Tíminn - 03.05.1975, Side 5

Tíminn - 03.05.1975, Side 5
Laugardagur 3. mai 1975. TIMINN 11 U 11111111 i 1111 n M m m Er verið að boða byltingu d íslandi? Atburöir siðustu daga i Viet- nam, Portúgal og víðar hafa hlaupið svo I höfuðiö á Magnúsi Kjartanssyni að hann er farinn að hrópa á bylt- ingu i gjörvallri Vestur- Evrópu, og er ísland að sjáif- sögðu ekki undanskilið. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að Magnús Kjartansson skuli lýsa skoð- unum slnum jafnafdráttar- iaust og hann gerir I 1. mai ieiðara Þjóðviljans, þvi að nú vita þeir, sem vissu ekki áður, hvers erindreki hann er. Hat- ur, fagurgali og striðsæsingar bærðist þá eftir allt I brjósti friðardúfunnar. Magnús lang- ar I striðsieik eins og i Viet- nam. En skyldi hetjuskapur- inn ná langt út yfir andleg mörk Jóns sterka, ef á reyndi? Samstaðan um Atlantshafs- bandalagið 1 hinum dæmaiausa 1. mai ieiðara sinum tekur Magnús undir þá skoðun, ,,að eftir til- tölulega skamman tima kunni öll Evrópuriki að hafa tekið upp sósialisma i margvisleg- um myndum", og þarf ekki að fara i neinar grafgötur með það, hvers konar sósialisma hann óskar helzt eftir. Það er rétt, að sú hætta er fyrir hendi, að lýðræðisrlki V-Evrópu verði kommúnism- anum að bráð, ef lýðræöis- sinnar I þessum löndum halda ekki vöku sinni og standa vörð um Atlantshafsbandal. Með stofnun þess fyrir rúmum ald- arf jórðungi var framrás kom múnismans I Evrópu stöðvuð. Slðan hefur banda- lagið verið sú hindrun, sem kommúnistum hefur verið mestur þyrnir i augum. Og hér á landi, sem annars staðar, hefur verið reynt að grafa undan þvl með öllum tiltæk- um ráðum. En sem betur fer eru lýðræðisflokkarnir sam- máia um áframhaldandi aðild að bandaiaginu, þrátt fyrir hávært öskurlið kommúnista og fylgifiska þeirra. Sú sam- staða má ekki rofna, allra sizt á timum eins og nú. Stutt í ofbeldið Það er nefnilega svo stutt I ofbeldið. Atburðirnir við Al- þingishúsið 1949 eru ekki liðnir þeim úr minni, sem vitni urðu að aðför islenzkra kommún- ista að sjálfu Alþingi Islend- inga. Slikir atburðir gætu hæglega endurtekið sig, ef hugsunarháttur, eins og fram kemur I 1. mai ieiðara Þjóð- viijans, er rlkjandi víðar en I hugarheimi þess, sem það skrifaði. Kommúnisminn hefur ekkert breytzt, og Magnús Kjartanss. var afar seinkeppinn að minnast á Portúgal I leiðara sinum 1. mal, þvi að sama dag gerðust þeir atburðir þar i landi, að hin vinstri sinnaða herfor- ingjastjórn afhenti kommún- istum öll völd í verkalýðssam- bandi landsins, enda þótt al- menningur hefði skömmu áður hafnað forsjá kommún- ista i frjálsum kosningum. Það er kannski I þessu, sem „sigur frelsishugsjóna yfir þjónkun og þrælkun” felst að dómi Magnúsar Kjartansson- ar, sem teiur atburðina i Portúgal vera til sérstakrar fyrirmyndar fyrir aðra. Hin fullkomnu drópstæki Það er enginn eðlismunur á kommúnisma og fasisma. Portúgalska þjóðin mun ekki fagna neinu frelsi, þótt stjórn- arhættir breytist úr fasisma i kommúnisma. Og engin reynsla er komin á það, i hverju frelsi suður-vlet- nömsku þjóðarinnar felst eftir sigur kommúnista. Sá sigur vannst ekki með frumstæðum verkfærum fátækra bænda á ökrum Víetnam, eins og sumir haida i einfeldni sinni, heldur fulikomnustu drápstækjum, sem framleidd eru i Sovétrikj- unum, Tékkóslóvakiu, Kina og víðar. Og mörgum býður i grun, að örlög vietnömsku þjóðarinnar verði áfram sam- ofin drápsvopnunum, þótt þau séu ekki bandarískrar gerðar i þetta sinn. —a.