Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 11. mai 1975.
Útilegumaður
i
malargryfju
— geymir
harðan
hatt í
kæliskáp
af sorp-
haugunum
'¦¦*•¦":'
Munnharpan þanin.
'V
yt*~
' .' : .
Gott er aö vera vel búinn, þvl aö ekki er upphitun I greninu I malargryf junni.
1 FIMM AR hefur Rudolf Jbns-
son, sem flestir kalla Túborg,
verið einbúi. Hann hefur grafift
sér greni i malargryfju við Rude,
skammt fyrir sunnan Arósa, og
þar á hann heimili sitt meö villi-
kettinum Pésa, sem bægir mús-
um og rottum frá vistarveru
þeirra félaga.
Rudolf Jönsson er ekki neinn
hversdagsmaöur, sem bognað
hefur undan þvi álagi, sem þjóð-
félagshættirnir urðu honum.
Hann er ekki venjulegur flæking-
ur og litilegumaður, sem oröinn
er aö glerbroti á sorphaugi mann-
félagsins. Hann er vingjarnlegur
og gamansamur maður — og á aö
baki næsta sögulegt lif.
— Ég fæddist á Sjálandi 2.
september 1888, segir hann beim,
sem spyr, og þess vegna er ég
orðinn 86 ára, þakka ykkur fyrir.
Og upp á það vil ég fá mér brjóst-
birtu.
Brjóstbirtuna drekkur hann af
stút úr flösku, sem i er spritt, ætl-
að til þess að fægja glerrúður.
Sfðan skolar hann hálsinn með
Tuborg-öli.
— Ég byrjaði að læra smiðar
árið 1909, heldur hann áfram, en
það var nú vinna, sem mér féll
ekki. Mér likaði lifið betur, þegar
ég var i hernum árin 1913—1918.
Eg var sendur til Padborgar og
Flensborgar, segir hann, án þess
aö gefa skýringu á þvi, hvernig
það geröist. Ég kunni vel við
Þjóöverjana. Ich spreche sehr
gut deutch — o-já-já. En ég komst
ekki nema einu sinni i bardaga.
Ég vildi ekki heldur skjóta á
Þjóðverja, og þess vegna lét ég
skotin fara upp i loftið.
Eftir heimsstyrjöldina var ég
fimm ár I útlendingahersveitinni
frönsku. Þar var ég notaður til
margs — einu sinni var ég sendur
á vettvang, þegar uppreisnar-
menn voru farnir að skjóta á kon-
ur og börn. Nei — maður vissi
ekki alltaf, hvað á sig stóð veðrið
innan um þessa Araba.
Kannski sat maður að kvöldlagi
I veitingastofu og lapti i sig vin,
og allt i einu fóru kúlurnar að
hvina i kringum mann. Margir
okkar voru drepnir i Afriku og
komu aldrei heim aftur, og sumir
veiktust og dóu úr malariu.
Seinast fékk ég nóg af þessu —
fjölkvænið freistaði min ekki einu
sinni til þess að vera lengur. Ég
hafði heldur aldrei nema eina I
einu — bót I máli, að það var
sjaldnast sU sama til langframa.
Rudolf Jönsson fráfældist ekki
heilagt ektastand. Hann er með
hbrundsflur á handleggjum, og á
annan þeirra er letrað nafn konu
hans, Erna. Þessa lfkamsskreyt-
. ingu lét hann gera, er hann sigldi
eitt sinn um heimshöfin. Og nii er
Erna fallin i valinn — bölvaður
krabbinn drap haná.
— Jú-jú — við áttum
heima i Hundested, segir hann,
og þetta var ljómandi notalegt
heimili. Þá var ég á fiskibát um
tlma. Þegar Erna var dáin,
keypti ég hUs i Gjerrild á Jót-
landi, en þegar til kom, kunni ég
ekki við að eiga hUs kvenmanns-
laus. Ég fór að ferðast milli góð-
buanna, og seinast tök ég það
fyrir að brýna hnifa og skæri hjá
fólki, þar sem ég kom. Husið mitt
leigði ég nunnum frá Djurslandi
— fyrirtaks manneskjum. Maður
gat bölvað lyst sina átölulaust.
Þær sögðu, að blótsyrði væru
bara aðskotaorð, sem þær heyrðu
alls ekki.
Rudolf reytti talsvert saman
við að brýna hnifa og skæri,. En
svo þreyttist hann á þessu amstri.
— Það var kalt á þjóðvegunum
I haustmyrkri, segir hann. og
seildist i næstu andrá eftir munn-
hörpu, sem hann er með inni á
sér. Þessa munnhörpu gaf honum
kunningi hans, sem ekki náði
sjálfur úr henni lagi. Og nU fer
hann að spila gamlan sjómanna-
vals. Hann er hreykinn yfir þvi,
að honum fatast ekki — og munn
harpan hans hefur oft fært honum
skilding, þegar hann dregur hana
upp I veitingakránum I grennd-
inni. Þar sem hann tyllir llka
stundum niður og leikur á banjó.