Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. mal 1975.
TÍMINN
11
Bók um
mannlega
ábyrgð
HVERSLU LENGI GETUR
ÞETTA GENGIÐ? Hve lengi
getur mannkindin haldiö áfram
aö auka umsvif sín, fjölga bflum,
flugvélum og hvers konar tækj-
um, að þvf ógleymdu að fjölga
sinu eigin kyni? Eigum við að
halda áfram að blóðmjólka
auðlindir Móður Jarðar,
þangað til hún sjálf setur
takmörkin — getur ekki meira?
Þetta eru spurningar, sem
gerzthafa æ . áleitnari á siðustu
árum, og ekki að ástæðulausu.
Sífellt fleiri menn hafa skilið, að
hegðan mannkynsins siðustu
áratugina hlýtur að leiða til
ófarnaðar — jafnvel tor-
timingar — ef ekki tekst aö
stöðva sig á flughálu svellinu,
áður en það er um seinan.
Ritið, sem hér kemur fyrir
sjónir fslenzkra lesenda, kom
fyrst út I Bandarfkjunum árið
1972 en hefur síðan verið þýtt á
um það bil tuttugu tungumál og
prentaður eintakafjöldi mun
ekki vera fjarri tveim milljón-
um, svo hér er um óvenjumikla
útbreiðslu að ræða, og auk þess
hefur bókin alls staðar vakið
mikla athygli og umræður, eins
og segir aftan á kápusiðu, en
þaðan eru framangreindar
upplýsingar teknar.
Bókin hefst á ágætri grein,
sem nefnist Fylgt ur hlaði. Hana
hefur dr. Finnbogi Guðmunds-
son þýtt. Þar er meðal annars
gerð grein fyrir þvi, hvernig
bókin varð til, eins og upphafs-
orð greinarinnar bera með sér:
„Rómarsamtökin, hópur
einstaklinga úr öllum heimsálf-
um, fólu í ágústmánuði 1970
flokki vfsindamanna við
Tækniháskólann i
Massachusetts, er fæst við
gangfræðilegar rannsóknir, að
kanna, hvert horfir um nokkra
þá þætti, er ógna heims-
byggðinni, og hversu þeir verka
hver á annan."
Höfundarnir kalla bókina „al-
menna skýrslu" og segja, að
hiin geri „í stuttu máli grein
fyrir þeirri rannsókn, sem
þegar er lokið, vitneskjunni, er
hun veitir, og þeim bráða-
birgðaniðurstöðum og athugun-
um, sem þeim, er þátt tóku í
þessum áfanga, eru nú efst í
huga...." Þetta eru yfirlætislaus
orð um mikið verk, en ekki
rituð lit i bláinn, þvi aö vissu-
lega er hér ekki um neitt smá-
mál að ræða.sjálfa tilveru
mannsins og framtiö hans á
jörðinni. Aö lífinu steðja ótal
hættur, fjölmargt hindrar
umsvif manna og setur tækni-
legum framförum skorður, og
sjálfsagt er ekki neinn hægðar-
leikur að rekja alla þá þræði og
koma þeim fyrir innan spjalda
einnar bókar.
Það verður þó að segjast, að
ótriilega mörgu eru gerð skil I
þessari bók. Nokkrar fyrir-
sagnir segja meira um
fjölbreytnina enlangt mál: Eðli
veldisvaxtar. Takmörk veldis-
vaxtar. Vöxtur innan heims-
kerfisins. Tækni og takmörk
vaxtar. Veröld I jafnvægi. Innan
þessara meginþátta eru svo
margir smærri kaflar, meðal
annars um fólksfjölgun i
heiminum, tæma.nlegar
auðlindir, mengun, fæðu o.m.fl.
öllu þessu mikla efni er vel og
skipulega niður raöað, og það
sem betra er: höfundarnir hafa
gert sér far um að gera bókina
aðgengilega almenningi meðal
annars með því að skýra tor-
ráðin hugtök og bregða ljósi yfir
stóra hluti með auðskildum
dæmum. Tökum til dæmis það,
sem sagt er um eðli veldis-
vaxtar: „Flestum er tamt að
hugsa sér aö vöxtur gerist jöfn
um skrefum. Stærð vex
jafnskrefa, þegar viö hana
bætist jafnmikið magn á jafn-
löngum timabilum. Barn, sem
hækkar um 2 cm á ári, vex til að
mynda jafnskrefa. Sama máli
gegnir um fjársjóð nirfils, sem
stingur þúsund króna seðli undir
rúmdýnuna slná á hverju ári."
— Þetta var um jafnskrefa vöxt,
en þá er komið að veldisvextin-
um: „Ef hver gerill i gerlaofni
skiptir sér í tvennt á tiu mínút-
Endimörk vaxtarins
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins
1974
um, vex stofninn samkvæmt
þessu lögmáli. Eftir tiu mlniitur
eru komnir tveir gerlar I stað
hvers eins, sem fyrir var,
aukningin er m.ö.o. 100%. Eftir
tlu mlnútur I viðbót verða
gerlarnir fjórir, siðan átta, þá
sextán." Og svo framvegis.
