösins i fyrrakvöld og ætlaði að komast á brott með þyrlu — en hún lét ekki sjá sig. Einhentur stjómarhermaður, sem beið þyrl- unnar ásamt fréttamanninum, sagði, að hann hefði komið honum fyrir kattarnef, ef hann væri frá Bandarikjunum — slikt var hatur þessa manns á fyrri samherjum sinum. Fyrr um kvöldið höfðu bandariskir hermenn beitt tára- gasi til að halda æstum mann- fjöldanum frá þyrlunum. Talsmaður bráðabirgðabylt- ingarstjórnar þjóðfrelsisfylking- arinnar sagði i Paris i gær, að stefna hinnar nýju stjórnar Suð- ur-Vietnam yrðifriðsöm hlutleys- isstefna. Agreiningur um 1. maí í Portúgal Leggja herforingjar blessun sína yfir stofnun allsherjarverka- lýðssambands undir stjórn kommúnista? Reuter—Lissabon — Djúpstæður ágreiningur hefur risið milli Kýpurviðræður á ný í júní Reuter—Vin — Þeir Glafkos Klerides og Rauf Denktash uröui gær ásáttir um að hittast á ný i Vin I júni n.k. til að halda áfram viðræöum um lausn Kýpurdeilunnar. Aður höfðu þeir samþykkt að skipa nefnd sérfræöinga til að kanna möguleika á stofnun alrikisstjórnar á Kýpur. Búizt er viö, að skýrsla þeirrar nefndar liggi fyrir, þegar þráðurinn verður tekinn upp að nýju i byrjun júni. Frétta- skýrendur i Vin telja þann árangur, er náðst hefur i Kýp- urviðræðunum til þessa, góðs viti. stjórnmálafiokka I Portúgal um tilhögun hátiöarhaldanna i dag, 1. mai. Úrslit i nýafstöðnum kosn- ingum i iandinu hafa haft þau áhrif, aö flokkarnir eru nú mun tortryggnari I garð hvers annars en áður. Sósialistar — sem unnu stórsig- ur I kosningunum og fengu 38% greiddra atkvæða — óttast, að kommúnistar og fylgifiskar þeirra noti tækifærið i dag til að stofna eitt allsherjarverkalýðs- samband I Portúgal — samband, sem yrði handbendi kommúnista vegna rótgróinna ítaka þeirra i verkalýðsfélögum. (Sannleikur- inn er aftur á móti sá, að fylgi kommúnista er tiltölulega litið i Portúgai, ef marka má nýaf- staönar kosningar, þar sem tæp 13% atkvæða féllu þeim i skaut.) Forsaga þessa máls er sú, að fyrr i vetur féllust herforingjar þeir, er nú fara með völd i Portúgal, á að hugmynd komm- únista um stofnun sliks allsherj- arsambands. Sósialistar og vinstri lýðræðissinnar (PPD) snerust öndverðir gegn fyrirætlan herforingjanna og komu i veg fyrir stofnun sambandsins. 1 gær var mál þetta svo til umræðu i byltingarráöi þvi, er fer með æöstu völd i landinu — og óttast andstæðingar kommúnista, að ráöið leggi blessun sina yfir stofn- un hins umdeilda sambands i andstöðu við vilja sósialista og vinstri lýðræðissinna, sem hafa að baki sér 64% portúgalskra kjósenda. Mario Soares, leiðtogi sósial- ista. átti i gær og fyrradag við- ræður við Francisco Costa Gomes forseta. Búizt er við, að þær við- ræður leiði til sátta i þessu deilu- máli, en óliklegt er talið, að her- foringjarnir vogi sér að ganga þvert á óskir sósialista i þessu máli eftir hinn mikla kosninga- sigur flokksins. Viðbrögð við falli Saigon: Fólk grét af gleði í Hanoi REUTER—Singapore/Washing- ton — Viöbrögð við falli Saigon voru að vonum niisjöfn: t Hanoi, höfuðborg Norður-VIetnam, tár- felldi fólk af gleði, en handan Kyrrahafs, þ.e. i Bandarikjunum var mörgum brugðið, þ.á.m. Ger- ald Ford forseta. Ibúar Hanoi hópuðust út á stræti borgarinnar og réðu sér varla fyrir fögnuði. Sendimenn þjóðfrelisfylkingarinnar i Peking dönsuðu og sungu, er þeim barst fréttin úm fall Saigon — eða frels- un höfuðborgarinnar, eins og það var orðað i Hanoi-útvarpinu. Stuðningsmenn bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar um gerv- allan heim fögnuðu úrslitum Viet- namstrlðsins að vonum. Og — að sögn Reuter-fréttastofunnar — virtust andstæðingar hennar hálft I hvoru fegnir, að striðinu skyldi loks vera lokið. Leiðtogar nokkurra Suðaustur- Asiurikja hafa þó látið i ljós áhyggjur vegna hættu á, að skæruliðar kommúnista færi sig upp á skaftið. Þannig lét forsætis- ráðherra Singapore svo um mælt i gær vegna falls Saigon-stjórn- arinnar, að sömu örlög biðu and- stæðinga kommúnista i Suðaust- ur-Asiu, nema þeir gerðu sér ljóst, að til þess- að sigrast á kommúnistum væri ekki nóg að beita vigvélum og halda uppi skefjalausum áróðri. Stjórnir Suðaustur-Asfurikja hafa yfirleitt i hyggju að viðurkenna hina nýju stjórn i Suður-Vietnam. Ford Bandarikjaforseti sagði i fyrradag, að bandariska þjóðin ætti að j»leyma Vietnam, en snúa sér I þess stað að öðrum vanda- málum. Svo virðist sem forsetinn hafi sjálfur tekið þessa stefnu, þvi að I gær sinnti hann daglegum störfum I Hvita húsinu, eins og ekkerthefði Iskorizt. Fréttaritar- ar sögðu þó, að hann hefði verið óvenju þungbúinn, enda tæki hann sér mjög nærri síðustu at- burði I Vietnam. ÓDÝRAR Spánarferðir ÁGÚST/SEPTEMBER Bemdorm Verð með gistingu og morgunverði frá KR. 24.500 Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Sfmar 11255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.