Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 3
Miftvikudagur 7. mai 1975. TÍMINN 3 SAMKÓH RANGÆINGA hélt söngskemmtun I Vlk I Mýrdal I slft- ustu viku við ágæta aösókn og mjög góöar undirtektir. í kvöld, miövikudagskvöld, heldur kórinn samsöng aö Gunnarshólma I Austur-Landeyium, og I næstu viku leggur kórinn enn land undir fót óg syngur þá aö Asi i Asahreppi. Söngstjóri Samkórs Rang- æinga er Friðrik Guöni Þorleifsson. NÚ Á AÐ SKERA Á ÚTÞENSLU RÍKISBÁKNSINS —fj. Reykjavik. Rikisbákniö er oröiö of fyrirferðarmikiö og þvi skal nú aö þvf stefnt að gera leið- réttingu þar á. Þetta kom fram i ræöu fjármálaráöherra, Matthis- ar Á. Mathiesen, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. i viötali við Timann i gær sagði fjármálaráð- herra, aö þvi væri ekki að neita, að rikisbákniö heföi þanizt um of út, en nú skyldi aö þvi stefnt að i opinberri þjónustu veröi hlut- fallslega færri starfsmenn 1978 en eru nú. Nú starfa hjá rikinu og rikis- fyrirtækjum milli 11 og 12 þúsund manns. Ekki kvaðst ráðherrann geta sagt nákvæmlega til um, hvert hlutfall það væri á vinnu- markaðnum nú, en þetta væri of há tala engu að siður. „Það hefur verið of mikið um það, að rlkis- fyrirtæki þenji út rekstur sinn og haldi sig ekki innan þeirra marka sem fjárlög setja,” sagði ráð- herrann. ,,Um helminginn af halla rikissjóðs á siðsta ári má rekja til rikisfyrirtækja.” Sam- timis fjárlögum nú voru sett lög um lántökur rikisfyrirtækja, sem eiga að stemma stigu við þvi, að rikisfyrirtæki „geti vaðið i bank- ana og tekið lán”. „Ég geri mér ljóst að þróuninni verður ekki snúið við á einum degi,” sagði fjármálaráðherra I viðtalinu við Timann. „En það er nauðsynlegt að hefjast strax handa, ef árangur á að sjást 1978”. Franskir og spænskir togarar til sölu: „Frystihúsaeigendur hafa áhuga BH—Reykjavik. — Um helgina gaf aö lita i blöðum auglýsingu, þar sem boöiö var upp á nýja óg nýlega skuttogara. Veitti söiuaö- ili þessara togara blaöinu þær upplýsingar aö hér væri um aö ræöa frönsk og spönsk skip, og væru þau ýmist ný eöa nýleg. Kvaö söluaðilinn skuttogarana vera 300-400 smálestir, og væri verö þeirra 200-300 milljónir króna. Vafalaust kemur það ýmsum spánskt fyrir sjónir að sjá aug- lýsingu sem þessa á þeim timum, sem skuttogaraútgerð virðist ekki sérlega gróðavænleg, og vissulega hefur það hvarflað að mönnum, hvort markaður fyrir skuttogara hér sé ekki mettaður, a.m.k. i bili. Söluaðili togaranna visaði slik- um bollaleggingum á bug, og kvað ýmsa aðila, þar á meðal ónefnda frystihúseigendur hafa sýnt skuttogarakaupum þessum á kaupum" mikinn áhuga. Lægju ýmsar orsakir til, að frystihúsin sýndu máli þessu áhuga, meðal annars ’sú staðreynd, að þau yrðu að hafa stöðugt hráefni til vinnslu, en afli bátanna væri það misjafn, að ógjörningur væri að byggja rekst- ur frystihúsanna á sliku. Valdimar Indriðason formaður Félags isl. botnvörpuskipaeig- enda kvað afar erfitt að segja um, hvenær markaður væri mettaður i þessum efnum. Hann taldi tog- ara af' -þessari stærð með um 100 tonn i afla, mjög hentuga fyrir minni frystihús, og kæmu sér vafalaust vel fyrir ýmsa staði, sérstaklega úti á landsbyggðinni, og enda þótt hann gæti ekki nefnt ákveðna aðila sérstaklega, sem hefðu áhuga á skuttogurum á stundinni, væri hann i engum vafa um, að áhugi og hann rikur, væri viða fyrir hendi. Hitt væri svo annað mál, að fjöldi skut- togaranna i landinu ætti að vera nægur. 