þ. 200 manns syngja á hátíðar tónleikum í Skálholtskirkju — til minningar um Róbert A. Ottósson islenzka þjóðkirkjan gengst fyrir hátiðarguðsþjónustu og tónleikum I Skálholtskirkju sunnudaginn 11. mai 1975. Flutningur þessi er helgaður minningu dr. Róberts A. Ottós- sonar söngmálastjóra er lézt 10. marz siðastliðið ár. Fimm kórar koma fram við þetta tækifæri, en þeir eru: Skálholtskórinn, Kirkjukór Akra- | AuglýsldT l i Timanum IMW—l 3 ness, Kór Menntaskólans við Hamrahlið, Samkór Selfoss og Kór Langhoitskirkju. Stjórnendur verða Haukur Guðlaugsson, Þor- gerður Ingólfsdóttir, Jónas Ingimundarson og Jón Stefáns- son. En þau þrjú siðasttöldu voru öll nemendur dr. Róberts. 1 guðsþjónustunni, er hefst kl. 2 s.d. prédikar biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, og þjónar einnig fyrir altari ásamt staðarprestinum sr. Guðmundi Óla Ólafssyni. Skálholtskórinn syngur við messuna með aðstoð kóranna Vormót hestamanna d Suðurlandi Aukasýning stóðhesta á suð- urlandi, sunnan heiðar, sunnudaginn 11. mai að Rang- árbökkum. Sýning og dómar hefjast kl. 14. Þátttöku þarf að tilkynna for- manni einhvers viðkomandi hestamannafélags fyrir þriðjudagskvöld 6. mai. fjögurra. Trompetleikarar verða Jón Sigurðsson og Lárus Sveins- son. Forsöngvarar verða Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son. Orgelleikari Jón Stefánsson. Á tónleikunum er hefjast kl. 4.30 s.d. flytur biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson, ávarpsorð. Kórarnir fimm, sem i eru um 200 manns, syngja bæði sam- eiginlega og einnig hver fyrir sig kórverk i hljómsetningum dr. Róberts A. Ottóssonar, einnig verk eftir aðra höfunda, svo sem Bach, Handel, Mozart, Bruckner og Pál ísólfsson. Einsöngvarar verða Guðrún Tómasdóttir og Ólöf K. Harðardóttir. Orgel- undirleikur Árni Arinbjarnarson og Glúmur Gylfason ásamt trompetleikurúm. Þorkell Sigurbjörnsson minnist verka dr. Róberts og núverandi söngmálastjóri flytur nokkur orð. Lokaorð flytur svo staðarprestur- inn, sr. Guðmundur Óli Ólafsson. Ferðir verða frá B.S.I. kl. 11.30 sama dag og til baka kl. 6 sd. Sumarvinna óskast Stúlka á 17. ári óskar eftir starfi. Margt kemur til greina. Einnig vinna úti á landi. Sími 3-69-47. Atvinna Viljum ráða nú þegar nokkra bifvéla- virkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum. Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli. J SÍf/vj,: r r V<fUs M Vi'",- ■ iv ÍZ' c c':, * tó: \f*% >w> i rr K:- v„ *■- s Lausar stöður hjd borgarverkfræðingi Starf gjaldkeraá skrifstofu borgarverkfræðings er hér með auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna Reykjavlkurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrífstofustjóra borgarverk- fræðings fyrir 20. mai n.k. Starf fulltrúa skrifstofustjóra borgarverkfræöings er hér með auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakjörum starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrifstofustjóra borgarverk- fræðings fyrir 20. mai n.k. Tæknistarfsmaður. Borgarstofnun óskar að ráða tæknimenntaðan starfs- mann með þekkingu og reynslu I mælingum og korta- gerð. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir 20. mal n.k. 0. SS u -vV'<' > ý’- §7 2y. í i • v-v ■y- V >•> ■:••■<■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.