Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4, mal 1975. TÍMINN 9 Sverrir Sigurösson. Tlmamynd Eóbert. Rætt við Sverri Sigurðsson arkitekt, er hann dvaldist hér á leið frá Svasílandi til Washington miöbæinn — byggja hótel, verið að byrja á höfninni, en þarna var engin höfn og allt tekið úr skipum á ferjubátum. Úlfaldalest á aðal- götunni eða jeppinn festist i sandinum Þetta var ógurlega skritinn staður. Ég keyrði þarna um á Landroverjeppa, og þegar komið var inn á aðalgötuna, Austur- stræti, gat ég átt von á að festa bílinn i sandinum eða komast ekki áfram, þvi að úlfaldalest væri þar á ferðinni, og úlfaldarnir lögðust niður, og við þvi var ekk- ert að gera. En það var gaman að vera þarna, af þvi að svo mikið var að gerast. Hins vegar var þetta stig liðið hjá i Kuwait, þegar ég var þar. Og það sem byggt hafði verið á þessum Klondyke- tima i Kuwait var á margan hátt alveg ferlegt, svo lélegt að maður skildi alveg af hverju þeir voru tortryggnir gagnvart einhverjum útlendingum, sem komu þarna og þóttust vera sérfræðingar i bygg- ingamálum. Stundum þegar menn gengu á gangstéttinni, þá voru hellurnar alveg sundur- brotnar og járnabindingarnar héngu út um allt, svo menn áttu á hættu að detta kylliflatir ef þeir festufæturna i þessu. Þetta voru mikil mistök. Svo les maður um þetta mikla velferðarriki. Skólavist kostar ekkert, þ.e.a.s. fyrir Kuwait- menn. En aðeins 20% þeirra, sem búa i landinu, eru Kuwaitmenn, hinir eru allir útlendingar, sem búa að meira eða minna leyti til frambúðar i landinu. Þeir borga morð fjár fyrir skólavist. Vatn kostar ekkert. Það er rétt að vissu leyti lika. Hins vegar er ekkert vatnsleiðslukerfi i bænum, og þú verður að fá tankbil með vatnið að húsinu og það kostar fjári mik- ið, þegar farið er að reikna það saman. Simi kostar ekki neitt. Það er alveg rétt lika. En maður fær bara engan sima. — Var þá ekki erfitt að búa þarna? — Jú, sérstaklega af þvi að við lentum i þvi að vera eins og mað- ur segir „free lance”. öll þau verkefni, sem við höfðum gert ráð fyrir að væru til reiðu, runnu meira og minna út I sandinn vegna striðsins. Við urðum aö fara út á þann markað, sem til var og reyna að finna eitthvað að gera. Og þótt ég kynni vel við Araba á margan hátt, þá lærði ég aldrei aö meta bað hugarfar, að ef ég sem Arabi plata þig sem Evrópubúa eða hvern sem er, þá er það allt þér að kenna, þvi að þú ert svo helviti vitlaus að þú lætur plata þig, það er ekki mér að kenna. Þetta er hugsunarháttur, sem er dálitið framandi okkur. Ég er vanur þvi að menn verði að treysta þeim, sem þeir hafa skipti við, að minnsta kosti að talsverðu leyti. Það verður eiginlega ekkert úr þvi, sem verið er að gera, ef menn þurfa alltaf að vera á varð- bergi gagnvart öllu og öllum. Það er allt I lagi að hafa samning um að einn aðili geri eitthvað fyrir annan. En að þurfa að lúslesa allt smáletrið i samningunum þá er samvinnan orðin ákaflega erfið. Ég get eiginlega ekki unnið þann- ig. í samningum við Araba geta litlu klausurnar með smáletrinu skipt miklu máli. Heim til islands 1968 Siðasta timann, sem ég var i Kuwait hafði ég samband við bæði Sameinuðu þjóðirnar og eins þá stofnun i Sviþjóð, sem sér um hjálp til þróunarlanda. Það var i gegnum þá, sem ég fékk starf hjá SÞ. Ég sótti einhvern tima um starf, sem ég ekki fékk. Hins veg- ar sótti ég aldrei um það starf, sem ég tók i Malawi, en nafnið mitt var einhvers staðar á skrá. Þeir áttu i erfiðleikum með að fá fólk með þekkingu á einmitt þessu sviði. Það var aðallega þekking, sem ég hafði aflað mér bæði i Sviþjóð og Kuwait i sam- bandi við byggingar. Svo þeir höfðu samband við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á