Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. mai 1!)75. TÍMINN 11 blandað, svo þar eru öll litbrigði frá hvitu upp i svart. — Hvar bjóstu i Svasilandi? — I höfuðborginni Mbabane, sem er uppi i fjöllum i 1400 metra hæð á að gizka. Skólinn, sem ég vann við var aftur i 700 metra hæð og þar niðri var allt annað lofts- lag en i höfuðborginni. Mbabane var svipuð að stærð og Zomba í Malawi 20.000-25.000 manna bær, en hún leit miklu fremur út eins og borg, þar var greinilegur borgarkjarni með átta hæða byggingum sums stað- ar. Ekki aðskilnaðarstefna, en Indverjar fá þó ekki landvist Stéttaskipting eða skipting auðsins var svipuð og i Malawi, eini munurinn var að engir Ind- verjar eða Asiumenn voru i Svasilandi, enda þótt landið eigi að heita laust.við kynþáttafor- dóma, fá Indverjar ekki búsetu- leyfi i landinu. Astæðan er senni- lega sú, að þeir voru þar ekki þeg- ar landið varð sjálfstætt og oft hafa skapazt alls konar vandamál i sambandi við þá i þeim Afriku- löndum, sem þeir hafa verið. Þeir hafa engan áhuga á að fara til Indlands. Þeir hafa aldrei verið á Indlandi. Hins vegar eru þeir allt- af útlendingar hvar sem þeir eru. Þeir eru mjög duglegir i viðskipt- um, verða oft forrikir. Og það er eðlilegt að þjóðirnar hafi ekki áhuga á að verzlunarstéttin verði útlendingastétt. — Hvaða fólk umgekkst þú og þin fjölskylda mest? — Það hefur orðið talsvert mis munandi i hinum ýmsu löndum. í Kuwait umgengumstviðallskonar fólk af öllum þjóðernum, þó mest Araba. 1 Malawi var það talsvert öðruvisi. Það er mjög erfitt að komast i náið samband við Afrikumenn. Þú getur boðið Afrikubúa heim. Þú reynir að draga hann inn i viðræður en hann gefur þér ákaflega litið færi á að nálgast sig. Þú býður heim hjónum, en konan kemur aldrei, alltaf maðurinn einn. Hann situr þama og segir ekki neitt, drekkur glas af kók eða eitthvað þ.h. Þér er aldrei boðið aftur. A vissan hátt er þetta skiljanlegt, við erum rikt fólk miðað við þá. Það kom einu sinni fyrir að mér var boðið heim til Afrikufólks, og það var til manns, sem hafði verið lengi i Bandarikjunum. Maður verður var við ákaflega mikla hlédrægni af hálfu Afrikubúa og svo gefst maður hreinlega upp. Yfirstéttin hefur mjög ihaldssamar skoðanir 1 Malawi umgengumst við tals- vert mikið aðra útlendinga Breta, Hollendinga, Norðurlandabúa, mestfólk, sem dvaldist i landinu um skamman tima eins og við. 1 Svasilandi kynntumst við af tilviljun hvítu fólki, sem voru upprunalega suðurafrikanskt en eru nú Svasilendingar. Þetta var ákaflega vingjarnlegt fólk, en mér fannst svolitið erfitt að melta mjög ihaldssamar skoðanir þeirra. Yfirleitt er hvitt fólk þarna FRAMLEIÐUM RUNTAL RAFSTILLING rafvélaverkstæði DUGGUVOGI 19 Sími 8-49-91 Gerum við allt í rafkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAM RAFGEYAAAR OFNA LANCER'75: 2jadyra kr.978 þús. 4ra dyra m/hallanlegum sætisbökum, útvarpi, , færanlegu stýrL^'''^ og klukku Allt á sama staö Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HF — Allt var byggt I einu. Oliuhöfn i Mina-al Ahmadi í Kuwait. yfirstétt. Þó er ein undantekning frá þvi, sem eru Portúgalir. 