Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 10

Tíminn - 11.05.1975, Qupperneq 10
10 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Séra Ólafur Magnússon ásamt Lydiu konu sinniog börnum þeirra. inu er það að segja, að það fór af stað, þegar þvi þótti timi til kom inn, og gekk siðan stanzlaust. Og það gekk enn, þegar ég afhenti þjóðminjaveröi það til geymslu I fyrra. Vona ég, að þvi verði lángs lifs auðið á Þjóðminjasafninu. Sönglíf í ölfusi býr enn aö braut- ryðjandastarfi hans — Hvað er þér minnisstæðast um föður þinn sem kennimann? — Söngurinn einkenndi hann mest. Hann hafði háan og falleg- an tenór, en raddsviöið var vitt, og hann gat vel sungið bassa lfka, og greip oft til þess, þegar á þurfti að halda. Tón hans var ákaflega fallegt, svo að orð var á gert. Sem embættismaður var hann reglusamur og skylduræk- inn svo að af bar. — Stofnaði hann ekki kóra eöa æfði þá, fyrst hann var svona músikaiskur? — Jú, það gerði hann. Fyrstu árin eftir að við komum að Arnar- bæli, stofnaði hann kirkjukóra og æfði þá, enda var þá margt af ágætu söngfólki i Arnarbælis- hverfi, og reyndar lengi siðan. Ég man i svipinn eftir fimm bæjum i grenndinni, sem allir höfðu upp á ágætt söngfólk að bjóða, svo það var ekki að furða, þótt faðir minn hylltist til þess að nota þá ágætu söngkrafta. Fyrst voru aðeins æfðar tvær raddir, bassi og sópran, en smám saman var röddunum fjölgað. — Hélzt þetta svo ekki lengi við? — Jú,ég held nú það. Segja má, að allt sönglif i Olfusi og viðar i Arnessýslu búi enn að brauðryðj- endastarfi, kórnum sem faðir minn stofnaði. Við stöndum enn á þeim gamla merg. — A prests- Um 4 gerðir er að ræða ÚTSÖLUSTAÐIR: Rafha, Óðinstorgi, sími 10-332 Smyrill, Ármúla 7, sími 8-44-50 Stapafell, Keflavík, sími 1730 Kjarni S.F. Vestmannaeyjum. Kr. Lundberg Neskaupstað, sími 7179. og hjó okkur Greda tauþurrk- arinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútíma heimili. Veitum örugga ábyrgðar- og viðgerðar þjónustu á Parnall og Creda þurrkurunum. Sími sölumanns er 1-87-85 Raftækjaverslun íslands h.f. ÆGISGÖTU 7 - Símar 17975 - 17976 skaparárum pabba i Arnarbæli var ung kona á Stöðlum i Arnar- bælishverfi. Hún hét Jóhanna Sigurjónsdóttir og giftist síðar að Stóra-Saurbæ i ölfusi ög átti börn og buru. Þrir synir þessarar konu urðu ágætir söngmenn og eru það enn. Hér um slóðir kannast allir við Saurbæjarbræður, svo þekktir hafa þeir orðið af söng sinum. Saurbæjarbræður voru reyndar fjórir. Einn þeirra dó ungur. Hann hafði háa tenórrödd, ákaf- lega skæra og fellega. Þeir sungu stundum saman fjórir, bræðurn- ir, við mikla hrifningu þeirra sem á hlýddu. — Það var óbætanlegur skaði að missa þennan glæsilega söngmann svo ungan. Kirkjuorganisti i rúm sextíu ár — Nú mun það rétt vera, að þú sjálf sért organisti. Hvenær byrjaðir þú á þeirri iðju? — Ég byrjaði á þvi að spila i kirkjunni á Hjalla árið 1911, og hélt þvi áfram i fjögur ár. Siðan tók ég við organistastarfinu i Kot- strandarkirkju og gegndi þvi þangað til ég var sjötug, en þá sagði ég þvi lausu, þvi að mér fannst þetta orðið nógu langur timi, en þá fékkst enginn til þess að taka við, svo ég hélt áfram, þangað til ég veiktist i fyrra, og var vist eitthvað nærri þvi að flytjast yfir á annað tilverusvið, þótt ekki yrði af þvi i það skiptið. Þá hætti ég organistastarfinu og annar maður tók við þvi. Hann heitir Guðmundur Gottskálksson og á heima á Hvoli I ölfusi, góður tónlistarmaður. Ég óska Guð- mundi góðs i þessu starfi, og ég veit, að hann tekur við góðu söng- fólki hér. Það var ekki mér að þakka, þótt kórinn sem ég stjórn- aði væri góður, það var fólkinu að þakka. Það haföi lifandi áhuga, vildi leggja sig fram og gera vel, og þess vegna gerði það lika vel. Ég ætlaði aldrei að verða organ- isti, og sizt svona lengi, en þó get ég ekki annað sagt, en að það hafi verið ákaflega gaman. Það hefur verið hrein unun að vinna með þessu fólki