Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.05.1975, Blaðsíða 16
¦¦ Laugardagur 3. mai 1975. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildvorzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 SIS-FOMJR SUNDAHÖFN gSði fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSJNS ZTí N-Víetnamstjórn og bróðabirgðabyltingastjórn S-Víetnam: Krefjast skila á skipum og f lugförum Líf í Saigon virðist vera að færast í eðlilegt horf Bílalestin með flóttafólk úr franska sendi- ráðinu í Phnom Penh: 48 km frá landamærunum NTB-Bangkok. Sem kunnugt er leituðu hundruð manna hælis i Bjart efna- hagsútlit í Noregi Reuter-Osló. Búizt er við, aö þjóðarframleiðsla Norð- manna aukistum 6,2% á þessu ári miðað við 4,8% á slðasta ári. Þetta kom fram i endur- skoðuöu fjárlagafrumvarpi, er norska stjórnin lagði fram i gær. Þrátt fyrir samdrátt i aöalútflutningsgreinum Norð- manna, svo sem siglingum og fiskveiðum, er útlitið engu að slöur bjart. Þetta er einkum að bakka tiltölulega mikilli einkaneyzlu og mikilli eftir- spurn, að þvl er varðar fjár- festingu einkafyrirtækja. Aætlaö er, að verðbólga I Noregi verði svipuð I ár og I fyrra — eöa um 11%. Aftur á móti er búizt við, aö laun hækki um 2,5 — 19,5%, þannig að rauntekjur ættu að hækka að meðaltali um 5,5%. franska sendiráðinu I Phnom Penh, er borgin féll I hendur hinna rauðu „klimera." Flótta- fólk þetta — eða a.m.k. hluti þess — er nú á leið til Thailands, en ferðin hefur sót/t seint. 1 gærkvöldi var bflalestin, er flytur flóttafólkið, stödd I 48 km fjarlægð frá thailenzku landa- mærunum. Marc Bonnefous — sérstakur sendimaður frönsku stjórnarinnar — er nil stddur við landamærin. 1 gær kallaðist hann á við kambódlska landamæra- verði og fékk þannig upplýsingar um, hvar flóttafólkið væri niður komið. A eftir sagði Bonnefous við fréttamenn, að hann vissi ekki, hve margir af þeim 610, er leituðu hælis I sendiráðinu, væru með lestinni. Um tlma var óttazt um afdrif flóttafólksins, enda hefur verið sambandslaust við franska sendiráðið slðan 27. aprll. Hinir rauðu „khmerar" neituðu að flytja fóíkið flugleiðis úr landi, en lögðu I þess staö fram flutninga- bfla, til að flytja það hina 480 km löngu leið til thailenzku landa- mæranna. Aætlað er, að lestin hafi lagt af stað frá Phnom Penh s.l. mið- vikudag. óttazt er, að heilsufar Frh. á bls. 15 NTB/Reuter-Bangkok/ Singa- pore/ Tókló/ Washington. Engar fréttir bárust I gær frá Saigon eftir venjulegum boðleiðum al- þjóðlegra fréttastofa. Norður- Vfetnamstjdrn og bráðabirgða- byltingarstjórnin I Suður-VIet- nam kröfðust þess i gær, að þeim verði afhent iill skip og flugvélar, er suður-vietnamskt flóttafólk notaði til að komast úr landi. Ennfremur hafa stjórnirnar gert þá kröfu, að flóttafólk skili aftur öllu þvi verðmæti, er það tók með sér, þ.á.m. mörgum tonnum gulls. Búizt er við, að kröfur þessar geti skapað spennu I samskiptum Víetnam og Thai- lands, en fjöldi flóttafólks hefur beðizt hælis I Thailandi. Eins og áður segir, bárust stopular fréttir frá Saigon. Að þvl er virðist, er Hf I borginni að kom- ast I eðlilegt horf, en her þjóð- frelsisfylkingarinnar hefur enn stjórn hennar á hendi. Bandarisk skip, sem legið hafa Frh. á bls. 15 Flugslys í V-Þýzkalandi: A.m.k. 4 létust —5 hús í rústum NTB/Reuter- Bremen/ Bruss- el. Belglsk herþota af gerðinni Mirage hrapaði til, jarðar I vestur-þýzka bænum Vechta I gær. A.m.k. fjórir létust, þ.á.m. flugmaður þotunnar, er hún rakst á nokkur hús 1 bænum. Sagt er, að fimm hús séu ger- samlega I rúst og tvö fjölbýlis- hiis að auki stórskemmd. I gærkvöldi átti enn eftir að kanna húsarústirnar, svo ab verið getur, að tala látinna eigi eftir að hækka. Utanríkisráðherra Thailands: Ekki hægt að reiða sig á Bandaríkjamenn framar Thailandsstjórn hefur ókveðið, að bandarískt herlið hverfi NTB-Bankok. Utanrlkisráðherra Thailands sagði I gær, að ekki væri hægt að reiða sig á aðstoð Bandarlkjahers, ef ráðizt yrði á landið. Thailandsstjórnin hefur ákveðið, að allt bandariskt herlib hverfi úr landinu á tæpu ári. Chartchai Choonhaven utan- rikisráðherra hélt fund með fréttamönnum Igær. Ráöherrann sagði, að Bandarikjamönnum væri ekki framar treystandi eftir það, sem gerzt hefði I Kambódiu og Suður-Víetnam. Hann upp- lýsti, að