Tíminn - 03.05.1975, Síða 6

Tíminn - 03.05.1975, Síða 6
6 TÍMINN Laugardagur 3. mai 1975. Kristján Friðriksson: AAiidun ,,stóradóms" Þingsályktunartillaga um sérstaka framkvæmd grunnskólalaganna. Ræða flutt í sameinuðu Alþingi 15. apríl Hér skal gerB nokkur grein fyrir tillögu til þingsályktunar 219. mál. nr. 413. Tillagan er þess efnis, aö vissar greinar grunnskólalaga veröi framkvæmdar meö ákveönum hætti. 1 greinargeröinni meö til- lögunni er skilgreint i aöalat- riöum, hvernig sil tilhögun er hugsuö, aö hér er stungiö upp á. Þess vegna mun ég nú láta nægja aö fara nokkrum oröum um máliö almennt. „Stóridómur" hinn nýi Meö grunnskólafrumvarpinu tel ég aö hafi veriö kveöinn upp einhver þyngsti refsidómur sem nokkru sinni hefur veriö kveöinn upp hér á landi — einkum vegna þess hvaö hann snertir margt fólk, og hvaö hann gildir fyrir langt timaskeiö úr ævi þess. Stóridómur hinn forni, sem svo var nefndur og gilti sem lög, þótt hann væri nefndur dómur — og tók gildi seint á 16. öld, var illræmdur mjög. Dæmi um ger- ræöi valdhafa gegn varnarlaus- um almenningi. Stóridómur hinn nýi — en svo nefni .ég nú grunnskólalögin — hann dæmir hvorki meira né minna en alla æsku landsins til aö sitja kyrra á skólabekkjum i 9 mánuöi i 9 ár, eöa blómann úr æsku sinni. Skólastjórar og kenn- arar reyna aö visu aö milda dóminn, eftir þvi sem þeir sjá sér fært og hafa aöstööu til meö föndri, leikfimi — ofurlitilli vinnu i kennslustundum o.s.frv. — en llklega um 70 hundruöustu af þessum umrædda tima fer I aö sitja á skólabekkjum og hlusta og horfa á eöa skrifa niöur, þaö sem kennarar segja. Þingmenn, setjiö ykkur í spor æskufóiks Nú vil ég biöja ykkur, velvirta alþingismenn, aö reyna aö setja ykkur i spor þessa æskufólks. Þetta ætti aö vera auövelt, einmitt fyrir ykkur. Hugsiö ykkur, aö þiö yröuöaö sitja kyrrir i sætum ykkar — undir öllum ræöum hér á þinginu. Þetta ættuö þiö auövitaö að gera — en þiö geriö þaö ekki. Þiö laumizt út, þegar ræðuhöld hefjast. Hér er algengast aö sjá næstum auöa bekki, meöan ræöuhöld fara fram. Má þykja gott, ef svo sem 10 til 15 þingmenn sitja kyrrir og hlusta. Þó eru þingfundir yfirleitt tæplega jafnlangir og hálfur skóladagur. Og þingtiminn er næstum aldrei 9 mánuöir á ári. Og svo eruö þiö búnir aö stytta vikuna, þannig aö þiö mætiö næstum aidrei á föstudögum. En ég verö nú aö skjóta þvi inn hér, aö mér blöskraöi, þegar ég komst aö raun um þessi vinnubrögö, þ.e.a.s. meö aö fella föstudaginn niöur. Þingmenn tolla illa í sætum En áfram meö samanburðinn viö stóradóm. Ykkur er aö visu vorkunn, þvi fiestar ræöur hér eru heldur bragödaufar og leiöin- legar. En margar þeirra eru meira og minna skynsamlegar, og þess vegna margar þess viröi aö hlustaö sé á þær af þeim mönn- um, sem eiga aö taka ákvaröanir um málin. Já, ykkur finnst vlst ræöur hér leiöinlegar, eöa svo er aö sjá af stærö áheyrendahópsins. En þó skal ég fullvissa ykkur um þaö, aö þaö er fulltaf kennurum, sem eru miklu leiöinlegri en þiö. Og enn eitt: Ýmsir þeirra sem hér sitja, búa einmitt yfir nokkrum leikarahæfileikum, og ekki