Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 04.05.1975, Blaðsíða 28
X Sunnudagur 4. mal 1975. - -----1 1 ' FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Slöumúla 22 Simar 8S694 & 8S29S ■<T? GBÐI fyrirgóóan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Byrjað á byggingu Borg arleikhússins í sumar NÚ ER ÞAÐ „HÚRRA KRAKKI" SEM ENN FER Á KREIK TIL AÐ SAFNA í HÚSSJÓÐINN Jón Hjartarson. BH-Reykjavlk. — Viö Leik- félagsmenn vonum og þykjumst ekki of bjartsýnir þar, — að þaö veröi byrjaö á byggingu Borgarleikhúss i sumar. Viö eigum um 30 milljónir króna í byggingarsjóöi, og þar eiga drýgstan þátt þessar fjár- öflunarskemmtanir, sem hafa veriö haldnar. Þessi skemmtun, sem viö erum aö fara af staö meö núna er sú sjötta, sem haldin er i fjáröflunarskyni fyrir húsbyggingarsjóöinn. Þannig fórust Jóni Hjartar- syni, varaformanni Leikfélags Bessi bregöur sér I margs kyns gervi. Hér kemur hann fram sem kvenmaöur, skáldkona meö meiru og syngur dulftið og dansar, ,, viöstöddum tii skemmtunar. ,, Reykjavlkur, orð, þegar blaðið hitti hann aö máli og innti hann tiðinda af starfsemi Leikfélags- ins, og þá sagði hann okkur fyrst af þvi, að fyrir dyrum stæði gamansýning i Austurbæjar- bíói, til ágóða fyrir Leikhús- bygginguna. — Þessar skemmtisýningar hafa allar átt þaö sameiginlegt, aö þar er tekið fyrir efni, sem er gamalkunnugt frá ferli leik- félagsins. Það er „Húrra krakki” eftir Arnold & Bach sem við tökum fyrir að þessu sinni, en Leikfélagið sýndi það fyrst árið 1931. — Þessir Arnold & Bach virðast hafa verið með vinsælli höfundum á þessum árum? — Já, þeir virðast hafa verið anzi mikilvirkir á árunum milli striðs, og þá liklegast fyrir kreppuna, og það er vist Indriði Waage, sem kynnir þessa kumpána hérna, en hann hafði veriö við leiklistarnám f Þýzka- landi á árunum milli striða og kynntist verkum þeirra liklega þar. Þessir farsar urðu afskap- lega vinsælir og eru það enn þann dag i dag, eins og aðsóknin að „Spanskflugunni” sýndi. „Húrra krakki” er fyrst sýndur 1931, sfðan tekinn upp aftur 1939 hjá Leikfélaginu, og Fjala- kötturinn sýnir hann svo aftur 1946 í samvinnu við- Leikfélag Hafnarfjarðar. 1 öll þessi skipti fer Haraldur A. Sigurðsson með aðalhlutverkið, og í huga eldra fólks er þetta leikrit ákaflega tengt Haraldi A. Það eru margir, sem muna hann á matrósafötunum. Haraldur var mjög sérstæður gamanleikari Sá margumtaiaöi Húrra krakki. og engin furða þótt persónur hans séu eftirminnilegar. En nú er komin ný kynslóð, gem alls ekki hefur kynnzt þessu, eða fengið að sjá þessá, sem gerðu garðinn frægan „ í dentið” og nú er það sem sagt Bessi Bjarna- son, sem leikur þennan fræga krakka. — Og sýningarnar verða I Austurbæjarbiói. Hvernig er að- staða til leiksýninga þar? — Hvað varðar áhorfandann er aöstaöan mjög góð. Salurinn er mjög góður, en hins vegar er aöstaöa bak við mjög erfið, eins og skiljanlegt er i húsi, sem fyrst og fremst er byggt sem bfó. En ásóknin i þetta hús, hún sýnir það einmitt með öðru, hve þörfin er orðin óskaplega mikil fyrir nýtt leikhús. Leikfélagiö hefur verið þarna með sýnigar vetur eftir vetur, auk allra kór- anna, skólanna og hljómsveit- anna, sem þar hafa haldið skemmtanir og sýningar. Hljómburður er þarna mjög góður'. — Er ekki unnt að betrum- bæta aðstöðuna þarna með góðu móti? — Ja, þarna erum við að tala um húsnæði, sem Leikfélagið fær aöeins innhlaup I, en það er rétt, að þróunin er i þá átt, að við verðum með einhvers konar starfsemi í Austurbæjarbíói. Við ráðum þvi að sjálfsögðu ekki, hversu mikið verður gert til bóta fyrir leiksýningar, við ráðum ekki yfir húsinu, og það er spuming hversu húráöendur sjá sér mikinn hag i því að gera Framhald á bls. 24. SYLIflN SUNDLAUGAR Auðveldar í uppsetningu Tilvalið fyrir: SUMARBÚSTAÐI — SKÓLA ÍÞRÓTTAFÉLÖG FÉLAGSHEIMILI O.FL. Stærðir og gerðir eftir eigin vali Getum útvegað sundlaugar úr varanlegu efni: ÁLI OG NYLON BYGGIR *Vp Laugavegi 168 — Simi 1-72-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.