Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. maí 1975. TÍMINN 23 Veslings barnið okkar er mállaust”. „Já” sagði móðir hennar. Vond áhríns- orð voru þulin yfir henni sem ungbarni, og hún hefur aldrei getað sagt orð”. „Hvernig voru þessi áhrinsorð þulin yfir henni?”, spurði Caroll. ,,Vond norn, sem bjó hér nálægt, gat með göldrum sinum svipt barnið okkar talinu”. „Ég hef alltaf heyrt, að það sem vondir galdrar valda, geti góðir álfar læknað”, sagði Caroll. „Ef til vill er það svo ” sagði Oiliol. „En hvar getum við fundið góða álfa?” „Barnið okkar hefur öll önnur skilningarvit i lagi og virðist ánægt ineð tilveruna”. Þegar Caroll og móð- ir hans voru orðin ein, sagði Caroll: „Griana er mjög fögur. Það er sorglegt, að hún skuli hafa verið svipt hæfi- leikanum til að tala”. „Vissulega, ég var einmitt að hugsa um hve óheppilegt það væri og hryggilegt, að hún skuli ekki geta tal- að. En þar fyrir utan hefði hún eimitt verið stúlkan, sem ég hefði óskað eftir að yrði kon- an þin. Hún er rik, fög- ur og gáfuð, en sú stað- reynd, að hún er mál- laus, er mikil hindrun fyrir giftingu”. Þó að Griana gæti ekki talað var unun að hafa hana nálægt sér á dansleikjum og við önnur veizluhöld. Caroll eyddi miklum tima i að hlusta á hana leika á hörpu. Eftir þvi sem timinn leið hafði hann meira og meira yndi af að vera með henni. Þau dönsuðu saman, fóru i útreiðatúra og skildu mætavel hvort annað, þrátt fyrir það að Griana gat ekki tal- að. Kvöld eitt var fjöl- mennur dansleikur i höllinni. Griana var glöðust allra. Hún leit vel út i fina kjólnum sinum með dýra skrautgripi. Caroll eyddi gjarna timanum við hlið hennar. Þegar dansleiknum var lokið og Blathnaid var farin til herbergis sins heyrði hún barið að dyrum. Hún opnaði og þar stóð Caroll fyrir utan. „Mig langar að tala við þig”, sagði hann. ,, Jæja, komdu þá inn, en bara snöggvast, þvi að ég er þreytt og lang- ar til að fara að sofa. Þú hlýtur að vera þreyttur líka, þvi að ég tók eftir að þú dansaðir mikið, einkum þó við Griana”. Ég er alls ekki þreyttur og þarf að segja þér nokkuð mjög áriðandi”. „Eitthvað mjög árið- andi, hvað er það, son- ur sæll?” „Ég hef fundið stúlk- una, sem mig langar að giftast”. Móðirn varð undrandi á svipinn. „Segðu mér nafnið”, sagði hún. „Griana er nafnið hennar”. Móðir fölnaði. „Griana”, hrópaði hún. „Þú getur ómögulega gifzt henni”. „Hvers vegna ekki?”, spurði Caroll. „Stúlku sem getur ekki talað. ímyndaðu þér, hvernig lifið verð- ur fyrir þig, giftur mál- lausri konu”. „Heyrðu mamma, þetta er stúlkan, sem ég hef valið mér. Þig langar til að ég giftist. Ég hef fundið stúlkuna, sem ég vil eiga fyrir konu”. „Gjörðu svo vel að fara Caroll. Þessi frétt hefur komið mér al- gjörlega á óvart”. „En mamma, þú vilt að ég giftist”. „Giftast, já, en þú verður að finna þér hæfa konu. Elsku farðu, Caroll, ég þarf að hugsa málið. Ég get ekki umborið slika gift- ingu, sem þú talar um.” Caroll var alveg mið- ur sin út af viðhrögðum móður sinnar. Hann sá ekkert til hennar næsta dag. Hún kvartaði yfir þreytu og lasleika og fór ekki út úr herberg- inu sinu. Daginn eftir fór Caroll, ásamt mörgum öðrum hallarbúum, á refaveiðar. Fátt var um refi i skóginum um- hverfis höllina, en einn vesalings ref eltu veiði- mennirnir lengi dags. Caroll, sem sat viljug- asta hestinn, var langt á undan öllum hinum, og er hann kom að