Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 3. mai 1975. Ófríð, en blíðlynd Sækýr eru ekkert augnayndi en þær eru eigi að siður bliðlyndar, eins og nöfnur þeirra á landi. Þessi á myndinni á heima i sædýrasafni i Kaliforniu og læt- ur þarna vel að honum Jack, sem er vörður f safninu. Græðandi eitur 1 læknislist alþýðunnar hefur hunang bíflugunnar frá örófi alda verið þekkt sem læknislyf við mörgum sjúkdómum. Nú- tima læknislist nýtir einnig ann- aö efni, sem þetta nytsama skordýr gefur frá sér, það er að segja bieitrið. Það er meðal annars notað i lyf gegn þursabiti og taugabólgu. ********************* Högum okkur ekki eins og kanínur Samtök sem berjast á móti of- fjölgun fóru nýlega í mótmæla- göngu að biístað brezka for- sætisráöherrans að Downing Street 10, til að vekja athygli á baráttu sinni. Kröfðust mót- mælendur að tekin verði upp al- menn fræðsla um getnaðar- varnír og hafin barátta fyrir að hver hjón eignist ekki nema tvö börn. Til að undirstrika kröfurnar klæddust mótmælendur búning- um, sem minna á kaninur og báru skilti, sem á var letraö. — HÖgum okkur ekki eins og kaninur —. En, hvernig á að fá biflugurn- ar til að gefa eitrið frá sér, og það ekki aðeins við venjulegar aðstæður? Eistneskum visinda- mönnum, undir stjórn Paul Alles, dósents, hefur nú tekizt að leysa þetta vandamál. Þeir hafa útbúið litið, handhægt tæki, sem gerir kleift að safna eitri frá tiu til fimmtán bikúpum samtimis, og tekur það ekki nema hálfa klukkustund. Biflugurnar gefa frá sér eitr- ið, þegar þær eru truflaðar, eða veröa hræddar. Vandinn var að skapa nauðsynlega truflun i mörg þúsund Qugna fjölskyldu, án þess að skaða allt biflugna- samfélagið. Veikt raflost, sem framleitt var af jafnstraums- ræki, reyndist vera áhrifamesta aðferðin. 1 kiipunni er komið fyrir glerplötu með rafskautum, sem tengd eru við tækið. Eftir „meðhöndlun", liggja dropar af þessu krystallaða eitri á gler- plötunni — verðmætt hráefni fyrir mörg lyfjafyrirtæki. Tilraunir, sem biflugnarækt- endur i Eistlandi, tJkrainu og fleiri sovétlýðveldum hafa gert, sýna, að tækniutbúnaðurinn angrar bíflugurnar ekki, þvert á móti virðist hann auka starfs- fjör þeirra. Norðurpólsleiðang ur þessa órs hafinn Leningrad (APN) Sovézkur leiðangur, sem þetta ár mun rannsaka Norðurheimskauts- svæðið er nýlega lagður upp frá Leningrad með flugvél til heim- skautasvæðanna. Foringi leið- angursins, landfræðingurinn N. Blinov, sagði fjölmiðlum, að „Sever-27", en svo er leiðangur- inn nefndur, muni hafa bæki- stöðvar i Tjerskij, nálægt mynni Kolymafljóts við Austur- Síberíuhaf, en þaðan verður send skiptiáhöfn á isjakastöðina „nórðurpóll 22", sem rekur um hafið. Smáhópar visindamanna munu hafa viðkomu á 175 mis- munandi stöðum á heimskauta- svæðinu. Meðal annars verður einn htípur á hinum landfræði- lega Norðurpól. Ennfremur verða teknar Ioft- myndir af öllu heimskautsland- inu. Jafnframt verða gerðar neöanjarðarrannsóknir i neðri lögum jökultindsins, og reynt verður að rannsaka geislun sól- ar og ljósfræðilegt ástand yfir- borðs hafsins. Þær upplýsingar sem fást, verða notaðar til að kortleggja aflfræði hinna miklu breytinga og til að gera stærð- fræðileg likön af loftslagi Norðurheimskautsins. Leiðang- ursmennirnir eru alls 50, og þeir hafa flugvél og þyrlu til afnota, auk alls nútima útbúnaðar. Fyrsta verkefni leiðangursins verður að senda hóp til híns nær óaðgengilega heimskauts. ***** Ein milljón sérfræðinga á óri Frá æðri menntastofnunum i COMECON-löndunum lýkur ár- lega brottfararprófi u.þ.b. ein milljón sérfræðinga, — þar af er um helmingurinn verkfræöing- ar. 1 samanburði við árið 1950 hefur stúdentafjöldi i Búlgariu, Ungverjalandi, Póllandi, Tékkóslóvakiu og Rúmeniu þre- faldazt, en I Austur-Þýzkalandi og Alþýðulýðveldinu Mongóliu hefur hann fjórfaldazt. A þessu sviði hafa Sovétrikin veitt hin- um sósiallsku löndum mikils- verða hjálp. 50 þúsund sér- fræðingar, sem nú eru starfandi I sósialisku rikjunum, að Sovét- rlkjunum frátöldum, hafa hlotiö menntun sina I Sovétrikjunum. DENNI DÆMALAUSI „Gerið svo vel að rétta mér gul- ræturnar. A-ha-ha-ha-ha.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.