Thailandsstjórn hefði farið þess á leit, að allt banda- rlskt herlið I landinu yrði horfið þaðan I marz á næsta ári. (300 flugvélar og 27 þús. hermenn úr Bandarlkjaher eru nú staðsettir I Thailandi.) Að sögn ráðherrans verður sameiginleg áætlun um brottflutning herliðsins birt I næstu viku. James Schlesinger, landvarna- ráöherra Bandarlkjanna, hefur lýst yfir, að Bandarlkjamenn hafi siðferðilegum skyldum að gegna við Thailendinga. Þá hefur bandariska landvarnaráðuneytið farið fram á, að á að gizka 10 þús. bandariskir hermenn yrðu áfram til staðar I Thailandi, en Thai- landsstjórn hefur vísað þeim til- mælum á hug. Þvl bendir allt til, að herstöðvar Bandarlkjahers I Thailandi verði lagðar niður inn- an árs. Kosningar til ráðgjafarþings á N-írlandi: Öfgasinnum spáð sigri NTB/Reuter-Belfast. Kosningar til 78 manna ráðgjafarþings á Norður-trlandi — sem ætlað er að koma á stjórnarfyrirkomulagi á Norður-trlandi, er bæði mótmæl- endur og kaþólskir gætu sætt sig við — fóru fram I fyrradag. Af fyrstu úrslitum, er birt voru slð- degis I gær, virtist svo sem öfga- sinnaðir mótmælendur hefðu hlotið mest fylgi i kosningunum. Samsteypu peirra mótmæl- enda, er aðhyllast áframhaldandi stjórn Breta á Norður-Irlandi, var I gærkvöldi spáð a.m.k. 45 af 78 sætum I ráðgjafarþinginu. Þátttaka I kosningunum var dræm, en óvlða kom til ataka við kjörstaði. Þá skutu brezkir her- menn gúihmikúlum á hóp ung- menna, sem ætluðu að nema á brott nokkra kjörkassa, er verið var að flytja þá af kjörstað I Londonderry, næst stærstu borg Norður-Irlands. Fjöldi fólks særðist I þessu upphlaupi. Ford sækir leiotoga- fund NATO í lok maí Reuter-Washington. Gerald Ford Bandarlkjaforseti sækir fund æðstu manna Atlantshafsbanda- lagsins, er haldinn verður I aðal- stöðvum NATO I Brussel dagana 29.-30. mal n.k. í leiðinni mun Ford hitta að máli leiðtoga Egyptalands, Austurrlkis, Spán- ar og ttallu, að ógleymdum Páli páfa VI. Þetta verður fyrsta Eyrópuför Fords slöan hann tók við forseta- embætti fyrir nlu mánuöum. Að loknum fundinum I Brussel, held- ur forsetinn til Madrid, þar sem hann ræðir við spænska ráða- menn, m.a. um endurnýjun á samningi um rétt bandarlskra flugvéla til að lenda á flugvöllum á Spáni. Þaðan liggur leiðin til Salzburg I Austurrfki, þar sem Ford hittir að máli þá Bruno Kreisky kansl- ara og Anwar Sadat Egypta- landsforseta. í fréttatilkynningu, er egypzka stjórnin gaf út I gær, segir m.a., að forsetarnir ætli að reyna að treysta tengsl Banda- rlkjamanna og Egypta. Ford hefur ítrekað, að hann vilji með öllum ráðum halda áfram samn- ingaumleitunum I Miðjarðarhafs- löndum, svo að llklegt er, að þjóð- arleiötogarnir ræöi nýjar leiðir til lausnar deilumálum Araba og tsraelsmanna. Loks heimsækir Ford forseti Róm og ræðir við italska ráða- menn, en notar um leið tækifærið og gengur á fund Páls páfa. Ron Nessen, blaðafulltrúi Hvlta húss- ins, sagði I gær, að hugsanlegt væri, aö forsetinn hitti að máli Yitzhak Rabin forsætisráðherra tsraels, I hinni fyrirhuguðu för til Evrópu, en enn hefði ekki verið afráðið, hvort af þvl yrði.. Brezkir íhalds menn vinna á Reuter-London. t fyrradag fóru fram sveitarstjórnar- kosningar I Mið- og Norður-Englandi. úrslit kosn- inganna eru túlkuo sem áfall fyrir Verkamannaflokkinn, en að sama skapi sigur fyrir aðalandstöðuflokk hans, thaldsflokkinn. íhaldsmenn unnu 200 sæti I sveitarstjórnum á kostnað verkamanna. í nokkrum stór- borgum, svo sem Birming- ham, Leeds og Rochdale, missti Verkamannaflokkurinn meirihluta sinn I borgarstjórn — og sömu sögu er að segja um sveitarstjórnir I fjölda smærri bæja. Þetta eru fyrstu meiri hátt- ar kosningar á Bretlandi, er fara fram eftir að Margaret Thatcher var kjörin leiötogi thaldsflokksins I stað Ed- wards Heaths. úrslitin verða þvl að skoðast sem persónu- legur sigur fyrir Thatcher, enda var hiin vlgreif á fundi með stuðningsmönnum sinum I gær, þar sem hún lýsti yfir, að „sigurinn væri á næsta leiti." Leiðtogar Verkamanna- flokksins gerðu I gær lltið úr tapi flokksins I kosningunum. Þeir sögðust hafa biiizt við ööru eins, en fylgi flokksins minnkaði um 10%. Þess má geta, að kosningaþátttaka var óvenju lítil. Thatcher: Persónulegur sigur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.