Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 4. mai 1975. Steinar undir Eyjal'jöllum M .......... Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 3 LXXII Kéttin á Eiðinu ■ Innsti liluti Vestmannaevjahalnar 1923 Islenzkur skautbúningur tslenzkur peysubúningur Mynd þessi er af innsta hluta Vestmannaeyjahafnar, liklega ári5 1923. Sólskin og bliða er rikjandi og saltfiskurinn er breiddur til þerris á stakkstæð- um viða um Heimaey. Til hægri á myndinni sést reykháfur beinamjölsverksmiðjunnar. A miðri mynd sjást Básaskerin, þar sem hið mikla mannvirki Vestmannaeyinga, Básaskers- bryggjan var gerð 12-15 árum siðar. Til vinstri er bryggja Tangaverzlunarinnar og vöru- geymsluhús hennar austan við bryggjuna ofanverða. Sauðfjárréttin, sem myndin er af, stóð á Eiðinu i Vest- mannaeyjum um langt árabil. Fjörutiu og niu jarðir töldust vera í Vestmannaeyjum á sin- um tima og hundruð fjár gengu á Heimaey. Þetta var aðalrétt byggðarinnar og voru 3-4 bænd- ur um hvern dilk. Veggir réttar-. innar voru hlaðnir úr fjöru- grjóti. Myndin er af lfkani, sem Byggðasafn Vestmannaeyja á. Steinar undir Eyjafjöllum, timburhús Magnúsar bónda Tómassonar. Þetta stóra hús var byggt 1909. Bærinn I brekk- unni yfir ofan timburhús Magnúsar bónda var byggður 1904 eða 1905. Eldri er bærinn til hægri við timburhúsið. Hann var byggður fyrir aldamót. Myndir af höfninni, réttinni og Steinum eru fengnar að láni hjá Bliki, ársriti Vestmannaeyja. Myndin af konu I peysubúningi var birt nafnlaus i 40. þætti 22. sept. 1974. Konan er Jensina Björg Matthiasardóttir frá Holti IReykjavik, þá rösklega tvitug. Jensina Björg var gift Asgeiri Eyjólfssyni, þau áttu niu börn, þ.á.m. Asgeir forseta. Móðir Jensinu Bjargar var Sólveig ljósmóðir dóttir séra Páls „skálds” á Kirkjubæ I Vest- mannaeyjum. Myndina tók Sig- fús Eymundsson og er frum- myndin I eigu Ástu Asgeirsdótt- ur. Myndina af konu I skautbún- ingi tók Hallgrimur Einarsson ljósmyndari á Akureyri, liklega um 1930 eða fyrr? Getur einhver upplýst hver konan er? 1 næsta þætti verður haldið upp I Flóa og siðan sennilega til Borgarfjarð- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.