Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 3. tnai 1975. SVISSNESKA LANDSLIÐIÐ í BRIDGE KEPPIR HÉR STJÓRN Bridgefélags Reykja- vikur hefur boðið svissneska landsliðinu til keppni og mun það spila viðbeztu bridgemenn lands- ins dagana 3.-9. mai n.k. 1 liði Svisslendinga eru heims- frægir bridgemeistarar, sem um árabil hafa spilað I landsliði þeirra. Þeirra frægastur er Jean Besse, 60 ára. Hann hefur spilað fyrir Sviss á 16 Evrópumótum og 4 Olympiumótum. Einnig átti hann sæti i landsliði Evrópu, sem spilaði um heimsmeistaratitilinn i Monaco 1954. Fyrirliði landsliðs- ins er J. Ortiz-Patino, 45 ára. Hann hefur spilað á 12 Evrópu- mtítum og 3 Olympiumótum. Aðr- ir liðsmenn eru Tony Trad, 42 ára, nýbakaður heimsmeistari I parakeppni, Pietro Bernasconi, Frh. á bls. 15 FYRSTI AFANGI FELAGS- HEIAAILISINS Á PATREKS- FIRÐI TEKIN í NOTKUN SJ-Patreksfirði — Mörg undan- farin ár hefir staðið yfir bygging félagsheimilishúss á Patreks- firði. Verkinu miðaði lengi vel mjög hægt áfram aðallega vegna fjárskorts. Siðustu sextán til átján mánuðina hefir verið unnið með litlum töfum að byggingar- framkvæmdunum og ríkt hér mikill áhugi um framgang máls- ins. Bæði iðnaðarmenn og al- menningur hafa lagt af mörkum gjafavinnu við bygginguna, og er nú svo komið að tekinn var I notk- un fyrsti áfangi félagsheimilis- hússins 1. mal. Byggingin er teiknuð af Sigur- jóni heitnum Sveinssyni, arkitekt og byggingafulltrúa Reykjavik- urborgar, og fór á sínum tima fram samkeppni um gerð teikn- ingarað hUsinuByggingameistari er Jón Björn Gislason, hiisa- smiöameistari, Patreksfirði. Kostnaður við bygginguna er greiddur þannig: Félagsheimila- sjóður greiðir 40% byggingar- kostnaðar, sveitarsjóður Pat- rekshrepps 40% og eigendafélög- in 20%. Haldið verður áfram byggingarframkvæmdum við hUsið og standa vonir til þess, að hægt verði að fá fé til þess að ljúka þeim hluta byggingarinnar, sem nU þegar hefir verið steyptur upp á þessu og næsta ári. í tilefni þéssa áfanga efndi bygging- arnefndin til kaffisamsætis i hús- inu 1. mai. Þar voru ýmis skemmtiatriði, svo sem leiksýn- ingar, söngur o.fl. Kl. 20 um kvöldið frumflutti Leikfelag Pat- reksfjarðar tvo einþáttunga eftir Jdnas Jónasson: Beðið eftir jarð- arför og Tvö undir ljósastaur. Jónas Jónasson hefir dvalið hér að undanförnu og unnið að þvi að setja einþáttungana á svið. Að leiksýningunni lokinni var al- mennur dansleikur i félags- heimilishUsinu. Yfir helgina veröa svo samkomur I húsinu. Á laugardagskvöld verður almenn- ur dansleikur og Kl. 21 á sunnu- dagskvöld leiksýning Leikfélags Patreksfjarðar. DR. MARCEL R. de Quervain, forstjóri snjó- og snjóflóðarann- sóknastofnunar svissneska rikis- ins I Davos i Svisslandi, heldur fyrirlestur á vegum Almanna- varna rikisins, Verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Is- lands og Raunvisindastofnunar Háskólans um snjóflóð og snjó- flóðavarnir f ölpunum I Norræna hUsinu þriðjudaginn 6. mai 1975 kl. 17.00. Eftir fyrirlesturinn verður sýnd kvikmynd um snjó- flóð og snjóflóðavarnir. öllum er heimill aðgangur. Heildarvelta Kaupfélags Þingeyinga 1250 milljónir NÝLEGA var haldinn aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga haldlnn á Húsavik. Á fundinum mættu 116 fulltrúar, félagsstjórn, endur- skoðendur og kaupfélagsstjóri. úllur Indriðason Héðinshöfða stjórnaði fundinum. Hann flutti skýrslu féiagsstjórnarinnar og sagði frá helztu framkvæmdum félagsins. Höfðu fjárfestingar orðið minni á árinu 1974, en oftast áður. Bar þar hæst viðbótarbygging Mjólk- ursamlags K.