þessu. Þetta var talsvert mikið utan við það svið sem ég nokkurn tima hafði lært, — fremur kostnaðar- lega hliðin á byggingum. Ég var svolitið að velta vöngum yfir þvi, hvort ég ætti að taka starfið eða ekki. I fyrsta lagi fannst mér það heldur mikið utan við mitt verk- svið, og i öðru lagi óttaðist ég að ég hefði ekki nægilega mikla þekkingu til að ráða við það. En endirinn var sá að ég tók það. Það var svolitið hlægilegt. Ég átti að hitta mann i Beirut, verðandi yfirmann minn. Ég fékk sim- skeyti um það einmitt daginn, sem ég var að fara i fri og ætlaði að keyra til Afganistan. Ég hafði alla pappira og allt klárt. Þann daginnfæ ég þetta skeyti og varð að breyta öllum minum áætlun- um og fara yfir til Beirut i hina Tjaldborgir fyrir utan Mekka á einni af stérhátföum Múhameöstrúarmanna 25. febrúar. Myndin er frá 1969. Þvi miöur á blaöiö ekki mynd af kvennabúri emirsins f Abu Dhabi, sem Sverrir vann viö aö skipuleggja, en þetta er ein stærsta Moskan I Miö Austuriöndum, sem er i Abu Dhabi og var fuilsmiöuö 1970. áttina viku siðar. En maðurinn kom aldrei, þvi að hann haföi aldrei fengið vitneskju um stefnu- mótið og fékk ekki fyrr en nokkr- um dögum siðar. Það er þetta stórkostlega skipulag — eða skipulagsleysi, sem maður verö- ur stundum var við. Ég hafði þá i öllu falli ákveðið að hætta i Mið-Austurlöndum, var svolitið að hugsa um að setjast að hér heima og gerði tilraun til þess, sat hérna i fjóra mánuði haustið '68, vann i Straumsvik og hjá tveim arkitektum á kvöldin. En það var svolitið'erfitt að fá vinnu hér á þeim tima og þar aö auki fékk ég endanlegt tilboð frá Unesco, Mennta-, visinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. í brotinni flugvél á maisakri. Ijanúar ’69 byrjaði ég i Malavi eða Nyassalandi, eins og það hét áður, landi, sem ég vissi ósköp lit iðum og vann að verkefni, sem ég vissi ákaflega litið um. Það voru skólabyggingar, 12 menntaskólar ogeinn kennaraháskóli, sem voru byggðir fyrir lán frá Alþjóða- bankanum. Stjórn framkvæmda var i gegnum Unesco. Það var Skoti, sem var yfirmaður minn, en ég sá um fjármálahliðina og eftirlit með byggingarfram- kvæmdunum. Flæktist fram og aftur um landið, flaug með smá- flugvélum út um allt, við lentum á grasvöllum hingaö og þangað, þegar við lentum ekki á mafsakri i brotinni flugvél, eins og kom fyrir einu sinni. Þetta voru lika oftast lélegar flugvélar, það var alltaf eitthvað smávegis að þeim. En maður komst samt lifandi frá þvi öllu saman. Eftir þetta var ég enn að hugsa um að fara heim. En þá fékk ég aftur bréf frá Unesco um að það væri verið að setja á stofn verk- efni I Svasílandi og með mig I huga höfðu þeir sett það i sérstak- an launaflokk. Kerfið er þannig hjá Unesco, sérstaklega ef menn eru utan við höfuðbækistöðvarn- ar, að þá er erfitt að komast frá lægri launaflokkunum og upp i þá efri, þvi menn geta aðeins færzt upp um einn flokk i einu. Og það er bil þarna á milli, þar sem eru eiginlega engar stöður til. Þeir höfðu ákveðið þessa stöðu, sem hægt var að færa úr einum flokki i annan. Ég tók þessa stöðu, og það var i fyrsta skipti sem ég var yfir verkefni. — En vikjum aftur að Malawi, voru ibúar landsins aðbyggja upp menntakerfið? — Þeir voru að reyna það. Þetta var ákaflega mikil viðbót við það, sem fyrir var, en ég þori nú ekki að koma með neinar tölur. — Hvernig stjornarfar er i Malawi? — Landið heitir lýðveldi. Það er forseti i landinu Kamuso Hastings Banda. Einn flokkur er leyfður, og forsetinn er raunveru- lega algerlega einráður i landinu. I hvert skipti, sem karlinn hélt ræðu, þá héldu allir litlu þing- mennirnir út um allar „Stranda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.