Tíminn - 11.05.1975, Side 14

Tíminn - 11.05.1975, Side 14
14 TIMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Austurstræti 20 þar sem TÝLI hefur veriö til húsa I 30 ár. Þeir byrjuöu fyrir 70 árum aö selja tslendingum gleraugu, og eru elzta gleraugnabúöin á landinu. TÝLI H/F Litið inn í elztu gleraugna- búð á íslandi Flosi: Nota gleraugu í bönkum, það er svo traustvekjandi Gleraugnaverzlunin Týli hf. Austurstræti 20 er elzta gleraugnabúð landsins, en hún var stofnuð fyrir um það bil sjötiu árum. Um þessar mundir hafa verið gerð- a r veigamiklar breytingar á starfi verzlunarinnar, og i þvi tilefni hittum við að máli Hilmar Helgason, fram- kvæmdastjóra, og innt- um hann eftir ýmsu er búðina varðar. Hilmari fórust orð á þessa leið: — Gleraugnaverzlunin Týli hf. var stofnuð árið 1907, og er þvi 68 dra. Stofnandi var samnefnt fyr- irtæki I Kaupmannahöfn, sem er talið elzta gleraugnafyrirtæki i Norður-Evrópu. Þetta var fyrsta gleraugna- verzlunin á Islandi, en áður urðu menn að leita til útlanda til þess að kaupa sér gleraugu. Var eink- um leitað til Kaupmannahafnar. — Mér er nú ekki kunnugt um það hverjir voru fyrstu sér- fræðingarnir, sem störfuðu við Týli hf. á Islandi, en þeir munu hafa verið danskir. Prentlistin undirstaða gleraugnaviðskipta — Hvað er langt siöan mann- kyniö fór aö nota gleraugu? — Það er orðið æði langt siðan. Þau voru notuð i Kina og i Evrópu þegar á 13. öld, en það er hins vegar ekki fyrr en á 15. og 16. öld, sem þau urðu nauðsynleg á þann hátt, sem nú er. Með tilkomu rit- listar og prentlistar, þá urðu þau nauðsynleg læsu fólki i rikum mæli. — Hver rekur fyrirtækið nú? — Stefán Thorarensen, apótek- ari keypti fyrirtækið árið 1928, eða nánar til tekið 14. febrúar það ár og hefur rekið það siðan. A þessu timabili hefur Týli hf. verið á nokkrum stöðum. Að Laugavegi 2 i Bankastræti, þar sem núna er Sportvöruverzlun til húsa, og i Kirkjuhvoli en slðustu 30 árin hefur verzlunin verið hér I þessu gamla indæla húsi. A þessu timabili hafa margir unnið við verzlunina bæði optikerar, eða gleraugnasér- fræðingar, sem auðvitað verða að vera fyrir hendi, svo og af- greiðslufólk, sem reyndar þarf lika sérþjálfun, eða æfingu. Optiker er Ragnheiður Björns- dóttir, sem er mjög fær i sinu starfi. — Slipiö þiö glerin eftir resept- um? — Nei það er hvergi gert hér. Við kaupum glerin, pöntum þau erlendis frá, en við höfum umboð fyrir heimsþekkt firmu I þessari grein. Það, sem gert er hér, er einkum það, að gleraugun, „gler- in” eru slipuð niður i umgjarðirn- ar I sérstökum vélum. Auk þess mæla sérfræðingarnir glerin og fullvissa sig um að þau svari þeim eiginleikum, er læknirinn áskilur. Annars er þetta of flókið mál til þess að gera þvi skil i stuttu samtali. Hver á að ráða gleraugnavalinu? — t mörgum löndum, t.d. Klna, getur maöur keypt sér gleraugu af gleraugnasölum án resepta, og margir kvarta undan því aö löng biö sé hjá augnlæknum eftir mælingum fyrir ný gleraugu. Búa tslendingar viö einhverja sér- fræöingahömlur I þessum efnum? — Það er rétt. Hinar ýmsu þjóð- ir hafa ólikar aðferðir við sölu og val gleraugna. Augun eru dýr- mæt, og vond gleraugu geta verið skaðleg fyrir sjónina — jafnvel hættuleg. Það er þvi rétt að fara varlega i þessum efnum. Láta lækna mæla sjónina og ráðleggja siðan gleraugu. Þetta er lagaleg skylda hér á landi, og mér er ekki kunnugt um að breytinga sé að vænta. Hitt er svo annað mál, að ef til vill mætti auðvelda fólki, sem þarf að fá gleraugu, með ein- hverjum hætti að fá sjónina mælda. — Það tiðkast viða, að optiker- ar mæla sjón og velja gleraugu, en hér á landi er það ekki leyft og vil ég ekki leggja dóm á réttlæti þess. Tvær verzlanir i Austurstræti — Nú hafið þið breytt til. Rekiö tvær verzianir i Austurstæri? — Já. Við vorum með tvær sams konar verzlanir i Austur- stræti. Hér og i Austurstræti 7. Okkur þótti ástæðulaust að vera með tvöfaldan lager og samskon- ar þjónustu með hundrað metra millibili við sömu götu, þannig að við ákváðum að breyta til. — Auk gleraugna vorum við með mikla sölu á ljósmyndavör- um, það er myndavélum, kvik- myndavélum, filmum og þess háttar. Nú höfum við flutt ljós- myndavörurnar alveg I Austur- stræti 7, en erum með sérstaka gleraugnaverzlun hér I Austur- stræti 20. Það var og er hefð, að gler- augnaverzlanir selja ekki ein- vörðungu gleraugu, heldur einnig skyldar vörur og vöruflokka, svo sem sjónauka, sólgleraugu og ýmsar smávörur. Ennfremur ljósmyndavörur, eftir að þær urðu almennar i landinu. Með þvi aö skipta þessu i deildir, aðskilja ljósmyndavöruverzlunina, sem orðin var æði umfangsmikil, þá teljum við að unnt sé að veita betri þjónustu. Með 1000 tegundir af gleraugum i búðinni — Sem dæmi má nefna það, að við erum með 1000 gerðir af gler- augnaumgjörðum til sýnis i verzluninni núna. Þetta veldur kannski nokkrum töfum fyrir viðskiptavinina, þvi að þegar er stórt úrval, þá er timafrekt að velja en þetta er þó að okkar mati nauðsynlegt, þvi að Flosi mátar gleraugu. Flosa finnst gaman að máta gleraugu Gleraugu veita manni traust i bönkum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.