Þ. allmikil véla- kaup vegna endurskipulagningar á Brauðgerð, ýms önnur minni verkefni var unnið að á árinu. Finnur Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri las og skýrði reikninga félagsins. Heildarvelta kaupfé- lagsins nam kr. 1.250 milljörðum. Þar af nam sala I verziunarbúð- um um 580 miiljónum króna. Vörusalan hafði vaxið um 42% miðað við næsta ár á undan, en allur rekstrarkostnaður hafði hækkað um 63%, þar af launa- kostnaöur um 48%. Kaupfélagið greiddi I vinnulaun kr. 123.762.878,00. A árinu 1974 hafði félagið lánað byggingarefni til félagsmanna sinna i Húsavik og sveitum Þing- eyjarsýslu fyrir rúmlega 60 milljónir króna, enda varð mikil uppbygging I héraðinu öllu, meginhluti þessa byggingarefnis var greiddur fyrir áramót. Rekstursniðurstaða varð lakari en undanfarin ár, munaði þar mestu um hækkun kostnaðar, vaxtahækkun og gengistöp, Utils- háttar reksturstap var þvi á árinu eða 1.159.000 kr. Engin sérstök óhöpp höfðu átt sér stað I rekstrinum og vöru- rýrnun litil. Miklar umræður fóru fram um reikninga kaupfélagsins, sem sýndu áhuga og samstarfsvilja fundarmanna um rekstur félags- ins. NU er ljóst að kaupfélagið fær ekki þá fyrirgreiðslu viðskipta- bankanna, sem geriþvi mögulegt að halda áfram að lana út bygg- ingarefni og veita ýmsa þá fjár- málalegu þjónustu, sem félagið hefur áður gert. Urðu um þetta miklar umræður, enda óttast menn að þetta lami mjög allar framkvæmdir og uppbyggingu i héraðinu. Úthlutað var úr minningasjóði Þórhalls Sigtryggssonar verð- launum, þau hlaut Valdemar Ing- ólfsson forstöðumaður Véla- og varahlutadeilda, fyrir sérlega vel unnin störf. Úthlutað var úr Menningarsjóði Bænadagur Þjóðkirkjunnar: Beðið um frið á jörðu HINN almenni bænadagur er á morgun, Biskup tslands óskar eftir þvi, að þjóðin sameinist þann dag I BÆN UM FRIÐ A JÖRÐ. Um þetta segir biskup: „Þrátt fyrir það, sem gert hef- ur verið til þess að draga úr spennu milli stórvelda, er vigbún- aðarkapphlaup þeirra i algleym- ingi. Njósnadufl fylla höfin, gervihnettir eru hvarvetna á gægjum i geimnum, og birgðir morðtækja hrúgast upp. Æ fleiri valdhafar geta nú ógnaö með ger- eyðingarvopnum. Hermdarverk öfga- og ofbeldismanna og gifur- mæli óhlutvandra lýðskrumara minna á, hvað i vændum gæti ver- ið. Vér skulum þvi á þessum bænadegi samhuga og með kristnum bræðrum og systrum allra landa biðja Guð að frelsa oss frá illu. Vér skulum biðja Guð að styrkja allan góðan vilja og láta vit og góðfýsi, réttlæti og sann- girni ráða i viðskiptum manna. Vér skulum biðja Guð vors lands að gefa islenzku þjóðinni aukinn styrk og þroska i fylgd friðarhöfð- ingjans sanna, JesU Krists." K.Þ. kr. 335.000,00 til ýmissa menningarmála I héraðinu. Aðalmál fundarins var Byggða- þróunin og Samvinnufélögin, urðu um það miklar umræður og ályktanir gerðar. Kosningar, úr félagsstjórn áttu að ganga Úlfur Indriðason og 111- ugi Jónsson, þeir báðust undan endurkosningu. Var þeim þökkuð mikil og góð störf i þágu K.Þ. Kosnir voru i stjórnina Böðvar Jónsson Gautlöndum og Egill GUstafsson Rauðafelli. Að kvöldi fyrri fundardags var efnt til kvóldvöku i Félagsheimil- inu undir stjórn Sigurjóns Jó- hannessonar, skólastjóra. Fóru þar fram ýmiss konar skemmti- efni og var þar fjölmenni saman- komið. Að afloknum aðalfundi kom fé- lagsstjórn saman og skipti með sér verkum. Formaöur var kos- inn Teitur Björnsson Brún, vara- formaður Baldvin Baldursson Rangá, ritari Jóhann Hermanns- son Húsavik. A fundinum var eftirfarandi samþykkt gerö. Aöalfundur K.