Tíminn - 07.05.1975, Síða 1

Tíminn - 07.05.1975, Síða 1
f Stjórnlokur Olíudælur Olíudrif Landvélarhf Álver við Eyjafjörð? HHJ—gébé—Rvik. Um þessar mundir eru islenzk yfirvöld að velta fyrir sér áætlunum norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro um að koma upp álverksmiðju við Eyjafjörð. t áætlunum er gert ráð fyrir þvi, að ársafköst verksmiðj- unnar yrðu 100 þús. lestir þegar HOPFERD A FUND DANSKA .. NÁ TTÚRULÆ KNISINS" verksmiðjan yrði fullbyggð. Kostnaður er áætlaður nálægt 30 milljörðum króna. Reiknað er með þvi að orkuþörf verksmiðj- unnar yrði 150-160 MW eða jafn mikil eða meira en sem svarar orkuframleiðslu fyrirhugaðrar Blönduvirkjunar. Talið er, að um gébé-Rvfk. — Danski náttúru- læknirinn, Aksel Jensen, mun að öllum likindum ekki koma hingað Danski náttúrulæknirinn Aksel Jensen. til lands i lækningaleiðangri, eins og þó hafði verið áætlað. Hann hefur ekki starfsleyfi og vafa- samt er að hann fái slikt til starfa hér á landi. 1 auglýsingu I einu dagblaðanna á þriðjudag eru sjúklingar, sem hafa áhuga á að hafa samband við lækninn, beðnir um að hafa samband við vissan aðila. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Ólafssyni landlækni, getur enginn tekið að sér að vera umboðsmaður sjúklinga, eins og viðkomandi i áðurnefndri auglýsingu virðist vera, og telur hana þvi ólöglega. t áðurnefndri auglýsingu, er fólk beðið um að hafa samband viö ákveðið simanúmer. Blm. Tímans reyndi i gærdag árangurslaust i nokkra klukku- tlma að ná sambandi við númerið og tókst það ekki fyrr en um kvöldmat, þvi alltaf var það upptekið. Kom þá i ljós, að það er kona, sem áhuga hefur á að komast til náttúrulæknisins, og vill hún safna fólki, sem áhuga hefur lika, í hópferð til þess að heimsækja lækninn á stofu hans í Danmörku. Viðtalið við þennan náttúrulækni kostar um 300 kr danskar eða um niu þúsund Isl. krónur. Höfðu þegar i gær látið skrá sig 10-12 manns á lista til fyrirhugaðrar ferðar. 500 manns myndu vinna við álverið eyfirzka, ef af smiði þess verður. Fulltrúar norska stórfyrirtæk- isins Norsk Hydro, sem er stærsta fyrirtæki Noregshafa um alllangt skeið haft augastað á tslandi og farið viða um land til þess að kynna sér aðstæður allar til stór- iðju. Hafa þeir meðal annars svipazt um á Reyðarfirði, og Húsavik en einna álitlegast fannst þeim að reisa verksmiðj- una við Eyjafjörð. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér telja Norðmenn- irnir, að tveir staðir komi einkum til greina við Eyjafjörð þ.e. Dag- verðareyri eða Gáseyri. Fullbyggð á verksmiðjan að geta framleitt 100 þús. lestir, en áætlað mun að reisa hana i áföng- um, þannig að afköstin verða ekki svo mikil i upphafi. Til samanburðar má geta þess, að álverið i Straumsvik getur framieitt um 75 þús. lestir á ári, og þar starfa 550-600 manns. Hins vegar kemur til greina að stækka Straumsvikurverksmiðjuna eins og skýrt var frá i Timanum ný- lega, og auka afköst hennar um tiu þús. lestir. Starfsmenn yrðu sem fyrr segir um 500 við Eyjafjarðarverið, en reikna má með um 2500 manna byggð i tengslum við verksmiðj- una, þegar taldar eru fjölskyldur starfsmanna, og starfslið viö nauðsynlega þjónustu. Þessar