Tíminn - 03.05.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 03.05.1975, Qupperneq 13
Laugardagur 3. mai 1975. TÍMINN 13 Landfari hefur ekki verið viölátinn alla daga að undan- förnu. En nú er hann kominn I sætiö sitt — og essið sitt skulum við vona. Jafnrétti — misrétti Jónas Jónsson frá Brekkna- koti er málshefjandi á þessum degi og fjallar um margþætt mál og umdeilt. Orð hans falla á þessa leið: „Rlkisútvarpið auglýsti: Kl. 14.30 1 tilefni kvennaárs. Björg Einarsd. flytur erindi um jafn- réttismál.” Bæði til virðingar konunni á kvennaári og af forvitni, vildi ég á þetta hlusta og opnaði tækið. En rétt I þvl tilkynnti þulan, að haldið yrði áfram með „lögin við vinnuna” næstu tlu minútur! Jafnréttis- erindið hæfist ekki fyrr en kl 14.40 og svo lét hún karlmenn syngja þessar minútur. Ég hafði hugsað, að kvenfólkið réði yfir þessum hálftima, og gæti þá eitthvað sótt fram á sinni jafn- réttisframabraut. En svona fór. Og mér finnst þetta nokkuð gott og sláandi dæmi um áhuga og afrek íslenzkra kvenna I jafnréttismálum. Það heyrist oft um það kvartað, að hjá okkar þjóð vanti mikið á jafnrétti kynjanna, konan fái oft miður góðar viðtökur, er hún leitar eftir starfi, sem venjulega er körlum ætlað, þær fái ekki hálaunuðu störfin, og beri jafn- vel minna úr býtum, en þeir, við sömu störf. Þrátt fyrir lagabókstafinn til stuönings réttindum kvenna, mun þetta til. En er ekki orsökin þarna fyrst og fremst kvenn- anna eigið framtaksleysi, vönt- un á áhuga, baráttuvilja og samtökum? Vitanlegt er öllum að mörg störf I daglegu lífi þjóð- arinnar eru alls ekki við kvenna hæfi, hvað sem uppeldi liði, næstum engu fremur en körlum, aö þroska með sér fóstur og ala böm! Að vilja — og vilja ekki Hitt er lika augljóst, að mörg þau störf, sem karlar hafa að mestu einir með höndum, gætu konur eins vel af hendi leyst, og þó helzt I samstarfi með körl- um. Má þar t.d. nefna: setu á Alþingi, prestsþjónustu, ýmis nefndarstörf, lögreglu- og dóm- gæzlustörf o.fl. En við sumar þrekraunir i erfiðisvinnu má heita ógjörlegt að beita kven- fólki, enda vafasamt um löngun þess til sliks, þrátt fyrir hávær- ar kröfur þeirra I „rauðu sokk- unum” um fullkomið jafnrétti. Þær vilja mikið, sumt gott, og telja konurnar færar I flestan sjó móts við karla, en enga Rauðsokku hef ég séð I hópi þeirra, sem losa okkur við ruslið úr tunnunum, engar við salern- is-pipulagningar, svo að eitt- hvað sé nefnt, sem ekki virðist eftirsótt. Þær, þessar jafnréttiskröfu- konur, vilja oft kenna uppeldi og skólun um misrétti og stöðuval, vilja hneykslast á fóstrunni, sem bendir smátelpunum á „mömmuleik” i frltlmanum, og drengjunum til bilanna. Nú sér maður oft og viða telpur I leik með blla, og líka drengi með brúður. Og svo gefast stúlkum nú orðið tækifæri til að læra smiðar og drengjum að sjóða mat og prjóna sokk. En þegar út I lffið kemur, kemur eðlið viða I ljós: pilturinn steypir kjallar- ann og byggir húsið, og jafnvel Rauðsokkan þykknarundir belti og verður léttari, hvað sem um blessað barnið verður! Einhliða barátta Mér finnst það alleinkenni- legt, að