Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Fyrsfa jarðhiia- leiðsla á íslandi rætt við Odd Jónsson Oddur Jónsson, sem foroum var I þjónustuStefánsB Jónssonar.mikils nýjungamanns, sem kom heim frá Ameriku um aldamótin, gaf hér um skeiö út tlmarit og kynnti landsmönnum ýmis verkleg nýmæli. Háskóli islands er nú að láta kanna notkun jarovarma á is- landi allt frá fyrstu tiö til þess tima, er Reykjavíkurborg hóf að nýta jarðhitann að Reykjum til upphitunar. Sveinbjörn Jónsson, sem flestir kannast við, þegar Ofnasmiðjan er nefnd i sömu andránni, hcfur lengi verið mikill áhugamaður um nýtingu jarðhita, eða allt frá 1920 og raunar-komið víða við sögu i þeim efnum og er þar t.d. að minnast hitaveitu Ólafsfjarð- ar, hinnar fyrstu fyrir heilan kaupstað, og tiirauna með nýt- ingu jarðvarma i hrauninu I Vest- mannaeyjum. Sveinbjörn átti viðtal það, sem hér fer á eftir við Odd Jónsson verkamann, sem átti hlut að lögn fyrstu jarðhita- leiðslu á landinu, en það var að Reykjum i Mosfellssveit árið 1908. Viðtal Sveinbjörns er inn- legg i rannsókn þá, sem nú fer fram á vegum Háskólans. — En nií skulum við gefa þeir Oddi og Sveinbirni orðið. — Jæja, Oddur, þú ætlar að segja mér ofurlitið frá starfi þinu hjá honum Stefáni Jónssyni, smið og bónda á Reykjum i Mosfells- sveit. — Þar vil ég gjarna gera. Ég er Oddur Jónsson og fæddur IKrdki á Kjalarnesi, 26. júli 1889, og þar alinn upp til tiu ára aldurs. — Svo þú er 86 ára i sumar, þótt þú færir að vinna fyrir þér tiu ára gamall. — Já, og byrjaði að sitja yfir rollum, þegarég var á niunda ár- inu. Það gerði ég reyndar i nokk- uð mörg ár, i Saurbæ hjá Eyjólfi Runólfssyni, þeim mikla manni, og svo hingað og þangað. — Hvenær komstu svo til Stefáns á Reykjum? — Til Stefáns kom ég 1908, og hann hafði mikið umvélis. Hafði mikið af kálgörðum og fleiri kýr, en búizt var við að nokkur hefði. Hann gaf mikið rófur og græn- meti i þá daga og seldi mjólk til Reykjavikur, keypti einnig nokkra mjólk til að hafa sem mest i vagninn. Það var farið daglega með vagn á ruddum vegi, sem erfiður var, þegar snjóaði, og blessaður klárinn stóð á endum til að koma vagninum yfir skaflana. — Var Stefán þá nýlega kominn frá Ameriku? — Nei, hann var þá kominn fyr- ir nokkrum árum. Áður hafði hann keypt Hlið á Seltjarnarnesi, og byrjaði að flytja þaðan mjólk til Reykjavikur. Hann byrjaði fyrstur manna hérlendis að geril- sneyða mjólk og hún geymdist vel i nokkra daga. Mig minnir að hann segði mér, að það mætti geyma hana á góðum stað i fimm sólarhringa án skemmda. — Nú, og svo keypti hann Reyki? — Já, svo fer hann til Reykja- vikur frá Hliði, og selur vist þá jörð aftur. Siðan byggði hann litið hus við Laugaveginn, sem var á móti vatnsþrónni, og á móti húsi, sem kallað var Norðurpóll. 1 kjallara þessa húss var hann með þessa gerilsneyðingu, allt i smá- um stfl, notaði pottflöskur með plötu yfir. Ég sá þetta aðeins, en vann ekkert við það. En svo mun hann hafa keypt Reyki, liklega 1906, af Jóni Magnússyni, bróður Helga Magnússonar kaupmanns og járnsmiðs. Jón átti Reyki, þvi að þessir bræður áttu dætur bdndans á Reykjum, sem þá var Sigurður Oddsson. Hann fluttist siðar að Gufunesi, og þá seldi hann Jóni Reyki. Hann var búfræðingur að lærdómi, en Helgi járnsmiður. Báðir þessir bræður voru tengda- synir Sigurðar og fengu sina dótturina hvor, Ingibjörgu og Oddnýju. — Og svo hefur Stefán hafizt handa um að nýta jarðhitann? — Já, sérstaklega til garðrækt- ar. Hann hafði mjög mikla garða, og hann mun hafa verið einn af þeim fyrstu, sem fóru að plægja með hestum. Þarna var gamalt timburhús fyrir, og ruslaskúr og fjós, fyrir að mig minnir tiu kýr, með haughúsi undir. Þetta hús stóð lengi, en það mun nú hafa verið rifið. Þarna var vont að meðhöndla mjólkina, lækurinn þarna var aldrei vel kaldur, nema þá að far- ið væri eitthvað upp með honum með mjólkina. Stefán vildi kæla hana strax með köldu vatni, og geymdi hana svo