Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 7. mai 1975. Verkfallsboðun hjá starfs- ríkisverksmiðja Eitt atriðið úr leiknum Hvaðer Ikokinu á hvalnum? Hvað er í kokinu á hvainum? Sýnt í Breiðholtsskóla á morgun mönnum Gsal— Reykjavik. Starfsmenn þriggja rikisverksmiöja, Aburðarverksmiðjunnar, Sementsverksmiðjunnar og Kisii- gúrverksmiöjunnar hafa boðað verkfall frá og með mánudegin- um n.k., hafi samningar ekki tek- izt fyrir þann tima. Ef til verk- falla kemur munu þau ná til um 300 manna starfsliðs verksmiðj- anna. Starfsmenn rikisverksmiðj- anna eru fæstir i BSRB en heyra undir hin ýmsu verkalýðsfélög. Hafa starfsmennirnir bundizt samtökum um að ná fram einum heildarsamningi við hin ýmsu stéttarfélög, og var sú ákvörðun tekin að undangengnu starfsmatii- verksmiðjunum sem framkvæmt var ekki alls fyrir löngu. Slikir heildarsamningar hafa verið geröir, m.a. gerðu starfsmenn Alverksmiðjunnar slikan samn- ing. Samningaviðræður við verka- lýðsfélögin hafa verið i gangi um nokkurn tima, en ekki tókst okkur að fá upplýsingar um helztu kröf- ur. Kökubasar Félags þingeyskra kvenna Allir eitt Einhugur virðist vera um það á liöandi stund — hvað sem annars milli ber — að gæta verði þess að landið haldist sem viðast i byggð. Að harðæri og óhöpp höggvi þar ekki skörð I — og stuðla að þvl að fólk dreifbýlisins geti þokað nauðsynjamálum sínum áfram, þótt kjör gerist knappari öðru hverju. Fólkið I þéttbýlinu við Faxaflóa á aö rétta hjálparhendur Ut á landiö til ættbyggða sinna eftir þvi sem það getur með góðu móti. Fagurt dæmi um þetta er að konur úr Þingeyjarsýslum — Suð- ur og Norður — hafa hér á Stór- Reykjavikursvæöinu stofnað með sér félag til þess að vinna að menningar- og mannúðarmálum I heimabyggð. Fyrsta verkefni þeirra verður að safna fé til stuönings elliheimilisbyggingu á Húsavik. Félagskonur eru orðnar rúm- lega 100 talsins. Formaður félagsins er Guörún Jóhannsdótt- ir frá Hjarðarholti á Húsavik. Aðrar I stjórn eru Birna Björns- dóttir, Oddný Gestsdóttir, Hulda Pétursdóttir, Hrefna Sigurðar- dóttir og Dóra Sigurjónsdóttir. Nú á uppstigningardag 8. mai hefur Félag þingeyskra kvenna kökubasar aö Hallveigarstööum kl. 3 siðdegis til ágóða fyrir starf- semi sina. HVERGI i Evrópu er neytt eins mikils kindakjöts á ibúa og hér, og óviða i heiminum, segir i frétt frá Upplýsingaþjónustu landbún- aðarins. Arsneyzla af kindakjöti á ibúa hefur á undanförnum 15 ár- um verið frá 51,6 kg og minnst 36,5 kg. Árið 1974 var ársneyzla á ibúa 45,74 kg. óvenju miklar birgðir voru i landinu af nauta- kjöti um siðastliðinn áramót, þá voru til um 1.385 tonn. Erfitt er að vita nákvæmlega um heildarkjöt- neyzlu á ibúa, en talið er, að hún nemi um 70 kg á ári. Varla er aö búast við mikilli breytingu á neyzluvenjum meðan kindakjöt er greitt niður i eins rikum mæli HÚSEIGENDUR sJr | l Ul V/ Nú er rétti tíminn til viö- gerða á húsum ykkar. Tök- um að okkur alls konar við- gerðir og nýsmiöi. Setjum i glugga og