Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. mai 1975. TÍMINN Ingólfur Davíosson: Harpa gengurí garð Sunnudagsmorgun fyrstan i sumri faldaði Esjan hvitu niður i miðjar hliðar. Trén i Reykjavik skörtuðu i mjallar- möttli, en hann hvarf fyrir sólinni er á daginn leið. Stararnir höfðu sungið öðru hverju i görðunum allan einmánuð, lengi einir fugla að kalla, en nU taka þrestirnir undir þó fáir séu. Hátt lætur i stelknum i Utjöðrum borgar- innar, lóan er býrjuð að kvaka og heyrzt hefur i hrossagauk. Miklabraut á einmánuöi Vormjöll I Reykjavlk " "¦ r. ;*S „Hann hneggjaði i suðri", sagði Htil telpa fagnandi. Dúfurnar kurra við húsþökin, hrafnar fljuga yfir og mávar. Brumin á viðihríslunum eru að kasta vetrarhllfunum. I görðunum eru dvergaliljur og stjörnuliljur i blómi og páskaliljurnar byrja að springja út. Grenihrislurnar koma æði misjant undan vetri, viða algrænar og frisklegar, en sums staðar með brúnleitu fallandi barri, sennilega einkum af völdum örsmárra blaðlúsa frá I fyrrasumar, a.m.k., þar sem ekki var úðað gegn þeim. Saltrok gekk yfir borgina í vetur en sitkagreni þolir allvel salt og er strandtré að uppruna. Hefur mér virzt að á utkjálkum þar sem tré haldast við vegna særoks, standist sitkagreni trjáa bezt. Rauðgreni kann aftur á móti bezt við sig innan til dala. ,,,Fifill minnar bernsku blóm, bros á morgni sólarrjóðum." Já, fifillinn er farinn að breiða út fagurgula körfuna móti sól uppi við hUs og sunnan undir hita- veitustokknum. Hóffifillinn er Hka farinn að blómgast. Karfan hans gula er litil á mjóum hreisturblaðastöngli. En grænu blöðin niður við jörð verða lófa- stór þegar líður á sumarið. Skáld I Noregi og viðar syngja hóffíflinum lof sem vorboða I ljóðum sinum. Hér er þessi fifill ungur landnemi, eitthvað um fertugur að aldri i Reykjavik. Hann hefur frá fornu fari verið notaður sem lækningajurt, aðal- lega gegn hósta og sem græðilyf. Margir eru nú að laga tré og runna með klippingu og grisja þar sem þess er þörf. Konurnar eru byrjaðar að gefa inniblómunum áburð eftir að vetrarmyrkrinu létti, svo blómin geti farið að taka við sér. Þær bjástra glaðar i bragði, skipta um potta og mold, taka græðlinga, sá til sumarblóma, setja lauka o.s.frv. Forlagablóm (Clerodendron) hefur verið fremur fágætt stofu- blóm, en er nú komið i blóma.- bUðir Ur gróðurhUsum, sem sé byrjað að koma á markaðinn. Þetta er mjög sérkennilega fögur klifur- eða vafningajurt, sem þarf stuðning þegar hUn stækkar. Blöðin eru stór með einkennilegum niðurgröfnum blaðstrengjum. Blómin eru með snjóhvitan uppblásinn og strendan bikar, en ofan á honum Hlynur I vetrarbúningi. breiðist Ut rauð króna eins og Htil stjarna. Þetta er sjaldgæft blóm að lögun og litasam- setningu. Forlagablómi má fjölga með græðlingum. Það þarf góða birtu en þolir þó ekki sterkt sólskin. Ofþorna má það ekki. Blómakonur munu hafa gaman af að spreyta sig á þess- ari jurt. Úti i horni þrifast upprunalegar skógarjurtir, t.d. blaðbegóniur, bjarmalauf (Croton eða Codeaeum) með ýmislega litu laufi, einnig berg- flétta, kóngavínviður, burknar o.fl. En i sólarglugganum mesta una flestir kaktusar lifinu prýðilega, já og tengdamóður- tungan með stóru, stinnu, þver- rákóttu sverðlaga blöðunum. HUn getur „þegar vel liggur á , henni" borið hvit hunangs- drjUpandi blóm. Það eru svo miklar og sterkar basttrefjar i blöðunum að þær má nota til vefnaðar og voru lika fyrrum notaðar i bogastrengi suður i Etiópiu. Hafið þið reynt að sá sitrónu- eða appelsinukjörnum i jurtapott? Upp af slíkum kjörn- um geta vaxið vöxtuleg inniblóm með leðurkennd gljá- andi blöð. Þið ættuð lika að sá til eillfðarblóma inni i vor og gróðursetja jurtirnar á sólrikan staðUtii garðiþegartið er orðin góð. 1 haust eru svo blómgaðar jurtirnar hengdar upp til þerris inni