Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 4. mal 1975. TÍMINN 21 HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS ★ ★ ★ ★ + ★ ★ ★ ★ FAAR HLJÓMSVEITIR hafa verið eins lengi I sviösljósinu og Hollies. Hún hefur starfað frá 1963 og sent frá sér (ef mér telst rétt til) 14 stórar plötur, að ógleymdum fjölda litilla platna, — og hafa a.m.k. 24 þeirra komizt á vinsældalista I Bretlandi, þar sem hljóm- sveitin á trygga aðdáendur. Nú hefur Hollies sent frá sér 15. plötuna: „Another Night”, og kom sú plata mér sannar- lega á óvart. A plötunni sýnir hljómsveit- in sinar beztu hliðar, og er það sem fyrr hinn stórgóði söngur Allan Clarke sem heldur uppi merki „gömlu Hollies”. Hann er það eina á plötunni, sem gefur til kynna, hverjir þar' eru á ferðinni. Hollies hafa færzt út i soft- rokk, — það má heyra á þess- ari plötu, þar sem kassagitar- inner öspartnotaður, og fellur hann einstaklega vel að rödd- uðum söng. Another Night er fersk plata, sem létt er yfir, og get ég með sanni sagt, að öll lög plötunnar eru góð, og mörg þeirra gjandi góð, — t.d. Sandy, sem er eitt fallegasta og skemmtilegasta lag, sem ég hef heyrt lengi. Að lokum má geta þess, að nýlega kom til landsins i fyrsta sinn bandariska útgáf- an af „Hollies Greatest Hits”. Plata þessi er gott yfirlit yfir lög þeirra á undanförnum ár- um, og má þar nefna „Bus Stop”, „Carrie-Anne”, „Stop, Stop, Stop”, og „He Ain’t Heavy, He’s My Brother”. ★ ★★★”*- HLJÓMSVEITINA Ace (As- ana) skipa fjórir Bretar, og eftir að hafa hlustað á þessa plötu þeirra, er vart annað hægt að segja en að þeir virð- ast hafa flest tromp á hend- inni. Tónlist sú, er Ace flytur er mjög blönduð, en svo virðist sem þeir sækji iitil áhrif til landa sinna i Bretlandi, þvi kokteillinn er með bandarisku bragði! Tónlistin þræðir hinn gullna meðalveg milli hard- rokksins og soft-rokksins, og það er silkimjúkur blær yfir tónlistinni, — þvi hún er afar vönduð og fáguð. Það má lieyra á undirleiknum, að westcoast-tónlistin hefur smitað þá, eins og má heyra að soul-rónlistin stingur nefi sinu niður I þessa blöndu, — og þegar á heildina er litið, er erfitt að flokka þá með öðrum hljómsveitum. Og þó, — einna mest líkjast þeir Steely Dan, — og segir það vist meira um Asana en mörg orð. Eitt er það þó, sem fer mjög miður á plötunni: Textarnir eru hrákasmið. G.S. ★ ★ + Hér er á ferðinni siðsta plata Mott The Hoople, a.m.k. um stundarsakir. Enn er þvl allt óráðið um framtið hijóm- sveitarinnar. Eins og nafn plötunnar ber meö sér, er hún tekin upp á hljómleikum, — fyrri hlið plötunnar á hljóm- leikum I New Vork 1974 og B-hliðin á hljómleikum i London í desember 1973. A plötunni eru fiest lög hljómsveitarinnar, er vinsæl- ust urðu siðustu árin, t.d. „All the Way From Memphis”, „All the Voung Dudes” (eftir Bowie) og „Rock’N’Roll Queen.” Allt eru þetta ágætis- lög, sem og mörg önnur lög plötunnar. Einn stór galli er þó á þessu öllu, — platan er illa upp tekin, og það svo, að hljóðfæraleikurinn verður oft að drynjandi „sándi”, og söngur Ians Hunter drukknar oft i gauragangnum. Þetta er svo stór galli, að platan er dæmd til að misheppnast. Hljómplötudeild Faco hefur lónað Nú-jtímanum þessar plötur Antonio