Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.05.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 7. mai 1975. TÍMINN 13 I I ■ 1 i I 1,1 I Jfl M iffflBml i: ffl, ffl M Jm, Fyrir nokkru birtist i Land- fara visukorn eftir Richard Beck. Þegar hann las það, fædd- ist önnur visa i huga hans: Af ættarströndum andvara ylja finn ég mér i sinni. Margir lesa Landfara, lika ég i útlegðinni. Fyrir 40 árum Gamall I hettunnitekur svo til máls, rifjar upp löngu liðna daga, og það, sem þá gat gerzt, og ber það saman við nýtt fyrir- bæri, sem hann ætlar næsta skylt. Hann segir: „Á kreppuárunum gegndu þeir Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson lengi þvi erfiða hlutverki að sjá þjóðinni sem bezt borgið og leiða hana til sigurs. Þá var sannarlega oft við ramman reip að draga, og maöur getur gert sér i hugar- lund, að bæði hafi stundum reynt á þrek og þollyndi þeirra, sem þá voru i rikisstjórn. Morgunblaðið fjargviðraðist aftur á móti yfir þvi mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að þeir væru að setja landið á hausinn, og varð sjaldan lát á þess konar skrifum á þeim árum. Sé mér ekki farið að förlast minni, þá voru þeir til, sem ekki létu sér fyrir brjósti brenna að senda úr landi skeyti til útlendra blaða, þar sem klifað var á þessu sama, þó að landi og þjóð hlyti að vera bölvun gerð með þvi að flytja þetta pólitlska argaþras innan lands út fyrir landstein- ana og veikja með þvi trú i út- landinu á möguleika okkar til þess aðbjargastikreppunni.En leikurinn var til þess gerður, að Morgunblaðið gæti aftur vitnað til þessara útlendu blaða til þess að sannfæra sem flesta ís- lendinga um, að Eysteinn og Hermann væru að siga öllu I strand. Þannig var þetta látið ganga hringinn. Og nú .... Þetta rifjaðist upp fyrir mér á dögunum, þegar ég las I Morgunblaðinu tilvitnun i Chi- cago Tribune, að friður i Indó- Klna myndi auka rússneskan þrýsting á tsland, hvernig sem þaö á nú að hanga saman. Ég þóttist sjá i hendi mér, að þarna væri lfkt að verki staðið og á kreppuárunum, þegar reynt var að vekja sem mesta vantrú á getu þeirra Eysteins og Her- manns til þess að koma okkur yfir kreppuna. Greinin I Chicago Tribune kom frá Washington. Morgun- blaðið hefur mann staðsettan i Washington. Ég legg saman tvo og tvo. Þessi maður „fræðir” fréttaritara þar um islenzk mál- efni. Maður á snærum þessa bandariska blaðs rennur á agn- ið.annaðhvort i grandaleysi eða vitandi vits, og likt og árunum 1934-1937 fær Morgunblaðið þarna upp i hendurnar til birtingar úr útlendu blaði það efni, sem það hefur beðið eftir. I stuttu máli sagt: útlent blað hefur talað — þarna geta Is- lendingar séð. Það er ekki bara Morgunblaðið, sem fimbul- fambar”. Snorri i Reykholti Þórarinn Helgason skrifar á þessa leið: „Snorri i Reykholti nefnist ritgerð eftir Arna G. Eylands, sem birt var i Árbók Naumdæla I Noregi 1972. Arni er alþjóð kunnur fyrir ritverk um búskap, ræktun og vélmenningu. Hitt er minna kunnugt, að hann hefur einnig látið sig varða margvis- legan sögulegan fróðleik. Þann- ig er hann vel heima I Heims- kringlu, Islendingasögum og Sturlungu. Orka þar eflaust all- miklu náin kynni Arna af Noregi og