Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Sameinumst öll í ósk um frið Ræða Einars Ágústssonar utanríkisráðherra á samkomu MIR og annara vináttufélaga íslands og Austur-Evrópuríkja í Háskólabíói 8. maí í dag er þess minnzt hér svo sem viða um heim, að um þess- ar mundir eru 30 ár siðan fullum sigri var náð yfir fasisma og nasisma. Þar með lauk þeim hrikalega hildarleik sem Hitler stofnaði til hinn 1. september 1939 og enn er mér og minum jafnöldrum i fersku minni. Er vissulega full ástæða til að gera sér dagamun af þessu tilefni. Framan af styrjöldinni blés ei byrlega fyrir andstæðingum nasismans, . þvi að herir Hitlers hertóku hvert landið af öðru og virtust ósigrandi. En mað þrautseigju og þolinmæði tókst Bandamönnum smám saman að snúa taflinu við og fóru að hafa betur i viður- eigninni, sem lauk svo eins og áöur segir hinn 8. mai 1945 með fullum sigri þeirra. Það voru dapurlegir tímar hér á Islandi, þegar fregnir bárust hingað af því að Þjóðverjar hefðu hertekið frændþjóðir okkar, Dani, og Norðmenn, og var þá margur uggandi um sinn hag. Það rikti þvi mikil gleði einnig hér á landi þann 8. mai 1945, þegar menn fundu að öfl frelsis og lýðræðis voru aftur ráðandi i heiminum. Uppgangur nasismans hjá menningarþjóð sem Þjóðverj- um er óhugnanlegur vitnis- burður um það hversu langt æsingafullir öfgamenn geta komizt, þegar þeir beita i senn fagurgala og flámælgi og slá á strengi þjóðarrembings og stórmennskuvitundar. Okkur finnst það óskiljanlegt nú, að ' Þjóðverjar skyldu sjá I lýðskrumaranum Hitler þann frelsara, sem þjóðin hafði beðið eftir, en á velmektardögum hans voru þó ýmsir, sem hrifust af mælsku hans og dugnaði. Sem betur fer var þó hægt að stöðva framgang þessarar villi- mennsku og heimurinn stendur i þakkarskuld við þá menn, sem fómuðu lifi og limum i þeirri baráttu, og skal þeirra einnig minnst hér I kvöld, þar á meðal voru ekki ófáir Islendingar, sem lögðu sitt af mörkum. En allar þssar minningar og öll þessi vitneskja um atburði þá, sem gerðust i Vestur- Evrópu fyrir 30-35 árum, hlýtur að vera okkur öllum, sem lifum I dag hvatning til þess að koma i veg fyrir að slikir atburðir gerist einu sinni enn i okkar heimshluta. Þvi skulum við öll sameinast i þeirri viðleitni að Einar Agústsson, utanrlkisráð- herra. halda friðinn i lengstu lög. Svo er fyrir að þakka, að ráðamenn stórveldanna virðast hafa gert sér þetta ljóstog þess vegna ber að fagna viðleitni þeirra til að ná samstöðu i þýðingarmiklum málum með kynnisferðum og fundarhöldum. Verulegur áfangi varð, þegar samningar tókust um Þýzkalandsmálið og fundir æðstu manna stórveld- anna benda einnig til, að um áframhaldandi friðarvilja sé að ræða. Vonir standa til, að i júli- mánuði næstkomandi verði lokið ráðstefnu um öryggi og samvinnu Evrópurikja, en ráðstefna þessi, sem haldin er meö þátttöku Bandarikjanna og Kanada, hófst svo sem kunnugt er i Finnlandi sumarið 1973. Ef hún kemst að niðurstöðu nú á næstunni, má hiklaust telja að verulegum áfanga sé náð i átt til bættrar sambúðar og höfum við íslendingar alla tið horft vonar- augum til ráðstefnu þessarar og óskað þess að hún mætti bera góðan árangur. Þá fara fram i Vinarborg viðræður um sam- eiginlegan og gagnkvæman niðurskurð herafla og það er von mln, að enda þótt viðræð- umar hafi hingað til snúizt um heraflann i Mið-Evrópu þá geti þessar viðræður einnig þegar fram liða stundir náð til Vestur- Evrópu allrar. Kjamorkuveldin þinga i Vinar- borg um takmÖrkun á notkun kjamorkuvopna og hefur þegar náðst talsverður árangur i þeim viðræðum. 1 Genf eru ýmsar ráöstefnur haldnar, sem ætlað er að bæta samvinnu þjóðanna, þar á meöal sú, sem við Is- lendingar fyljgumst með af mestum áhuga, hafréttar- ráðstefnan. Ég hef haldið mig við Evrópu I þeirri upptalningu sem ég hef hér leyft mér að gera, en eins og við öll vitum hafa verið að gerast annars staðar i heiminum örlagarikir atburðir, sem svo eru i fersku minni allra að óþarfi er á að minna. Ég vil ljúka þessum fáu orð- um minum hér i kvöld með þeirri ósk að frelsis- og lýð- ræöisöflum megi i framtiðinni takast að sigrast á hatri og hemaðarstefnu hvar I heimin- um sem er. Sameinumst öll I þeirri ósk að friður megi rikja pm veröld alla. Látum