Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 4. mai 1975. Sunnudagur 4. mai 1975. TÍMINN 15 Hvað gera þan í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? H\að gera þau í tómstundúnum? Greinaflokkur H\að gera þau i tómstundunum? ekki tómstundastörf sin vegna þess aB hann sé yfirþreyttur maður eða kvalinn af starfi sinu. Siður - en svo. Tómstundavinna hans á ræturi færni hans sjálfs og fjölbreytilegum hæfileikum. Bilasmiðar á Eskifirði, húsasmiðar i Reykjavik Hér er nú Róbert til okkar kominn, og við skulum ekki hafa formálann lengri, heldur byrja á spurningunum. — Hvenær byrjaðir þú að hafa einhver hjáverk meðfram aðal- starfi þinu, Róbert? — Strax. Alls konar dútl og fönd- ur hefur fylgt mér slðan ég var bam og unglingur austur á Eski- firði. Hús foreldra minna stóð ofarlega I þorpinu, fjallshliðin var fasthjá, og við strákarnir lékum okkur alltaf þarna uppi i brekkunum. Við bjuggum okkur til sjálfstætt vegakerfi, enda þurfti þess með, þvi að bilakostur var mikill. Við áttum tuttugu bila, þegar flest var, og þeir voru allir smiðaðir af mér. Það voru mfnar fyrstu smiðar.enaö visu ekki þær siðustu. Ég hef alltaf haft gaman af að handleika hamar og sög, en auðvit;að er ekki þar með sagt, að það séu nein ósköp, sem eftir mig Hggja. — Smiðar þú ekki alltaf hér heima fyrir? — Ég grip i að laga, þegar þess þarf með, og geri svona það nauðsynlegasta, en lltið meira nú orðið. — Byggðir þú ekki sjálfur ibúðar- hús þitt? — Ekki þetta hérna, nei, það var húsið i Smáibúðahverfinu. Árið 1952 byrjaöi ég á fbúðarhúsi i Melgeröi 5 i Sogamýrinni. Þá var Innflutningsnefnd enn við lýði, og þeir sem voru að byggja þurftú oft að standa i biðröð.sern náði alla leið frá Arnarhvoli að húsi Jóns Þorsteinssonar, áður en þeir komust á skrifstofu Innflutnings- nefndar á annarri hæö f Arnar- hvoli. Það gat farið heill dagur I þetta, og það þótt erindiö væri ekki meira en fá leyfi fyrir nokkr- um spýtum, járni eða sements- poka. Fjárhagurinn leytði ekki að keypt væri vinna nema eins litið og framast var hægt að komast af með, svo ég sló upp mótunum sjálfur, og upp úr grunninum mokuðum við hjónin i sam- einingu. Stundum komu sam- starfsmenn minir úr leikhúsinu og hjálpuðu mér, og þá reyndi ég alltaf að koma þvi á þá að hreinsa sementið af mótunum, þvi að það þótti mér svo leiðin- legt! Um haustið, þegar fór að verða meira að gera i leikhúsinu, fór ég oft inneftir á kvöldin og var þá að smiða til klukkan þrjú á næturnar. Það var feikilega gaman, þótt það væri erfitt. Þetta gerðu lika allir, svo að ég var hvorki einmana, né heldur að ég fyndi til þess að ég væri á neinn • hátt öðru visi en nágrannar mlnir, þótt ég væri að þessu. Það var mikill byggingahugur i mörg- um á þessum árum, en nefndirnar sem alls staðar riðu húsum, geröu mörgum lifið leitt. Tók það ráð að smiða húsgögnin sjálfur Svo kom aö þvi að ég seldi hús mitt i Melgerði 5 og keypti Ibúð i Alfheimum. En fyrir átta árum fluttist ég hingað i Kópavog og keypti þetta hús hér við Hóf- gerðið. Það er múrhúðað timburhús, og tekið að eldast og þegar ég kom hingað, þarfnaðist það nokkurra endurbóta. Mér finnst alltaf kostur á húsum, þegar þau veita eitthvert svigrúm til athafna, og er ekki að orð- lengja, að þessu húsi hér hefur verið breytt mjög verulega. Og þaðhef égallt gert sjálfur. Ég sá, að með þvi gat ég gert tvennt i einu: Lagað hús mitt og breytt þvi eftir minu höföi, og fengið um leið útrás fyrir smiðaáráttu mina. — Hefur þú ekki smiðað innan- stokksmuni i húsin þin þegar þau sjálf voru fullgerð? — Ég veit ekki, hversu viröulegt orö við eigum aö nota um þær smiðar. Jú, þegar húsið mitt i Melgeröinu var komiö undir þak, voru ekki til nein húsgögn i það — og þar að auk ekki til neinir peningar til þess að kaupa hús- gögn fyrir. Hér var þvi ekki nema um tvennt að ræða: að duga eða drepast, liggja á gólfinu eða aö reyna að bjarga sér Ég brá á það ráð, sem mér þótti vænleg- ast i svipinn, fór til gamals vinnu- veitanda mins, sem ég hafði áður unnið hjá, en hann flutti inn smlðaáhöld og byggingarefni. Þama fékk ég gabónplötur, sem höfðu verið yzt i pakka og voru gallaðar á jöðrum, og voru þvi litt seljanlegar. Þessar plötur fékk ég fyrir mjög aðgengilegt verð, dröslaði þeim heim kjallarann hjá mér, klambraði saman hefilbekk og smiðaborði, hengdi verkfærin sem ég átti upp á vegg og fannst þetta þar með orðið harla gott smiðaverkstæði. Siðan tók ég til starfa, og má segja, að þama hafi ég smiðað öll þau hús- gögn, sem við hjónin þurftum að nota á næstu árum. — Attu ekki eitthvað af þessum húsgögnum ennþá? — Það er nú orðið litið. Dætur okkar hjónanna uxu úr grasi, eins og lög gera ráö fyrir, og flugu úr hreiðrinu. Þegar þær voru aö byrja að búa, var auðvitað ekki úr alltof miklu að spila hjá þeim, svo að ég eftirlét þeim smám saman þessa virðulegu smiðisgripi mina. En fleira kom til. Sum gömlu húsgögnin, sem ég hafði smiðað, gengu svo úr sér, að við þau var ekkert að gera, annað en að aka þeim á haugana, og lentu 6vi þangað. Nú er ekki eftir hér eima, nema þrir stólar, sem ég hef tekið svo mikilli tryggð við, að ég hef ekki timt aö láta þá frá mér, hvorki á haugana né annað. ,,Hérna úti á lóðinni er skúr, fullur af spýtna- rusli og verkfærum.” — Ekki ertu hættur að smiða þótt þú sért kominn i ágætt hús, og hafir löngu birgt þig upp að hús- gögnum? — Ég er steinhættur að smiða húsgögn, enda er vist nóg komið afþeim! En ég kann alltaf vel við mig með hamar og sög á milli handanna og grip hvert tæk- færi sem býðst til þess að föndra eitthvað. Þessu húsi hér fylgir stór og mikill garður, og ég er svo heppinn, aö viðhaldið á honum krefst dálftillar smiðavinnu. Og sú vinna hefur lika þann kost, að hún er unnin utan dyra. Hérna úti á lóöinni er skúr, fullur af spýtna- rusli og verkfærumÞau voru vist ekki mörg eða nýtizkuleg, tækin, sem ég hengdi hróðugur upp á vegg i kjallaranum i Melgerði 5 fyrir rösklega tuttugu árum, og vist hefur smiðaáhöldum minum fjölgað siðan þótt varla geti ég sagt að ég eigi gott áhaldasafn. Það var ekki fyrr en i fyrra, sem ég eignaðist vélknúna sög með viðeigandi búnaði, en hún hefur lika veriö óspart notuð, siðan hún kom I mina eigu. — Hér er parket á stóru stofugólfi. Varla hefur þú lagt það sjálfur? — Jú, ég baukaði nú við það i tómstundum minum, en það er varla hægt að kalla það neinn sér- stakan myndarskap. Þetta er svokallaö fljótandi parket, það er hvorki límt né neglt niður, heldur er lagöur undir það sérstakur pappi til þess að einagra það frá steininum, en það er ekki neglt á grind, eins og þó er algengt að . gera. Já, ég hafði ákaflega gaman af að raða þessu saman, þótt ég, eins og ég sagði áðan, telji þaö ekki neitt sem ástæöa sé til að hæla sér af. Tvisvar hefur silfurlampinn frægi falliö Róbert Arnfinnssyni I skaut. Og hér gefur aö lfta lampana tvo, ásamt blaöagreinum um þau verk, sem Róbert fékk viöurkenninguna fyrir. STARF LEIKARA er lifrænt og viðburðarikt. Hann kynnist mörgum, ekki aðeins flytjendum og njótendum leikbók- mennta, heldur líka þvi ágæta fólki, sem aldrei hefur verið til, nema i huga einhvers leikrita- höfundar. Leikarinn þarf að læra að skilja það fólk, sem hann tekur þátt i að skapa, og leikari, sem gæddur er miklum hæfileikum, hlýtur alltaf að fá mörg og ólik verkefni við að glima. Þessu fylgir ærin tilbreytni, og þvi liggur nærri að láta sér detta i hug, að leikarar hafi minni þörf fyrir tómstunda vinnu en margir aðrir. Og þó er ekki vist, að málið sé alveg svo einfalt. Ef til vill getur sjálf fjöl- breytnin orðið þreyt- andi. Róbert Arnfinnsson leikari, sem hér veröur rætt við, stundar Róbert Arnfinnsson Stólarnir þrfr, þeir einu sem eftir eru af húsgögnunum, sem Róbert Arnfinnsson smiöaöi sér foröum. „Ég hef aldrei verklaus verið,’T segir Róbert Arnfinnsson leikari í þessu viðtali, en hann iðkar smíðar, hljóðfæraleik og sitthvað fleira í frístundum sínum, enda hefur hann alveg losnað við tómleikann, hinn leiða fylgifisk margra nútímamanna Lesmál: VS. Myndir: Gunnar i vinnuherberginu. öll húsdýraeignin eru þrir svartir hundar — Nú ert þú alinn upp úti á lands- byggðinni og hefur átt heima i út- jörðum á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Hefur þig aldrei langað til þess að eiga skepnur? — Þegar ég var drengur að alast upp austur á Eskifirði, eignaðist ég svartan hund. Þegar ég var kominn hingaö til Reykjavikur og farinn aö búa i Melgerði 5 I Soga- mýrinni, eignuðumst viö annan hund, og svo vildi til, að hann var lika svartur, þótt ekki væri ég neitt sérstaklega að sækjast eftir þeim lit. Svo liöu árin. Þegar við vorum komin hingað i Kópavoginn, fór ein dætra okkar fram á að fá hund i afmælisgjöf, en mér tókst ekki að útvega hann fyrir þann tima. Það var ekki auðveldra en svo að verða sér úti um þá hér á þeim árum. En svo gerðist það einn góöan verðurdag að samstarfs- maður minn I leikhúsinu kom til min blaðskellandi og sagði, að fyrir tilviljun gæti hann útvegað mér hund. Systir þessa ágæta mannshafði látð frá sér hund, en fengið hann endursendan, og nú stóð hann mér til boða. Jú, mikil ósköp, ég þaut af staö heim til konunnar og sótti hundinn. Hann var svartur eins og hinir. — Gátu ekki kynni þin við gulu tikina hans Bjarts i Sumarhúsum kveikt I þér löngun til að eignast eina slika? — Nei, ekki fór nú svo, og voru þó kynni okkar og samstarf meö miklum ágætum, bæöi á leiksviöinu á meðan veriö var að leika Sjálfstætt fólk, og utan þess, þegar ég var að hæna hana að mér meðan á æfingum stóð. Siðasta reynsla min af hunda- haldi hér varð ekki nógu góö, þegar til lengdar lét, enda er lög- gjöfin um þau efni heldur neikvæð I garö hundaeigenda. Auk þess kom fleira til: Eftir að ferðir minar til útlanda urðu tfðari og dvalirnar lengri, varö æ erfiðara að vera meö skepnur hér heima. Það er hvorki hægt að skilja hund eftir einan i ibúðinni, þegar lagt er upp i langferö, né heldur að koma honum fyrir annars staðar. Fáir kæra sig um slikt „tökubarn” og þar að auki viðbúið, að hundurinn yrði ókyrr og erfiður á ókunnugum stað. Annað húsdýrahald hefur alveg fariö fyrir ofan garö og neöan hjá mér. Hestamennska er vinsæl, og hún virðist vera að ná sifellt meiri og meiri tökum á samstarfs- mönnum minum ileikarastétt, en þar er ég ekki með. Ég held, að égeigi ekki eftir að stunda hesta- mennsku, og geri tæplega ráð fyr- ir öðru húsdýrahaldi en hér hefur veriö talað um. Ætli ég láti mér ekki nægja þessa þrjá svörtu hunda,sem orðiðhafa á vegi min- um. úrklippusafnið fyllir fjörutiu möppur — Finnst þér þú ekki hafa mis- jafnlega mikla þörf fyrir tómstundavinnu þina, eftir þvi hversu erfið þau hlutverk eru, sem þú ert með á prjónunum? — Jú, það er talsvert til i þvi. Sum hlutverk eru þannig, að ógemingur er að gefa neinu öðru gaum á meðan verið er aö vinna að þeim. Þá kemst ekkert tóm- stundadútl að. En þetta er ákaf- lega misjafnt. Og einn þáttur tómstundavinnu minnar er beinlinis tengdur leikhúsinu. — Nú gerir þú þá fleira en aö smiða, þegar þú átt fri? — Já, já, margt fleira! Frá þvi að ég kom fyrst fram sem statisti i Vopnum guðanna hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1943, hef ég safnað öllum blaðaumsögnum og blaöadómum um þau leikrit, sem ég hef tekið einhvern þátt i. Möppur með þessum úrklippum eru orðnar fjörutiu, og það liggur þegar mikil vinna i þvi að koma þvi öllu fyrir. Þegar annrikiö i Framhald á 17. siöu. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinafiokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.