Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Kaldaöarnes um aldamót „Flóinn er flatur og ölfusiö allt, æ, þar er leiöinlegt, skjól- laust og kalt”, var eitt sinn kveöiö I slagviörisrigningu. En búsældarlegar eru þessar breiöu byggöir og fögur fjalla- sýn. Útlendingar eiga bágt meö aö trúa þvi að svo viðlent lág lendi og ræktanlegt sé til á Islandi. Og frá ströndinni er opið haf allt aö suöurheimskauts isnum! Ungur las ég söguna um krossinn helga I Kaldaðarnesi. Agúst Þorvaldsson á Brúna- stööur hefur sent mér 3 gamlar myndir, eign Ólafs ögmunds- sonar bónda i Hjálmholti i Hraungeröishreppi I Flóa. Mynd 1 er tekin af sýslumanns- setrinu I Kaldaöarnesi um siöustu aldamót . Móöurbróðir Ólafs, Siguröur Ólafsson frá Hjálmholti, var lengi sýslumaö- ur I Arnessýslu og byggði húsiö. I þessu húsi bjuggu slöan synir hans, ólafur fyrst og svo Jón, en hann var lengi skrifstofustjóri Alþingis. A heimsstyrjaldarár- unum siöari var hernámsliö Breta og seinna Bandaríkja- manna 1 þessu húsi, en i striös- lok keypti Jörundur Brynjólfsson alþingismaður Kaldaöarnes og bjó i þessu húsi þar til fyrir fáum árum. Eyþór Einarsson, núverandi ábúandi I Kaldaðarnesi, býr I þessu gamla, stóra timburhúsi enn. T.v. sést mikil timburskemma, en t.h. sér á gamla bæinn. Bæöi torfbærinn og timburskemman eru löngu horfin. Jörundur Brynjólfsson telur ibúöarhúsiö byggt árið 1892. Mynd 2 tekin 1897, sýnir Ibúöarhúsiö I Hjálmholti, þá ný- byggt. Heimafólk og gestir sjást framan viö húsiö. Til hægri viö Ibúöarhúsiö er smiöja hins þjóð- kunna smiös Ólafs Þormóössonar, sem lengi bjó stórbúi I Hjálmholti. Skemma sést viö hliö smiöjunnar. Til vinstri á myndinni er heyhlaöa, og viö enda hennar heygaröur og sést þar á tvö gömul hey. Þriöja myndin er af gömlum hjalli I Hjálmholti. Hjallurinn hefur staðiö þarna uppi á hól mjög lengi og stóö hæst allra húsa I Hjálmholti. Dyr snéru til vesturs. Lágt klettabelti er sunnan I hjallhólnum. Er vitaö að hjallurinn stóð þarna þegar Siguröur Gottsveinsson var fangi hjá sýslumanninum Þórði Sveinbjörnssyni. Hliöarveggir hjallsins voru hlaönir úr grjóti og torfi, en spónþak var á hon- um. Nú stendur tóftin auö og tóm, þvl aö gamli, góöi hjallur- Hjallur i Hjálmholti um 1915 inn fauk I ofveðri fyrir nokkrum árum. A myndinni, sem tekin mun vera fyrir um 60 árum, stendur Kristinn ögmundsson hjá reiöhestinum Gylfa hjá klettabeltinu sunnan við hjall- inn. Þessir vinir, Kristinn og hesturinn, eru fyrir löngu gengnir til feöra sinna. 1 Hjálmholti bjuggu oft sýslu- menn, t.d. Brynjólfur Sigurös- son á dögum Fjalla-Eyvindar, Þóröur Sveinbjörnsson, þegar Kambsrániö var framið, og seinna bjó þar um skeiö Páll Melsted, síöar amtmaöur. ólaf- ur ögmundsson er fjóröi maöur sömu ættar, sem óslitiö hefur átt og setiö jöröina. Hann endurbætti og stækkaöi húsiö fyrir rúmum 20 árum og hefur búið I þvi þar til nú I marz aö flutt var I nýtt steinhús. Lltiö snöggvast á kort Guðm. Gamallelssonar úr Hengladöl- um. Koffortahestar eru orönir sjaldgæf sjón! A kortiö er ritaö fyrir rúmri hálfri öld. Liklega er „nafnlausi bær- inn” frá svipuðum tlma. Kannast nokkur viö hann? Konan á skautbúningi, sem mynd var birt af I slðasta þætti, er Sigriöur Hannesdóttir frá Hleiðargaröi i Eyjafiröi. Mynd- in tekin 1928. Hengladalir Hvaöa bær er betta? r Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í LXXIII gamla daga

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.