Tíminn - 03.05.1975, Síða 3

Tíminn - 03.05.1975, Síða 3
Laugardagur 3. mat 1975. TÍMINN 3 Aö tilhiutan fslandsdeildar Amnesty International undirrituðu 37 islenzkir listamenn áskorun til rikisstjórnar Tékkóslóvakiu, þar sem fariö var fram á almenna náöun alira þeirra, sem nú sitja I fangelsi þar 1 landi vegna skoöana sinna. Áskorunin var afhent Josef Rajchart, sendifulltrúa i sendiráöi Tékkóslóvakiu i Reykjavik i gær. Hún var afhent ásamt meö á- skorun frá islandsdeild Amnesty af Birni Guðmundssyni, for- manni, AI, Einari Karli Haraldssyni, varaformanni, og Inga K. Jóhannessyni, meöstjórnenda. Þessa Timamynd tók G.E. viö af- hendinguna i gær. Borgarafundur í Hveragerði í DAG veröur haldinn I Hvera- geröi fundur unai bæjarmál aö til- hluta Junior Chamber samtak- anna. Veröur einkum fjallaö um atvinnumál Hvergeröinga. Hauk- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Félags islenzkra iönrekenda mun flytja framsöguræöu á fundinum, sem hefst klukkan 14 aö hótelinu I Hverageröi. öllum er heimill aö- gangur. Skipstjórinn var sýknaður A FÖSTUDAGINN var kveöinn upp dómur i Vestmannaeyjum i máli skipstjórans á Illuga VE, sem staöinn var aö meintum ó ólöglegum veiöum á þriðjudag- inn. Dómur féll á þann veg, aö skipstjórinn var sýknaöur. Samið um smíði Vestmannaeyjaferju: NORSK SKIPASMÍÐASTÖÐ VARÐ FYRIR VALINU Gsal-Reykjavik — Undirritaöir hafa veriö samningar um smiöi Vestmannaeyjaferju viö norska skipasmiöastöö, Sterkoder i Kristiansund, og mun skipið veröa afhent 15. júni 1976. Vestmannaeyjaferjan mun veröa farþega- og vöruflutninga- skip, auk þess sem hún verður sérbyggö til bifreiöaflutninga. Al- þingi veitti rikisstjórninni heim- ild til sjálfsábyrgðar fyrir 80% af Sömu reglur um humarveiðarnar SJAVAROTVEGSRAÐUNEYT- IÐ hefur ákveðið, að sömu reglur AÐEINS LAN í STÁLBRÝR FYRIR skömmu var staddur hér á landi fulltrúi brezks stórfyrir- tækis þeirra erinda að kynna sér væntanlega brúarsmiö á Borgar- firöi og ölfusá viö Öseyri. Bretinn ræddi við forráðamenn sam- göngumála, og bar þá m.a. á góma, að brezka fyrirtækið kynni að geta veitt lán til framkvæmd- anna. En þegar I ljós kom, að hér yrði' um steinsteyptar brýr að ræöa en ekki stálbrýr, minnkaði áhugi Bretans, þvi aö fyrirtæki hans fæst aöeins viö framkvæmd- ir af þvi tagi. skuli gilda um humarveiðar á komandi vertið og giltu á siðasta ári. Eru þessar hinar helztu: 1. Veiting humarleyfa verður bundin við báta 100 rúmlestir og minni, en þó með þeirri undan- tekningu, að bátar, með 400 hest- aflavélar og minni geta fengið humarleyfi, þótt þeir séu stærri en 100 rúmlestir. 2. Ekki verður leyft að veiða meira en 2000 lestir humars á vertiðinni. 3. Humarvertlðin skal hefjast hinn 25. mai n.k. Auk þess gilda venjulegar regl- ur um lágmarksstærð humar- hala, gerð humarvörpu, skýrslu- gjöf um veiðarnar o.s.frv. Ráðu.- neytið mun hafa eftirlit með þvi að allar reglur humarveiðileyfa verði haldnar. GAMLI SLOKKVÍBILLINN BIDUR VISTAR Á ÞJÓDMINJASAFNI SJ-ReykjavIk — Svona leit hann út fyrsti slökkvibillinn, sem kom hingaö til lands til notkun- ar utan Reykjavikur. Þaö var áriö 1930 aö þessi gljáfægöi far- arskjóti kom til Akureyrar. Hann er ameriskur Ford T frá 1923, en var breytt I slökkvibil I Sviþjóö. Seinlega gekk aö aka honum upp og niöur brekkurnar á Akureyri og þvi var hann fluttur suöur og var m.a. á Sel- fossi. Loks var hann rifinn. Erlendur Halldórsson, sem lengi starfaði hjá Brunavörnum rlkisins, slðast sem yfirmaður þeirra, unz hann hætti störfum 1966, hefur nú endurbyggt þenn- an gamla slökkvibll fyrir Þjóð- minjasafnið og er það þritugasti slökkvibillinn, sem hann endur- byggir og byggir yfir. — Það var erfitt að fá ýmsa hluti, sem vantaðiIbilinn.