Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. SSQfl Baðföt í rigningu Lengi má láta sér detta eitthvað nýtt i hug til að fullnægja eftir- spurn I tizkuheiminum. Hið allra nýjasta I baðfatatizkunni eru regnkápur til að skýla sér með ef svo skyldi fara að það rigndi á ströndinni eða I sund- lauginni. Um notagildi þessarra hllfðarflika er ekki að efast, og verður þessari nýju baðfata- tizku sjálfsagt vel tekiö, eins og svo mörgum stundarfyrirbær- um fyrr og sföar. Eremitasjen- safn sýnir í Bandaríkjunum Nú stendur yfir, i Metropolitan- safninu í New York sýning á munum frá Eremitasjen-safn- inu i Leningrad. A sýningunni, sem hófst I aprll, gefur að lita fjölda sér- stæöra sýnishorna af list þeirra austrænu þjóoí'lokka, sem fyrir löngu slöan bjuggu á landsvæöi þvl, þar sem nú eru Sovétrikin. Meðal annarra hluta, sem þarna eru sýndir, má nefna fjársjóö, sem fannst I grafhýsi I Kákasiu og ýmsa hluti úr hinu forna Urartiska riki (Trans- kákasiu). Einnig eru þarna at hyglisverðir hlutir, sem fundizt hafa I Altaifjöllum I Siberiu, en það má þakka hinum eilifu kulduni á þessu svæði, að þessir hlutir eru mjög vel varðveittir. Munir frá hinu heimsþekkta gullsafni, sem varðveitt er i Erimitasjen, skipa einnig veg- legan sess á þessari sýningu. Metropolitan-safnið I New York mun endurgjalda þessa heimsókn með sýningu i Ere- mitasjen-safninu á meira en hundrað verkum eftir> vestur- evrópsia málara, frá Tizian til Picasso og sýnishornum af ameriskri málaralist frá 18., 19. og 20. öld. Úlfaldamjólk Rlkisbu nokkurt á Mangysjlak- skaga við austurströnd Kaspla- hafs er nú byrjað að rækta úlfalda. Búið mun sérhæfa sig I framleiðslu á „sjubata", bragð- góðum og holíum drykk, sem framleiddur er úr úlfaldamjólk. Býlin á þessu svæði eru nú sam- tals með meira en 13.000 ulfalda. Landbúnaoar- vélarnar batna stöðugt Sovézk fyrirtæki, sem framleiða landbúnaðarvélar eru stöðugt að bæta framleiðslu sina á eldri gerðum og hefja framleiðslu á nýjum. I Leningrad er nú til dæmis smlðuð dráttarvél, sem getur unnið sama verk og f jórar til fimm dráttarvélar af eldri gerðum. Dráttarvélastjórnendur njóta æ betri vinnuaðstöðu. 1 stýris- húsi dráttarvéla frá Kharkov er t.d. miðstöðvarkerfi, og hægt að stjörna hitanum, bæði að sumri og vetri, og þar er einnig full- komið loftræstikerfi. Alls eru nú framleiddar um það bil 100 endurbættar vélargerðir, sem einnig eru fluttar út I stórum stfl, auk þess, sem þær eru notaðar á innanlandsmarkaði. Fjárhirzla fyrir eðalsteina I Karaganda I Kasakhstan hefur veriö sett á stofn fjárhirzla fyrir eðalsteina, þar sem safnað hef- ur verið saman meira en 10.000 sýnishornum málmsteina í öll- um regnbogans-litum, sem fundizt hafa I Kasakhstan. Þarna má finna mjög sjaldgæfa tegund ópals, stóra krystalla og reykkvarz. Einnig tinnustein, bergkristal, marmara, jaspis, silfurklumpa og koparstykki, sem vega meira en 250 klló, auk margs annars. Drekka 14.000 ára gamalt vatn I meira en tlu ár hefur neðan ' sjávarstöðuvatniö Jzsjan séð borgum og þéttbýliskjörnum I vesturhluta sovétlýðveldisins Turkmeníu fyrir vatni. Turk- menskir vatnsfræingar hafa nú, Isamvinnu við visindamenn frá Moskvu, komistað þvi, að þessi einstæða vatnslind undir Kara- kum-eyðimörkinni hafi mynd- ast I saltvatnslagi fyrir 14.000 árum. Þetta styður þá tilgátu að Jasjan hafi eitt sinn i fyrndinni veriö hluti af fljóti. 86 metra há stífla Við ána Talas, I sovétlýðveldinu Kirgisiu, sem er I Mið-Asíu, hef- ur verið byggð 86 metra há stifla. Við stífluna hefur mynd- azt gríðarmikið vatn, sem hægt veröur að nota til að vökva vlðáttumikil landbúnaðarsvæði, bæði I Kirgisíu og Kasakhstan. _ J| 1 I Sk^ J ] J K. J iQ S^______sj Jo P= ^ ^ \ T ^t / /c^r W^f .____^/ Jc^3 w^ 2-11 DENNI DÆMALAUSI „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi". „Vissuð þið að það er ekki hægt að baka pönnukökur i brauðrist".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.