Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. MARGUR FERÐAMAÐUR, sem ekur frá Reykjavik austur yfir Hellisheiði, hefur orðið hrifinn af þeirrisjón, sem við augum blasir, þegar komið er á austurbrún heiðarinnar, Kambabrún, eins og hún hefur löngum verið nefnd, þótt nú sé sú tið upp runnin, að litt verður vart við Kambana, eftir að vegurinn var lagður á öðrum stað niður fjallið. Þa8, sem fyrst mun vekja at- hygli flestra, er sjálft Ingólfsf jall- ið, en siðan fjallahringurinn til landsins: Hekla, Þrihyrningur, Eyjafjallajökull. Og svo risa Vestmannaeyjar úr hafi og hillir upp, þegar þannig viðrar. En þótt girnilegt sé að fylgja sjóndeildarhringnum svo langt sem augað eygir, er lika full ástæða til þess að lita sér nær. Fyrir fótum okkar liggja Olfusiö og Flóinn, vafin grasi og bií- sældarleg svosem bezt má verða. Af fjallsbriininni getur glöggur ferðamaður komið auga á hól nokkurn, sem ris upp af sléttlend- inu um það bil 4-5 km fyrir neðan Suðurlandsveginn. Þetta er Arnarbælishóll, en við hann stendur prestssetrið Arnarbæli, með hinar viðfrægu ölfusforir á eina hönd, en ölfusá sjálfa nið- andi við túnfótinn. Hér er áin orð- in lygn og breið og farin að mynda sandeyrar og fjölda grasigróinna varphólma. Norðlendingur á Suðurlandi 1 Arnarbæli hafa setið margir merkisklerkar. Einn þeirra hét Ólafur Magnússon. Hann hætti prestsskap árið 1940 og dó 1947. Eitt barna séra ólafs er enn á lifi, Louise Magnea, kirkjuorganisti. Hún er komin á niræðisaldur, en leikur enn á hljóðfæri og er svo hress og kvik, að vandalaust er að trúa þvi að hún standi á sjótugu. Louise tók blaðamanni Timans með virktum, þegar hann heim- sótti hana i Hveragerði fyrir nokkru, en hún lét þess vandlega getið, að hún hefði ekki frá miklu að segja. Það þótti blaðamannin- um góðs viti, þvi að þeir sem svo tala, eru venjulega beztu viðmæl- endurnir, þegar til kemur. Við byrjuðum á að tala um föður hennar, séra Ólaf i Arnarbæli. — llvaðan var faðir þinn upp runninn, Louise? — Hann var fæddur i Viðvik I Skagafirði árið 1864, en fluttist sjö ára gamall með foreldrum sinum til Reykjavikur. Ekki var hann þó stöðugt i Reykjavik, þvi að hann var meðal annars alllengi á Kornsá i Vatnsdal á unglingsár- um sinum, og seinna var hann þar kennari, einn vetur, að mig minn- ir. Annars gekk hann þessa venjulegu menntaleið þeirra tima og lauk prófi frá prestaskólanum, sem ég held að ekki hafi verið langt nám. — Hvert vigðist hann svo, þegar hann hafði lokið embættisprófi? — Hann vigðist að Sandfelli i öræfum og var þar prestur i fimmtán ár. Þaðan fór hann svo að Arnarbæli I Olfusi og var þar prestur upp f rá þvi á meðan hann gegndi embætti. — Hvernig var umhorfs i Arnarbæli, þegar faðir þinn kom þangað? — Það var fallegt þar, eins og alltaf hefur verið og alltaf mun verða, þetta er slikt ljómandi um- hverfi frá náttúrunnar hendi. — Var ekki Arnarbæli stórbýli — og er það enn? — Mér finnst það ekki vera nema svipur hjá sjón núna, hjá þvi sem áður var. Þetta er allt oröið sundurgrafið. — Kirkjan I Arnarbæli var rifin árið 1909, og eftir það messaði faðir minn að Kotströnd, og þjónaði lika Hjalla i ölfusi. Áður hafði hann þjónað þrem kirkjum, Arnarbæli, Reykj- um og Hjalla. Auk þessa lagðist svo Selvogskirkja undir presta- kallið árið 1908, og eftir það mess- aði hann jafnan I Strandarkirkju einu sinni I mánuði hverjum. Honum var uppálagt að halda þar ekki færri en tólf guðsþjónustur á ári, en fyrir kom, að þær yröu fleiri, og eins mun það ekki hafa verið alveg dæmalaust, að þær færu eitthvað niður fyrir tólf, en það var afarfágætt. En hins ber að geta, að hann mátti dreifa þessum tólf messum á árið eftir eigin geöþótta. — Hvað var hann lengi að fara þetta á hestum? — Þaö er fjögurra tima reið hvora leið, en faðir minn kvartaði Louise Ólafsdóttir leikur á orgel Kotstrandarkirkju áttræo aft aldri. Myndin er tekin 1970. Crið, sem Danakonungur gaf séra ólafi I Arnarbæli. Það stanz- aði á þeirri stundu sem konungur dó, og fór siðan á stað aftur, þeg- ar þvf gott þótti. Tlmamynd Róbert. Þannig litur hún út, bakhliðin á úrinu fræga, sem séra ólafur I Arnarbæli átti, og dóttir hans, Louise, gaf Þjóðminjasafninu I fyrra. Timamynd Róbert. Arnarbæli I ölfusi við Konungskomuna árið 1907. aldrei undan því, þvi aö hann var ágætur ferðamaður, enda ýmsu vanur eftir fimmtán ára prests- skap austur i Skaftafellssýslu. — ,Iá, fyrst þú minntist á prestsskap hans austur þar: Undi hann ekki vel hag sinum I öræfunum? — Jú, honum þotti ljómandi gott að vera þar, enda eru Oræfin óvenjufalleg sveit. — Hann hefur liklega ekki verið með annan fótinn i Reykjavfk á þeim árum? — Hann fór þrettán sinnum á milli íSandfells I Oræfum og Reykjavikur á þessum fimmtán árum. Þaö var talin vikuferö hvora leið. — Það hefur auðvitað verið far- ið á ferju yfir árnar og hestar sundlagðir lausir? — Ekki nærri alltaf. öræfingar voru snillingar I þvl að finna vöð á ám, og það lærði faðir minn lika fljótt. En þar að auki var hann þannig gerður, að honum þótti ekkert að þvi að sundriða, þegar svo bar undir, og gerði það mjög oft. Þar stendur Skuggi altygjaður við stall — Föður þinuni hlýtur að hafa brugðið við að koma austan úr Oræfum og setjast að hér i miðju Olfusinu? — Það var auðvitað margfalt skemmra til Reykjavikur, en hins vegarvar velhægt að veita sér að sundriða hér, ef einhvern langaði til. Hér var nóg af ám, sikjum og kílum, þar sem auðvelt var að sundleggja hest. Það gat meira að segja orðið talsvert erfitt að komast á milli þeirra kirkna sem hanrt þjónaði, þótt niöri I lágsveit- um væri, einkum ef vatnagangur var mikill. ?aðir minn sagði oft, bæði i gamni og alvöru, að betri væri kelda en krókur, fór beint og sundreið vötnin, þar sem hann kom að þeim, og farnaðist jafnan vel. — Hann hlýtur að hafa átt góða hesta, fyrst liaim var I þessari að- stöðu hvað ferðalögin snerti?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.