Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 4. niai 1975. Menn og málefni Framtíðarsýnir og framkvæmd Skyggnir menn á háum sjónarhóli Þau horfa I gegn um kýraugað, unga stúlkan og kunningi hennar. Llklega sjá þau ekki beint inn I framtlöina. En hún lifir Island aldamótanna, ungfrúin, svo að hún kemst aö raun um, hvernig það verður, þó að þaö birtist henni ekki strax. — Tlmamynd: Gunnar. Á öllum timum hafa verið uppi menn, sem rýnt hafa af kagaðar- hóli samtíðar sinnar inn á fyrir- heitna landið, viðlika og Móses af Nebó I Móabsfjöllum. Sumir hafa svo hvassa sálarsjón, að þeir sjá undralangt inn i móðuna eins og Jónas frá Hriflu gerði, er hann gekk ungur fram á vigvöllinn með fullmótaða stefnuskrá til að fylgja næstu áratugina — aðrir glámskyggnir eins og Gissur Þor- valdsson, sem i valdastreitu sinni keypti sér jarlstign og svipult for- ræði fyrir frelsi föðurlands sins og felldi á sig skugga, er aldir hafa ekki megnað að lauga af honum. Eitt frægasta dæmi i sögu þjóð- arinnar um stórbrotnar framtið- arsýnir er tengt nafni Skúla fógeta, Magnúsar Gislasonar á Leirá og nokkurra samtiðar- manna þeirra, sem mitt i armóði og lægingu átjándu aldar ætluðu sér hvorki meira né minna en gera þá atvinnubyltingu, sem umsteypti þjóðfélaginu til nýrra mannlifshátta. Þeir ætluðu með voldugu átaki að koma á nýjum búskaparháttum i sveitum, nýj- um veiðiháttum og verkunarað- ferðum i fiskiverum, færa verzlunina i skaplegt horf og iðn- væða þjóðina að dæmi sinnar ald- ar I öðrum löndum. Það var mikil djörfung að láta sig dreyma um slikt i spenni- treyju ómennskra verzlunar- fjötra, örfáum áratugum eftir hina mestu óöld i allri stjórnsýslu i landinu, jafnvel þótt nokkur þiöa væri i lofti, konungsmenn farið að óra fyrir þvi, að hjálendan gerðist fjaðrafár fugl, ef aldrei væri að öðru hugað en reita hana inn að kviku, og islenzkir menn hefðu i fyrsta skipti um langar aldir ver- ið settir i hin æðstu embætti i landinu. Sannfæringarkraftinn, sem bar hugsjónir þeirra Skúla uppi, má marka af þvi, að þeim tókst að fá stórfé til þess að hrinda fyrirætlunum sinum i framkvæmd, þó að aðsteðjandi harðæri, ofmat á endurnýjunar- mætti þjóðarinnar, margvisleg mistök brautryðjendanna og and- róður þeirra, sem sáu hagsmun- um sinum teflt i tvisýnu, dæmdu þjóðbyltinguna miklu til þess að renna út i sandinn. Fyrir hálfri öld Hverfum nú frá löngu liðinni tið, og hugsum okkur mann á sjónarhóli islenzks þjóðlifs fyrir hálfri öld. Við vitum að visu ekki til neinnar fullnustu, hvað honum ber fyrir sjónir, þegar hann reyn- ir f krafti óska sinna, vona og drauma að særa framtiðarlandið til móts,við sig úr fylgsnum ára, sem ekki eru runnin upp. En hann hlýtur einnig að svipast um i samtiðsinni, þvi að hún er alltaf tjaldstaðurinn, þaðan sem ferðin skal hafin. Þar stöndum við betur að vigi, þvi að engin vandkvæði eru á þvi að gera sér grein fyrir mannfélaginu eins og það var ár- ið 1925. Landið var hið sama og nú og fyrr i þeim skilningi, sem vakti fyrir Bjarna Thorarensen, þegar hann vitnaði til Keilis og Esju i kvæði sinu, en