Tíminn - 11.05.1975, Síða 17

Tíminn - 11.05.1975, Síða 17
Sunnudagur 11. mai 1975. TÍMINN 17 Húsbyggjendur Upphitun með HDHX rafmagnsþilofnunum er ódýr og þægileg rafmagnsþllofnarnir hafa fenglð æðstu verðlaun, sem veitt eru innan norsks Iðnaðar Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald. ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg- verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun. Þriggja ára ábyrgð er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum 3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir. Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir. Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir. Geislaofnar í baðherbergi. Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum. Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um ADAX rafhitun. Þér getið einnig sent okkur teikningu af húsinu og við getum aðstoðað yður um val á staðsetningu ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á hitaþörfinni. -------------------------------------:xg-------- Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn___________________________________ Heimilisfang___________________________ skrifum i Amerfku, og var skammaður þar, og skammaðist þar einnig sjálfur. — En hann lenti ekki i neinum útistöðum hcr? — Nei, nei, ekki nokkrum. Hann var friðsamur maður mjög. Hann var alltaf að reyna að finna eitt- hvað út til bóta og framfara. Ég man eftir að hann átti hlekkja- herfi, og svo var það eitt vorið, að mykjan var orðin svo hörð, að það gengur ekkert að vinna á. Og þá fer hann að vita, hvort ekki séu einhver ráð með að mylja áburð- inn. Þá var hjá honum frændi hans, skrýtinn strákur á aldur við mig. Hann var lagtækur og þeir fara að reyna að raða saman gaddavir. — „Ætli það sé ekki hægt að hafa gaddavir,” segir strákur, og þá grlpur Stefán það, þeir fara svo strax og leggja sam- an i lengjur gaddavir og negla hann á trérimla og svolitið af þverstrengjum. Mig minnir að fremst hafi verið nokkurs konar hemill til að binda spottana i, og svo kemur annar og fyrst var hann bara i tvennu lagi, laus i miðjunni, og svo annar eins, og svo heill að aftan, til þess að halda virunum út. Og ég man nú ekki mál á þessu, en ég gæti hugs- að mér að það hefði verið hálfur annar metri á breidd aftan á hest- inn og dálitið lengra en breiddin, að minnsta kosti tveir metrar lengdin. Svo voru látnir ofan á virinn torfusneplar sem tolla á, og mylur bara prýöilega. Ég man eftir að svo seldi Stefán manni hlekkjaherfið. Mig minnir það hafa verið þýzkt, og hafi kostað 40 krónur. — Gerði hann svo ekki fleiri svona herfi úr gaddavir? — Jú, Stefán bjó mörg herfi svona, og þau flugu út. Og svo fréttist þetta og hann bjó til fleiri, pakkaði og sendi með skipum, en þau keypti náttúrlega enginn i kring um hann, þvi að allir gátu búiö þetta til, þegar þeir höfðu séð þaö. — Þakka þér nú kærlega fyrir spjallið, Oddur. Sv. J. BÆNDUR • BÆNDUR o . . • .. SLÁTTUÞYRLAN KEMUR MEÐ VANDAÐRI GÚM-HLÍF, SEM UMLYKUR SLÁTTUÞYRLUR fyrirliggjandi til afgreiðslu strax VERÐ PZ CAA-135 KR. 187.600 PZ CM-165 KR. 226.800 Viðurkennd varahlufaþjónusta og hagstæð kjör Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 [B[s[s[s[a[s[s[a[s[s[s[s[a[s[s[s[s[s[iÍ[s[s[a[s[s[s[sm[s[s[Éi[Éi[Éi Drengur (verður 12 ára i sumar) óskar eftir sveitaplássi. Getur gjarnan litið eftir börnum. Upplýsingar í síma 51764 eftir kl. 4 í dag og næstu daga. — Jón Oddsson hæstaréttarlögmaöur, Garðastræti 2, Reykjavik. Simi 13040. Fasteignadeild, Fasteignasalan, Garðastræti 2, simi 13040, sölumaður heima: 40087. Útibú Akureyri. Sölumenn: Olafur Ásgeirsson, Baldvin Valdemarsson, Hafnarstræti 86, Akureyri. Simi 23909. Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða eftirlitsmann raflagna á Austurlandi Laun samkvæmt kjarasamningum starfs- mannafélags rikisstofnana og rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist rafveitu- stjóranum á Austurlandi, Selási 8 Egils- staðakauptúni eða til Rafmagnsveitna rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. Kaupfélagsstjórar Verzlunarmaður með áralanga reynslu sem verzlunarstjóri i matvöruverzlun óskar eftir starfi. Æskilegt væri að 4ra herbergja ibúð fyrir fjölskyldu gæti fylgt. Upplýsingar um starfið sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. mai, merkt 1588.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.