rót- um fjalls nokkurs, hafði hann næstum náð dauðhræddu dýrinu. En allt i einu gat hann alls ekki fengið sig til að murka lifið úr refn- um, sem var ekki seinn á sér að smjuga inn i greni sitt, sem var þarna i fjallshliðinni. Þegár hinir veiði- inennirnir komu á vett- vang, urðu þeir ákaf- lega reiðir við Caroll „Nú erum við búnir að eltast við kvikindið allan liðlangan daginn, og þegar þú kemst i að- stöðu til að ganga frá honum, gerir þú þér lit- ið fyrir og lætur hann sleppa. Þú hefur al- gjörlega eyðilagt fyrir okkur daginn.” Um kvöldið var Caroll ákaflega leiður. Móðir hans neitaði að tala við hann, og veiði- mennirnir voru lika reiðir. Hann gat þvi ekki sofnað heldur reik aði út og gekk beint af augum. Hann var i þungum þönkum og hrökk i kút, þegar hann heyrði skyndilega, að yrt var á hann. Hann leit i kringum sig og sá, að hann var kominn að fjallinu, þar sem hann hafði sleppt refnum fyrr um daginn. Á stór- um kletti i fjallshliðinni sat örsrnár maður, og það var einmitt hann, sem hafði ávarpað Caroll. „Þú gerðir góðverk i dag,” sagði litli maður- inn. „Hvaða góðverk var það?” „Þú þyrmdir lifi vin- ar mins, sem býr hér i fjallinu, og það vil ég gjarna launa þér. Segðu mér, hvers vegna þú ert svona sorgmæddur, og ef til vill get ég hjálpað þér.” Caroll sagði honum nú alla söguna urn vondu galdranornina og vesaiings prinsess- una, sem hann elskaði svo heitt. „Ég get hjálpað þér”, sagði þá litli maðurinn. „En sjálfur verður þú að hafa staðfastan vilja og leggja á þig mikið erfiði, ef ráðagerð min á að heppnast.” „Ég vil leggja á mig livað ser er, ef það get- ur orðið til þess að Gri- ana fái málið,” sagði Caroll. „Þú skalt leggja af stað eldsnemma I fyrramálið og létta ekki ferðinni, fyrr en þú kemur i stóran skóg. Þar skaltu taka stærstu hnetuna, sem þú finn- ur, fara með hana sömu leið til baka og snerta varir mállausu prinsessunnar með henni. Þá fær hún mál- ið.” Caroll gerði nú eins og fyrh' hann var lagt. Landið var erfitt yfir- ferðar, og oft lá við að liann gæfist upp og sneri við, en hugsunin um að Griana prinsessa fengi málið og gæti orðið konan lians, rak hann áfram. Heima i höllinni rikti mikil sorg. Caroll hafði laumazt út án þess að kveðja nokkurn mann og nú hafði enginn séð hanniþrjá daga. Móðir lians grét og barmaði sér, kóngshjónin sökn- uðu sárt þessa góða og glaðværa drengs, en verst leið áreiðanlega prinsessunni, þótt ekki gæti hún tjáð sorg sina með orðum. Að morgni fjórða dagsins kom Caroll aft- ur til hallarinnar með hnetuna góðu. Griana sat ein úti i hallargarð- inum og varð ekki komu hans vör. Caroll læddist aftan að henni beygði sig yfir hana og þrýsti hnetunni að vör- um liennar. Griana stökk á fætur og hrópaði: „Caroll, þú ert kominn aftur.” Sið- an snarstanzaði hún, greip um munn sér og hvislaði: „Ég get talað. Hvað i ósköpunum hef- ur komið fyrir?” Caroll sem var frá sér numin af ósegjan- legri gleði, sagði henni af viðskiptum sinum við litla manninn og ferðinni löngu. Siðan fóru þau inn i höllina til þess að tilkynna gleði- tiðindin, og Caroll not- aði tækifærið til þess að biðja kónginn um hönd prinsessunnar sem vitaskuld var auðsótt mál. Sköinmu seinna var haldið veglegt brúð- kaup i höllinni, og Caroll og Griana lifðu hainingjusömu lifi upp frá þvi. Þannig lýkur nú þessu ævintýri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.