Þ. haldinn 22. og 23. april 1975 beinir þvi til alþing- ismanna Norðurlandskjördæmis eystra, að vinna að þvi, að sam- vinnufélögin i kjördæminu fái nU þegar eðlilega bankafyrirgreiðslu i samræmi við fjölþætta starf- semi sina, vaxandi dýrtið og verðmæti vörubirgða. Gerir fundurinn kröfu um eftir- farandi atriði: 1. Að rekstrarlán út á sauðf jár- afurðir verði stórhækkuð og veitt fyrr en nú er. 2. Að kaupfélögunum verði veitt sérstök fyrirgreiðsla vegna sölu byggingarefnis, en greiðsla þess dregstaf eðlilegum ástæðum þangað til veðlán til bygginga- framkvæmda eru afgreidd frá stofnlánadeild landbúnaðarins og frá hinu almenna veölánakerfi Veðdeildar Landsbankans. Það er álit fundarins, að fáist ekki leiðrétting i þessu efni, þá geti kaupfélögin ekki lengur veitt þá fyrirgreiðslu um byggingar og framkvæmdir og stuðlað að upp- byggingu og hagfeldri byggða- þróun i kjördæminu. Varð úti í Hestfiroi G.S.-ísafirði — Sjötugur maður, Magniis Jónsson, skáld frá Skógi I Rauðasandshreppi, varð úti s.l. þriðjudagskvöld I Hest- firði. Magnús hafði veriö að kenna bókband I Reykjanes- skóla, en á þriðjudag hélt hann áleiðis til lsafjarðar á gömlum bíl er hann átti. Magnús mun hafa fest bllinn I lækjarsprænu I Hestfirði og ekki náð honum upp aftur. Hélt hann þvi af staö fót- gangandi I átt að Hvltanesi og varð úti á þeirri göngu. Veður var mjög slæmt á þess- um slóðum s.l.þriðjudagskvöld og var Magnús heitinn mjög illa bUinn. Llk MagnUsar fannst á miövikudagskvöld, er jeppabif- reið sem var á leið til Ogurness með farþega fann Hkið á vegin- um. Magnús Jónsson var fæddur 1905 og bjó I Hnifsdal. Hann var hagyrðingur góður. Hátlðisdagur verkalýðsins — 1. mal — var haldinn hátlðlegur um allt lantl með hefðbundnum atriðum eftir þvl, sem veður leyfði á hverjum stað. 1 Reykjavik voru þrir útifundir —og er önnur myndin frá fund- iiium á Lækjartorgi. Hin myndin sýnir matreiðslumenn I göngu dagsins, en þeir skrýddust einkennisklæðnaði stéttarinnar I til- efni nýgerðs samkomulags. Sýning á norrænni list A MORGUN verður opnuð I Listasafni tslands sýning á norrænum listaverkum I eigu safnsins. Sýningin er liður I norrænni listaviku, sem hleypt er af stokkunum samtimis á Norðurlöndum iilliim. Listasafnið á alls 336 verk eftir skandinaviska listamenn og verður úrval þeirra verka á sýningunni. — Listsýningin stendur til 12. maí. Listasafnið er opið frá 13.30—19 á sunnudögum, en 13.30—16.00 aðra daga. Timamynd: Gunnar. Kunnur íslands- vinur heldur fyrirlestra um norræna þjóðhætti DR. BO ALMQUIST, prófessor I Dublin flytur tvo fyrirlestra Iboði heimspekideildar Háskóla ís- lands. Mánudaginn 5. mai nk. flytur hann fyrirlestur sem nefn- ist: Vfkingar I irskri þjóðtrú og þjóðsögum, og þriðjudaginn 5. mal nk flytur hann fyrirlestur sem nefnist: Tengsl norrænna og Irskra munnmæla. Báðir fyrirlestrarnir verða haldnir I stofu 101, Lögbergi og hefjast kl. 17.15. Ollum er heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum. Dr. Bo Almquist, sem er hér I boöi heimspekideildar Háskóla Islands, 'er prófessor I þjóðfræð- um og gegnir forstöðumanns- starfi við þjóðfræðideildina I Uni- versidy College, Dublin. Hann nam þjóðsagnafræði við Uppsala- háskóla og kenndi við þann skóla um árabil. Einnig lagði hann stund á islenzku við Háskóla Is- lands, var hér sænskur sendi- kennari um árabil og hefur frá- bært vald á Islenzku máli. Doktorsritgerð sina, Norrön nid- diktning, Traditionshistoriska studier I versmagi, (Uppsala 1965), sem fjallar um fornnor- rænan niðkveðskap, varði hann við Uppsalaháskóla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.