trútt um aö þeirhæfileikar hafi einmitt greitt götu ýmissa aö sætum hér, jafnvel engu síöur en raunveru- legur málefnaáhugi eöa hæfi- leikar til yfirsýnar um efnahags- mál og þjóömál. Ég held þiö séuö þvi yfirleitt skemmtilegri en margir kennarar. Vesalings börnin og unglingarnir veröa að hlusta á sama mann oft klukkustund eftir klukkustund — dag eftir dag, viku eftir viku, jafnvel ár eftir ár. Hér er þó alltaf veriö aö skipta um persónur á sviöinu. Já, hvernig þætti ykkur, ef þiö yröuö að sitja kauplaust — skulum viö segja — sitja kyrrir I sætum ykkar i 5 klukkustundir á dag, 5 eöa 6 daga I viku, nfu mánuöi I niu ár og hafa lengst af sama mann i pontu, og eiga þá eftir að sitja 8 eöa 9 mánuöi á ári I 5 ár til viöbótar, ef þið ætluðuð aö komast I stúdentspróf — og eiga þá eftir mörg ár I einhverjum framhalds- skóla. Lika þá meira og minna sitjandi viö skólapúlt. Þaö þarf sterka menn til aö vera ekki orönir aö aumingjum eftir slika meöferð. Sýnir reynslan skólaskemmdirnar? Enda er útkoman ekki góö. E.tv. er ástandiö i ýmsum þjóömálum hér á landi eins og þaö er, meöfram af þvi aö hér i þessari gömlu, viröulegu stofnun er oröiö of margt af langskóla- handingjum — hverra hæfni til framtaks, dómgreindar og hug- ljómunar hefur beöiö hnekki viö langvarandi innilokun i skólastof- um. Þó hefur enginn þeirra manna, sem hér sitja nú, oröiö aö þola þá meöferö, sem þiö nú hafiö dæmt æsku landsins til aö þola aö þessu leyti. Ég læt þess getið hér, án þess aö tefja meö útskýringum, aö ég tel, aö meö hinni löngu skólasetu séu þrir af sex meginþáttum manngildisins settir I mikla hættu meö langskólasetunni, og visa ég til þess, sem ég hef um það ritað og hverjum manni er aögengi- legt, sem vill verja stund til aö kynna sér það. Ekki amazt við skólahaldi/ heldur of löngum skólasetum Meö þeirri tillögu, sem hér er flutt, er i rauninni ekki fariö fram á mikiö. Þaö er farið fram á þaö, aö skólasetan veröi stytt tii reynslu, fyrir nemendur i nokkr- um skólahverfum, þar sem hentugt væri aö koma þvi viö. Stytt úr niu mánuöum i 5 1/2 eöa 6 mánuöi eftir atvikum — en ung- mennum lofaö aö starfa meö fulloröna fólkinu helming ársins. Þaö er veriö aö fara fram á ör- litla mildun stóradóms til reynslu. Og nú visa ég i þær lagagreinar, sem tillögugeröin styöst viö. í 2. grein, þriöju málsgrein grunnskólalaganna, stendur (meö leyfi forseta): „Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til aö afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögö og stuöla aö stööugri viöleitni til menntunar og þroska. Skólastarfiö skal þvi leggja grundvöll aö sjálfstæöri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs viö aöra.” Lífsskólinn er líka skóli Meö tillöguflutningnum vakir alveg sérstaklega fyrir, aö þeir þættir námsins, sem hér um get- ur, veröi ræktir í vinnunáminu — utan skólans, á þeirri árshelft, Kristján Friöriksson sem nemandinn er ekki innan veggja skólans. 1 V. kafla laganna, 41. grein, stendur: „Æski skólanefnd, aö hluta námsskyldu barna i 1.