áætlanir eru nú til at- hugunar hjá Islenzkum yfirvöld- um, en talið er að álverið gæti tekið til starfa einhvern tima snemma á næsta áratug, ef fallizt ---------------------------^ Efri örin á loftmyndinni bendir á Gáseyri og sú neðri á Dagverðareyri. Á kortinu fyrir ofan eru þessi staðar- nöfn undirstrikuð og þar sést afstaða þeirra til Akureyrar. ---------------------------^ verður á áætlanir Norðmannanna og framkvæmdir hafnar áður en langt um liður. Timinn leitaöi álits þeirra Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra og bæjarstjórnarfulltrúa og Bjarna Einarssonar bæjarstjóra á hugsanlegum stóriðjufram- kvæmdum nyrðra. Valur sagði, að fulltrúar frá Norsk Hydro hefðu þegar i fyrra verið á ferð i Eyjafirði, enda myndi það samdóma álit manna, að Eyja- fjörður væri ákjósanlegastur til siiks, ef velja ætti slóriðjuveri stað utan Suðurlands. Bjarni sagði, að athuganir hefðu farið fram nyrðra, m.a. mælingar i sambandi við út- skipunarhöfn. Þá sagði Bjarni, aö yrðistóriðjuveri valinn staður við Eyjafjörð yrði við ýmis vanda- mál að glima varðandi starfslið, húsnæði og ekki sizt orkuöflun. Þá sagði Bjarni, að Norðmenn- irnir fullyrtu að mengunarvand- inn væri leystur og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af þeirri hlið máls- ins. Hafréttarráðstefnan í Genf: Líkur á frumvarpsuppkasti, hagstæðu okkur íslendingum Flugvöllur í Skerjafirði m —* OPNU JH-Reykjavik. —Samþykkt hefur verið, að formenn starfsnefnda hafréttarráðstefnunnar semji og leggi fram uppkast að frumvarpi um skipan landhelgismála og lög- sögu, og er búizt við, að þeim takist að komast að niðurstöðu, áður en henni verður slitið, sagði Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður, einn fulltrúa tslendinga á hafréttarráðstefnunni, I simtali við Timann í gær. Ekki er þó búizt við, að frum- varpsuppkastið verði lagt fram fyrr en síðasta dag ráðstefn- unnar, og er það með ráðum gert, svo að ekki spinnist um það deilur. Um viðáttu efnahagslögusögu veröur stuðzt við þrjár hug- myndir, sem fram hafa komið. Einþeirra er kennd við Evensen, og er hún sæmilega hagstæð. önnur hefur verið borin fram af sjötiu og sjö rikjum, sem einkum eru úr hópi þróunarlandanna, og er hún okkur hagfelldust. Hin þriðja er runnin frá landluktum rikjum, og rikjum, sem ekki hafa hag af viðri lögsögu og er hún okkur mjög I óhag. Vonir standa til, að endanlegar tillögur verði likastar hugmynd- um rikjanna sjötiu og sjö. En mikill áróður er rekinn.að tjalda- baki, og reynir þar hver og einn að ota sinum tota. Mjög hefur verið rætt um það að undanförnu, hvort þessi mál skuli leidd til lykta á næsta ári á einni ráðstefnu, sem stæði þá tólf vikur, eða tveimur, sem yrðu fjórar vikur og átta vikur. Um það er einnig deilt, hvar og hvenær ráðstefnunni skuli fram haldið á næsta ári. Vilja sumir, að hún verði i Genf frá 19. janúar til 2. april, en aðrir að hún verði i New York frá 2. febrúar til 9. april. Afrikurikin eru þvi þó and- vig, að hún hefjist svona snemma, og vilja helzt ekki, að hún byrji fyrr en i april. & óbreytt áskriftarverð — 600 kr. á mánuði — áskriftarsíminn er 12323

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.