Torres Jurado (1817—1892) að smiða gitara (eftir að hafa lært listina á vinnustofu José Pernas i Gran- ada) er mörkuðu timamót i allri gitarsmiði, og i samráði við vin sinn Julian Arcos gitarleikara, hófst hann handa um að full- komna gitarsmiði þeirra tima. Árangur þeirra lagði grundvöll að þeirri gitarsmiði er ennþá er notuð i dag. Þeir stækkuðu búk hljóðfærisins, lengdu hina sveiflandi lengd strengjanna i 650 mm og höfðu gripbrettið al- veg slétt (var haft ávalt áður) og breikkuðu það i um það bil 5 cm við söðul. Á seinni hluta 19. aldar hafði vinsældum gitarsins hnignað mikið. Spánverjinn Francisco Tárrega (1851—1909) hélt áfram starfi samlanda sinna, Aguado og Sor. Tárrega var útskrifaður úr Tónlistarskólanum i Madrid, þar sem hann vann fyrstu verð- laun fyrir tónsmiðar og hljóm- fræði, og varð þar siðár prófess- or i gitarleik. Hann endurbætti tæknilegu hliðina á gitarleikn- um og lagði þar með grundvöll að þeirri tækni, sem notuð er i dag. Hann lagði meðal annars grundvöll að „fasta áslættin- um” (apoyando), og benti á mikilvægi baugfingurs hægri handar, er hann hafði fram að þvi verið litiö sem ekkert notaður. Hann fann upp og grundvallaði „spænsku tæknina” við tón- myndunina á gitarinn. Hann skrifaði einnig margar mjög mikilvægar æfingar. Tárrega umskrifaði verk næstum allra sigildu tónskáldanna fyrir gitar. Meðal þeirra má nefna Bach, Beethoven, Mozart, Haydn og spænsku tó'nskáldin Albeniz og Granados. Eftir að Albeniz hafði eitt sinn heyrt Tárrega leika á gitar verk hans, er Tárrega hafði umskrifað fyrir gitar, sagði hann, að gitarút- setning Tárrega væri fremri þeirri er hann hafði sjálfur sam- ið fyrir pianó. Þessar útsetning- ar Tárrega, leiknar af gitarleik- urum viða um heim, urðu upp- haf þess að mörg virt tónskáld fóru að semja fyrir gitarinn. Meðal þeirra má nefna: Manuel de Falla, Carlos Pedrell, Manu- el M. Ponce, Joaquin Rodrigo, Mario Castelnuovo-Tedesco, Joaquin Turina og H. Villa- Lobos. í fæðingarborg Tárrega á Spáni hefur verið komið fyrir minnismerki hins mikla tónlist- armanns og túlkanda þjóðar- hljóðfæris Spánar. Þrir mikilhæfir gitarleikarar hafa átt stærstan þátt i að endurvekja vinsældir gitarsins, Miguel Lloblet, Emilio Pujol og Andres Segovia. Miguel Lloblet (1878—1937) var nemandi Tarrega. Hann starfaði mest i Frakklandi og Suður-Ameriku. Eftir hann liggja margar út- setningar á verkum sigildu meistaranna. Emilio Pujol (1886—) var einnig nemandi Tarrega, og varð fljótlega einn af beztu nemendum hans. Arið 1947 hóf hann kennslu i gitarleik við Tón- listarskólann i Lissabon i Portú- gal og varð siðar prófessor i git- arleik þar. Andres Segovia fæddist i borginni Linares i Granada á Spáni 21. febrúar 1893. Ungur að árum fékk hann ólæknandi á- huga á spænska gitarnum og á- kvað strax að kynnast öllum leyndarmálum hljóðfærisins, verða konsertleikari, og kynn- ast öllu um sögu og tónlist hljóð- færisins. Segovia er algjörlega sjálfmenntaður gitarleikari. En með mikilli elju og þrautseigju og gagnrýni á sjálfan sig, tókst honum að ná þeirri leikni á hljóðfærið, sem skipaö hefur honum meðal fremstu einleik- ara heimsins. Fjórtán ára að aldri hélt hann sina fyrstu tón- leika i Granada. Næstu