-6. bekk sé fullnægt með sumarskóla, getur fræösluráö, aö fenginni umsögn fræöslustjóra.heimilaö, aö allt aö fjóröungur kennslunnar fari fram meö þeim hætti.” 1 42. grein segir: „1 samræmi viö markmiö grunnskóla skal aö þvi stefnt, aö nám I öllum bekkjum skólans tengist sem bezt raunhæfum at- hugunum og þroskandi störfum utan skólaveggjanna.” Samanber svo enn fremur 65. grein laganna. Ekki verið að brjóta grunnskólalögin Þessar tilvitnanir sýna, að þaö er siöur en svo, aö veriö sé aö brjóta grunnskólalögin, þótt fariö veröi inn á þá braut aö fram- kvæma þau samkvæmt tvenndar- skóla-skipulaginu. Ég vil nota þetta tækifæri til aö þakka alþingismönnum fyrir að hafa opnaö þessar smugur i grunnskólalögunum. Opnað möguleika til aö milda stóradóm, já i rauninni aö opna leiö til aö fella hann aö verulegu leyti niöur, þvi ekki er hér verið aö amast við skólahaldi — heldur aðeins of löngu skólahaldi. I grunnskólalögunum berjast tvær and- stæðar stefnur Rétt tel ég aö vekja athygli á, aö þær greinar laganna, sem ég hef hér tilnefnt, sýna, aö i grunnskólalögunum, berjast i rauninni tvær stefnur. önnur er sú, sem rikt hefur um mikinn hluta Vesturlanda nú um langt árabil og er fólgin I þvi aö halda nemendum sem lengst innan veggja skólans. Sú stefna hefur nú i reynd gengið sér til húðar — einmitt þegar veriöer aö innleiöa hana hér með meginefni grunn- sk,ólalaganna. En hin nýrri stefna, sem hefur fylgi meöal þeirra, sem hafa gert sér grein fyrir hættum langskólasetunnar — hun hefur einnig sett mark sitt á lögin — og þökk sé ykkur fyrir þaö, velvirtir alþingismenn. Ekki aðeins spörun — heldur spörun til umbóta Nú vill svo til, aö þótt góöæri riki i landi hér, þá er nokkurt tómahljóö I rikiskassa og talað um niöurskurö áöur geröra fjár- laga. Ég hef reynt að fara I gegn um fjárlögin og leita aö liöum, sem mætti lækka, án þess aö tjón hlytist af. Ég hef aö visu fundiö nokkra, en sýnist aö verkefniö — þ.e. niöurskuröurinn, sé ekki vanda- laust. En nú get ég þó bent á leiðir, sem ekki aðein s mætti ná sparnaöi með — heldur mætti spara til mikilla hagsbóta og hollustu fyrir þjóöina. Meö þvi aö taka upp tvenndar- skóla-fy rirkomulag, mætti auöveldlega fresta byggingu skólahúsa hér og hvar um landið, þvi á langflestum stööum er nægilegt húsrými til staöar fyrir nemendurna, ef aöeins helmingur hópsins er innan veggja skólans i senn— eins og tvenndar skóla- fyrirkomulagiö gerir ráð fyrir — en skólabyggingarnar myndu nýtast allt áriö. Allir myndu fá verkefni Ekki er minnsti vafi á nægum verkefnum fyrir þá nemendur, sem yröu utan veggja skólans hverju sinni, sbr. þá reynslu, aö 70-80 % fá nú sumarvinnu, þótt öllum sé dengt út I atvinnuleit samtimis. Viö þetta vil ég svo bæta eftirfarandi: Önnur sparnaðar- tillaga Sama fyrirkomulag mætti og ætti aö taka upp I mörgum öðrum skólum, t.d. stúdentsskólum og ýmsum sérskólum, og jafnvel i ýmsum deildum háskólans. Kæmi þá til greina önnur spörun, ekki minni en sú fyrrnefnda. Meö þvi aö breyta námsönnum há- skólans nokkuö, gætu nemendur veriö aöeins 6 mánuöi hver I há- skólanum árlega — en tekið þátt i daglegum framleiðslustörfum þjóöar sinnar hálft áriö. Byggingar háskólans, kennaraliö og annaö starfsliö myndu nýtast allt áriö. Mætti þá fella niöur hiö hvim- leiða og spillta námslánafargan aö mestu leyti. Lán til fólks er- lendis yröu að visu aö haldaist, og aö litlu leyti einnig hér heima, þetta áriö a.m.k., þvi ekki er hægt að snögghætta þess háttar fóðrun — en hálfan milljarð mætti auðveldlega spara, til mikilla hagsbóta fyrir nemendur og hollustu fyrir þjóö- ina 1 heild. Ný/ stórkostleg hætta, sem vofir yfir skólakerfinu Aö siöustu skal leitazt viö aö vekja athygli á einni hættu, sem nú vofir yfir skólakerfinu. Og þaö er alveg á sinum staö aö vekja at- hygli á þeirri hættu I tengslum viö tillögugerö um tvenndarskólann — þvi einn af mörgum kostum viö tvenndarskólann er sá, aö hann dregur úr þeirri hættu, sem nú skal greint frá. Vegna þess aö 9 x 9 mánaða skólabekkjasetan reynist óþol- andi, þá er nú komin af stað tals- verö hreyfing fyrir þvi, aö reynt veröi aö draga úr þjáningum nemenda viö langskólasetuna, meö þvi aö fara meö atvinnulifiö inn I skólana. Þetta hefur alveg gegndar- lausan kostnaö i för meö sér, og verður sjaldnast annaö en gervimennskukák. Hættan er sú, að reynt veröi aö fara meö ein- hverskonar gerviiönaö, gervilandbúnaö — jafnvel gerviútgerö inn I skólastofurnar Ómögulegt er aö sjá fyrir, hvaö þetta gervikapphlaup getur gengiö langt — en þaö mun reynda mjög á gjaldþol rikis- sjóös. Þaö get ég fullvissaö ykkur um. Þetta á aö gera undir þvi yfirskini — eöa eigum við aö segja I þeim tilgangi — „að auka verklegt nám i skólunum.” Gerviverknám er hættulegt Aukiö verklegt nám er að visu góöra gjalda vert, en vel að merkja þvi aöeins að verkefnin séu þess eölis, að þau henti til kennslu innan veggja skóla. Svo er um sum verkefni — en það er ákaflega takmarkað, sem hvaö hægt er aö gera i þessu efni. Hin stefnan er sú, þ.e. tvenndarskóla- stefnan, að fara með nemendur út i atvinnulifiö — I staö þess aö gera, oftast vonlausa tilraun, til aö fara meö atvinnulifiö inn i skólana. Ég höfða til mannúðar þingmanna og skólayfirvalda Ég höföa til mannúöar ykkar — góöir alþingismenn — og biö ykkur aö opna leiö til mildunar stóradóms til reynslu til aö byrja meö— þvl ég, sem gamall skóla- maöur, hef hugleitt skólamál meira og minna I ein 40 ár — er þess fullviss aö aðeins ef brautin er rudd meö þeim tilraunum, sem gert er ráö fyrir i þeirri tillögu, sem hér um ræöir, þá muni þaö greiða le leiöir til betra og hollara lifs fyrir stærri hluta islenzks æskufólks. Svo legg ég til, að málinu verði visaö til nefndar, sem siöan kæmi þvl á framfæri við menntamála- ráöhera og skólayfirvöld, eftir þvi sem viö á. Guörún Benediktsdóttir Tekur sæti á Alþingi 1 GÆR tók sæti á Alþingi Guörún Benediktsdóttir frá Grundarási Vestur-Húnavatnssýslu, en hún er fyrsti varamaöur þingmanna Framsóknarflokksins I Noröur- landskjördæmi vestra. Tók Guö- rún sæti Páls Péturssonar, sem veröur fjarverandi fyrst um sinn. Guörún hefur ekki áöur setiö á þingi. hnnynrn m M fffllffflffTWfflllTTWIIIl ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.