i dimmum kofa, sem hann byggði inn i hól- inn, þvi að þar var alltaf nokkuð kalt. — Svo fór hann að láta sér detta i hug að hita ibúðarhúsið upp með hvernum? — Já, hann biður mig einu sinni, þegar ég sé búinn með það, sem hann hafði sagt mér að gera, að byrja á skurði þessum, sem hann var þá búinn að mæla fyrir. Hann var 1200 faðma langur, þvi að svo langt var frá bænum að hvernum. Það var eini hverinn, sem stóð svo hátt, að vatnið gæti verið sjálfrennandi inn i húsið. Aðrir hverir á Reykjum lágu allir svo miklu lægra, þótt þeir væru miklu nær bænum, og þess vegna lagði hann i svona langa leiðslu. Ekki man ég hitastigið i þess- um hver, en minnir þó að það hafi verið rúm áttatiu stig. Hverinn var nokkuð vatnsmikill, en ekki hef ég hugmynd um, hvað vatns- magnið var. Maður hugsaði ekk- ert á þessum aldri, og hafði ekk- ert lært. Stefán var fyrsti maður- inn, sem sagði mér til eins og manni, sem hægt væri að nota til starfa. — Og þú grófst þennan skurð. Hvað heldurðu, að hann hafi verið djúpur? — Það er ég ekki viss um, en mig minnir, að hann væri eitt- hvað á þriðju skóflustungu eða þrjár, og náttúrlega mjór, eins mjór og verið gat, svo að þetta var nú ekki svo mikið verk, enda landið allt grjótlaust. Stefán hafði fjölgað kúnum mikið, og var með þá hugmynd að gefa kúnum volgt hveravatn að drekka. Þær myndu þá éta miklu meira lakara hey. Hann hafði svo mikið úthey, sem varð að gefa þeim. Það var fengið uppi á fjalli, á svo kallaðri Forarmýri, bæði stör og brok. — Og rörið, sem hann lagði svo heim, manstu hvað það var svert? — Mig minnir, að það hafi verið tomma, frekar en hálf önnur tomma. Ég þori þó ekki að full- yrða þetta. — Og svo, þegar leiðslan var komin I bæinn, þá lagði hann leiðslur að ofnum? — Já, og svo lét hann vatnið i miðstöövarofnunum renna i tölu- vert stóra þró neðan við húsið, og þar þvoðum við oft af okkur mestu óhreinindin, og þótti þægi- legt að geta sezt þar á bakkann og rekið lappirnar ofan i ylvolgt hveravatnið. — Svo að vatnið hefur nýtzt vel. En manstu nokkuð, hve margir ofnar voru i húsinu? — Nei, en húsið var fremur lit- ið, ég gæti hugsað mér um 30 fer- metrar. — Heldurðu að það hafi nú ekki verið stærra? — Jú, það getur verið. Það var svolitið flangt, eins og baðstofu- lag á þvi. Kvenfólkið svaf i öðrum endanum og karlmennirnir i hin- um, og svo voru fjögur herbergi undir, ósköp lft.il, eldhúsið þar með talið. Hjónin sváfu niðri, og það var enginn kjallari undir hús- inu. — Og þetta var árið 1909? — Já, sumarið 1909. — Veiztu, hvort Stefán ráðfærði sig við einhvern annan mann hér um lögnina? — Ég held ekki, efast raunar um að það hafi verið við nokkurn að eiga, þvi að maðurinn var sjálfur smiður og ákaflega ihug- ull. Ég tók eftir þvi, að hann var i marga daga að kikja úr hús- glugganum upp i hverinn, löngu áður en ég vissi, hvað hann hafði i huga, en þá var hann að mæla hallann þannig. — Og þetta tókst allt vel, strax og vatniö fór að renna. Einangaði hann pipurnar ekkert? — Ég var hjá Stefáni i þrjú ár eftir þetta, og vissi ekki til að hann einangraði þær nokkuð. — Veiztu, hvar hann keypti pipurnar? — Hjá Helga Magnússyni, og Kjartan hét sá, sem afgreiddi. Pfpurnar lágu i Bakarabrekkunni I Reykjavik, og þangað sóttum við þær, ég og Helgi nokkur, á fjórhjóluðum vagni, og sá var með bremsu og var með tvo hesta fyrir. Það var mikið verkfæri og einstakt þá, til flutningavinnu að minnsta kosti. Stefán átti litinn lystivagn fyrir einn hest, og fór alltaf á milli Reykjavikur og Reykja á honum. — Og skyldi þá ekki Helgi Magnússon hafa útvegað ofnana Hka? — Það getur vel verið, en ég man ekkert um hvaðan þeir voru fengnir og man ekkert eftir þegar þeir komu. — En segðu mér annað, hann hefur tekið kranavatn f eldhús- inu? — já, já. — En var ekki baðherbergi I hiísinu? — Nei, ekkert. Baðvatn var svo nálægt og hentugt, þvi að I ánni þama rétt hjá sem heitir Varmá, þegar hún kemur niður að