Tíminn - 11.05.1975, Side 4

Tíminn - 11.05.1975, Side 4
4 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Baðföt í rigningu Lengi má láta sér detta eitthvaB nýtt i hug til aö fullnægja eftir- spurn i tizkuheiminum. Hiö allra nýjasta I baöfatatizkunni eru regnkápur til að skýla sér meö ef svo skyldi fara aö þaö rigndi á ströndinni eöa i sund- lauginni. Um notagildi þessarra hliföarflika er ekki aö efast, og veröur þessari nýju baöfata- tizku sjálfsagt vel tekiö, eins og svo mörgum stundarfyrirbær- um fyrr og siðar. ■ . Eremitasjen- safn sýnir í Bandaríkjunum Nú stendur yfir, i Metropolitan- safninu i New York sýning á munum frá Eremitasjen-safn- inu i Leningrad. A sýningunni, sem hófst i april, gefur að lita fjölda sér- stæöra sýnishorna af list þeirra austrænu þjóðflokka, sem fyrir löngu siöan bjuggu á landsvæði þvi, þar sem nú eru Sovétrikin. Meðal annarra hluta, sem þarna eru sýndir, má nefna fjársjóð, sem fannst i grafhýsi i Kákasiu og ýmsa hluti úr hinu forna Urartiska riki (Trans- kákasiu). Einnig eru þarna at hyglisverðir hlutir, sem fundizt hafa i Altaifjöllum i Siberlu, en þaö má þakka hinum eilifu kuldum á þessu svæöi, að þessir hlutir eru mjög vel varðveittir. Munir frá hinu heimsþekkta gullsafni, sem varðveitt er i Erimitasjen, skipa einnig veg- legan sess á þessari sýningu. Metropolitan-safniö I New York mun endurgjalda þessa heimsókn með sýningu i Ere- mitasjen-safninu á meira en hundrað verkum eftir- vestur- evrópsia málara, frá Tizian til Picasso og sýnishornum af amerlskri málaralist frá 18., 19. og 20. öld. * Úlfaldamjólk Rikisbú nokkurt á Mangysjlak- skaga við austurströnd Kaspia- hafs er nú byrjað að rækta úlfalda. Búið mun sérhæfa sig I framleiöslu á „sjubata”, bragð- góðum og hollum drykk, sem framleiddur er úr úlfaldamjólk. Býlin á þessu svæði eru nú sam- tals með meira en 13.000 úlfalda. Landbúnaðar- vélarnar batna stöðugt Sovézk fyrirtæki, sem framleiða landbúnaðarvélar eru stöðugt að bæta framleiðslu sina á eldri gerðum og hefja framleiðslu á nýjum. 1 Leningrad er nú til dæmis smlðuð dráttarvél, sem getur unnið sama verk og f jórar til fimm dráttarvélar af eldri gerðum. Dráttarvélastjórnendur njóta æ betri vinnuaðstöðu. 1 stýris- húsi dráttarvéla frá Kharkov er t.d. miðstöðvarkerfi, og hægt að stjórna hitanum, bæði að sumri og vetri, og þar er einnig full- komið loftræstikerfi. Alls eru nú framleiddar um það bil 100 endurbættar vélargerðir, sem einnig eru fluttar út I stórum stil, auk þess, sem þær eru notaöar á innanlandsmarkaði. ¥ Fjárhirzla fyrir eðalsteina í Karaganda i Kasakhstan hefur verið sett á stofn fjárhirzla fyrir eöalsteina, þar sem safnað hef- ur verið saman meira en 10.000 sýnishornum málmsteina i öll- um regnbogans • litum, sem fundizt hafa I Kasakhstan. Þama má finna mjög sjaldgæfa tegund ópals, stóra krystalla og reykkvarz. Einnig tinnustein, bergkristal, marmara, jaspis, silfurklumpa og koparstykki, sem vega meira en 250 kiló, auk margs annars. * Drekka 14.000 ára gamalt vatn í meira en tiu ár hefur neðan ' sjávarstöðuvatnið Jzsjan séð borgum og þéttbýliskjörnum i vesturhluta sovétlýðveldisins Turkmeniu fyrir vatni. Turk- menskir vatnsfræingar hafa nú, isamvinnu við visindamenn frá Moskvu, komist að þvi, að þessi einstæða vatnslind undir Kara- kum-eyðimörkinni hafi mynd- ast i saltvatnslagi fyrir 14.000 árum. Þetta styður þá tilgátu að Jasjan hafi eitt sinn i fyrndinni veriö hluti af fljóti. ★ 86 metra há stífla Viö ána Talas, i sovétlýðveldinu Kirgisiu, sem er i Mið-Asi'u, hef- ur verið byggð 86 metra há stifla. Við stffluna hefur mynd- azt grlðarmikið vatn, sem hægt verður að nota til að vökva vlðáttumikil landbúnaðarsvæði, bæði I Kirgisiu og Kasakhstan. DENNI DÆMALAUSI „Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi”. „Vissuð þið að það er ekki hægt að baka pönnukökur i brauðrist”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.