á þessu kvennaári okkar og jafnréttisbaráttutlma, virð- ist Rauðsokkubaráttan fyrst og fremst snúast um að auka sem mest frelsikvenna til fóstureyð- inga.En þar er sannarlega ekki barizt fyrir jafnréttiþeirra, sem landið eiga að erfa. Hvert fóst- ur, visir nýs lifs, lifandi mann- veru, á að eiga sama rétttil lifs, starfa og afreka. Enginn veit, móðirin ekki heldur, hvar af- reksmaðurinn, úrvalskonan, er komin af stað út I heiminn. Og þótt ekki væri um slíkt að ræða, er rétturinn sami, og hann á að viröa, nema við alveg sérstakar aðstæður, t.d.: heilsuleysi móð- ur, nauðgun, eða vitanlega á að bamið geti orðið vanburða á einhvem hátt (rauðir hundar hafi þjáð verðandi móður t.d.). Abyrgðarleysi, þar sem látið er skeika að sköpuðu, i' trausti á vísa fóstureyðingu, á ekki að llöa, þvi slður styðja með laga- bókstaf. Varnartækin vantar ekki.” SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS ________________ T1- Akureyri: Tvö útibú KEA opin á laugardögum — eitt útibú lagt niður gébé Rvik — Verzlunarútibú Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri hafa verið lokuð á laugar- dögum, en nú mun KEA koma til móts við óskir félagsmanna — og einnig hinna mörgu ferðamanna, sem fara um Akureyri um sumarmánuðina, — og opna tvö stærstu útibú Matvörudeildarinn- ar á laugardögum i sumar. Eru það útibúin við Höfðahlið 1 og Byggðaveg 98, sem opin verða á laugardögum frá næstu mánaða- mótum. Þá hefur verið ákveðið að loka útibúi Matvörudeildar KEA við Eiðsvallagötu 6, en þetta útibú er næst yngst þeirra 10 útibúa, sem Matvörudeildin rekur á Akureyri, opnað 1962, og er þeirra minnst. I marz var opnaður Kjörmarkaður KEA, við Gránufélagsgötu, sem er stutt frá útibúinu við Eiðs- vallagötu, en auk þess er við- skiptavinum bent á útibú KEA við Ránargötu, Strandgötu eða Brekkugötu. Sumarbúðir í Hlíðardalsskóla 1 JÚLIMANUÐI verða starfrækt- ar sumarbúðir i Hliðardalsskóla i ölfusi og verða þær með liku sniði og áður. Fjölbreytt dagskrá hvern dag býður upp á fánahyll- ingu, sögustundir, íþróttir og úti- veru, föndur, söngstundir, nátt- úruskoðun og gönguferðir, fjöl- breytta leiki, hagnýta fræðslu, kvikmyndir, sund, kvöldvökur og varðelda. Þátttakendur verða á aldrinum 8-12 ára, drengir og stúlkur samtimis. Þetta fyrirkomulag gerir systkinum á þessum aldri kleift að vera á sama tíma I sumarbúðunum. Börnunum verður raðað niður i hópa, 12 til 15 börn I hverjum hópi, og munu flokksforingjar fylgjast hver með slnum hópi frá morgni til kvölds. Einnig verða sérstakir leiöbeinendur I föndri, sem kennt verður daglega. AAold til sölu. — Heimkeyrð. Sími 7-31-26. Auglýsicf iTíinanum AA/s Hekla fer frá Reykjavík laugardaginn 10. þ.m. austur um land í hring- ferð. Vörumóttaka: mánudag og þriðjudag til Austf jarðahafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavíkur og Akureyrar. RAFSTILLING rafvélaverkstæði DUGGUVOGI 19 Simi 8-49-91 Gerum við allt í rafkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAAA RAFGEYMAR i dag kl. 15 halda eiginkonur hljóðfæraleikara I Lúðrasveit Reykjavlk- ur flóamarkað