hurðir. Upplýsing- ar i sima 1-40-48 kl. 19-20 á kvöldin. Á fimmtudaginn 8. mai (upp- stigningardag) sýnir leiklistar- skóli S.A.L. (samtök áhuga- manna um leikiistarnám) skemmtunarlcik f Breiðhoits- skóla sem heitirHVAÐER IKOK- INU A HVALNUM. Skemmtun fyrir börn og fullorðna. Þau sýndu þennan leik tvisvar á sumardaginn fyrsta f Austur- bæjarbiói við frábærar undirtekt- ir áhorfenda en nú sýna þau hann sem sé I Breiðholtsskóia (Breið- holti I). kiukkan 2 og 4 á upp- stigningardag. Miðasála er á miðvikudag frá ki. 1 til 4 og við innganginn. Sýningu þessa hafa nemendur 2. bekkjar SÁL unnið I hópvinnu á skólatima undanfarinn mánuð upp úr ævintýri eftir Kippling, siberisku ævintýri, spuna og lát- bragðsæfingum o.s.frv. Ólafur Haukur Simonarson samdi lög og texta, sem sungnir eru, og nemendur úr Tónlistarskólanum leika undir á hljóðfæri. Gylfi Gislason myndlistarmaður leið- SJ—Reykjavfk. Óvenju mikil brögð eru að kvefsótt i borginni um þessar mundir, að sögn Skúla Johnsen borgarlæknis — en slikt er ekki ótitt haust og vor. Atta læknar gáfu skýrslu um 118 kvef sóttartilfelli vikuna 13.-19. april en sú tala gefur aðeins litla hug- mynd um fjölda kvefsjúklinga i borginni. Þá eru nokkur brögð að hettusótt en alls ekki mikill faraldur. Hettusótt leggst þyngra á ung- linga á kynþroskaaldri og full- og nú er, en annað kjöt óniður- greitt. Birgir af kindakjöti 1. nóv. 1974 reyndust vera 11.125 tonn, þar af var dilkakjöt 9.808 tonn. Fram til 1. april s.l. hafa verið flutt út 2.806 tonn af dilkakjöti. Aðeins minni birgðir voru af dilkakjöti til i landinu 1. marz s.l. en á sama tima i fyrra. Þá voru til 5.625 tonn, en nú 5.075 tonn. Af geld- fjárkjöti og af fullorðnu voru birgðir aftur á móti 152 tonnum meiri nú. Mikill munur var á sölu dilkakjöts i einstökum mánuðum á s.l. ári. Mest varð salan i mai, þá seldust 1.173 tonn, en i júni 1.033 tonn. Minnst varð salan i april, 505 tonn. A undanförnum 4 árum hefur minnsta sala i einum mánuði verið 368 tonn. Það var i nóvember 1970. Verzlunarbankinn: Opnar útibú í Breiðholti Gsal-Reykjavik — Verzlunar- bankinn opnar sitt fyrsta banka- útibú I Breiðholtshverfi næstkom- andi föstudag og er útibúið I Breiðholti I. Bankaútibúið verður I svipuðum sniöum og önnur bankaútibú Verzlunarbankans, og þar mun þriggja manna starfsliö vinna fyrst um sinn. beindi við gerð leiktjalda, sem eru hin nýstárlegustu. Umsjón með ritup og uppsetningu hafði Sigurður Pálsson kennari við skólann ásamt Hilde Helgason og Kuregei Alexandra Jónsson, sem einnig kenna við skólann. Nemendur bekkjarins eru 10 og leika sumir fleiri en eina persónu, en þess má geta, að Steinunn Gunnlaugsdóttir leikur Vekjara Klukkuson, Bjarni Ingvarsson sjómanninn með axlaböndin. Lisa Pálsd., og Edda Hólm leika gömlu hjónin, Guðrún Snæfriður Glsladóttir leikur Vindil S. Vindils, og er auk þess sögumað- ur i upphafi sýningar áður en Guðbrandur Valdimarsson tekur við. Guðný Helgadóttir leikur litla kæna fiskinn og Guðlaug