Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.05.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 11. mai 1975. Raunasaga um órólegt fólk AAorðingjar á Hafnabergi Skotgat á glugga ibúðar f höfuöborg landsins. Einhverjir, sem hafa gert sér erindi út I Viðey, hafa gengið þannig um Viðeyjarstofu, hús Skúla fógeta og eina elztu býggingu I landinu. Fyrir nokkrum dögum voru menn á göngu úti á Reykjanes- skaga. Þegar þeir komu á Hafna- berg, voru þar fyrir þrir menn, sem höfðu sér að helgargamni að skjóta af byssum niður i bergið, þar sem fuglar settust á syllur og háa, er þeir komu fljúgandi af hafi. Ekki var þetta lifsbjargar- vegur þessara þremenninga, þvi að engan kost áttu þeir þess að ná fuglinum, sem þeir bönuðu. Þama var einungis að verki nátt- úra spellvirkjans, drápfýsn og kvalalosti. Þarna voru framin morð til dundurs. Ekki þarf að hafa mörg orð um aökomuna. Hér og þar um bergið lágu helskotnir fuglar, en aðrir voru i fjörbrotunum fyrir neðan, og lemstraðir fuglar og særðir úti um allan sjó. Þetta var lika það, sem til hafði verið stofnað. Þetta var erindið, sem þessir þrir lán- lausu menn höfðu átt með skot- vopn út á Hafnaberg um það bil, er vorið kom að landi til þess að glæða líf og fjör um dal og strönd. Einhver kann að Imynda sér, að svona illmennska sé næsta fátið meöal okkar hálofuðu þjóðar. Em nei ó-nei. Ekki er þvi að heilsa. Þess konar atburöir gerast oft. Það fólk gengur bisperrt okkar á meðal, er gerir sér ómak til þess og hefur nautn af þvi að skjóta I björgin, þegar fuglinn er farinn að fljúga að, meira að segja þeg- ar hann situr þar á eggjum og ungum. Þá er lika mestum usla hægtab valda á skemmstum tima og með minnstri fyrirhöfn. Sumir grýta hann, þegar svo stendur á, meinfýsnir aumingjar, sem ekki hafa byssu handbæra, eins og ná- ungarnir i sögu Halldórs Laxness um kristnihald undir Jökli. Ekki skal fullyrt um það, hversu viða um land svona at- ferli, sem ekki verður annað kall- að en andstyggilegur glæpur, á sér stað. En vister það, að Hafna- berg er sliku undirorpið og fleiri staðir á Reykjanesskaga. En hvort sem slikt gerist oftar eða sjaldnar, þá er kominn timi til þess að tekið sé ærlega I hnakka- drambið á þeim lýð, sem bregður sliku fyrir sig. Til hvers erum við lika að skreyta okkur með tali um nátt- úruvernd, fuglafriðun og dýra- vemd, ef annað eins og þetta er látið viðgangast ár eftir ár, án þess aö þeir, sem að sliku verki ganga, hitti sjálfa sig fyrir? 011 faguryrðin eru ekki annað en vindur og bóla, ef ekki er tekið fast I taumana — aðeins lausa- fjöður til skrauts i gráu stéli. Hafi menn, sem þetta aðhafast, eða annað þvi likt, ekkert að óttast, ehim við öll samsek. Óþjóðalýður í búf jórhögum Frásögnin um hinar óhugnan- legu skyttur á Hafnabergi kom þvl fólki tæpast á óvart, er hirt hefur um að fylgjast með þvi, hvernig byssum er beitt af óvönd- uðum mönnum. Orð hjónanna I tsólfsskála, sem fylgdu i kjölfar- ib, hafa liklega komið flatt á fleiri. Þau sögðu frá þvi, hvernig óþjóðalýður beitir byssum slnum á búfénað I haga, hross og kindur. Skotið hafði verið á hest og reynt að skjóta fætur undan kind til þess að njóta þess „gamans” að sjá hvernig hún ylti helsærð niður bratt fjall. Hugarástand slikra manna er að visu torskilið. En það er andstyggilegt. Ekki er grunlaust um, að viðar kunni að leynast vitneskja um sams konar athæfi, og raunar er það aðeins rökrétt framhald af hinu: Hvers vegna skyldu þeir, sem hafa sér að leik að skjóta án nokkurra sibferðilegra hamla, á bjargfugl, sem er að vinast og hreiöra sig, vila fyrir sér að miða vopni sinu á búfénað, stærra skot- mark og auðhittnara? Þar leiðir bara eitt af öðru: A mjóum þvengjum læra hundarnir að stela. Eitt blóðugt gaman utan við lög og rétt og almennt velsæmi kallar á annað, ef svo slæst. Kannski dettur einhverjum i hug að reka riffilhlaup út um bil- glugga, ef hann sér kýr á túni, þegar hann ekur fáförulan veg, til dæmis á vorbjartri nóttu. Eða á að skera upp herör gegn þessari ónáttúru, áður en svo langt er gengið i óhæfuverkun- um? Spellvirkja- þóttur Vikjum nú að öðru, sem að visu er ekki eins saknæmt, en sýnir þó artina, veldur verulegu tjóni og getur verið stórhættulegt. Það er sú skothrlð, sem sjáanlega dynur á umferðarmekjum, mannlaus- um húsum og öðrum mannvirkj- um, þar sem enginn er til dag- legrar tilsjónar. Þessar gálausu skyttur geta hæglega valdið slysi, hvenær sem er, og jafnvel orðið fólki að fjör- tjóni, og þeim mun fremur sem oft munu þarna að verki ölvaðir menn. En fyrst og fremst hlýtur athyglin að beinast að ómenning- unni, skemmdarfýsninni og kæruleysinu, sem býr að baki verknaði af þessu tagi. Þar er fólgin sjálf undirrótin — frumhvöt þess, að nokkur lætur þetta henda sig, nema vanvitar séu. Það er lika fólk þessarar fátæk- legu, sálarlitlu gerðar, sem spillir sæluhúsum og björgunarskýlum, sem aðrir hafa varið fé og fyrir- höfn til þess að koma upp, og stela úr þeim nauðþurftum, er lif getur legið við, að þar séu. Heimskuleg, tilgangslaus og andþjóðfélagsleg hugdetta er framkvæmd jafn- skjótt og hún kviknar i seyrðu heilabúi, þar sem mannslundin hefur verið slitin úr tengslum við aðra þætti, sem stjórna hátterni fólks. Andspænis talandi táknum um samhjálp, samábyrgð og fórnar- vilja karla og kvenna, sem gefa fé og safna til þess, að þeir, sem I nauðum lenda á heiðum og eyði- slóðum, megi halda lifi og limum, eru þessi spellvirki, framin, slik er siðblindan. Um þá, sem þar eru að veki, eiga fyllilega við hin fornu orð, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Þeir standa uppi skilningsvana, þó að þeir lesi frásagnir af fólki, sem setti ljós út I glugga i dimmviðri og hriðum eða hringdi kirkju- klukkum til leiðbeiningar fólki, sem kunni að vera aö villast i ná- grenninu. Þeir myndu verða sein- ir til þess að átta sig á sögunni um Pétur á Gautlöndum, sem braut klammann af vörðunum á Mý- vatnsheiði, svo aö þeir, sem á eft- ir komu, sæju þær á hvitri hjarn- breiðunni. Og það kveikir tæpast týru i hugskoti þeirra, þó að þeir heyri um fólkið, sem reiddi fram stórfé til viðbúnaðar vegna sæ- fara i Svalvogum vestra og bónd- ann, sem ruddi veg um hinar mestu torfærur, svo að slysa- vamasveitir geti komizt á vett- vang á útskaganum, ef til þarf að taka. Bitið nærri greni „Fótsár af ævinnar eyöimörk einn unaðsblett fann ég — til þess að deyja”, sagði Einar Bene- diktsson. Sá eyðiblettur, sem hann fann sér til þess að deyja á, var Herdisarvik. Þar stendur litla húsið hans autt yfirgefið — og hart leikið af spellvirkjum. Þvi hefur ekki verið vægt fremur en öðrum húsum, sem enginn er til að vemda. Þaðer engin vörn, þótt þetta sé siðasti hvildarstaður þjóöskálds — I eign og umsjá há- skólans: Byssurnar á loft, neyt- um aflsins til þess að brjótast inn I kofann! Það er þó ekki aðeins á eyði- stöðum, sem það er haft að leik að spilla eignum. Það geristlika við þéttbýlið, meira að segja inni i sjálfum bæjum landsins. Gluggar eru brotnir með grjót- kasti I húsum, sem eru i smiðum, og eru til dæmis ekki mörg miss- eri siðan einhverjir fundu hvöt hjá sér til þess að leika þannig byggingar örrykja og fatlaðs fólks I Reykjavík. Ljósker eru ár- lega brotin með grjótkasti fyrir fémuni, sem samtals nema mjög miklu, og hafa mál af þvi tagi úr Kópavogi verið á döfinni að und- anförnu. Og allir kannast við, hvernig sætin i strætisvögnunum eru leikin —ristsundur, klóruð og krotuð. Eða hvað um húsmuni sumra skóla? Þetta mætti rekja i lengra og fyllra máli og færa dæmi til. En þessi ádrepa verður að nægja. En þvi verður þó að bæta við, sem lakast er, að það eru oftast börn og unglingar, er að þvi standa, er hér var siðast lýst. Við skulum vona, að þorri þeirra, sem þar koma við sögu, leggi af þess kon- ar strákapör, er þeir þroskast. En þvi miður er ekki unnt að treysta þvi, að þau vitkist svo öll, að eng- in brotalöm sitji eftir, þótt árin færist yfir. • • Okumenn og jarðvegssár Enn er að einu að vikja, og er þá aftur komið að þeim, sem ættu að hafa náð andlegum þroska til þess að hafa gát á sjálfum sér. Þaö eru ökuþórarnir, sem ryðjast á bifreiðum sinum