Þær halda ágætlega lit og lögun, og geta orðið prýðilegt vetrarskraut i stofunum. A einmánaðargöngu á Miklubraut sjáum við skóla- stUlku við skýlið biða eftir vagni. Trjábeltin eru nú farin að setja svip á umhverfið og á veturna prýða barrtrén mest. Konan á Vonarstrætishorninu hjá stóra hlyntrénu er kannski að hugsa um happdrættis- miðann sinn. Skyldi fást á hann vinningur? Svo féll vormjöll á jörð að- faranótt 27. apríl, en varla ligg- ur hUn lengi — Þegar vorið vekur blómin, vaknar þrá I huga mér. Fuglasöng og fossaróminn flytur heiman blær með sér. Þannig hugsa margir „fæddir sveitamenn" bUsettir i borginni. Sæmundur Hermannsson: Maður og hestur Samskiptin við dýrin hafa löngum verið snar þáttur i lifi okkar. Enda var það svo fram undir siðustu aldamót, að hér var svo að segja eingöngu bændaþjóðfélag, er átti lif sitt undir landsnytjum og búpen- ingi. Það lifir lengi i gömlum glæð- um og sér á þvi ennþá er það svo, að borgar- og bæjarbarnið leitar til sveitanna, þar sem það á áþreifanlegan hátt vinnur muninn á lifi og starfi fólksins I sveit og bæ. Það vita það allir, að hestur- inn hefur fylgt landsmönnum frá fyrstu tið íslandsbyggðar. Þegar vélaöldin gekk I garð, má segja að tilvera islenzka hests- ins hafi verið i hættu, þar sem ekki voru á sama hátt not fyrir hann og áður hafði verið. Með batnandi hag fólksins fékk það aukið tækifæri til að stunda tómstundagaman. Þá var það sem hestamannafélögin voru stofnuð, og það gerði bæjarfólkið, með hestamanna- félagið Fák i Reykjavik i broddi fylkingar. Framleiðsla og neyzla verður að fylgjast að, annars er jafn- væginu raskað. Það er þvi aug ljóst, að góður áhugi bæjarbúa á hestamennsku, og siðar Utflutn- ingur á hestum, hefur átt mest- an þátt i þvi, að islenzki hestur- inn er enn þann dag i dag eftir- sóttur, og um leið álitleg bU- grein. Hitt er svo annað mál, að skepnuhUsin i bæjunum eru ekki alltaf vel séð. Þeim hefur viða verið hrófað upp hér og þar, skipulagslaust, og af þvi le'iðir, að það veldur fólki óþægindum vegna átroðslu og óþrifnaðar. Þetta verður að breytast, og hefur viða breyzt til mikilla bóta, þar sem vilji er fyrir hendi og góður skilningur á þessum málum, en á það skortir alltof viða, aö vel sé að þessum mál- um staðið. 1 bæjum þurfa hestamenn að fá séraðstöðu á skipulögðum svæðum, eins og raunar er sum- staðar, og hestamannafélögin og aðrir áhugamenn um hesta- mennsku þurfa að beita áhrifum i þá átt, að koma málum þess- um i það horf, að sómi sé að. Hestamannafélagið Léttfeti hefur sótt um að fá i bæjarlandi Sauðárkróks Uthlutað svæði fyr- ir starfsemi hestamanna. Hyggst félagið gera hvor- tveggja i senn, leysa brýna þörf þeirra, sem hafa áhuga á hesta- mennsku og taka sér að fyrir- mynd það, sem bezt er gert á þessu sviði annarsstaðar. Allt starf byggist á þvi að f.inna rétta undirstöðu, og að- staða öll þarf að vera i samræmi við verkefnið. Ég er þess fullviss, að hesta- menn vilja ekki vera öðrum til ama eða óþæginda, en ef þannig á ekki að vera, þurfa þeir, sem stunda þessa íþrótt i bæjunum, að hafa til þess viðhlitandi að- stöðu. Það þarf að gera ráð fyrir þessu I skipulagi bæjanna og koma þessu fyrir á haganlegan og smekklegan hátt og á þann veg, að hestamenn geti sem mest verið á sinum eigin leið- um. Það er augljóst, að hér er mikið verk að vinna, ef vel á aö þessu að standa, en á að takast með auknum skilningi og fyrir- hyggju. Hestamannafélögin i bæjun- um þurfa I samstarfi og hvert á sinum stað að vinna að bættri aðstöðu hestamanna, svo hesta- mennska geti verið stunduð til ánægju og verið sómi af á hverj- um stað. Skarphéðinn Eirfksson, fyrrum bóndi i Vatnshlið, þekktur knapi I Skagafirði, Hiinavatnssýslum og viðar, á Sörla Jóns Glslasonar á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.