þó allt annað á annan veg metið. Höfuðborg á stuttbuxum Reykjavik var kotbær með á milli tuttugu og þrjátiu þúsund Ibúa f lægðinni milli Skólavörðu- hæðar og Landakotshæðar með dálitla hala, sem teygðu sig i ýmsar áttir, að meginuppistöðu samsafn járnklæddra timburhúsa við gangstéttar fáar moldargöt- ur, ásamt nokkrum hverfum steypuhúsa af misjafnri gerð. Innan um voru hús með öðru svipmóti, lfkt og skrautleg garð- blóm við troðna stiga og bældar flatir — rismiklir og flúraðir bú- staðir efnaðra embættismanna og togaraskipstjóra og rikra kaup- manna og stórútgerðarmanna, þar sem réttlitlar vinnukonur „þénuðu”, burstandi svarta kola- ofnana og titlandi og þérandi frúna, þegar hún sigldi hátignar- lega inn i eldhúsið til eftirlits. Við hús venjulegs fólks voru nokkur kartöflubeð, jafnvel hænsni i umgirtum kofa I einhverju horninu, þaðan sem hvellt hanagal barst I morgunsárið. Grautinn sinn og fiskinn, kaftöflurnar og eggin, sauð fólk á gasvélum — rafmagn þó fyrir skömmu komið til lýsingar, viðast hvar. Mjólkin kom, naumt skömmtuð þó i flösk- um eða brúsum frá þeim, sem kúabú áttu í grenndinni. Þá voru engar stjórnarráðs- byggingar nema gamla húsið við Lækjartorg, sem endur fyrir löngu var byggt til þess að hýsa fanga, ekkert þjóðleikhús, engin útvarpsstöð, ekkert þjóðminja- safnshús, engin sundhöll, engin gistihús nema Hótel Island og Hótel Hekla og önnur veitingahús af Fjallkonu-taginu. Landsima- stöðin var enn f gömlum timbur- hjalli. Háskólinn ungaði út fáein- um embættismannaefnum á ári i herbergiskrilum f miðbænum, á- móta og skúffum i kommóðu kyrrstæðs þjóðfélags, og allt var melurinn ber, þar sem nú eru há- skólabyggingarnar. Landspitali var enginn til, og einu sjúkrahús- in nærlendis, svo að nefnandi sé, voru gamli Landakotsspi'talinn, reistur og rekinn af kaþólsku góð- verkafólki, holdsveikraspitalinn i Laugarnesi, gefinn af dönskum á- hugamörinum, berklahælið á Vífilsstöðum, komið upp af fé- lagssamtökum hugsjónamanna, sem ofbauð, hvernig svipa hvita- dauðans lemstraði æskulýð landsins, og loks Kleppsspítalinn af þeim stofni, er heyrði til þeirri tið. Höfuðborg Islands var sem sé enn á suttbuxum. Kolatogarar og stakkstæði Auðsuppspretta meginhluta þeirra bæjarbúa, er meira höfðu en málungi matar, voru tuttugu og sex kolatogarar, þar sem þvi höfðu fyrir fáum misserum verið naumustu takmörk sett með vökulögunum, hvað harðlyndir og orkumiklir húsbændur og yfir- menn gátu þröngvað áhöfninni til þess að standa lengi á fótunum — hásetakaupið var tvö hundruð og sextiu krónur. Eins og skuggi i baksýn var svo það, að fast að þvi árlega fórst eitthvað af þessum skipum, án þess að gripið hefði verið tií skipulegs allsherjarvið- náms til þess að draga úr þess konar mannfórnum. Mestu verkstöðvarnar á landi, sem auðguðu þjóðarbúið, voru fiskverkunarstöðvarnar og stakkstæðin, þar sem karlar og konur roguðust með handbörúr, vagnar runnu á teinunum og sóí kyssti flattan þorskinn á heiðum vordögum. Litið í kring um sig í þorpi 1 mörgum kauptúnum og kaup- stöðum úti um landið var enn öld Bogesenanna, sem