Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKULATUNI 6 - SÍMI (91)19460 * Bílsturtur Dælur Drifsköft Landvélarhf YNGSTA LJÓÐSKÁLD Á ÍSLANDI LJÓÐABÓK EFTIR 11 ÁRA DRENG VS-Reykjavík. KORNUNGUR ljóðasm iöur, Björgvin Jónsson aö nafni hefur sent frá sér sina fyrstu kvæöabók. Hún heitir t nýjum heimi. Ljóöin eru aö visu fá, aðeins 21, og mörg þeirra eru ekki nema eitt erindi, en hins ber lika aö gæta, aö aldur höfundarins erlægrien tiðkanlegt er um höfunda bóka. Hann er ný- orðinn ellefu ára. Það er ekki á hverjum degi, að blaðamönnum gefst kostur á að tala við svo ungt skáld, og þess vegna leitaði Timinn til Björgvins og bað hann að svara nokkrum spurningum, hvað hann gerði góðfúslega. — Hvað heldur þú að þú hafir verið gamall, Björgvin, þegar þú gerðir fyrstu vlsuna? — Ég var sjö ára. — Kanntu hana? — Já, já. Hún heitir Krossfest- ing og er svona: Á föstudaginn langa var sorg að sjá, Kristur upp á krossinum og Maria kraup þar hjá. Þessi visa er i bókinni minni, á bls. 10. — Langaði þig snemma til þess að gera visur? — Já, mjög snemma. Ég vissi, að pabbi minn orti visur, og þá langaði mig til að gera það lika. Ég las lika mikið af visum og kvæðum eftir aðra, og langaði til að gera eins og þeir. — Pabbi þinn hefur kannski leiðbeint þér við visnagerðina? — Já, hann kenndi mér, hvern- ig ætti að fara að þvi að yrkja vis- ur, en visurnar i bókinni minni eru samt allar eftir mig sjálfan. I DAG er rætt viö Róbert Arnfinnsson, leikara, um fristundir hans o. fi. Sjá bls. 14 og 15 — Hvaða bækur hefur þér þótt skemmtilegastar eftir að þú fórst að lesa sjálfur? — Ljóð Jónasar Hallgrimsson- ar. — Lest þú meira kvæði en ó- bundið mál? — Já, mér þykir miklu meira gaman að lesa ljóð en sögur, en þó hef ég lesið heilmikið af þeim lika. — Hefur þú lesiö Islendinga- sögurnar? — Já, flestar. — Og hverjar þykja þér bezt- ar? — Njála og Grettis saga, ann- ars eru margar þeirra óskaplega skemmtilegar. — En þá er þaö nú bókin þin. Hlakkaðir þú ekki til, þegar þú vissir, að þú gætir komið visunum þinum út i bók? — Jú, það var gaman. — Varstu ekki neitt feiminn við bókina, þegar þú sást hana? — Jú, rétt fyrst, en svo fór það af, og nú er mér orð'ð alveg sama. — Hefur þú ekki ort neitt fleira en það sem er i bókinni? — Það er litið. Ég á örfá ljóð ó- birt, en ég held aö þessi séu bezt, og auk þess er þetta svo góð tala, 21. Ég heföi viljað að ljóðin væru annað hvort 27 eöa 21, en ég átti ekki nóg i 27, svo ég lét þessi fara, en skildi hin eftir. — Langar þig ekki til að verða skáld, þegar þú verður stór? — Það væri óskaplega gaman, en ég veitt ekkert, hvort það verður. Það getur enginn vitað fyrirfram, hvort hann er skáld eða ekki. Hér kveðjum við Björgvin Jónsson og þökkum honum kær- lega fyrir viðtaliö um leið og við óskum honum góðs gengis á þeirri braut, sem liklegt er að hann muni ganga. Það er ekki úr vegi að ljúka þessum linum meö einu erindi úr bókinni hans, og vist er, að sumir, sem eldri eru en ellefu ára, gætu haft ástæöu til þess að öfunda hann af þeirri smið: Sólin skin á Skorradal skammt frá Hvalfirðinum. Horfðu á friðan fjallasal fagna góðum vinum. DYRASTA BOK Á ÍSLANDI: SAGA FRIMERKISINS KEMUR ÚT í ÁR Nokkrir búnir að greiða upphaflegt kostnaðarverð 3100 kr. OÓ-Reykjavik, Mikill dráttur hefur oröið á útgáfu stórs og vandaös