Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. mai 1975.
TÍMINN
Frímerkja- og mynt-
sýning í Hagaskóla
Gunnar Hjaltason viöeina myndina á Mokka. Tlmamynd: Röbert.
ÞANN 13., 14. og 15. júni nk. mun
Landssamband islenzkra frí-
merkjasafnara halda frimerkja-
sýningu i Hagaskólanum undir
nafninu FRIMERKI '75.
Sýningin er haldin i samvinnu
viö Myntsafnarafélag islands,
sem mun halda myntsýningu á
sama stað sömu daga.
Frimerki '75 er önnur sýningin,
sem LtF gengst fyrir undir þvi
nafni, en sú fyrsta var haldin i
Hagaskóla I júnlmánuði i fyrra.
Til þessarar sýningar hefur
verið boðið sérstaklega færeysk-
um frímerkjasöfnurum, sem
munu senda hingað nokkur söfn
auk þess, sem vitað er um nokkra
safnara frá Færeyjum, sem
munu koma gagngert til Islands
vegna sýningarinnar.
Sýningunni verður skipt i tvær
deildir samkeppnisdeild og kynn-
ingardeild. Til að geta tekið þátt i
samkeppnisdeild þurfa söfnin að
vera sett upp á blaðsiður, sem
ekki eru með prentuðum reitum
fyrir frimerkin. Til þátttöku i
kynningardeild eru ekki gerðar
jafn strangar kröfur og má sýna
þar á albúmsiðum með prentuð-
um reitum. Kynningardeildin er
fyrst og fremst ætluð þeim, sem
hafa hug á að taka þátt i
sýningunni, en hafa ekki unnið
frimerkjasafnið sérstaklega með
sýningu i huga.
I sambandi við sýninguna
verður starfrækt pósthús með
sérstökum póststimpli og LIF
mun gefa Ut sérstök umslög fyrir
sýninguna.
Tilkynningar um þátttöku skulu
hafa borizt formanni sýningar-
nefndar, Guðmundi Ingimundar-
syni, Bogahlið 8, fyrir 10. mai.
Eyðublöð fyrir þátttökutilkynn-
ingar liggja frammi i Frimerkja-
husinu, Lækjargötu 6a, og Fri-
merkjamiðstöðinni, Skólavörðu-
stig 2la.
Hlýtt
landslag
á AAokka
BH-Reykjavik. — Þessa dagana
sýnir Gunnar Hjaltason á Mokka.
Hér er um að ræða 31 mynd, sem
unnar eru I pastel, vatnsliti og
acryl, og bera þær höfundi af-
bragðs gott vitni listfengis og
hlýju til viðfangsefnisins.
Gunnar er hálfsextugur að
aldri, en hann hefur um langt
skeið lagt stund á myndlist, lærði
ungur I teikniskóla hjá Birni
Björnssyni og Marteini
Gubmundssyni, en hefur auk þess
tekið þátt i námskeiðum I
teikningu og grafik.
Fyrsta sýning Gunnars var
1964 I Hafnarfirði, en alls eru
einkasýningar hans orðnar 10.
Hanh hefur tekið þátt i sam-
sýningum hafnfirzkra málara og
svo Myndlistarfélagsins.
Myndirnar á Mokka eru flestar
nýjar af nálinni, og er þetta sölu-
sýning.
Bein
framlög
til norsks
landbúnaðar
553 þús.
ó býli
NORÐMENN hafa tekiðþá stefnu
að hafa lágt verð á ýmsum mat-
vælum. Hér á eftir mun verða
skýrt frá verði á nokkrum mat-
vælum, niðurgreiðslum og verði
til framleiðenda. Allar tölur eru
miðaðar við islenzkar krónur.
Hver norsk króna er talin jöfn 30
kr. isl. A þessu ári mun verða
varið til niðurgreiðslna 42
milljörðum króna, en til lækkunar
á framleiðslukostnaði og til jöfn-
unar á aðstöðu norskra bænda
verður varið 57 milljörðum
króna, Miðað við einn litra eða
eitt kg voru þann 1. nóv. s.l. eftir-
farandi niðurgreiðslur: mjólk kr.
37.80, svinakjöt kr. 49.50, nauta-
kjöt 66—129 kr. ostur 143 kr.
kindakjöt 174 kr, frystur fiskur
67.50, smjör 69.00 kr. og smjörliki
39 kr.
Smásöluverð var á sama tima:
mjólk 41,70 kr, smjör 357 kr,
Gouda-ostur 393 kr, svinakótelett-
ur 882 kr, beinlaus nautasteik
1.125 kr, lambakótelettur 906 kr.
Verð til framleiðenda: mjólk 37
kr, en við viðbótar kemur svæðis-
uppbótá hvern litra, mest kr. 6.40
en minnst kr. 1.20. Nautakjöt 405
kr, kýrkjöt 372 kr.
Ýmsir hafa eflaust gaman að
velta fyrir sér þessum tölum. 1
Noregi eru nú taldar 103 þús jarð
ir, þar af eru 78 þús, með ræktaö
land, sem er minna en 10 ha. Bein
framlög til landbúnaðarins nema
að meðaltali um 553 þús. kr. á
býli.
(Frá upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins)
Sjötíu sinnum
i viku
Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í
áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið
ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust.
En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það
þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost.
Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og
3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með
langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar,
Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi.
500 þeirra starfa á flugstöövum og skrifstofum
okkar í 30 stórborgum erlendis.
Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis.
Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki
þar með sagt að við sleppum alveg af pér hendinni,
þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur
framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem
stunda reglubundið flug, og fjölda hótela.
Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir
og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér
finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi-
legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur
af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða
annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo
mætti verða.
FLUCFÉLAC LOFJLEIDIR
ISLAJVDS
Félög með þjálfað starfslið i þjónustu við þig
m
%
%
x
'^
lS
*%:
%
'G