Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 3. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 12 f yrir f lakkið, en f ramkoma þín er með öllu óþolandi. Ég verð að fara. Ég er orðinn seinn. Skröltið i loftræstingunni var nú orðið meira en suðið. Rambo vissi ekki hvort hann skalf af kulda eða reiði. — Dobzyn, sagði hann og leit í augu hans, er hánn gekk fram hjá honum: — Ég bíð þess að þú spyrjir mig hvort ég er sekur um að veita mótspyrnu við ha.ndtöku. Níundikafli. Dyrnar beggja vegna gangsins voru nú lokaðar. Hann gekk fram hjá vinnupalli málaranna við enda gangsins og stefndi að skrifstofu Teasle. — Nei, í þetta skipti ferðu þessa leið/ sagði Teasle. Hann benti á síðustu dyrnar á hægri hönd. Á dyrunum var svolítill gluggi. I honum voru járnrimlar. Hann ætl- aði að opna dyrnar með lykli. Það var ekki f yrr en hann snerti við hurðinni, að hann sá að dyrnar voru þegar opn- ar í smá rif u. Hann hristi höf uðið hneykslaður yf ir því. Hann ýtti upp hurðinni og benti Rambo að ganga að stigaopi. Stigariðið var úr járni og steinsteypt þrepin lágu niður. Flúorljós voru í loftinu. Um leið og Rambo var kominn inn, f ylgdi Teasle f ast á ef tir og lokaði hurð- inni. Þeir gengu niður þrepið. Fótatak þeirra bregmál- aði. Rambo heyrði vatnsrennslið áður en þeir komu niður í kjallarann. Steinsteypt gólfið var blautt og flúorljósin spegluðust á því. í enda kjallarans var mjósleginn lög- reglumaður að sprauta eitt klefagólfið. Vatnió rann út milli rimlanna og í niðurfall. Þegar hann kom auga á Teasle og Rambo skrúf aði hann þétt f yrir vatnsrennslið. Rödd Teasle bergmálaði: — Galt. Hvers vegna eru dyrn- ar uppi ólæstar enn einu sinni? — Gleymdi ég....? Það eru engir fangar eftir. Sá síð- asti var að ranka við sér. Ég leyf ði honum að f ara. — Það skiptir ekki máli hvort við höfum fanga eða ekki. Ef þú venur þig á að læsa ekki þegar við erum fangalausir, gætirðu einnig gleymt að læsa þó einhver væri hérna. Ég vil að dyrnar séu alltaf læstar. Mér er um geð að segja það, en það er erf itt að fá nýtt starf. En ef þú lærir ekki að sýna varkárni gæti svo f arið, að ég yrði að ráða nýjan mann. Rambo var álíka kalt og þegar hann skalf í skrifstof u Dobzyn. Ljósin í loftinu voru of nærri höfði hans. Þrátt fyrir það virtist dimmt þarna inni. Járn og steinsteypa. Hann hefði aldrei átt að hleypa Teasle svo langt, að fara með sig þarna niður. Á leiðinni frá dómshúsinu hefði hann getað hrist hann af sér og f lúið. Jafnvel f lótti var betri en þr játíu og f imm daga prísund hérna niðri. -- Við hverjum fjandanum bjóst þú? spurði hann sjálfan sig. Þú bauðst hættunni heim, ekki satt? Þú vildir ekki láta í minni pokann. Sannarlega ekki. Né heldur núna. Þó ég verði settur inn er ég ekki þar með búinn að vera. Ég skal berjasttil þrautar. Þegar hann er reiðubúínn að sleppa' mér út, verður hann manná fegnastur. Auðvitað gefstu ekki upp. Hvílík fyndni. Líttu á sjálfan þig. Þú skelf ur nú þegar einsog hrísla. Þú veizt nú þegar á hvað þessi stað- ur minnir þig. Eftir tveggja daga vist í þessum krubbu- lega klefa heldur þú ekki lengur eigin vatni. — Þú verður að skilja, að ég get ekki verið þarna inni. Hanngatekkistilltsig. — Þaðer bleytan. Ég þoli ekki að vera innilokaður þar sem er blautt eða rakt. Hann var að hugsa um gryf juna og harða lífsbaráttu sína. Bambus- grindina yf ir gryf junni og vatnið, sem seytlaði gegnum forina, veggina, sem sífellt molnaði úr og aurlagið sem hann varð að sofa á. I Guðs bænum segðu honum það. Helvíti, grátbiddu