hérna, þvi að það er svo samvinnuþýtt og áhugasamt. — Hvernig er þér innan brjósts, þegar þú litur nú um öxl, eftir allt þetta starf á langri ævi? — Ég er ánægð — einkum þó með samferðamenn mina, og miklu fremur en með sjálfa mig! Sá árangur sem náðist I sönglif- inu hér, er ekki fyrst og fremst mér að þakka, þótt ég legði þar hönd að, heldur lika þvi ágæta fólki, sem ég vann með, eins ogég tók fram hér áðan. Þótt allir eigi þar góðan hlut og margir ágætan, vil ég alveg sérstaklega nefna Jón H. Jónsson, skólastjóra Hliðar- dalsskóla, og Sólveigu konu hans. Jón skólastjóri var söngstjóri kórsins um árabil, og rækti það starf af lifi og sál. Ég mun alltaf hugsa hlýtt til hans fyrir hlut hans að þeim málum. — VS. A hestbaki. Ekki er annaö aö sjá en aö þeim komi dável saman, Louise og Grána, enda mun honum varla hafa þótt hnakkurinn verri en sööull. Hér stendur séra ólafur Magnússon, prestur I Arnabæli hjá inni sinni. Arnarbælishóll i baksýn. sláttuvél- Nauðsynlega vantar að- stöðu til flugvélaskoðana — miklu fé varið til skoðana erlendis Gasl-Reykjavik — „Alþingi skor- ar á rikisstjórnina, aö láta athuga I samráöi viö Flugleiöir h/f, og önnur flugfélög, er hagsmuna hafa aö gæta, á hvern hátt hag- kvæmast sé aö koma upp aöstööu til viögerða og viöhalds flugvéla á Keflavikurflugvelli.” Þannig hljóöaöi þingsályktunartiliaga, sem Jón Skaftason, alþingismaö- ur flutti, en hér er tekiö upp mál, sem Flugvirkjafélag tslands ber mjög fyrir brjósti, enda hefur þaö ávallt veriö á stefnuskrá félags- ins, aö allt viðhald og eftirlit meö flugvélum fari fram hér á landi. t áliti stéttarfélags flugvirkja, sem fram er sett i fréttabréfi sem Timanum hefur borizt, segir, aö nú þegar ætti aö hefjast handa um að reisa flugvélaverkstæði á Reykjavikurflugvelli fyrir allt innanlandsflug, og aö möguleikar okkar íslendinga á Keflavíkur- flugvelli verði nýttir að fullu og stofnsett verði þar ein allshcrjar viðhalds- og eftirlitsmiðstöð, þangaö sem öllum flugvélum okkar yrði beint i stærri skoðanir og viðgerðir. Þá bendir stéttarfélagið á að um leið væri hægt að láta erlend- um flugvélum i té alla þá þjón- ustu sem sjálfsögð þykir á al- þjóðaflugvelli. Eins og málum er nú háttað hafa Loftleiöir allt frá þvi milli- landaflug þeirra hófst haldið utan með sina farkosti til viðhalds og eftirlits. Flugvélarnar hafa hins vegar verið skoðaðar hér heima, svo og vélar minni flugfélaganna, að þvi undanskildu þó, að bæði vélar Air Viking og Cargolux hafa verið sendar utan til skoðunar. Augljóst er að mikið fé hefur ver- ið greitt i erlendum gjaldeyri vegna þessara skoðana og þvi vart álitamál að hér beri að koma upp viðhlitandi aðstöðu i þessu skyni. Siðan flugskýlið á Reykja- vikurflugvelli brann i vetur hefur ekki verið nein aðstaða i Reykja- vik til skoðana á stærri vélum flugfélaganna, og á Keflavikur- flugvelli eru ekki nein mannvirki i eigu íslendinga sem hægt væri að nýta hvað þetta áhrærir. Hins vegar fékk Flugfélag Is- lands inni i stóru skýli þar syðra til skoðunar á Boeing-þotunum i vetur, eins og þá var greint frá I fréttum. I samtali, sem Timinn átti við Einar Sigurvinsson, flugstjóra, kom fram, að erlendis eru starf- andi nokkuð margir islenzkir flugvirkjar, sem að hans sögn, myndu mjög gjarnan vilja koma heim til íslands og vinna þar, ef aöstaða væri fyrir hendi og næg vinna. Að öðru er einnig að hyggja i þessu sambandi, en það er, að auk venjulegra skoðana á flug- vélunum, þarf að skipta um fjöldamörg tæki eftir ákveðna flugtima. Þetta er kallað gagnger skoöun og samkvæmt heimildum Timans fer nær öll slik vinna við islenzkar flugvélar fram erlendis. Þetta ætti að vera hægt að gera hér á landi ef aðstaða væri fyrir hendi. Þess skal getið, að hér á landi eru nokkrir flugvirkjar, sem ekki hafa getað fengið atvinnu sem flugvirkjar, og þvi þurft að verða sér úti um aðra vinnu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.