söguna, sem er or- sök þessarar samkomu hér I kvöld, vera okkur viti til vamaðar. Ef allir leggjast á eitt I þessum efnum, er ég bjartsýnn á að svo megi til takast öllu mannkyni til farsældar og blessunar. Við íslendingar erum fáir og smáir I hópi þjóðanna,samt er- um viö ekki áhrifalausir. Ég vona, að við berum jafnan gæfu til þess að beita áhrifum okkar i þágu friöar og samstöðu I heim- inum. Látum það merki aldrei falla. Vilhjálmur Hjálmarsson heldur ræöu á sumarvöku Félags Isl. rithöfunda A myndinni má sjá m.a. Þórarin frá Steintúni, Hagnar Þorsteinsson og Jennu Jónsdóttur. Vel heppnuð sumar vaka rithöfunda Menntamálaráðherra heiðrar danska skáldið Paul M. Pedersen Félag islenzkra rithöfunda hélt vel sóttan sumarfund á uppstigningardag. Var þar margt til skemmtunar, meðal annars lásu þeir Þórarinn frá Steintúni og Ingimar Erlendur Sigurðsson ljóö og Ijóðaþýðingar, en Kristinn Bergþórsson og Sigfús Halldórs- son skemmtu með söng og pianó- leik. Voru þar sungin lög eftir Sig- fús. Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson flutti ræðu og fjallaði hún meðal annars um ritstörf i heimasveit hans, og svo um stöðu rithöfunda i sam- timanum og hlutverk þeirra I þjóðfélaginu. Var gerður góður rómur að máli hans. Meðal gesta var danska skáldið Paul M. Pedersen, sem ma. er kunnur fyrir Ijóðaþýðingar sinar af islenzku á dönsku. Framhald á bls. 39. Jónas Guömundsson, formaður félagsins flytur ræðu. I Hrafnshreiður varð að storkahópum: „ÞETTA TAL UM STORKA ER ORÐIÐ HREIN MÚGSEFJUN" — segir dr. Finnur Guðmundsson SJ-ReykjavIk. Storkurinn góði, sem hingað kom til lands er enn á lifi það bezt við vitum og sást fyrir fáum dögum. Hins vegar hefur sagan um hann smitað mjög út frá sér og sífellt eru að berast fréttir um storka. Nú siöast heyrðum við, að heilir hópar hefðu sést skammt frá Skarðsjföruvita. Þetta reyndist allt mjög orðum aukið og uppistaðan I sögunni var sú að hreiöur hefði fundizt i vitanum. Ekki hefur verið orpiö i hreiðrið, en það fauk og var siðan endur- byggt- Engum hefur sennilega dottið I hug að hér væri um storkshreiður að ræða ef ekki hefði verið komin fréttin um storkinn á Mýrdals- sandi. Þótt vitavörðurinn teldi llklegt að hér væri hrafnshreiður, sem og dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur sagði, að væri vafalaust, lét hann sér engu siður til hugar koma að þarna gæti hafa verið storkur á ferð. Hreiðrið var stórt, að sögn hátt I metra i þvermál, gert úr rótum, sprekum og melgresi. 108 þús. plöntur gróðursettar A þessu ári er aldarfjórðungur siðan Heiðmörk var opnuð sem útivistarsvæði og friðland Reýk- vlkinga. Afmælisins verður minnzt með hátiðahöldum á Heið mörk 29. júni n.k. Skógræktar félag Reykjavikur I allar framkvæmdir frá upphafi fyrir borg. í Heiðmörkmni Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavikur var nýlega haldinn i Tjarnarbúð. í upphafi fundar minntist for- maður félaga, sem látizt höfðu á sl. ári. Formaður og framkvæmda- stjóri gerðu grein fyrir starfsemi félagsins á nýliðnu ári. Uppeldi trjáplantna og runna i skóg- ræktarstöðinni og starfsemi félagsins á Heiðmörk. Á Heið- mörk voru gróðursettar 108 þús. plöntur sl. ár og einnig var tals- vert gróðursett i ðskjuhlið og við- ar á vegum félagsins. son, Kjartan Sveinsson og Ragn- ar Jónsson. Framkvæmdastjóri er Vilhjálmur Sigtryggsson. Formaður félagsins er nú Guð- mundur Marteinsson, aðrir i stjórn eru: Sveinbjörn Jónsson, Lárus Bl. Guðmundsson, Björn Ófeigsson, Jón Birgir Jónsson, I varastjórn eru dr. Bjarni Helga- Mjög haröur árekstur varð á Hellisheiði á uppstigningardag er tveir fólksbllar rákust á skammt fyrir ofan Sklðaskálann. Slys urðu nokkur I árekstrinum, en ökumaöur Volkswagenbifreiðarinnar slasaðist mest og var hann fastur undir stýri er lögregla og sjúkrabifreiö komu á vett- vang. Mun hann hafa rifbeinsbrotnaö. Hitt fólkiö siasaöist allt meira og minna og var flutt á slysadeild Borgarspltalans Timamynd- P Þ Þetta tal um storka er orðin hein múgsefjun, sagði dr. Finnur I gær. Menn eru si og æ að sjá storka. Og sumir vilja flytja fleiri inn svo að þessi eini, sem hér er i raun og veru, geti timgazt og sezt að væntanlega!!!!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.