1 Svasilandi er mjög mikið af þeim og mikill hluti iðnaðarmanna eru Portúgalir. Ef þú vildir fá góðan trésmið, pipulagningamann eða bílaviðgerðarmann þá voru það Portúgalir, og það var engan veg- inn rikt fólk. Iðnaðarmenn á íslandi hafa miklu meira milli handa. En þeir voru sérstaklega i Svasilandi I dálitið svipaðri stöðu og t.d. Indverjarnir i Malawi. Þeir voru útlendingar, sem höfðu eiginlega engan stað að hverfa til Portúgal er fátækasta land i Evrópu. Og margt af þessu fólki og forfeður þess hefur búið i nokkur hundruð ár i Afriku. Þeir áttu alltaf yfir höfði sér að fá ekki framlengingu á dvalarleyfi sinu i landinu. Þessar stéttir vantar ennþá I landinu, en þegar Svasi- lendingar verða sjálfum sér nógir hvað þetta snertir verðá Portúgalirnir eflaust ekki velkomnir þar lengur. Ég hef verið bitinn af þúsund- um moskltóflugna og aldrei feng- ið malariu, dottið i vatn og ekki fengið billhartsfu, sem hefur ver- ið mjög alvarlegur sjúkdómur, segir Sverrir Sigurðsson. — 1 Malawi er malaria landlæg, og þar tókum við alltaf kinin. Konan og dóttirin fengu þó malariu, en væga, þar sem þær tóku meðölin. Dóttirin fékk amöbu disenteriu, hættulegan magasjúkdóm i Súdan, þegar við vorum að koma til Svasilands. En læknisþjónusta var góð og hún komst yfir sjúkdóminn. Að öðru leyti höfum við sloppið vel. — Hvernig var meö skóla- göngu? — Sonur ókkar var i brezkum barnaskóla fyrir útlendinga i Malawi. Svo kom hann inn i sama kerfi I Svasflandi. Þetta var mjög góður skóli. Enginn kynþáttaað- skilnaður á neinn hátt annað en það að foreldramir þurftu að hafa efni á að snara út 1000 röndum á ári i skólagjöld, 200.000 krónum. En skólinn jafnaðist lika á við skóla hvar sem er i Evrópu. Get haft meiri áhrif en með þvi að teikna hús — Og hvað tekur nú við? — Ég er alveg dottinn i skól- ana. Ég ákvað á sinum tima að verða aldrei kennari, eins og for- eldrar minir báðir og systir, en þaö virðist hafa átt fyrir mér að liggja að vera i tengslum við menntamál. Þegar þjóð hefur áhuga á að auka við skólakerfi sitt þ.e.a.s. byggingalegu hliðina þá er Alþjóðabankinn ein þeirra stofnana, sem veita lán til slikra. hluta. Ef um miklar framkvæmd- ir er að ræða er Alþjóðabankinn eðlilegur aðili að leita til. Ég kem til með að vera i þeim hópi manna, sem athuga i fyrsta lagi hvort þjóðin hafi ráð á þessu og þörf á þvi. 1 minn hluta kemur siðan að reikna út hvað sé þörf á miklum vistarverum. — Þú ert sem sagt hættur að teikna hús? — Já, fyrir löngu, nema ég geri það einstöku sinnum mér til gam- ans. Þó er þetta sama starfið á vissan hátt. Ég fæ tækifæri til að móta umhverfið alveg eins og arkitektinn, sem teiknar byggingar, en hef möguleika á að hafa áhrif á miklu stærra sviði. Ég fæ teikningar annarra til umsagnar og get þannig haft miklu róttækari áhrif. Hins vegar reyni ég að forðast að raska mikið hugmyndum annarra, nema ég sjái að þær séu algerlega rangar. — SJ Umboðsmenn: Velsmiöjan Logi, Sauðárkróki. Siguröur Jónsson plpu- lagningamaður, Húsavik. OFNASMIÐJA NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5, — Akureyri — Pósthólf 155. Simi 2-18-60. JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 emangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frían álpappfr með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville ! alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. JÖN LOFTSSON HF. wki Hringbrout 121 . Simi 10-600 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum fækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. - Sími 30501. —Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.