Þessar einföldu staðreyndir eru
að vlsu kunnar flestum, sem
komnir eru til vits og ára, þótt
menn leiði sjaldan að þeim
hugann — og það er einmitt
styrkur þessarar bókar, að hiín
talar til fólks á máli, sem það
skilur.
Areiðanlega hefur höfundum
bókarinnar verið mikill vandi á
höndum með að þýöa fræðileg
hugtök. Þessa gætir nokkuð i
textanum, en Ur þvi er bætt með
því að birta aftan við
meginmálið orðaskýringar,
sem taka yfir hálfa fjórðu opnu.
Þar eru skýrð orð sem al-
menningi eru þegar orðin töm,
vegna mikillar notkunar þeirra
I fréttum, eins og til dæmis
„hagvöxtur" og „vfxlverkun",
og að sjálfsögðu er hinum ekki
gleymt, sem nýstárlegri eru:
„gangfræði" og „verg þjóðar-
framleiðsla", svo aðeins tvö
dæmi séu nefnd af þvi taginu.
Að þessum langa orðalista er
hinn mesti fengur, og satt að
segja hefði bókin verið miklum
mun tíaðgengilegri ef hans hefði
ekki notið við.
Aö máli og stfl er óþarft að
finna. Dr. Finnbogi Guc-munds-
son og Þorsteinn Vilhjálmsson
eru ekki neinir viðvaningar I
meðferð Islenzkrar tungu, enda
ber stlll þeirra vott um
smekkvlsi og vandvirkni I
hvlvetna. Þó get ég ekki að þvi
gert, að mér leiðist alltaf, þegar
menn nota orðasambandið „I
dag" I merkingunni „nú á
dögum" eða „um þessar
mundir." En þetta orðalag
kemur alloft fyrir i bókinni: ......
á tímum þess óðavaxtar, sem
við biium við I dag." (Bls. 195)
Ekki er óeðlilegt þótt ein-
hverjum detti I hug að spyrja,
hvort bók sem þessi eigi erindi
til Islendinga. Ekki ógnar fólks-
fjölgunarvandamálið Islenzku
þjdölífi, ekki er enn neinn
hörgull á ræktuðu eða ræktan
legu landi hér, og enn hefur ekki
verið talið, að um alvarlega
mengunarhættu sé að ræða hér I
náinni framtið. Hvað er þá að?
Er þá nokkur ástæða til þess
að við séum að Iþyngja okkur
með slikri lesningu? — þvl að
skemmtilestur er þetta ekki,
það liggur I augum uppi. JU, lit-
um okkur nær. Eitt einkenni
þeirra vandamála, sem þessi
bók fjallar um, er einmitt það,
að þau eru alþjóðleg. Sú efna-
hags- og tækniþróun, sem
stefnir norður og niður, getur
gerzthvar i heiminum sem er,
og við Islendingar höfum ekki
nein efni á þvi að setja upp ein-
hvers konar guðræknissvip og
þykjast vera heilagir englar.
Við höfum þvert á móti reynt að
„hóa I lætin með stóru mönnun-
um", eins og meistari Þórberg-
ur komst að orði forðum. Við
höfum reynt að apa allt sem við
gátum apað eftir stærri og
voldugri þjóðum — og suma
dreymir meira að segja um
mikla stóriðju i þessu fámenna
landi. — Já, okkur er alveg
Óhætt að slá þvi föstu, að bókin
Endimörk vaxtarins eigi erindi
til okkar eins og annarra þjóða,
þott ýmis þau yandamál, sem
þar eru rædd, seu ekki farin að
valda okkur neinum teljandi
áhyggjum, enn sem komið er.
Bókin, sem hér hefur verið
lauslega drepið á, er svo viða-
mikil og kemur svo viða við, að
ekki er nein leið að gera henni
viöhlltandi skil i einni blaða-
grein. Til þess þyrfti aðra bók,
álika langa! Þetta er ekki rit-
dómur, heldur umsögn —
tilraun til þes að benda Islenzk-
um lesendum á merkilegt rit,
sem að vísu flytur ekki neinn
fagnaðarboðskap, heldur knýr
okkur til umhugsunar, brýnir
okkur til dáða og á þannig erindi
tilokkarallra.
-VS.
Sandur úr sæ
^
Inni á Ellioavogi liggur þetta skip, Steinjötunn, sem hefur fengið þar bráðabirgðaaostöðu til þess að
dæla byggingarsandi á land. Skipið er I eigu nýstofnaðs fyrirtækis, Sandskips hf. Er þarna um svipaða
efnistöku að ræða og Bjðrgun hf. hafði I Vatnagörðum. Tlmamynd Róbert.
Sivalo er lausnin
SJÓN ER
SÖGU RÍKARI
i/andaðar og fallegar hillueiningar
sem hægt er að raða upp
EFTIR ÞÖRFUAA HVERS OG EINS -
Erf þú líka í vandræðum með
hljómflutningstækin ?
>á er þetta rétta lausnin -
Komið og kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála
Opið til kf. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum
28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild
28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadélld