Tíminn - 03.05.1975, Síða 7

Tíminn - 03.05.1975, Síða 7
Laugardagur 3. mai 1975. TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. V_______________________________________________________________J Aðstöðumunur Hitinn kraumar undir fótum manna viða um land. Orkan brýzt um, heft og fjötruð, i berg- lögunum, og verkfræðingar og stjórnmála- menn gera áætlanir um að beizla hana til nytja á æ fleiri stöðum á landinu. Fyrsta hitaveitan, sem heill kaupstaður naut, var gerð á Ólafsfirði, fyrir mörgum ára- tugum. Siðan hefur nær tugur sveitarfélaga stórra og smárra, fengið fullnaðarhitaveitu. Á siðustu misserum hefur oliuverðið þrýst mjög á auknar framkvæmdir af þessu tagi, og viða eru hitaveitumál nú hvað efst á baugi. Sums staðar eru þau á frumstigi umræðna og könnunar, en annars staðar er hitaveitugerð komin veí á veg. En þó að jarðhiti sé viða mikill, er virkjun hans til húsahitunar dýr, og einkum er afar- mikill munur á stofnkostnaði eftir staðháttum og ibúafjölda. Þannig er talið, að hitaveita i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnarfirði muni kosta um 33 þúsund krónur á ibúa, 180 þúsund á Siglufirði og sums staðar upp i 300 þúsund á hvert mannsbarn að stofnkostnaði til. Aðstöðumunurinn er þvi gifurlegur, þótt kostur sé á jarðhita, og sums staðar virðist sem smáum samfélögum hljóti að vera fyrir- munað að nýta hann til húsahitunar fyrir kostnaðar sakir, nema komi sérstök fyrir- greiðsla, sem geri þeim kleift að risa undir slikri framkvæmd á meðan fjárhagsbyrðarnar sem henni fylgja, eru þyngstar. Menningarvikur Um langan aldur hafa Skagfirðingar haldið sæluviku sina, sem upphaflega var efnt til i sambandi við sýslunefndarfundina á Sauðár- króki. Seinna kom til Húnavaka, sem haldin hefur verið á Blönduósi, og Árvaka á Selfossi. Um skeið var lika sérstakt menningarfélag i Austur-Skaftafellssýslu, sem gekkst fyrir héraðsmótum af svipuðu tagi. Viðar kann eitt- hvað þessu likt að hafa tiðkazt. Þessar útmánaðasamkomur eru ekki aðeins gleðigjafi, þar sem þær eru haldnar. Þær eru menningarvaki. Á þessum vökum og vikum er þvi tjaldað, sem héraðsbúar hafa beztu fram að tefla, hvort heldur það er i söng og tónum eða mæltu máli, bundnu og óbundnu, leik eða likamsiþrótt. Þær eru þannig fjölda fólks hvöt til þess að leggja sig fram i glimu við menningarleg viðfangsefni og geta beinlinis laðað fram hæfileika, sem ella hefðu blundað og koðnað niður. Sem flest héruð, þar sem byggðum, samgöngum og atvinnulifi er svo háttað.að menningarvikum með þátttöku úr mörgum sveitarfélögum verður við komið, ættu að feta sig áfram á þessari braut, enda mun sums staðar þegar kominn visir að sliku, svo sem i Borgarfirði. Það mun enginn hörgull reynast á frambærilegu fólki heima i héruðunum til að bera uppi slikar menningarvikur, þegar á reynir. Vladimir Lomeiko, AFN: Eiga menn að gleyma heimsstyrjöldinni? „Stríðið er eins og stingur í hjörtum milljóna ekkna og munaðarleysingja" ÉNGINN maöur I Sovét- rlkjunum minnist styrjaldar- innar meö glööum huga. 30 ár eru liöin frá þvi fasistum var stökkt á flótta, en strlöiö er þó enn I hugum allra. Þaö blasir viö augum á fölnuöum mynd- um af ungum sonum og feör- um, sem aldrei sneru heim. Þaö bergmálar 1 hækjuskell- um einfættra uppgjafarher- manna. Striöiö er eins og stingur 1 hjörtum milljóna ekkna, munaöarleysingja og þeirra, sem eru svo ógæfu- samir, aö hiö liöna er oröiö hlutí af llfi þeirra sjálfra og lifi þeirra, sem þeim eru kærir. En strlöiö er ekki eintóm tár og sorg yfir missi, þaö er einnig stolt yfir viönámsþrótti og óeigingirni þjóöarinnar, sem lagöi ófreskju fasismans aö velli. Viö minnumst striös- ins vegna þess, aö þvi er ekki unnt aö gleyma. Þaö er okkur jafn áþreifanlegt og heilagt og heimur Piskarjovskoje kirkjugarösins I Leningrad, þar sem 641 þúsund manns hvlla I friöi, sem dóu úr hungri íumsátrinu: „Engu og engum hefur veriö gleymt.” Viö minnumst þessa ekki I þvl skyni aö gera upp reikn- ingana viö gamla óvini, heldur I minningu hinna föllnu og for- tlöar okkar, en án hennar vær- um viö ekki á lífi. Þess vegna getum viö ekki látiö sem ekkert sé, þegar sumir kjósa helzt aö láta sigurinn yfir fasismanum liggja gleymdan á orrustu- vellinum, en ekki geymdan I minni þjóöanna. ÞETTA eru menn eins og David Lascelles hjá Financial Times I Bretlandi, sem vogar sér aö segja, að menn á Vesturlöndum kjósi helzt að gleyma slöari heimsstyrjöld- inni, kjósi aö láta máliö kyrrt liggja til þess aö ýfa ekki upp óþægilegar minningar. Ég geri ekki ráö fyrir, aö allir landar Lascelles séu sammála þessari staöhæfingu. Þótt Bretland hafi e.t.v. sloppiö betur en meginland Evrópu, þar sem það slapp viö innrás landherja nasista, þá má ekki gleyma orrustunni um Bretland, V-1 og Coventry. Ég er nýkominn úr feröalagi um England og Skotland, þar sem ég hitti aðra Breta, sem hvorki hafa gleymt Coventry né Stalingrad, hina hugrökku sjómenn, sem sigldu I skipa- lestum til Murmansk og Arkangelsk. I hugum þeirra voru þetta ekki tlmar óþægi- legra .minninga, heldur tlmar erfiörar baráttu gegn svörn- um óvini, timar ógleyman- legra fórna og ógleymanlegs sigurs. 1 hugum þeirra er það ekki brennandi spurning, eins og I huga David Lascelles, hvort heldur þaö voru ná- kvæmlega Rússland eða Vesturveldin, sem áttu úr- slitaþátt I sigrinum yfir Þýzkalandi fasismans. Þessir menn, sem hafa óllkar stjórn- málaskoðanir, eru nú, likt og fyrir 30 árum, sammála þvi, sem Winston Churcill sagöi I ágúst 1944, aö rússneski her- inn hafi greitt þýzka hernum rothöggiö, þaö var ekkert ann- aö afl I heiminum, sem megn- aöi aö gera þaö. Viö getum minnt þá á, sem heldur kjósa tölur, aö Þjóö- verjar og bandamenn þeirra misstu 607 herdeildir á austur- vfgstöövunum. Ólíkt þeim, sem kjósa aö Minnismerki I Hatin I Hvlta- Rússlandi. gleyma heimsstyrjöldinni siö- ari, munum við ekki aöeins 20 milljónir fallinna landa okkar, heldur og hundruö þúsunda óbreyttra hermanna, liðsfor- ingja og félaga I andspyrnu- hreyfingunni i öörum löndum bandalagsins gegn Hitler, sem létu llfiö. Við munum ekki gleyma þeim tima, þegar fasistahættan þjappaöi rikj- um meö ólikt þjóöskipulag i eitt stjórnmála- og hernaöar- bandalag. EF TIL VILL eru þaö þessar aöstæður, sem ekki láta I friöi fólk eins og Carl Gustav Ströhm hjá vesturþýzka blaö- inu Die Welt, sem lætur móöan mása I tilefni af 30 ára afmæli sigurs okkar. I grein, sem ný- lega birtist um þetta efni, reynir hann aö leggja óviður- kvæmilegt mat á sigur okkar yfir fasismanum, án þess að gera tilraun til aö leyna rót- gróinni vanþóknun sinni á okkur. 1 fyrsta lagi rangfærir Ströhm anda ályktunar miö- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétrikjanna i tilefni af 30 ara afmæli sigurs sovézku þjóöarinnar I fööurlandsstrlö- inu mikla 1941-1945. Aö þvi .er hann segir, þá er ekki I ályktuninni að finna eitt ein- asta orö um gifurlegar þján- ingar, dauöa og eyöileggingu, sem heimsstyrjöldin slöari haföi I för meö sér fyrir Ibúa Sovétrikjanna. Staöreyndin er, aö ályktunin hefst meö þeim oröum, aö strlöið, sem þýzkir fasistar þröngvuðu sovézku þjóöinni út I, hafi veriö einhver harðasta raun, sem ættland okkar hafi oröiö aö þola. Svo rétt sé fariö meö, þá var þaö ekki strlöiö, heldur fas- isminn, sem kom striöinu af staö, er leiddi ómælanlegar hörmungar yfir þjóö okkar, fasisminn sem Ströhm forðast svo vandlega aö nefna á nafn I greininni. Þaö, aö viö erum ekki alltaf aö telja upp, hvaö styrjöldin hafi kostað okkur, byggist á þeirri staðreynd, aö sérhver sovézkur borgari kánn skil á þvi, en á ekkert skylt viö fánýtar röksemdir Ströhms þess efnis, aö þaö stafi trúlega af minnimáttar- kennd. SLÍKAR tilfinningar voru óþekktar I landi okkar, jafnvel á þeim erfiöu árum strlösins, þegar fólk á Vesturlöndum var aö bollaleggja um, hvaöa dag Moskva myndi falla. Þeim mun slöur þekkjast slík- ar tilfinningar nú, þegar árás á okkur myndi jafngilda sjálfsmoröi. Ég skal minna á hvaöa af- leiöingar strlöiö haföi fyrir þjóö okkar meö tilliti til þeirra, sem ekki geta skiliö, hvers vegna viö erum stolt yf- ir sigrinum yfir fasismanum. Strlöiö tók I toll meira en 20 milljónir mannslífa i Sovét- rlkjunum. Nasistar útrýmdu og drápu sex milljónir manna á her- numdu landsvæðunum I Sovétrlkjunum. Meira en fjórar milljónir Sovétborgara voru fluttar til Þýzkalands og settar þar I þrælkunarvinnu. Hvorki meira né minna en 1710 borgir og bæir og yfir 70 þúsund sveitaþorp voru eyöi- lögð, og 6 milljónir húsa voru jafnaöar viö jöröu eöa brennd- ar til grunna. Tuttugu og fimm milljónir manna uröu heimilislausar. Tjóniö, sem þjóöarbúiö varð fyrir, er metið á 679.000 milljónir rúblna, en þaö sam- svarar þriöjungi af þjóöarauö- æfum Sovétrikjanna. ÞEIR, sem ekki skilja, hve miklar þjáningar viö uröum aö liöa, munu aldrei skilja til fulls fórnir sovézku þjóöarinn- ar á strlðsárunum og eftir styrjöldina. Þeir munu aldrei skilja, hversu striðið hefur leitt I ljós llfsmátt sovézka rlkisins og hins sósialiska skipulags. Strax frá upphafi varð striö- iö okkur heilagt föðurlands- striö allrar þjóöarinnar gegn innrásarhernum. Þetta sést af hetjudáöum fjöldans á vig- stöövunum aö baki viglínunn- ar, af kjöroröunum: „Allt fyr- ir hermennina á vígstöövun- um, allt fyrir sigurinn”, sem jafnvel nú vekja heiftúöug viö- brögö hjá þerra Ströhm. Ströhm geðjast ekki aö af- mælishátiöahöldunum I tilefni af sigri okkar, sem hann kall- ar háöslega „hinn mikla fagnaðardag”. Viö skulum ekki hiröa um ástæöuna fyrir andúö hans. Viö munum ekki gleyma þessari styrjöld, sökum þess aö viö viljum ekki aö önnur slik brjótist út nokkru sinni. ÞEGAR við erum spurö: „A maður aö minnast styrjaldar- innar?” þá langar mig til aö svara meö annarri spurningu: „Getur nokkur gleymt henni?” Er hægt aö gleyma þeirri miklu ógæfu, er land og þjóö varö fyrir og haföi I för meö sér óbærilegan missi og haföi áhrif á örlög sérhvers manns? Er unnt aö gleyma þessum tlmum hetjudáöa og fórna almennings, þegar land- ar mfnir kusu heldur aö deyja I gálganum en svíkja land sitt, þegar þeir köstuöu sér fyrir skriödreka með sprengjur I hönd? Við, sovézka þjóöin, sem innrásarherinn lýsti Ut- laga, stóöum augliti til aug- litis viö hræöilegan og árásar- gjaman fjandmann, sem ná- lega öll Evrópa studdi. Viö héldum okkar i þessari ban- vænu baráttu og bárum hærri hlut aö lokum. Sigurinn er I sannleika heilagur fyrir Rússa, og eng- Frh. á bls. 15 -JH.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.