sumir áttu þorpin sin meö húð og hári. Að eiga búð og vélbáta var lykillinn að tign þorpshöfðingjans, en undirsátarnir drýgðu stopula at- vinnu I skjóli hans með þvi að eiga kú og nokkrar kindur. Allt gat farið i kaldakol á einni nóttu, ef Bogesen þóknaðist að fara á hausinn eða flytjast burt með af- raksturinn af vinnu litils samfé- lags. Á sumrin var haldið i sild, sem veidd var I herpinót með tilstyrk nótabáta. En sildveiðarnar voru reknar undir annarlegri stjörnu. Útlendingar áttu allar sildar- bræðslur I landinu nema nýtil- komna Hesteyrarverksmiðjuna, risna á rústum hvalstöðvar, og sildarsöltun var þess konar happ- drætti að vá var fyrir dyrum, hvort heldur veiðin var litil eða mikil, þvi að skilulagslaus sam- keppni kollvarpaði þá eðlilegu verðlagi. Lögmálið góða um framboð og eftirspurn sagði þá kaupendunum að biða réttar stundar og seljendunum að undir- bjóða granna sinn. Engin frystihús voru til, vatns- bólin svo til alls staðar brunnar milli húsa eða lækir, raunveruleg gatnagerð utan sjónmáls, hita- veitur margar, rastir fyrir jörð neðan. Hafnarmannvirkin voru, þegar vel var, bryggjur og ból- verk, þar sem fornir skriðjöklar höfðu arfleitt landið að lygnum og djúpum fjörðum og hafstraumar aukið við eyraroddum. Hin eina raunverulega höfn landsins, Reykjavikurhöfn, var lfkt á sig komin og fokhelt hús, þar sem innri smið vantari meginþáttum. Vitar voru strjálir og ófullkomn- ir, smárafstöðvar næstum þvi fá- gæti á borð við hvit krækiber — Elliðaárvirkjun og Glerárvirkjun nýkomnar til sögunnar. Óvegað land og vanbyggt Engum þarf að segja, að fyrir fimmtiu árum höfðu íslendingar þau ein kynni af flugi, að all- margir höfðu flugvél séð. Flugfé- lag hafði að visu verið stofnað, en það var eins og barn, sem borið er fyrir timann. Aftur á móti er ekki vist, að allir átti sig á þvi, að veg- ir út frá Reykjavik, akfærir að nafni til, náðu þá ekki nema upp á Kjalarnesi og austur I Rangár- vallasýslu. Frá Akureyri varð komizt á bil nokkuð fram i fjörð, og brýrnar á Eyjafjarðará voru nýreistar. Annars höfðu fá stór- vötn verið brúuð frá þvi á siðustu áratugum nitjándu aldar og fyrstu árum hinnar tuttugustu. Verkfræðingurinn i rfkisstjórn- inni, sem átti draum um gull- krónu I mannfélagi, þar sem allir straumar hefðu hæga ferð, hafði gert um það áætlun, hversu marga áratugi tæki að koma ak- vegi norður yfir heiðar. Meginsamgöngurnar voru þess vegna með bátum og skipum með ströndum fram, engum dýrðar- fleytum, en á landi var hesturinn með reiðtygi eða klyfjar, er flest- ir urðu að treysta á. Kjötið var enn helzta markaðsvaran og samningar um saltkjötssölu til Noregs mál, sem sifellt var á dagskrá. Afarviða voru enn torf- bæir, sums staðar jafnvel lang- viöast I heilum sveitum i megin- héruðum, en annars timburhús eða steinsteypt með reiðing eða mómylsnu að veggjartróði til ein- angrunar. Bændur áttu ekki á vis- an að róa um fyrirgreiöslu eða lán til bygginga á jörðum sinum, svo að leið- in til húsabóta var torsótt. Olfulampar voru til lýsingar inn- an bæjar, en þegar farið var i hlöður eða