Tíminn - 11.05.1975, Side 1

Tíminn - 11.05.1975, Side 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKULATUNI 5 - SIMI (91)19460 f Bílsturtur Dælur Drifsköft Landvélarhf Samið við Sigöldu Gsal—Reykjavlk — 1 fyrrinótt sátu starfsmenn við Sigölduvirkj- un og verktakar þar eystra á fundum til að jafna ágreinings- mál sin, en starfsmennirnir höfðu farið i verkfall kl. eitt á fimmtu- dag vegna ýmissa deilumála sem þeir óskuðu eftir að útkljáð yrðu. Á fundinum i fyrrinótt, — en fund- inn sátu einnig auk fyrrnefndra, fulltrúar verkalýðsfélaga Lands- sambandsins, og Vinnuveitenda- sambandsins, tókst deiluaðilum að ná samkomulagi undir morg- un. Um 400 starfsmenn tóku þátt i verkfallsaðgerðum. Samningsdrögin voru lögð undir almennan fund starfs- manna i gærmorgun kl. 10 og voru þau samþykkt þar. Vinna hófst þvi aftur við Sigöldu kl. 1 i gær og hafði verkfalliö þá staðið i tvo sól- arhringa. Eins og kom fram i Timanum i gær, voru helztu ágreiningsefnin þau, að júgóslavnesku verktak- arnir Energoprojekt, vildu ekki greiða á áhættuþóknun né tvöfalda slysatryggingu þeim sem vinna á hættusvæðum, svik verktakanna um ákveðin verk- efni til handa vinnuflokks sem unnið hefur við járnabindingar, — og i þriðja lagi var ágreiningur um tvo daga sem ekki var hægt að vinna vegna veðurs. Af þeim rúmlega 400 starfs- mönnum sem lögðu niður vinnu voru um 100 júgóslavneskir iðnaðarmenn. Nýbygging að Skaftahliö 24. Á að hækka hana úr þrem hæðum I fjórar? UM ÞETTA ER DEILT Háalcitisbraut 58-60. Veróur eigendum leyft að hækka bygginguna um tvær hæðir. Slysahætta, óhagræði og tálmanir á bættu skipulagi númer eitt hiá skipulagsnefnd tonCf t hanni m aftnnr BH—Reykjavik. — Fylgir slysa- hætta og óhagræði þvi að auka við húsnæði jafnframt þvi sem slæmt fordæmi er gefiö varöandi möguleika á bættu skipulagi? Um þessi atriði hefur verið hart deilt undanfarið i Skipuiagsnefnd Reykjavikurborgar, og var loks samþykkt i þeim tveim tilfellum, sem um ræðir, að leyfa viðbót húsnæðis, með 3 atkvæðum gegn tveim. t öðru tilfellinu lá fyrir álit forstöðumanns Þróunarstofnun- arinnar, þar sem hann iagðist gegn þessum fram.kvæmdum. Kemur nú til kasta borgarráðs og borgarstjórnar aö taka ioka- ákvörðun I málinu. Húsbyggingar þær, sem hér um ræðir, eru að Skaftahlið 24 og Háaleitisbraut 58-60. Skaftahlið 24 er i eigu Tryggin- ar hf., og var farið fram á það að fá að hækka bygginguna úr þrem hæðum i fjórar. Lagði minnihluti Skipulags- nefndar, Helgi Hjálmarsson og Gunnar Gunnarsson fram álit sitt, svohljóðandi: „Eftirtalin þrjú meginatriði valda þvi, að við undirritaðir erum málinu mótfallnir: 1. Viö teljum að það hafi verið mistök að leyfa þessa starf- semi i hverfinu. Starfsemi af þessu tagi væri betur sett i þjónustukjarna t.d. miðbæ. Óæskilegri umferð er nú beint inn i hverfið og er hún truflandi fyrir ibúðir og skóla. Einnig teljum viö ákvörðun þessa brjóta i bága við samþykkt aðalskipulag. Aukahæðin, sem hér er til umræðu, eykur enn á framangreint óhagræði. 2. Sviphiót hverfisins veröur nú breytt og ris 4. hæð byggingar- innar yfir nærlæg hús og yfir- gnæfir þau, sjá uppdrætti. Þetta teljum við skaða á ' þokkalegri húsaþyrpingu. 3. Háttur sá, sem hér er á hafður varðandi umsókn um aukahæð á byggingarstigi, er að okkar mati hæpinn. Fordæmi, sem hér er gefið, torveldar nefnd- inni að fjalla á faglegan hátt, um atriði sem stuðla að bættu skipulagi.” Þá hafði og veriö leitað álits forstöðumanns Þróunarstofnunar borgarinnar, Hilmars ólafsson- ar, og hafði hann þetta um máliö að segja: ,,Ég vara eindregið við þvi, að verið sé að auka verulega byggt flatarmál i hverfum borgarinnar umfram það, sem ákveðið er i Aðalskipulagi Reykjavikur. Varðandi þetta mál vil ég sér- staklega benda á, að hér er um starfsemi að ræða, sem Aöal- skipulag Reykjavikur gerir ekki ráð fyrir, og þjónar ekki þessu hverfi sérstaklega — heldur dreg- ur að sér aukna óviðkomandi um- ferð til hverfisins frá öðrum borgarhverfum.” En engu að siður varö þetta álit manna að láta i minni pokann og hlaut hækkunin afgreiðslu með 3 atkvæðum gegn 2. Hin byggingin er að Háaleitis- braut 58-60. Voru á þessum fundi skipulagsnefndar lagðir fram ,,að nýju” tillöguuppdrættir að hækk- un hússins um 2 hæðir, ennfremur könnun á nýtingarhlutfalli, bila- stæöum og barnaleikvelli, skv. ákvæðum byggingarsamþykktar. 