34 braut- skráðust úr lögreglu- skólanum BH-Reykjavík. — Lögreglu- skóla rikisins var slitið við hátiðlega athöfn þriðjudaginn 6. mai. Brautskráðir voru 34 lögreglumenn, frá Reykjavik og viðs vegar að af landinu, og afhentiskólastjórinn, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, lögreglumönnunum prófsklr- teinin. Margir gestir voru viö- staddir skólauppsögnina, þar á meðal fulltrúar borgar- stjórnar Reykjavikur I sam- starfsnefnd um lögreglumál. Hæstu einkunn að þessu sinni hlaut Björn Mikaelsson frá Akureyri, en næstefstur varð Guðmundur Guðjónsson, Reykjavik. Þá útskrifaðist fyrsta lögreglukonan frá skólanum, Guðlaug Sverris- dóttir. Skólastjórinn afhendir Guðlaugu prófskirteiniö. Sigurjón Sigurösson, skólastjóri, og hæstu nemendurnir, Guömund- ur til vinstri, Björn til hægri. —Timamyndir: Gunnar. Slippstöðin á Akureyri: 5,5 MILLJÓNIR í BÓNUS — samsvarar 8% launahækkun starfsmanna gébé-Rvik. — Aðalfundur Slippstöövarinnar á Akureyri var haldinn nýlega. Kom þar meðal annars I ljós aö stærsti þátturinn i starfsemi stöövarinnár eru sem fyrr nýsmiöar, eöa 58%. Rekstrarafkoma stöövarinnar batnaöi aðmiklum mun frá fyrra ári, eöa um 15 1/2 milljón króna, eftir afskriftir, sem voru 11 millj. Þá var 5 1/2 milljón greidd i bónus til starfsfólks, sem sam- svarar 8% launahækkun. Samþykkt var á aðalfundinum, að gefa starfsmannafélagi Slippstöðvarinnar eiria milljón króna til byggingar á sumar- bústað fyrir starfsmenn. Þá kom fram vilji um það á fundinum, að Slippstöðin tæki þátt I fyrir- hugaðri aukningu á hlutafé Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. og var I þvi sambandi nefnt, að auka það um 5 millj. kr. á næstu þrem- ur árum. I yfirliti yfir starfsemi Slippstöðvarinnar á sl. ári kemur I ljós, aö þar eru nýsmiðar stærsti þátturinn eða 58%, viðgerðir 35% og annað 7%. Þáttur nýsmiða hefur þó minnkað frá árinu áöur, og er meginorsökin sú, að nokkur töf var á þvi að hefja smiði skut- togarans, og var farið hægar af stað en ella hefði orðið, þar sem samningar voru ekki staðfestir. Starfsmannafjöldi hefur verið mjög svipaður og áður, eða um 180-210 starfsmenn að meðaltali yfir árið. Framleiðslumagnið hjá Slippstöðinni hefur ekki minnkað, þrátt fyrir örlitinn samdrátt I út- seldum vinnutimum, og vegur þar mest stöðugt betri útkoma tilboðsverka og góð nýting á dráttarbrautum, vélum og tækj- um. Betri útkoma á tilboðsverkum orsakast að verulegu leyti af framleiðsluaukningu, og án efa á bónusfyrirkomulagið sinn stóra þátt I þvi, en bónusgreiðslur til starfsmanna námu 5,5 millj. á árinu, sem er 3,7% launaaukning yfir allt fyrirtækið, en um 8% launaaukning hja þeim, sem unnu aö bónusverkum. Bónusfyrir- komulag þetta mun fremur sjald- gæft I iðnaði hér á landi. Nú um þessar mundir er verið að leggja siðustu hönd á smiði 14. og siðasta 150 rúmlesta skipsins að sinni, og smið fyrsta skut- togarans hafin. Um hann er full- gildur samningur við Rafn hf. i Sandgerði. Standa vonir til að hægt verði að semja um annað slikt skip innan tiðar. Smygl í Úðafossi Gsal-Reykjavik — 1 fyrrinótt fannst smygl um borð I Úðafossi, þar sem skipið lá við festar á Höfn f Hornafirði. Við leit i skip- inu fundust 102 flöskur af áfengi og 8 kassar af bjór, — og reyndust eigendur smyglvarningsins vera 4 skipverjar. Málinu lauk hjá fógeta i gærdag með dómsátt. Þurftu smygleig- endur aö greiða 2000 kr. fyrir hverja flösku og 4000 kr fyrir bjórkassann. Varningurinn var gerður upptækur. Fyrstl samninga- fundurinn BH-Reykjavik. — Boðað hefur verið til fyrsta samningafundar með samninganefnd ASÍ og at- vinnurekendum nk. föstudag og hefsthann kl. 2. Þá verða rúmar þrjár vikur til 1. júni, en til þess tima náði bráðabirgöasamkomu- lag nlu manna samninganefndar ASÍ og vinnuveitenda. Sáttasemjari hélt fund með flugfreyjum og fulltrúum flug- félaganna i gær, en ekki höfðu borizt fregnir af þeim fundi, er blaðið fór i prentun. NORRÆNT LAND- BÚNAÐARVÍSINDAÞING SJ-Reykjavik. Dagana 1.