hann, áttu við. Þegar allt var orðið um seinan reyndi ungi maðurinn f yrst að beita f ortölum. Auðvitað. Teasle komst ekki yf ir tilgangsleysi alls þessa. Fyrst hafði pilturinn gert allt sem hann gat, til að enda innan f jögurra veggja. — Þú mátt þakka f yrir að hér er blautt, sagði hann. — Við hreinsum þó allt í niðurföllin. Hingað koma helgar- rónar, sem haf a ælt upp um alla veggi þegar við sleppum þeim á mánudögum. Hann leit á klefana. Vegna vatnsins á gólfinu virtust þeir hreinir og sindrandi. — Þó að þú sért kærulaus með hurðina eru klefarnir vel hreinsaðir hjá þér, sagði Teasle. — Auktu nú leti mína. Skrepptu upp og sæktu rúmfatnað og klæðnað á þennan pilt. Hann sneri sér að Rambo: —Ætli miðklefinn sé ekki ágætur? Komdu þér inn og farðu úr stígvélunum, jakkanum og buxunum. Þú mátt vera í sokkum, skyrtu og nærf ötum. Þú verður að taka af þér alla lausamuni, keðjur um hálsinn, arm- bandsúr — Galt, á hvað ertu að glápa? — Ekkert. — Hvar er það sem ég sendi þig eftir? — Ég var bara að horfa á. Ég skal sækja það. Hann flýtti sér upp stigann. — Ætlar þú ekki að áminna hann um að loka dyrun- um? sagði Rambo. — Það er óþarft. Teasle heyrði skröltið þegar dyrnar voru opnaðar. Hann beið. Svo heyrði hann Galt læsa á eftir sér. — Byrj- aðu á stígvélunum, sagði hann. Og þá ekki her-|| Laugardagur 3. mai 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tonleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson., 14.15 Að hlusta á tónlist, XXVII. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir, Tilkynningar, (16.15 Veðurfregnir). ts- lenzkt mál. Asgeir Bl. Magniisson cand. mag. flyt- ur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum.örn Pet- ersen sér um dæturlaga- þátt. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Sadako vill lifa". 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frettaauki. Til- ' kynningar. 19.35 Frá Norðurlöndum. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Höggið," smásaga eftir Björn Bjarman. Höfundur les. 21.15 Pólsk samtlmatónskáld leika eigin tónsmiðar. 21.45 Ljóðalestur. Pétur Haf stein Lárusson og Geirlaug- ur Magnússon lesa úr ljóð- um sinum. 22:00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugárdagur 3. mai 16.30 Iþróttir Knattspyrnu- kennsla. Ennska knatt- spyrnan. Aðrar iþróttir. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 18.30 Eldfærin Brúðuleikur, byggður á samnefndu ævin- týri eftir H.C. Andersen og fluttUr af islenska brúðu- leikhúsinu. Stjórnarndi Jón Guðmundsson. Áður á dag- skrá 26. janúar 1969. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Ráðskona óskast. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.40 Frá morgni til miðdegis Finnsk fræðslumynd um dýralif i skógum Finnlands. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.05 Synir og elskhugar (Sons and Lovers) Bresk biómynd frá árinu 1960, byggð á skáldsögu eftir D.H. Lawrence. Leikstjóri Jaek Cardiff. Aðalhlutverk Trevor Howard, Dean Stoekwell ög Wendy Hiller. Þýðandi óskar Ingimars- son. Myndin gerist i bresk- um námabæ snemma á þessari öld. Aðalpersónan, Paul Morel, er listhneigður ungur piltur. Faðir hans og bróðir vinna i kolanámun- um, en móðir hans rær að þvi óllum árum, að hann fari til Lundúna og leggi þar stund á listnám. Faðirinn, drykkfelldur og beisklyndur erfiðismaður, leggst gegn þessari hugmynd, og einnig verða ástamálin til að gé'ra framtiðaráf ormin enn flöknari. 23.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.