Maria Bjamadóttir er sögumaður i öll- um siðari hluta sýningarinnar og gefur ekkert eftir sem tröllskessa og Sigurbjörg . Arnadóttir ekki heldur sem Sikki Dínki, og þá eru aðeins örfáar persónur nefndar i þessari léttu og leikandi sýningu. orðna en á börn, og er ástæða til aö brýna fyrir fólki að fara vel með sig fái þaö hettusótt. Henni getur fylgt heilahimnubólga, bólga I eistum á karlmönnum og eggjastokkum á konum. Fái karl- menn bólgur i eistu getur það valdiö ófrjósemi, en bólga I eggjastokkum kvenna af völdum hettusóttar virðist ekki hafa eins alvarlegar afleiðingar. Þess eru dæmi, að fólk hefur talið sig fá hettusótt tvisvar. Að sögn borgarlæknis hefur þá verið um ranga sjúkdómsgreiningu að ræða i fyrra skiptið. Nýjar rannsóknir hafa sýnt, að fólk veikist ekki nema einu sinni af hettusótt. Fyrir kemur að börn fá hettusótt án þess að teljandi ein- kenni komi fram, og eru þá talin I hættu fyrir henni á fullorðinsaldri þótt þau séu þaö ekki I raun og veru. Hettusóttarfaraldur þessi hefur staðið hér nokkuö lengi, enda er hettusóttin oft ein tvö ár að ganga yfir. Venjulega eru 5-7 ár milli hettustóttarfaraldra. AAannamótsf. A StÐUSTU árum hefur mjög farið i vöxt, að leitaö er eftir að- stoð i sambandi við hvers konar mannamót, en til þessa hefur enginn sérstakur aðili verið til að veita slika þjónustu hér á landi. Nýlega hefur verið stofnað fé- lag, Mannamót sf., til að bæta úr þessari þörf. Markmiðið meö stofnuninni er m.a. að veita al- hliða þjónustu við undirbúning funda, þinga, móta, og að sjá um skipulag og framkvæmdir við ráðstefnur, bæöi fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá mun fyrirtækið annast kynningar, auglýsingar og bréfaskriftir þvi viðkomandi aö vera þjónustuaðili. Skrifstofa Mannamóta sf. er að Ægisslðu 68. Auglýsið í Tímanum Styrktarfélag vangefinna: Sumardvöl Styrktarfélag vangefinna mun á sumri komanda reka sumardvalarheimili fyrir vangefna i tengslum við dagheimilið Lyngás. Umsóknir um vist verða að berast fyrir 20. þ.m. til forstöðukonu Lyngáss, simi 3-82-28. Maður, sem kominn er yfir fertugt, óskast til sumarvistar i sveit í Borgarfirði. Hafið samband fyrir 20. mai við Ráðningastofu landbúnaðarins Simi 19200. 3 jf1 tjt Smurkoppar fjölbreytt úrval Slöngur og stútar fyrir smursprautur ;*> I • ! ’M POSTSENDUAA UM ALLT LAND IJ 4 i 77 ARMULA 7 - SIAAI 84450 Norrænt kennara- nómskeið verður haldið að Hótel Loftleiðum dagana 26. júli til 1. ágúst n.k. Umsóknir um þátttöku sendist skrifstofu undirritaðra kennarasamtaka fyrir 1. júni n.k. Samband islenzkra barnakennara. Landssamband framhaldsskólakennara. “í Óbreytt ólagning á allar vörur til 17. maí Opið til 10 föstudagskvöld © L Vörumarkaðurinnhf. J ÁRMÚLA 1A Símar. Matvörudeild 86-111 Húsgagnadeild 86-112 Heimilistækjadeild 86-112 Vefnaðarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114 VIÐ EIGUM METIÐ í KINDAKJÖTSÁTI KVEF OG HETTU- SÓTT í BORGINNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.