-4. júli verður 15. .þing samtaka landbúnaðarvisindamanna á Norðurlöndum haldið i Reykja- vik. Björn Sigurbjörnsson for- stöðumaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins flytur erindi um náttúruskilyrði islenzks land- búnaðar og Prófessor Kalle Maijala um hlut landbúnaðar- framleiðslu Norðurlanda i fæðuöflun framtiðarinnar. Marg- ir flejri fyrirlestrar verða haldnir á þinginu og unnið verður i hóp- um. Þetta er i fyrsta sinn sem þing norrænna landbúnaðarvisinda- mannaerhaldiðhér. Fyrirlestrar verða tengdir ferðalögum út fyrir Reykjavik meðan þingið stendur, en þátttakendum ekki eingöngu gefinn kostur á að ferðast að þingi loknu. // Þefta er fráleit uppástunga — segir Sigurjón Stefánsson skipstjóri um tilboð útvegsmanna f f BH-Reykjavik. Tilboð útvegs- manna til lausnar verkfalli undirmanna, vélstjóra og annarra stýrimanna, er I aðal- atriðum það, að fækkað verði I áhöfn togaranna um 5 manns, úr samningsbundnum 24 I 19 en fækkunin mun þó meiri, þar sem viðast hvar eru 25 manns um borð. Sjómannasamtökin hafa tillögur þessar enn til athugunar, og höfðu ekki tekið ákvörðun varðandi þær I gær- kvöldi, en vélstjórar og aðrir stýrimenn höfðu hins vegar hafnað þeim. Valdimar Indriðason, for- maður Félags isl. botnvörpu- skipaeigenda, tjáði blaðinu i gær, að hann teldi, að hagur sjómanna batnaði mjög við fækkun sem þessa um borð. Hitt væri annað mál, að þetta þyrfti að ræða gaumgæfilega, og flausturslaust, þvl að það væri vitanlega enginn Salómonsúr- skurður að um borð I þessum togurum þyrftu að vera 24 menn. Hvaða stöðuryrðu lagöar niöur, eða breytt, kvað Valdi- mar þurfa að ræða nánar. Við inntum hann eftir þvi, hvort hér væri um að ræða loftskeyta- menn, sem ekki eru hafðir á minni togurunum, og svaraði Valdimar þvi til, að þeir væru ákveðið vandamál. Það væri illt að vera án þeirra, hins vegar væri sá möguleiki alltaf fyrir hendi, hvort ekki væri unnt að finna eitthvert verksvið með þeirra verksviði, en þetta yrði auðvitað að ræðast i rólegheit- um, eins og annað. — En það á að vera hægt að finna lausnina, sem allir geta veriöánægðir með, sagði Valdi- mar. Þaö eru nýir timar, ný skip og fullkomnari, og það er allt endurskoðun háð. Valdimar vildu engu spá um lausn verkfallsins. 011 samningagerð væri viðkvæmari I verkfalli en endranær, og það væru enn alltof margir endar lausir til að nokkur gæti um þetta sagt. Samninganefnd sjómanna vildi ekkert um málið segja á þessu stigi, ekki fyrr en ákvöröun lægi fyrir um, hvað gert yrði. Við höfðum samband við reyndan togaraskipstjóra, Sigurjón Stefánsson, skipstjóra á Ingólfi Arnarsyni, og báðum hann aö segja okkur álit sitt á hugsanlegri fækkun manna um borð. Sigurjon sagði, að hér yrði um alltof mikið álag á mannskapinn aö ræöa, álag, sem hækkað kaup gæti ekki bætt upp. Kvað hann þetta alveg fráleita uppástungu, og myndi naumast nokkur I hópi skipsmanna vera til viðræðu um breytingar sem þessar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.