1 þessu máli bar formaður skipulagsnefndar, ólafur B. Tho.rs fram svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var með 3 atkvæð- um gegn 2: „Nefndin getur i meginatriðum fallizt á tillöguuppdrætti þannig, að Ibúðarhæðir meðfram Safa- mýri verði verulega inndregnar frá vesturgafli. Jafnframt verði autt svæði vestan lóðarinnar tengt henni með gönguleið og samningar gerðir viö eigendur um nýtingu þess svæðis.” Minnihlutinn, sem skipaöur var sömu mönnum og áður, lagði fram sitt álit svohljóðandi: „Við undirritaðir erum máli þessu mjög mótfallnir. Eftir talin atriði viljum við nefna i þvi sambandi: 1. Háaleitishverfið er eitt af þokkalegri hverfum borgarinn- ar fullbyggt og klárt. Háaleitis- braut 58-60 er þjónustumiöstöð hverfisins og sker sig úr Ibúðarbyggðinni sem slik. 2. Þær tvær ibúðarhæðir, sem gert er ráð fyrir að settar verði ofan á húsið, þ.e. 3. og 4. hæðin hafa aö okkar mati ekki llfvæn- leg skilyrði. Reikna má með um 100-120 ibúum I 30 ibúðum. a. Umhverfis húsið eru bifreiöa- stæði á alla vegu og þarf þvl ávallt að fara yfir stæði, þegar farið er frá eða til ibúðaranna. Græna svæðiö vestan við húsið er nefnt sem útivistarsvæði fyrir Ibúðirnar. Telja má hæp- ið, að það nýtist sem slíkt af framangreindum ástæðum. b. Gerð hússins leyfir ekki, aö okkar mati, þann möguleika sem hér er kynntur, hvorki hvað snertir innra skipulag né ytri gerð. Talað hefur verið um ibúðir fyrir ungt og gamalt fólk, og I þvi framhaldi má benda á svalagang og skort á lyftum. 3. Fordæmi, sem hér yrði gefið um breytingu á samþykktu skipulagi, teljum við hæpið. Það er skipulagsnefnd nauö- synlegt að hafa fasta punkta til að styðjast við I hinum ýmsu málum, sem upp kunna að koma.” Það var um miðjan aprll sem skipulagsnefnd afgreiddi málið, svo sem að framan hefur veriö lýst. Það hefur enn ekki komið til kasta borgarráðs,en næsta liklegt að um það verði f jallað i borgar- ráði fyrir næsta borgarstjórnar- fund, sem haldinn verður fimmtudaginn 15. mal nk. ÞRJÁTÍU BÍLAR í „RALLY,,-KEPPNI gébé Rvlk — Rúmlega þrjátiu bifreiðir eru nú skráðar I Rally- aksturskeppnina, sem fram fer 24. mai nk. Væntanlegt er þó að fleiri þátttakendur verði, þar sem hægt er að láta skrá sig allt til 15. mai. Enginn þátttakanda veit hvar keppnin fer fram, það er algjört leyndarmál segja þeir hjá FtB. Þátttökugjald er 5 þús- und krónur, ef þátttakendur taka við auglýsingum frá keppnisstjórn, en kr. 20 þúsund ef þeir vilja sjálfir auglýsa. Tegundir þeirra bifreiða, sem þegar er vitað um að taki þátt I keppninni, eru nær þvf jafn margar og skráningin segir til um. Akstursleiðin, sem enginn veit hvar er enn, er 154 km hringur, en ástæðan til að henni er enn haldið leyndri er fyrst og fremst sú, að bifreiðastjórar hafi ekki tækifæri til að æfa sig fyrir keppnina á brautinni. Keppt verður I tveim flokkum og eru verðlaun dágóð I þeim báðum, sigurvegarar I hvorum flokki fá bikar til eignar, og annað og þriðja sæti fær verð- launapeninga, en auk þess eru vegleg peningaverðlaun: I. flokkur: 1. verðlaun 50 þús. 2. 30 þús. 3. 15 þús. II. flokkur: 1. verðlaun, 30 þús. 2. 20 þús. 3. 10 þús. Þvi miður er ekkert annað orð til yfir þessar aksturskeppnir en Rally segja FÍB-menn og segj- ast vilja taka við öllum tillögum um Islenzkt orð yfir fyrirbærið. Hvi ekki aksturskeppni? Við höfum orðin kappakstur og sparakstur yfir keppni I við- komandi greinum og þessi keppni er fyrst og fremst keppni I akstri, þar sem umferðarlög eru I heiðri höfð. íslenzkir rithöfundar DAG Sjó bls. 20-21 er rætt við Guðmund Frímann um skdldskap og sitthvað fleira.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.