Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. mai 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 13 — Við hverju var að búast? Rambo fór úr jakkanum. — Þar byrjaðru aftur. Ég sagði stígvélin fyrst. — Gólfið er blautt. — Ég sagði þér að fara inn í klefann. — Ég ætla ekki inn f yrr en ég þarf. Hann braut saman jakkann, gaut augunum á blautt gólf ið og lét jakkann á stigariðið. Hann lét stígvélin við hlið jakkans, fór úr bux- unum, braut þær saman og lagði þær ofan á jakkann. — Hvaða ör er þetta ofan við vinstra hnéð á þér? spurði Teasle. — Hvað gerðist? Rambo svaraði ekki. — Það likist skotsári, sagði Teasle. — Hvar fékkstu þetta? — Sokkarnir mínir blotna á gólfinu. — Farðu úr þeim. Teasle varð að stíga skref aftur á bak við að verða ekki fyrir sokkunum. — Farðu nú úr skyrtunni, sagði hann. — Til hvers? Ertu enn að leita að persónuskilríkjun- um? — Við skulum segja, að ég vilji leita nákvæmlega. Ég ætla að athuga hvort þú hefur falið eitthvað í handar- krikanum. — Hvað til dæmis? Eiturlyf? hass? — Hver veit? Annaó eins hefur hent. — Ekki með mig. Ég hætti slíku fyrir löngu. Það er meira að segja ólöglegt. — Fyndið hjá þér. Komdu þér bara úr skyrtunni. Ungi maðurinn gerði nú í fyrsta skipti eins og honum var sagt. En hann tafði tímann eins og hann gat. Harðir magavöðvar hans sáust. Yf ir brjóstkassa hans lágu þrjú stór ör. — Hvaðan er ÞETTA komið? Hnífsör? Teasle spurði í undrun. — Hvern f jandann hefur þú eiginlega haft fyrir stafni. Rambo gaut augunum á loftljósin, en svaraði ekki. Svart háríð á brjóstkassa hans myndaði þríhyrning. Tvö örin skárust inn í hann. — Réttu upp hendurnar og snúðu þér við, sagði Teasle. — Þess gerðist ekki þörf. — Ef til væri f Ijótlegri aðgerð við að leita á þér, hefði ég fundið hana. Snúðu þér við. Bak Rambos var alsett óreglulegum örum þvert og endilangt. — Guð hjálpi mér, sagði Teasle. — Hvað er að gerast? Þetta eru ör eftir svipuhögg. Hver hefur hýtt þig með svipu? Rambo svaraði ekki. — Skýrslan frá ríkislögreglunni verður svei mér at- hyglisverð.... Hann hikaði. Nú var komið að því, sem honum féll verst. — Jæja, farðu nú úr nærbuxunum. Rambo horf ði á hann — og horf ði enn á hann. — Horfðu ekki á mig svona uppburðarlaus, sagði Teasle. Honum féll þetta illa. — Þetta mega allir þola.* Þeir eru enn skírlífir þegar ég er búinn. Hysjaðu niður um þig nærbuxurnar. Það dugar. Ekki niður fyrir hné. Ég vil ekki sjá meira af þér en ég þarf. Ég verð að at- huga hvort þú hef ur falið eitthvað. Beittu f ingurgómum annarrar handar. Teasle hélt sig í hæfilegri fjarlægð og skoðaði nára hans frá ýmsum hliðum. Nú var komið að því versta. Hann hefði falið það einhverjum eins og Galt, en Teasle var illa við að koma leiðindaverkum yf ir á aðra. — Snúðu þér við, og beygðu þig fram. Ungi maðurinn leit fast á hann. — Gamnaðu þér með einhverjum öðrum. Ég hef fengið nóg af þessu. — Þú hlýðir. Ég hef ekki minnsta áhuga á bakhlutan- um á þér nema þú haf i falið þar eitthvað. Gerðu eins og þér er sagt. Láttu mig sjá upp endaþarminn á þér. Svona nú — mér geðjast ekki að slíku útsýni. Þetta dugir. Þegar ég vann í Louisville komst ég einu sinni í tæri við fanga, sem hafði troðið þriggja þumlunga kuta í I eðurhylki upp í endaþarminn. Ég skildi aldrei hvernig hann gat setið. Að ofan mátti heyra í Galt, sem opnaði hurðina. — Þú mátt taka upp um þig. Þú hefur ekkert falið, sagði Teasle. Hann beið þess að heyra Galt loka og læsa hurð- inni. Þar næst kom Galt niður steinsteypt þrepin og dró fæturna eftir