og hlutaveltu I Hljómskálanum. A myndinni gefur að Iita örlftið brot af þvl, sem þar verður á boðstólum. gébé—Rvik — Ákveðið hefur verið að framlengja sýninguna „islenzk nytjalist 1”, sem félagið Listiön stendur að I hiísakynnum Heimilis- iðnaðarfélags islands, Hafnarstræti 3 til sunnudagskvöldsins 4. maf. Aðsókn hefur verið mjög góð að sýningunni og hefur hún vakið mikla athygli, en hún er opin daglega frá kl. 2-10. Myndin sýnir nokkur verkanna á sýningunni. Tlmamynd Róbert. Náttúrufræði- og lækna- nemar vilja líffræði- rannsókn í Hvalfirði A sameiginlegum fundi i félögum náttúrufræði og lækna- nema, sem haldinn var 21. apríl var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Þær stofnanir sem ábyrgar eru fyrir umhverfisþætti fyrir- hugaðrar járnblendiverksmiðju I Hvalfirði hafa algjörlega brugðizt. . Forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits rikisins Baldur Johnsen afhjúpaði endan- leg vinnubrögð sín í útvarpsþætti siðastliðinn fimmtudag. Náttúru- vemdarráð hefur litið aðhafzt I málinu og ber fljótfærnislega unnin álitsgerð ráðsins gott vitni um þau vinnubrögð, sem þar eru viðhöfð. Þannig leyfa þeir sér að fullyrða, að mengunaráhrif af völdum verksmiðjunnar séu ekki veruleg þrátt fyrir: a. að ekki liggi fyrir endanlegar upplýsingar um framleiðslutækni (meðferð ryks, kælivatns, o. fl.) b. að ekki hafi verið settir staðlar um efnainnihald hráefna og úr- gangsefna. c. að ekki hafi farið fram vist- fræðikönnun á svæðinu. Þeir reyna svo að skýla sér bak við fullyrðingar um, að til sé enn hættulegri málmblendiiðnaður eins og króm og mangan. Fullyrðingar þessara stofnana eru ofureðlilegar I ljósi þess, að flestar þær upplýsingar, sem stuðzt er við, eru fengnar frá öðrum viðsem jandanum, þe. Union Carbide. Slik vinnubrögðhljóta að teljast harla óvlsindaleg. Þess vegna er krafa okkar sú, — að ekki verði tekin ákvörðun Imálinu án undan- farinna rannsókna á lifkerfi Hvalfjarðar samfara söfnun upplýsinga um áhrif verk- smiðjunnar á iif og heilsu manna.” Vorblómið HINN árlegi kynningar- og fjár- öflunardagur Unglingareglunnar verður næstkomandi sunnudag 4. mal. Þá veröa eins og venjulega seld merki og bókin VORBLÓM- — útgefið í 12. sinn IÐ til ágóða fyrir starfsemina alls staðar þar, sem stúkur starfa. Merkin kosta kr. 50.00 og bókin aðeins kr. 200.00. Þessi barnabók Unglingareglunnar, kemur nú út I 12. sinn. hefjast kl. 14.30, sunnudaginn 4. mai á skeiðvelli Fáks að Viðivöllum við Selás. Fjöldi hesta koma fram, þar á meðal hinir snjöllustu hlaupahestar landsins. Veðbanki starfar Veitingar á staðnum. Komið og sjáið fyrstu kappreiðar ársins. Hestamannafélögin Fákur og Gustur. Akranes — Atvinna Starf launafulltrúa á bæjarskrifstofunni á Akranesi er hér með auglýst laust til um- sóknar. Starfið, sem veitist frá 1. júni n.k., er fólg- ið i undirbúningi gagna vegna útreiknings launa i skýrsluvél. Umsóknir, er greini frá aldri menntun og fyrri störfum,berist undirrituðum fyrir 15. mai n.k. Akranesi 29. april 1975 Bæjarritarinn á Akranesi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.