Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN Kúdú-dýrið er bæði stórt og með mikil og snúin horn. Fáeinar impala-antilópur á árbakkanum. I Mkúzí í Zúlúlandi MARGIR frægustu þjöðgarðar og verndarsvæði sem helguð eru villtum dýrum, eru í Afríku. Þar nægir að nefna Kruger-þjóðgarð- inn I Suður-Afríku, Wankie I Ródi- siu, Kabelega f ÍJganda og mörg svæði i Kenýu og Tanzaníu. Eitt slikra svæða er Mkúzí-garðurinn f Zúliílandi, sem er réttnefndur gimsteinn. MkUzi-stæðið er ekki stórt i samanburði við mörg önnur svæði af sama tagi. Hann er á milli Lebombo-fjalla og Indlands- hafs. Mikill hluti hans er sléttu- land af afrisku tagi með runna- gróðri og einstökum þyrpingum trjáa, sem veita skugga i hitum, einkum á árbökkum. Meðaí þeirra er villtur fikjuviður, sem nær firnamiklum vexti. A sumum þessara trjáa og runna vaxa ald- ini, sem eru fuglum mikilvæg fæða, og raunar einnig sumum dýrategundum, svo sem vörtu- svinum og antilópum, sem koma á vettvang um það leyti, er ávext- irnir falla af greinunum. Þjóð- flokkur sá, sem þarna hefur átt heima, hefur einnig hagnýtt sér þessa ávexti kynslóð eftir kyn- slóð, og meðal annars notað þá við bruggun svonefnds marUla- bjórs. A árunum upp Ur 1920 var þetta svæði talið mjög viðsjárvert, og hafði svo verið alllengi, Þvi ollu tsetse-flugur og mýflugur, sem báru með sér svefnsýki. En nU hefur verið ráðin bót á þessu, svo að svæðið er ekki lengur óheil- næmara en gengur og gerist. Þarna njóta nU fjölmargar teg- undir dýra og fugla verndar og friðunar. Til dæmis er áætlað, að þar séu um fimm þUsund nyala- dýr, og á öðru verndarsvæði skammt frá, Umfolozi, er álitleg- ur stofn hvitra vatnahesta. 1 grennd við vatnsból dýranna hafa sums staðar verið reistir Utsýnis- pallar undir slUtandi greinum og laufi stórvaxinna trjáa, svo að gestir geti skoðað þau sem bezt. Þarna hópast saman sebradýr, impala-hirtir, vörtusvin og marg- ar aðrar dýrategundir, sem annars standa höllum fæti viða i Afriku. Fljótt á litið má virðast, sem þarna séu tvö afbrigði vörtu- svina, þvi að sum eru grá, en önn- ur leirljós. En svo er þó ekki, heldur stafar litarmunurinn af þvi einu, hvaða leirtegundum þau velta sér upp Ur við vatnsbólin. Vörtusvin eru yfirleitt stygg, en i MkUzi eru þau örugg og óhult og fara þvi ekki jafngætilega og ann- ars staðar. Styggust eru kUdU- dýrin, sem standa timunum sam- Útsýnispallur, að mestu leyti hulinn laufskrúði trjáa og runna. Vörtusvfn og impala-dýr við eitt vatnsbólið Þrír sebrahestar svala þorsta sCnum. an hreyfingarlaus undir trjánum og hlusta og horfa, áður en þau hætta sér að vatnsbólinu. Aðeins örsjaldan bregður fyrir svörtum vatnahestum, og hlébarðar sjást ekki heldur nema stöku sinnum. En alls konar apategundir eru vfða á ferli, og mergð fugla hefst þarna við, svo sem dUfur, ibisar og storkar. Margir þessara fugla eru ákaflega litafagrir og sér- kennilegir i háttum sinum. Eins og gefur að skilja kemur á þessar slóðir margt manna, sem fýsir að kynnast dýralifinu og fuglalifinu og taka þar myndir, sem meðal annars eru eftirsóttar af sjónvarpsstöðvum viða um heim. Þvi miður er nU óvist, hvað verður um MkUzi-svæðið, þvi að uppi hafa verið háværar raddir um það að fá það bændum til ræktunar eða afhenda það fólki af BantU-kynþætti til bUsetu. Hvort tveggja myndi óhjákvæmilega leiða til þess, að það dýralif, er þar þróast, færi forgörðum. En það er nU einu sinni svo, að það eru ekki mennirnir einir, sem eiga rétt á því að fara sinu fram. Þeir eru aðeins einn þátturinn i fjölbreyttu lifi, er jörðin hefur alið af sér, og þeir eiga hvorki rétt á þvi að vera einir i heiminum né heldur geta verið það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.