gripahús, tóku menn sér lukt I hönd. örfáir bændur höfðu virkjað bæjarlækinn til heimilisnota — Helgi I Þykkvabæ, sem i slikt stórvirki réðst nálægt árinu 1913, Guðmundur i Stóra- Fjarðarhorni, feðgarnir á Fagur- hólsmýri, Karlsskálabræður, svo að nokkrir séu nefndir, að ó- gleymdum Bjarna i Hólmi, er mestur varð ljósberi sveitanna, áður en hin raunverulega raföld hófst. Búreykur í veldi sóleyjanna Enn voru tún viða ógirt, svo að verja varð völlinn, vatnsleiðslur ókomnar i bæi og gripahús, mór og skán eða hris helzta eldsneyt- ið, og oftast hið eina. Þá lyppaðist búreykur enn upp um reykháfa og strompa á kyrrum morgnum. Ræktun var skammt á veg komin, þótt stórvirkar vinnslu- vélar hefðu verið reyndar, ristu- s'paðinn enn I gildi I striðinu við þúfnakargann, og veigamiklar jarðyrkjuframkvæmdir einkum áveiturnar, ræktun Vetrarmýrar- innar á Vifilsstöðum og Korpúlfs- staðatúnið i uppsiglingu. Sláttu- vélar, sem dregnar voru af hest- um, vo'ru ekki i eigu nema fárra bænda, sér I lagi þeirra, sem áttu yfir sléttum og viðáttumiklum engjalöndum að ráða. Tilbúinn á- burður var svo til ekkert notaður, og túnin loguðu enn isóleyjum um Jónsmessuleytið, fóðurbætir ef nokkur var saltsild i tunnum, sem mörgum urðu erfiðar i aðdrætti. Fábrotið skólakerfi Skólakerfi landsins var næsta fábrotið. Hér og þar um landið voru sveitir, þar sem ekki voru einu sinni farkennarar til barna- fræðslu, heldur hvildi hún ein- vörðungu á heimilunum. Mennta- skóli var einn og gagnfræðaskólar þrir — i Reykjavik, Hafnarfirði og á Akureyri. Tveir kvennaskól- ar stóðu á gömlum merg, i Reykjavik og á Blönduósi, stofn- aðir af áhugafólki og bornir uppi af þvi Alþýðuskólar i sveitum fjórir — Hvitarbakkaskóli, sem Sigurður Þórólfsson stofnaði, Núpsskóli séra Sigtryggs og Laugaskóli Arnórs Sigurjónsson- ar, allir tilkomnir vegna logandi löngunar einstakra manna til þess að mennta og fræða og styrktir til starfa með samtökum, ábyrgðum og framlögum i heimahéruðum, og loks Eiða- skóli, sem rikið tók upp á sina arma I bjartsýniskasti — alþingi þó uggandi um, að fleiri myndu á eftir koma og jafnvel flest héruð landsins gerast svo áleitin að vilja fá alþýðuskóla með likum kjörum. Bændaskólar voru að sjálf- sögðu á Hvanneyri og Hólum, hjúkrunarkvennaskóli og ljós- mæðrafræðsla i Reykjavik, og þar var kennaraskóli, iðnskóli, stýrimannaskóli og vélstjóra- skóli. Málleysingjaskólinn mun hafa verið eina stofnunin, þar sem reynt var að bæta úr vand- kvæðum minnihlu tahóps . Verzlunarskólann og Samvinnu- skólann ráku þeir aðilar, sem þurftu að ala upp starfsfólk á við- skiptasviðinu. AAannréttinda- þáttur Varla þarf orðum að þvl að eyða, að alþýðutryggingar voru engar, eftirlaun engin nema emb- ættismenn ættu hlut að máli, bæt- ur engar þeim til handa, sem höll- um fæti stóðu. Sveitin var eina at- hvarf þeirra, sem ekki gátu séð sér farborða, til dæmis vegna langvarandi sjúkleika, sveitar- styrkurinn naumt skorið náðar- brauð, sem sjaldan var veitt með gleðibragði, en oft smurt hnýfil- Framhald á bls. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.