ritverks um sögu Is- lenzka frimerkisins, sem upphaf- lega átti aö koma út á 100 ára af- mæli útgáfu fyrsta frimerkis hér á landi, 1973. En nú standa vonir til að bókin geti komið út á þessu ári, en allmiklu stærri og dýrari en upphaflega var ákveðið. A árinu 1973 var sendur út pöntunarlisti fyrir þá, sem vildu gerast áskrifendur að bókinni Is- lenzk frimerki I hundrað ár. Var listinn sendur út á fjórum tungu- málum og I þeim lista stendur: „Verð bókarinnar til þeirra, sem óska eftir henni samkvæmt hjá- lögðum pöntunarseðli, verður 3100 krónur. Sendingarkostnaður er innifalinn I verðinu svo og vönduð askja utan um bókina. Það er Póstur og simi sem gef- ur bókina út, en Frimerkjasalan sendi pöntunarlistann út. 1 viðtali, sem birtist viö Hauk Halldórsson teiknara I viðtali við dagblað s.l. vetur, en hann sér um ytri frágang verksins, segir hann, að þetta veröi liklega eitt dýrasta verk I bókarformi, sem prentað hefur verið á tslandi, og m.a. er litmynd af hverju einasta Is- lenzku frimerki, sem gefið hefur verið út á Islandi, en alls er þar um aö ræða 600-700 einingar af frimerkjum með öllum yfir- stimplunum og sliku sérstæðu. S.l. vetur var gefiö út annað bókverk, sem þótti dýrt og kostaði frá 15 þúsund krónum. Ætla má þvi aö frlmerkjabókin góða verði enn dýrari, og er nú eftir að vita hvort þeir sem greiddu 3100 krónur fyrir verkið, er þeir pöntuðu það 1973, fái bók- ina fyrir þaö verö, eða verði að greiða mismuninn á þvi verði og þvi, sem raunverulegt verð bók- arinnar verður, er hún loks kem- ur út. Rafn Júliusson, póstfulltrúi, sagði er Timinn bar þetta undir hann, að brátt drægi að útkomu bókarinnar, og vonandi gæti það orðið á þessu ári. Rafn sagöi, að fullmikillar bjartsýni hafi gætt um útkomuna i upphafi og hafi verkiö allt orðið mun viðameira en ætlað var. En nú er bókin kom- in I fyrstu próförk og þá fer að draga aö útkomudegi. Um pöntunarseðilinn og verð lagningu samkvæmt honum, sagði Rafn. Talsvert barst af pöntunum, en ekki var frekar ætlazt til að bókin yrði borguö við pöntun. Var þetta meira gert til að vita eitthvað um hvaða viðtök- ur bókin mfcndi fá. Það var rétt einn og einn af þeim, sem lögðu inn pöntun, sem létu greiðslu fylgja meö. Hafa þeir fengiö upp hæöina endurgreidda um leið og beöið var um það. Aðrir eru fastir viöskiptavinir hjá okkur og hafa kannski étið upp upphæðina i fri- merkjum. t þessari auglýsingu var ekki farið fram á að bókin yrði bcrguð, þótt pöntuð væri, og verðinu var slegið fram viö þeirra tima aöstæður. Eitthvaö liggur af peningum hjá okkur frá slikum pöntunum. Tel ég að útgefenda beri ekki skylda til að iáta bókina á fyrrgreindu verði, þar sem ekki var farið fram á greiöslu i aug- lýsingunni. Við ætluðum bara að gefa mönnum kost á aö fá bókina beint frá okkur og að meiningin var að hún yrði miklu dýrari i út- sölu. JAFNVÆGISSKYNIN UNNU HVORT GEGN ÖÐRU SVO AFLÍFA VARÐ LAMBIÐ Tvihöfða lambiö, sem fæddist að Hnjúki i Vatnsdal fyrir nokkr- um dögum hefur nú verið aflifað. Dýralæknirinn kvað upp þann úrskurð, að lambiö myndi aldrei geta stigið i fæturna, þar sem það hefði tvö jafnvægisskyn, sitt i hvoru höfði, — og unnu þau hvort á móti öðru. Eigandi lambsins Magnús Sigurðsson hefur ákveðiðað láta stoppa það upp. Ljósm: Jóhannes Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.