steininum. Hann hélt á upplituðum galla samfestingi, þunnri dýnu, og gúmmilaki ásamtgrárri á- breiðu. Hann leit á Rambo, þar sem hann stóð á nærbux unum. Svo sagði hann við Teasle: — Ward var að hring ja út af stólna bílnum. Hann fannst í grjótnámu hérna noðurfrá. — Segðu honum að vera kyrrum. Láttu Singleton hringja í ríkislögregluna og panta fingrafarasérfræð- ingana. Galt f ór inn í klefann og Rambo á eftir honum. Svolítið skvamp heyrðist þegar naktir fætur hans stukust við blautt gólfið. — Ekki strax, sagði Teasle. — Reyndu að ákveða þig. Fyrst viltu mig inn í klefann. Nú viltu ekki að ég fari inn. Mikið vildi ég að þú vissir hvað þú vilt. — Ég vil að þú farir í sturtuna þarna. Ég vil að þú ber- háttir og skrúbbir þig rækilega áður en þú ferð í hreinan K I K U B B U R Fyrir utan, viö hallar- ÉgnæiþigJ íeftir augnablik' Djöfull. Sunnudagur 4. mal 8.00 Morgunandakt.Séra Sig- urður Pálsson flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sónata i C-dúr fyrir blokkflautu, sembal og selló op. 1 nr. 7 eftir Hándel. Franz Brugg- en, Bob Van Asperen og Anner Bylsma leika. b. 11.00 Messa I Kálfatjarnar- kirkju. (Hljóðr. viku fyrr). Prestur: Séra Bragi Frið- riksson. Organleikari: Jón G. Guðnason. Einsöngvari: Inga H. Hannesdóttir. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Um Landnámabók. Dr. Sveinbjörn Rafnsson flytur fyrra hádegiserindi sitt. 14.00 ,,Með brjóstið fullt af vonum”. Veiðiferð með togaranum Snorra Sturlu- syni RE 219. Annar þáttur Páls Heiðars Jónssonar. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tóniistarhátfð i Ohrid I Júgóslaviu. a. Erman Verda leikur „Pour le piano” eftir Debussy og Til- brigði op. 35 nr. 2 eftir Brahms um stef eftir Paga- nini. b. André Navarra og Andreja Preger leika á selló og planó Sónötu „Arpeggi- one” eftir Schubert. c. Einleikarasveitin i Zagreb leikur,Pintarichiana”, svitu eftir Papadopulo og „Forn lög og dansa” eftir Respighi. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni. 17.15 Tónlist eftir Francis Lai, 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið" eftir Jón Sveinsson (Nonna) 18.00 Stundarkorn með Bernard Kruysen, sem syngur lög eftir Gabriel Fuaré. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fornt riki i deiglu nýrra tima. Dagskrárþáttui um Eþiópiu. M.a. viðtal við Jóhannes Clafsson lækni og kristniboða. Einnig þjóöleg tónlist. 20.00 Tveir gitarar Ilse og Nicolas Alfonso leika tónlist eftir Bach. 20.10 „Dýralæknirinn ”, smásaga eftir Maxim Gorki Kjartan Ólafsson þýddi. Ævar R. Kvaran leikari les. 20.25 Tónlist eftir Josef Suk 20.55 „Kyssti mig sól” Dag- skrá um Guðmund Böðvars- son skáld, hljóðrituð I Nor- ræna húsinu 1. mars. Sig- uröur A. Magnússon flytur inngangsorð. Ingibjörg ' Bergþórsdóttir i Fljóts- tungu flytur erindi. Böövar Guömundsson syngur, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og óskar Halldórsson lesa úr ljóðum Guðmundar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiöar Ástvaldsson dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 5. mal 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05, Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Bragi Friðriksson flytur (a.v.d.v.). Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir les þýð- ingu sina á sögunni „Stúart litla” eftir Elwyn Brooks White (7). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Búnaöarþáttur kl. 10.25: Andrés Arnalds talar um ráð til eflingar eftirtekju I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.