yfir hvað sem fyrir verður án þess að skeyta um afleiðingarnar. Fyrir fáum árum var lltil gróðurvin sunnan undir Armannsfelli að fara i örtröð af völdum fólks, sem ók þar um grundir og brekkur. Vatnsrásir höfðu myndazt i hjólförunum i brekkunum, svo að til jarðvegs- eyðingar horfði, og kjarrið var bælt og troðið og lemstrað eftir hjólbarða bifreiða þessa fólks, sem ekki hafði horft I það, hvað það var að gera. Nú hefur að visu verið við þessu séð með girðingu og græðslu jarð- vegssára. En á ótal stöðum á landinu má sjá eitthvað viðlika. Óviðráðanleg virð- ist sú hneigð margra að ryðjast um vegleysur á bilum upp á hóla og hæðir, og getur að lita dæmi um þess konar á Kögunarhóli i ölfusi og Meyjarsæti I Þingvalla- sveit.. A eftir fer svo uppblástur- inn, er vindurinn nær að sverfa sárin. En jafnvel á jafnsléttu geta bilaslóðir orðið upphaf landeyð- ingar, sérstaklega á hálendinu á mörkum þess, er gróðurinn held- ur velli, ef honum er ekki misboð- ið. Hver maður, sem ekki vill eiga það I hættu, að hann sé að spilla landi sinu, verður á slikum stöð- um að minnast þess, að honum ber að halda sig á troðnum slóð- um — ekki mynda nýjar. Þvi miður virðist svonefndur torfæruakstur, sem farið er að tiðka með talsverðum auglýs- ingabrag, hafa ýtt undir misferli af þessu tagi, og er kominn tlmi til þess, að honum verði mark- aðurbás, þar sem slíkar athafnir valda ekki skemmdum. Eftir sem áður er þó hætt við, að hugmynd- in freisti fleiri en skyldi til þess að þreyta þvilikan akstur á óviður- kvæmilegum stöðum. Löggæzla og viðurlög Hér hefur margt verið rakið, sem miður fer meðal okkar. Sumt af þvi er stórhættulegt og beinlin- is viðbjóðslegt — annað að minnsta kosti heldur ömurlegur vitnisburður um hugsunarleysi. Flest er það brot á lögum og reglugerðum. Samt sem áður er þess sjaldan getið, að lögum hafi verið komið yfir þá, sem brotlegir eru — og þá eru þeir ekki undanskildir, sem verstu verkin vinna. Vafalaust er oft vandkvæðum bundið að færa sönnur á, hverjir hafa brotið af sér. En svo er einnig um þá, sem brjótast inn eða stunda smygl. Þó eru smyglarar og þjófar oft klófestir, og frá þvi sagt, hvaða viðurlögum þeir sæta. Eflaust hefur lögreglan og löggæzlu- mennirnir nóg á sinni könnu, en linkind við þá, sem fremja spell- virki, niðast á náttúru landsins og valda eignatjóni æ ofan i æ getur gengið úr hófi fram. En þarna er ekki við löggæzlu- menn eina að sakast, ef tilfe'llið er, að á hakanum sitji að grafast fyrir rætur slikra mála, heldur einnig almennra borgara. Ein- mitt þeir verða iðulega vitni að atburðum af þessu tagi eða hafa grun um þá, og þá ætti það að vera borgaraleg skylda að koma slikri vitneskju á framfæri við rétta aðila, en geyma þá ekki með sér I þögn. Byssuleyfi t þessu samhengi verður ekki komizt hjá að vikja aö þvi, hversu auðvelt er að fá leyfi til þess að kaupa og eiga byssur h'ér á landi. Allir, sem um slikt sækja, fá leyf- ið, svo framarlega sem þeir eru ekki brotamenn, eru orðnir tvi- tugir og hafa uppáskrift tveggja manna, sem öllum mun leikur að afla. Engar kröfur eru gerðar um kunnáttu um meðferð skotvopna né þörf manna á byssu. Miklu fleiri fá með þessum hætti byssuleyfi en hæfir eru til að njóta þeirra, og það er óviður- kvæmilegt, að menn, sem enga leiðbeiningu eða æfingu hafa fengið i skotfimi, byrji á þvi að miða byssu að lifandi fugli. Rök- rétt væri, að undanfari byssuleyf- is væri námskeið á vegum skotfé- lags, þar sem þvi verður við kom- ið, en ella óræk sönnun þess, að menn kunni skil á þvi, hvað er skynsamlegt færi og hafi þjálfun og hæfni til þess að hitta i mark. Og kunni þar að auki meginatriði friðunarlaga. Þetta hefur verið reifað hér að gefnu tilefni þar sem var aðkom- an á Hafnabergi á dögunum og frásögn Herthu og Isólfs I Isólfs- skála. Sjálf geymum við senni- lega I minni dæmi um harla við- sjárverða meðferð á skotvopnum hér innan bæjar, og aðrir á öðrum þéttbýlisstöðum á landi kynnu að geta rifjað upp eitthvað svipað úr heimahögum sinum. _jp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.