Ála- fossi, er dálitill pyttur fyrir neðan túnið á Reykjum. Þar böðuðum viö okkur i indælis volgu vatni. Það var orðið svo blandað af frá- rennsli margra hvera. Það var ákaflega þægilegt að baða sig þar. — En nýtti hann ekki vatnið eitthvað til ræktunar I kringum húsið eða i görðum? — Nei, þvi man ég ekki eftir nokkurn tlma. Jörðin var öll volg þarna, þvi að á útmánuðum sá maður hvernig allt fór að blómgvast, þegar tiðin var góð, jafnvel seint i marz, þá var farið að koma upp af kartöflugrösum. — En þú varðst ekkert var við það, að hann væri farinn að hugsa um gróðurhús? — Ekki varð ég var við það, en hann ræktaði kál, sem enginn gerði annar, ýmsar tegundir mest grænkál, sem við átum hrátt, og settum út á það sykur. — Já, þetta er þá líklega það sem þú manst um sjálfa hitalögn- ina? Og þetta dugði vel, þurfti engar breytingar að gera? — Engar breytingar. Nægur hiti alltaf I húsinu að minnsta kosti, ég man aldrei eftir að kvartað væri um kulda. Og kýrn- ar fengu nóg volgt vatn, það rann i tunnur i fjósinu úr ofnunum. Og þeim var brynnt úr fötum, þvi að þá voru ekki komin brynningar- tæki. — Já, Stefán er Hklega fyrsti maður i landinu, sem hefur nýtt hveravatn á tvennan hátt: Haft hitann handa fólkinu og volgt vatn handa kúnum svo að þær mjólkuðu betur. — Já, það var sannarlega mikils virði, þvi að ég þekkti það, að kýrnar átu langtum betur lak- ara hey og mjólkuðu einnig bet- ur. Hann ól upp kálfa, suma til slátrunar, árs gamla, og aöra til lifs. — Stundaði hann ekki eitthvað smiðar Ifka'? — Jú, hann smiðaði til dæmis annað hús við' húsið þarna á Reykjum. Ég man eftir þvi fyrsta veturinn, sem ég var hjá honum, þá var kaupið ekki mjög hátt, ég gat fengið hjá honum 120 krónur yfir veturinn frá réttum til loka, en ef ég vildi nú læra að saga I sundur spýtur og hefla fjalir, þá skyldi ég vera annan daginn við það og hafa þannig þá 60 krónur yfir veturinn. En ég hafði allt fritt, og afbragðsgóða þjónustu. Systir hans var eiginlega ráðs- kona, fullorðin stúlka, rúmlega þrítug, Marta hét hún. En einn starfsmaðurinn hans tók sér hana fyrir konu. Þá tók konan hans, sem þó islenzk væri varhálfensk I öllu starfi, við öllum húsverkum, kornung, mikið yngri en Stefán, en hún hafði alltaf nógar vinnu- konur i þá daga, enda höfðu þau talsvert umvélis með alla ræktunina og kúabúið. Stefán keypti mjólk af þeim, sem komu með hana til hans, á tólf aura pottinn. Svo fékk hann 2 aura fyr- ir flutninginn til Reykjavikur og svo fengu þær, sem seldu i eld- hiísunum aðra tvo aura. Þannig var mjólkin komin upp i 16 aura. Svo átti að setja upp mjólkurbúð á Laugavegi 16, þar átti að selja mjólk og brauð. Að einhverju leyti var Stefán meðeigandi i fyrirtækinu, en annar maður stóð fyrir þvi. Ég man ekki vel hvað hann hét, nema Guðmundsson var hann, sonur Guðmundar Felixsonar, sem lengi hafði verið pakkhúsmaður hjá Leópold á Eyrarbakka. Hann var faðir Felix Guðmundssonar, sem lengi var I pólitikinni. Þeir voru nokkuð margir þessir bræður, einn var aktygjasmiður, ekki man ég nú hvaðhann hét. Þessi Guðmundur var greindur karl, en drakk ósköp mikið. — Já, þetta gat ekki geng- iö. Mjólkurpotturinn seldist ekki á 18 aura i Reykjavik, þegar hægt var á fá hann keyptan á 16 aura annars staðar. — Svo þetta hefur verið fyrsta tilraun með mjólkursölu i Reykjavík? — Ekki þetta, heldur sala Stefáns frá Hliði á Alftanesiþaðan seldi hann mjólk og sendi vagn þaðan inn eftir. Mig minnir að hann keypti eitthvað af mjólk frá Elliðavatni þegar hann er kominn þarna inn i Reykjavik og er búinn aö byggja i Lundi. Það hér Lund- ur, húsið sem hann byggði á Laugaveginum. — Hvernig likaði þér nú viö Stefán? — Ákaflega vel, en kunni bara ekki að meta manninn, fyrr en ég eltist meira og þroskaðist betur. Hjá honum vitkaðist ég meira á þessum fjórum árum, heldur en ég gerði á áratugum bæöi fyrr og slðar. Hann hafði verið i blaða-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.