mánuði og ár hélt hann tónleika viða á Spáni. Siðan komu tónleikaferð- ir um Suður- og mið-Ameriku. Arið 1924 hélt hann sina fyrstu tónleika i Paris, og fékk þar frá- bæra dóma gagnrýnenda. Upp frá þvi var hann fenginn til allra helztu borga Evrópu til tón- BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 laugardaga. öxlar lientugir i aftanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. Framkvæmdastjóri Óskað eftir framkvæmdastjóra fyrir Hólanes h.f., Skagaströnd. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til stjórnar- formanns, Adolfs Berndsen, Skagaströnd, fyrir 10. mai n.k. HITUNPa ALHLIÐA PÍPULAGNINGA ÞJÓNUSTA SÍMI 73500 PÓSTHÓLF9004 REYKJAVÍK Tíminner penlngar i Támanum leikahalds. Árið 1925 ferðaðist hann um Sovétrikin. Siðan, 1928 i New York i fyrsta sinn, og stuttu seinna um öll Austurlönd, og hefur hann síðan heimsótt flest öll lönd heimsins. Honum hafa hlotnazt ýmsar viðurkenn- ingar, og er hann m.a. heiðurs- prófessor við háskóla á Spáni og i Ameriku. Segovia hefur hvatt nútfma tónskáld til að semja fyrir gitarinn, og hafa mörg þeirra tileinkað honum verk sin, en auk þess hefur Segovia útsett og skrifað nokkur hundruð verk. 1 dag má segja að gitarinn hafi hlotið viðurkenndan og verðugan sess i heimi tónlistar- innar. Heimurinn hefur eignazt marga frábæra gitarleikara, en þeir er við Islendingar þekkjum einna bezt eru Julian Bream og John Williams, sem hefur heim- sótt okkur tvisvar. (Segovia hefur einnig komið til íslands, en það var fyrir nokkuð mörg- um árum). Julian Bream (f. Battersea, Englandi, 15. júli 1933) stundaði fyrst nám i pianóleik. Faðir hans lék á stálstrengja gitar, og kenndi hann Julian að leika á hann. Julian náði fljótt mikilli leikni á gitarinn, og kom fram sem einleikari á stálstrengja- gitar á heimastöðvum sinum. Er hann var i framhaldsskóla- námi i Konungslega Tónlistar- háskólanum, kynntist hann spænska gitarnum og tók að stunda nám i gitarleik ásamt pianónáminu. Eftir að hafa leik- ið á fundi hjá „félagi gitarleik- ara,” var honum komið i nám hjá frægum gitarkennurum og tók hann mjög skjótum fram- förum, og hófst tónleikahald hans árið 1948. Auk þess að leika á spænskan gitar hefur hann mikið leikið á lútu, og hefur hann haldið gitar- og lútutón- leika viða um heim. John Williams fæddist i Mel- bourne i Astraliu, 24. april 1941. Faðir hans er Englendingurinn Len Williams, er fluttist til Ástraliu árið 1939 og kenndi þar gitarleik þar til hann, árið 1952, fluttist aftur til Englands, og stofnaði „Spanish Guitar Centre” i London, en það er einn stærsti gitarskóli Englands. John lærði gitarleik 7 ára hjá föður sinum. Hann stundaöi framhaldsnám i Siena á ítaliu og i Konunglega Tónlistarskól- anum i London. Eftir að hafa komið fram i útvarpi og sjón- varði, hélt hann sina fyrstu tón- leika i London 6. nóvember 1958. Hann er nú mjög eftirsótt- ur gitarleikari, og hefur leikið viða um heim og fengið mjög góða dóma áheyrenda sinna, enda er vald hans yfir hljóðfær- inu algjört og tækni hans frá- bær. Þýtt og endursagt: J.í. Heimildir: A.P. Sharpe — The story of a Spanish guitar. V. Bogri — The Segovia Technique. >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.