Tíminn - 11.05.1975, Síða 7

Tíminn - 11.05.1975, Síða 7
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 7 Gunnar Hjaltason við eina myndina á Mokka. Timamynd: Róbert. Frímerkja- og mynt- sýning í Hagaskóia ÞANN 13., 14. og 15. júni nk. mun Landssamband islenzkra fri- merkjasafnara halda frimerkja- sýningu i Hagaskólanum undir nafninu FRIMERKI ’75. Sýningin er haldin I samvinnu við Myntsafnarafélag islands, sem mun halda myntsýningu á sama staö sömu daga. Frímerki ’75 er önnur sýningin, sem LÍF gengst fyrir undir þvi nafni, en sú fyrsta var haldin i Hagaskóia i júnimánuði i fyrra. Ti! þessarar sýningar hefur verið boðið sérstaklega færeysk- um frimerk jasöfnurum, sem munu senda hingaö nokkur söfn aukþess, sem vitað er um nokkra safnara frá Færeyjum, sem munu koma gagngert til tsiands vegna sýningarinnar. Sýningunni verður skipt i tvær deildir samkeppnisdeild og kynn- ingardeild. Til að geta tekið þátt i samkeppnisdeild þurfa söfnin að vera sett upp á blaðsíður, sem ekki eru með prentuðum reitum fyrir frimerkin. Til þátttöku i kynningardeild eru ekki gerðar jafn strangar kröfur og má sýna þar á albúmsiðum með prentuð- um reitum. Kynningardeildin er fyrst og fremst ætluð þeim, sem hafa hug á að taka þátt i sýningunni, en hafa ekki unnið frimerkjasafnið sérstaklega meö sýningu i huga. I sambandi við sýninguna verður starfrækt pósthús með sérstökum póststimpli og LIF mun gefa út sérstök umslög fyrir sýninguna. Tilkynningar um þátttöku skulu hafa borizt formanni sýningar- nefndar, Guðmundi Ingimundar- syni, Bogahlið 8, fyrir 10. mai. Eyðublöð fyrir þátttökutilkynn- ingar liggja frammi i Frimerkja- húsinu, Lækjargötu 6a, og Fri- merkjamiðstöðinni, Skólavörðu- stig 21a. Hlýtt landslag á Mokka BH-Reykjavik. — Þessa dagana sýnir Gunnar Hjaitason á Mokka. Hér er um að ræða 31 mynd, sem unnar eru i pastel, vatnsliti og acryl, og bera þær höfundi af- bragðs gott vitni iistfengis og hiýju til viðfangsefnisins. Gunnar er hálfsextugur að aldri, en hann hefur um langt skeið lagt stund á myndlist, læröi ungur I teikniskóla hjá Birni Björnssyni og Marteini Guðmundssyni, en hefur auk þess tekið þátt i námskeiðum i teikningu og grafik. Fyrsta sýning Gunnars var 1964 i Hafnarfirði, en alls eru einkasýningar hans orðnar 10. Hann hefur tekið þátt i sam- sýningum hafnfirzkra málara og svo Myndlistarfélagsins. Myndimar á Mokka eru flestar nýjar af nálinni, og er þetta sölu- sýning. Bein framlög til norsks landbúnaðar 553 þús. á býli NORÐMENN hafa tekið þá stefnu að hafa lágt verð á ýmsum mat- vælum. Hér á eftir mun verða skýrt frá verði á nokkrum mat- vælum, niðurgreiðslum og verði til framleiðenda. Allar tölur eru miðaðar við islenzkar krónur. Hver norsk króna er talin jöfn 30 kr. isl. A þessu ári mun verða varið til niðurgreiðslna 42 milljörðum króna, en til lækkunar á framleiðslukostnaði og til jöfn- unar á aðstöðu norskra bænda verður varið 57 milljörðum króna, Miðað við einn litra eða eitt kg voru þann 1. nóv. s.l. eftir- farandi niðurgreiðslur: mjólk kr. 37.80, svinakjöt kr. 49.50, nauta- kjöt 66—129 kr. ostur 143 kr. kindakjöt 174 kr, frystur fiskur 67.50, smjör 69.00 kr. og smjörliki 39 kr. Smásöluverð var á sama tima: mjólk 41,70 kr, smjör 357 kr, Gouda-ostur 393 kr, svinakótelett- ur 882 kr, beinlaus nautasteik 1.125 kr, lambakótelettur 906 kr. Verö til framleiðenda: mjólk 37 kr, en við viðbótar kemur svæðis- uppbótá hvern litra, mest kr. 6.40 en minnst kr. 1.20. Nautakjöt 405 kr, kýrkjöt 372 kr. Ýmsir hafa eflaust gaman að velta fyrir sér þessum tölum. 1 Noregi eru nú taldar 103 þús jarð ir, þar af eru 78 þús, með ræktað land, sem er minna en 10 ha. Bein framlög til landbúnaðarins nema að meðaltali um 553 þús. kr. á býli. (Frá upplýsingaþjónustu landbúnaðarins) Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í Hlutverk þess er að greiða götu þina erlendis. áætlunarferft samkvæmt sumaráætlun tll 12 staða Æf|jr þú |engra en |eiðane, okkar nær ^ er ekk| i Evropu og Bandarikjunum. þar með sag( að við sieppurn aiveg af hendinnii Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. jwf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. ^ þú flýgur með vélum okkan sem reyndir Vió hofum hvort tveggja Við hofum 2 Boemg og og^éfaðir flugmenn halda um stiórnvölinn, og þér 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, ™rga með að þú séart að ferðasf á áh;ggjulausani ^gi. langa og grtunka reynslu að baki, , þjonustu okkar, |egan ^ gruggan háfþ þá ^ejstu^Aþaö er árangur Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi. af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess aö svo okkar í 30 stórborgum erlendis. mætti verða. LOFTLEIÐIR FLUCFELAG /SLAJVDS Félög með þjálfað starfslió í þjónustu við þig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.