Þaðtókt.d. þrjú ár að fá afturdekk sérsmlðað á hann. Erlendur vinnur við ýmislegt annað fyrir Þjóðminjasafnið, hann er t.d. að endurbyggja gamlan vörubll frá 1917 og báta- vélar frá 1908 og 1913. En slökkvibíllinn er fyrsta stóra verkiö, sem hann lýkur I þágu safnsins. Billinn verður hýstur I Slökkvistöðinni I Reykjavik til bráöabirgða þangað til rýmkast um I Þjóðminjasafninu sjálfu. kaupverði skipsins og var það skilyrði sett, að stofnað yrði félag I Eyjum, sem yrði rekstrar- og eignaraðili að skipinu, og greiddi 20% af kaupverðinu. Félagið var siðan stofnað 17. ágúst og hlaut nafnið Herjólfur. I fréttatilkynningu frá stjórn félagsins, segir, að alls hafi borizt niu tilboð I smiði skipsins, öll er- lendis frá, og eftir nákvæma at- hugun á tilboðum hefði verið teknar upp viðræöur við tvær skipasmiðastöðvar, aðra i V- Þýzkalandi og hina i Noregi. Vélina sem verða mun I ferj- unni, á að vera mögulegt að keyra á svartoliu, segir I fréttatilkynn- ingunni. Gsal-Rvik — Laust eftir kl. 7 i gærmorgun kom upp eldur i Ibúö- arhúsi við Vitastig í Reykjavik. Töluveröar skemmdir uröu á hús- inu, sem er steinhús meö innrétt- ingum úr timbri. Slökkvistarfiö tók um klukkutima. Eldsupptök eru ókunn. Myndin sýnir slökkvi- liösmenn aö störfum. —Timamynd: G.E. Sumaráætlun F.l. gengin í gildi: 31 ferð tll Eyja SlökkvibflUnn kemur tll Slökkvistttövarinnar i Reykjavik. Erlendur viö stýrift. Erlendur Halldórsson hugar aö vélinni I gamla Ford, hægra megln á myndinni sést gljáfægö bruna- bjallan. Tfmamyndir: GE í vlku hverri — ferðir F.í. og Flugfélags Norðurlands samræmdar SUMARAÆTLUN innanlands- flugs Flugfélags tslands er geng- in I gildi. Áætlunarflugiö veröur meö svipuöu sniöi og á siöastliönu sumri. Til nokkurra staöa fjölgar ferðum, eins og t.d. til Vest- mannaeyja en þangaö veröur flogiö 31 feröi viku hverri á sumri komanda. Sú breyting veröur á flugi til staöa á Noröausturlandi, til Raufarhafnar og Þórshafnar, aö Flugfélag Noröurlands mun fljúga þangaö fjórum sinnum i viku frá Akureyri, I beinu fram- haidi af flugi Flugfélagsins til Akureyrarflugvallar. Sömuleiöis mun Flugfélag Noröurlands halda uppi áætlunarflugi til Grimseyjar, Húsavikur, Kópa- skers og Vopnafjaröar. Þegar sumaráætlun innan- landsflugs hefur aö fullu gengiö i gildi veröur feröum hagaö sem hér segir: Til Akureyrar verða fjórar ferðir á dag virka daga, og fimm á sunnudögum. Til Egilsstaða verða 15 ferðir I viku, tvær á dag, en þrjár á sunnudögum. Til Vest- mannaeyja verða fimm ferðir á dag, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og fjórar ferðir aðra daga. Samtals 31 ferð á viku. Til Isafjarðar verða tvær ferðir mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga, laugardaga og sunnudaga en ein ferð aðra daga. Til Horna- fjarðar verða 7 ferðir á viku. Flogið alla daga nema mánudaga og tvær ferðir á sunnudögum. Til Húsavíkur verður flogið á mánu- dögum, miðvikudögum, föstudög- um og laugardögum og gildir þessi áætlun frá byrjun til enda sumaráætlunar. Til Patreks- fjarðar verður flogið á mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um. Til Sauðárkróks verða fjórar ferðir i viku á mánudögum, mið- vikudögum, föstudögum og laug- ardögum. Til Norðfjarðar verða þrjár ferðir i viku, á þriðjudög- um, fimmtudögum og laugardög- um. Til Þingeyrar verða einnig þrjár ferðir i viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. A miðvikudögum er Þingeyrarflug i sambandi við flug til Isafjarðar, Til Fagurhólsmýrar verður flogið einu sinni i viku. Þá verða ferðir milli Akureyrar og Egilsstaða i báöar áttir á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Milli Isafjarðar og Akureyrar verður flogið tvisvar i viku, á mánudög- um og föstudögum. Það nýmæli er i sumaráætlun að áætlunar- feröir milli Hornafjarðar og Egilsstaða verða tvisvar i viku, á fimmtudögum og sunnudögum. A sunnudögum er fluginu hagað þannig, að farþegar frá Hornar- firði ná áætlunarflugvél, sem fer frá Egilsstöðum til Færeyja. A fimmtudögum ná hins vegar far- þegar frá Færeyjum sem koma til Egilsstaða flugi til Hornarfjarö- ar. Alls verða 106 feröir frá Reykjavik á viku hverri I innan- landsflugi. Þar aö auki eru áætl- aöar fjórar vikulegar ferðir til Færeyja, þar af þrjár beinar feröir til Vaagar, en ein með við- komu á Egilsstöðum sem fyrr getur. Þá verða fjórar til fimm ferðir á viku frá Reykjavik til Kulusuk i Grænlandi. Eins og að undanförnu eru möguleikar á hringflugi um Is- land, I áföngum, þannig að far- þegar eiga þess kosts aö fara frá Reykjavik til Isafjarðar, þaðan til Akureyrar, frá Akureyri til Egils- staða. Næsti viðkomustaður er Höfn I Hornafirði og þaöan siðan flogið til Reykjavikur. Viðdvöl er hægt að hafa á öllum þessum stöðum. Eins og á undanförnum árum verða tiðar ferðir áætlunarbif- reiða milli flugvalla og nærliggj- andi byggðarlaga I sambandi við innanlandsflug Flugfélagsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.