norsku þjóðinni. Hann hefur séð með eigin augum fjölda bæja og örnefna, er sögurnar greina frá. Slikur kunnugleiki hlýtur að skerpa skilning og áhuga á efni sagnanna. Snorri I Reykholti er mikil rit- gerð, 150 blaðsiður i Skirnis- broti. Það yrði ekki hálfsögð saga að rekja efni þessarar rit- gerðar i stuttu máli, enda til- gangur minn einungis sá að vekja á henni athygli. Aðeins skal það sagt, að hún varpar nýju ljósi á margt I fari Snorra Sturlusonar, sem öðruvisi hefur verið skilið og túlkað. Arni Eylands rökstyður skil- merkilega gagnrýni sina á ann- arra skoðanir, sem fær mikinn hljómgrunn I huga lesandans. Ritgerðin hefur vakið áhuga og hlotið viðurkenningu fræði- manna i Noregi. Ekki er ólik- legt, að hún yrði Islendingum álik opinberun, ef hún kæmi þeim fyrir sjónir. Og vist hefur Snorri Sturluson verðleika til að vera i sviðsljósi sögunnar á öll- um tlmum. örugglega væri það i þökk flestra íslendinga, að þessi rit- gerð Árna væri þýdd á islenzku, ásamt fleira eftir hann um skyld efni. Má þar nefna: Naum- dölene paa Island, Eirik rauðe frá Dranger, Ivar Hólmur Vig- fússon og Margrét Vigfúsdóttir og Strákurinn frá Stokkseyri (sérprentun úr Suðurlandi), sem varð biskup i Björgvin og barón i Rosendal. Af þessu efni öllu saman mætti gera fróðlega ogmjög skemmtilega bók. Von- andi lætur einhver bókaútgef- andi slikt tækifæri ekki ónotað. Ami G. Eylands eráttræður 8. þ.m. Mætti það vera áminning unnendum hins forna menn- ingararfs að láta ekk'i dragast að bjarga og draga á land, áður en um seinan verður. Ég lýk svo linum þessum með góðum óskum til Arna og fjöl- skyldunnar á þessum timamót- um I ævi hans.” Kennarar- Kennarar Nokkra kennara vantar að Gagnfræða- skólanum á Akranesi á hausti komanda. Kennslugreinar: Danska á grunnskóla- stigi og enska á framhaldsstigi. Einsetinn skóli, fimm daga kennsluvika. Umsóknarfrestur er til 20. mai. Upplýsingar gefa skólastjórinn, Sigurður Hjartarson i sima 93-1672 og formaður fræðsluráðs Þorvaldur Þorvaldsson i sima 93-1408. Fræðsluráð Akraness. Akranes — Atvinna Starf launafulltrúa á bæjarskrifstofunni á Akranesi er hér með auglýst laust til um- sóknar. Starfið, sem veitist frá 1. júni n.k., er fólg- ið i undirbúningi gagna vegna útreiknings launa i skýrsluvél. Umsóknir, er greini frá aldri menntun og fyrri störfum,berist undirrituðum fyrir 15. mai n.k. Akranesi 29. april 1975 Bæjarritarinn á Akranesi. AIK er, þegar þrennt er ■Jletche* BATAR Shetland bátar 14—20 feta sjó og vatnabátar með lúkar og svefnplássi fyrir 2—4. Fletcherhraðbátar 14—17 feta hraðbátar með bólstruðnm sætum. Fibrocell vatnabátar 8—12 feta. _ CHHtBLER Marrne UTANBORÐS MOTORAR Chrysler utanborðsmótorar eru fram- leiddir I stærðum frá 3,6—150 hesthöfl, 1—4 strokka. Mesta stærðaúrval á markaðnum. Chrysler utanborðsmótorar eru amerisk gæðaframleiösla á betra verði en sam- bærilegir mótorar. BATVAGNAR Snipe bátavagnar frá 8—21 fet. Snipe bátavagnar fást með ljósaútbúnaöi og spili. Snipe eru stærstu framleiðendur I báta- vögnum I Evrópu. □ Tryggvagata 10 S(mi: 21 91 5—21286 P.O.Box 5030 Reykjavík er síðasfi endurnýjunardagurinn. jjjj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.